Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. júní 2017 07:00 Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöðugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjaldmiðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðlabanka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenningu sína, er þetta ekki góður vitnisburður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands.Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glaðbeittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það andstæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB-löndum.Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjaldmiðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar?Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjórtán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármálakerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verkfæri eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöðugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjaldmiðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðlabanka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenningu sína, er þetta ekki góður vitnisburður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands.Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glaðbeittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það andstæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB-löndum.Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjaldmiðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar?Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjórtán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármálakerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verkfæri eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun