Fleiri fréttir

Samræðulist hins ómögulega

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Ekki blæs byrlega fyrir Bjartri framtíð nú um mundir ef marka má skoðanakannanir. Og þegar þú ert í stjórnmálum er alltaf að marka skoðanakannanir, sérstaklega ef könnun eftir könnun sýnir sömu þróunina.

Boltakvóti

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Ég fór í brennó með stórum barnahópi um daginn. Þetta voru strákar og stelpur á öllum aldri. Strákarnir voru fullir sjálfsöryggis og snöggir að ná boltanum. Fóru í kapp við eigin liðsmenn og hrifsuðu boltann nánast úr höndum þeirra.

Skáldsagan Vonarstræti 12 eftir Ármann Jakobsson

Halldór Þorsteinsson skrifar

Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti.

Líkamsfrelsi

Skúli Skúlason skrifar

Niðurstöður rannsókna sem gerð var meðal 77 þúsund breskra ungmenna árið 2011 leiddi í ljós að 60% þeirra sögðust skammast sín fyrir eigið útlit og 73% sögðust finna fyrir þeim þrýstingi frá umhverfinu að þau ættu hafa „fullkominn“ líkama. Þessar niðurstöður undirstrika þá brýnu þörf sem er á opinni og upplýsandi umræðu um neikvæðrar afleiðingar líkamsdýrkunar.

Hvað á þetta að þýða?

Magnús Guðmundsson skrifar

„Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“

Hvað segir fæðingarvottorðið þitt?

Ísak Gabríel Regal skrifar

Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni.

Lyfin lækna hitt og þetta

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Fyrir nokkrum árum var ég á gangi á Laugaveginum þegar ég sá mann sem ég kannaðist lítillega við koma gangandi á móti mér. Ég var að nálgast gatnamót Snorrabrautar og hann var hinum megin við þau. Ég reiknaði það út að við myndum mætast á um það bil miðri gangbrautinni yfir götuna og ég varð skelfingu lostinn. Af einhverjum ástæðum fannst mér ég verða að koma í veg fyrir að við heilsuðumst.

Á flótta undan staðreyndum

Ragnar Þorvarðarson skrifar

„Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi.

Fjölmenning og fámenning

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

au sem andvíg eru fjölmenningu eru þá væntanlega fylgjandi fámenningu. Hvað er það? Fámenning er menning þar sem hver dregur dám af öðrum, fólk er almennt á einu máli um flesta hluti en rífst um tittlingaskít.

Reiðhjólaraunir

Jón Gnarr skrifar

Fleiri og fleiri sjá kosti þess að hjóla frekar en keyra, því það er bæði ódýrara og heilsusamlegra.

Ísland úr NATO!

Ögmundur Jónasson skrifar

Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður.

Góðar aðgerðir - gildar kvartanir

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Viðskiptahagsmunir eru einn hornsteinninn í utanríkisstefnu fullvalda ríkis. Þar er mikilvægt að horfa á allar hliðar máls.

Ekki meira rugl!

Gunnar Axel Axelsson skrifar

Forsenda virks fulltrúalýðræðis er traust.

Er átökunum um Kenía að ljúka?

Guðbjörn Jónsson skrifar

Líklega hafa fæstir skilið hvers vegna stjórn ABC á Íslandi greip til þeirra róttæku aðgerða gegn Þórunni Helgadóttur, formanni ABC Children's Aid í Kenía, sem um hefur verið fjallað á liðnum mánuðum.

Hinsegin hnökrar

Óskar Steinn Ómarsson skrifar

Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um "hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um "hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti.

Við eigum að vera hrædd

Sif Sigmarsdóttir skrifar

"Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði "mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“

Makrílsréttindi

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér.

Sonur minn er enginn hommi

Birta Björnsdóttir skrifar

Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort þessi fullyrðing mín er sönn. Ég vona hins vegar að þegar að því kemur að hann fari að renna hýru auga í einhverja átt skipti það hvorki hann né aðra nokkru máli í hvaða átt það verður.

Fullorðnumst nú

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Að vera herlaus og friðelskandi þjóð ætti að þýða það að hernaði sé hafnað. Ekki að taka sér þétt stöðu með þeim sem eyða frekar fjármunum í drápstól en velferð þegna sinna.

Þjóðkjörnir forsetar

Þorvaldur Gylfason skrifar

Gallinn hér er sá, að frambjóðandi getur náð meirihluta kjörmanna og þar með kjöri sem forseti þótt hann hafi minni hluta kjósenda að baki sér og jafnvel þótt keppinautur hans hafi fengið fleiri atkvæði en „sigurvegarinn“.

Hatið mig

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Af hverju ekki að taka hvítan, meðalháan millistéttarkarl og drulla rækilega yfir hann í nokkra daga?

Skuld ríkisins við aldraða og öryrkja stórhækkar!

Björgvin Guðmundsson skrifar

Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun.

Brúum bilið!

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli.

Sníðum hnökrana af

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Slagirnir, sem lítið ber á, gleymast eða komast ekki upp á yfirborðið en eru ekki síður mikilvægir en þeir sem nú þegar hafa unnist.

Dauði hugrakka selkópsins

Viktoría Hermannsdóttir skrifar

Þetta er sönn saga selkóps úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Saga sem hreyfði við landsmönnum.

Faglegri umfjöllun óskast!

Helga Ingólfsdóttir skrifar

Það eru spennandi verkefni fram undan við að efla og bæta þjónustu frístundaheimila til samræmis við óskir foreldra um bætt innra starf og samþættingu við íþrótta- og tómstundastarf og það ætlum við að gera.

Úrelt dagforeldrakerfi

Álfhildur Þorsteinsdóttir skrifar

Hver á að passa barnið okkar þessa níu mánuði sem við þurfum svo að bíða eftir leikskólaplássi?

Séð út um bílrúðu – og fram í tímann

Þorvaldur Örn Árnason skrifar

Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið.

Trúlega verst

Sverrir Björnsson skrifar

Að baki öllum ófriði býr sama ástæðan. Herför ISIS, barátta talibana, Norður-Írland, nýlendustríðin, siðaskiptin, krossferðirnar, að baki býr ávallt eftirsókn eftir auði og völdum. Með heilagar bækur í höndunum göfgast málstaðurinn og lýðurinn fylgir heilalaus með.

Kúabú á krossgötum

Guðjón Þórir Sigfússon skrifar

Þjóð verður að geta nýtt eigin gæði til framleiðslu mjólkurvara þannig að rekstur búa gangi upp. Það er ekki ásættanlegt fyrir þjóð að vera háð innflutningi á þessum vörum og greiða fyrir þær með verðmætum gjaldeyri.

Að bora í nefið í beinni útsendingu

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Stundum eru Íslendingar eins og bílstjórar í hreyfingarlausum bíl; halda að þeir séu huldir sjónum þeirra sem fyrir utan standa og því taki enginn eftir því þegar þeir bora í nefið og gæða sér jafnvel á útmokstrinum.

Notaða druslan mín

Snærós Sindradóttir skrifar

Ég lærði að keyra á þessum bíl. Ég skrapaði hliðina á honum á fyrstu viku eftir bílpróf í jólaörtröð í Kringlunni, keyrði í burtu og brýndi fyrir litla bróður mínum að segja engum frá.

Óeinelti? –Snúum umræðunni við

Hrafnhildur Hreinsdóttir skrifar

Daglega les maður eða heyrir sögur um einelti og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið, fyrir börn og fullorðna, sem verða fyrir því og lífsgöngu þeirra. Umræðan snýst að sjálfsögðu öll um hve einelti sé slæmt og börnum er kennt að það megi ekki leggja önnur börn í einelti, jafnvel börn í leikskólum þekkja orðið. Innihald umræðunnar er auðvitað gott og þarflegt, en orðið einelti klingir í eyrum alla daga.

Sjá næstu 50 greinar