Er átökunum um Kenía að ljúka? Guðbjörn Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 14:53 Líklega hafa fæstir skilið hvers vegna stjórn ABC á Íslandi greip til þeirra róttæku aðgerða gegn Þórunni Helgadóttur, formanni ABC Children’s Aid í Kenía, sem um hefur verið fjallað á liðnum mánuðum. Þegar aðförin að starfi Þórunnar var gerð, var í gildi samstarfs og samskiptasamningur milli ABC á Íslandi og ABC í Kenía, þar sem fram komu öll helstu samskiptaatriði tveggja sjálfstæðra félaga. Í samningnum var einnig ákvæði um hvernig skildi með fara ef ágreiningur kæmi upp milli samningsaðila. Ef sá ágreiningur yrði ekki leystur með samkomulagi, gat hvor aðilinn sem var, sagt samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Vegna margra rangra fullyrðinga frá framkvæmdastjóra ABC og einnig frá lögmanni ABC, hefur fólk verið leitt út á töluverðar villigötur varðandi þetta mál. Báðir fyrrgreindir aðilar hafa haldið því fram að ABC á Íslandi EIGI starfsemina í Kenía. Aldrei hafa hins vegar heyrst nein haldbær rök frá þeim fyrir þeirri fullyrðingu. Enda mundi slík fullyrðing stangast á við lög og reglur um Sjálfseignarstofnanir, en ABC var einmitt breytt í slíka stofnun á árinu 2007. Það er þó álit þess er þetta skrifar að ABC hafi ekki uppfyllt skilyrði til að teljast sjálfseignarstofnun, vegna eigin eignaleysis. (Vek athygli á að feitletrun og undirstrikanir eru áherslur undirritaðs.) Þeir sem stofna sjálfseignarstofnun, eru skráðir stofnendur. Í riti Ríkisendurskoðanda sem nefnist: „Yfirlit um sjálfseignarstofnanir og sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá“, ber fyrsti kaflinn heitið „Lagaumgjörð“ og fjallar um atriði er lúta að lögum og reglum um sjálfseignarstofnanir. Þar segir meðal annars: Nákvæma skilgreiningu á hugtakinu sjálfseignarstofnun er hvorki að finna í ofangreindum lögum nr. 19/1988 né lögum nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir, sem stunda atvinnurekstur. Í greinargerð með frumvarpi að lögunum nr. 19/1988 segir t.d. aðeins að með sjóðum og stofnunum í greinargerðinni sé átt við „hverskonar sjálfseignarstofnanir sem fengið hafa staðfestingu ríkisvaldsins og sem settar hafa verið reglur fyrir og ætlað er að varðveitast í því skyni sem reglurnar mæla nánar fyrir um”. Vandamálið sem við, stuðningsfólk barna í Kenía stöndum frammi fyrir, eru óvönduð vinnubrögð ríkisvaldsins við skráningu ABC sem sjálfseignarstofnunar. Eins og segir í reglunum þarf að uppfylla tiltekin skilyrði áður en komið getur til skráningar. Ríkisvalið, (nú í formi sýslumannsembætis) þarf að fullvissa sig um að settar hafi verið fullnægjandi reglur um væntanlega starfsemi og stjórnun stofnunarinnar. Þegar fullnægjandi starfsreglur liggja fyrir í svonefndri „skipulagsskrá“, kannar ríkisvaldið ytri efnahagslegar forsendur stofnunarinnar, eins og eignasafn og sjóðasöfnun. Gangi allir þessir þættir upp fær stofnunin leyfi ríkisvaldsins til að skrá sig sem Sjálfseignarstofnun. Lítum þá á næsta skref. Á blaðsíðu 4 í riti Ríkisendurskoðanda segir svo um stofnun sjálfseignarstofnunar: „Stofnfé og aðrir fjármunir, sem renna til sjálfseignarstofnunar, skulu m.ö.o. innt af hendi með óafturkræfum hætti til þess að verða notaðir í nánar ákveðnum tilgangi samkvæmt skipulagsskrá. Til hliðsjónar má í þessu sambandi benda á 2. gr. áðurnefndra laga nr. 33/1999 en þar segir að “sjálfseignarstofnun samkvæmt lögum þessum verður til með þeim hætti að reiðufé eða önnur fjárverðmæti eru afhent óafturkallanlega með erfðaskrá, gjöf eða öðrum gerningi til ráðstöfunar í þágu sérgreinds markmiðs....” Þykir mega fullyrða að það sama gildi í þessu efni um stofnanir, sem starfa skv. lögum nr. 19/1988.“ Þeir stuðningsaðilar barna sem greiða mánaðargjöld sín til ABC á Íslandi, eru ekki að gefa ABC peninga, því samningurinn hljóðar upp á að ABC skili peningunum til barnsins eða þess aðila sem barnið dvelur hjá. En megindeilan snerist um það hver ætti félagið í Kenía. Þórunn og aðrir stjórnarmeðlimir félagsins héldu því fram að félagið ætti sig sjálft. Þau væru bara stjórn þess og til þess að fá þeim vikið frá völdum, yrðu þeir sem slíkt vildu, að leita til dómstóla í Kenía með slíkt erindi. ABC á Íslandi ætti ekki félagið í Kenía og gæti því ekki með neinum rétti gert eignakröfu til þess. Lítum nú aðeins á hvað segir um þessi atriði í riti Ríkisendurskoðanda: „Annað megineinkenni sjálfseignarstofnana, hvort sem þær starfa skv. lögum nr. 19/1988 eða nr. 33/1999, er að þær skulu lúta sjálfstæðri og óháðri stjórn, sem ein er bær að taka ákvarðanir um rekstur þeirra og starfsemi, en hvorki stofnendur né einhverjir aðrir. Til þess að koma í veg fyrir hagsmunatengsl, tryggja fullkominn aðskilnað fjármuna eða eigna stofnunarinnar frá eignum stofnenda og að öðru leyti undirstrika ótvírætt forræði stofnunarinnar á eignum sínum, er jafnframt talið að stjórn sjálfseignarstofnunar þurfi að vera óháð stofnendunum. Undirritaður veltir fyrir sér hvort það geti verið að lögfræðingur ABC sé svo illa upplýstur um lagaumhverfi þeirra stofnana sem hann veitið lögfræðiráðgjöf að honum hafi yfirsést að umbjóðendur hans voru að útiloka sjálfa sig frá eigin starfsvettvangi, með því að breyta almennum samtökum í sjálfseignarstofnun? Flest bendir til að stofnendum sjálfseingarstofnananna ABC barnahjálp á Íslandi og ABC barnahjálp International, hafi ekki verið ljóst að með því að tilgreina sjálfa sig sem stofnendur, væru þau að útiloka sig frá frekari afskiptum af starfseminni. Hinn kaldi raunveruleiki virðist þó sá. Þegar stjórn ABC á Íslandi tekur ákvörðun um að ráðast í yfirtöku á starfsemi félagsins ABC Children’s Aid í Kenía, á sama tíma og stjórn ABC á Íslandi vissi að formaður stjórnar Keníafélagsi var staddur á Íslandi, vakna margar siðferðisspurningar. Stjórn ABC á Íslandi veit að formaðurinn í Keníafélaginu er kominn til Íslands til að taka við nýju hlutastarfi fyrir ABC á Íslandi. Það vakna við þessar aðstæður afar margar óþægilegar spurningar um heiðarleika og kærleiksvitund, sem einmitt er svo tíðrætt um í siðareglum ABC. Engu er líkara en hroki og valdafíkn hafi náð slíku valdi á stjórn ABC á Íslandi að framferði þeirra varð svo langt fyrir utan allar venjulegar og siðlegar samskiptareglur. Auk þess að vera brot á samstarfssamningum þessara tveggja félaga, á Íslandi og í Kenía. Nú er þessari undarlegu og leiðinlegu deilu væntanlega að ljúka. Opinber yfirvöld í Kenía hafa gefið út fyrirmæli til lögreglunnar í Kariobangi hverfinu í Nairobi, þar sem skóli ABC Children’s Aid í Kenía er staðsettur. Lögreglan hefur haft skólann í sinni vörslu, ásamt eignarlóð félagsins, sem skólinn er byggður á, síðan þessir sömu opinberu aðilar óskuðu eftir lokun skólans fáum vikum eftir yfirtöku sendisveitar frá Íslandi. Lokunin var sögð til að vernda börnin sem voru þar hátt á annað hundrað talsins, án nauðsynlegrar gæslu eða umhirðu. Nú hefur þessi sama opinbera stofnun gefið út nýja tilskipan til lögreglunnar sem gætti skólans, að búið sé að úrskurða að réttur og löglegur umsjónaraðili skólans og starfsstöðvarinnar sé ABC Children’s Aid í Kenía og rétt og lögleg stjórn þess félags sé Þórunn Helgadóttir formaður og með henni nafngreindir 4 Keníamenn sem sitji með henni í stjórn. Einnig er tekið fram að ABC Children’s Aid hafi rekstrarleyfið fyrir skólann og starfsemina. Í bréfi hins opinbera aðila er lögreglunni falið að afhenda stjórn ABC Children’s Aid skólasvæðið allt og sjá til þess að félagið fái alla nauðsynlega gæslu og starfsfrið til að sinna sínu mikilvæga starfi. Bréfið í heild sinni má lesa á Facebooksíðunni „Íslenska barnahjálpin“. Í ágúst er skólahlé í Kenía og hefst kennsla aftur í byrju september. Fastlega er reiknað með að flestir, ef ekki allir krakkarnir skili sér aftur í sinn gamla skóla og yfirtökusveitin frá Íslandi haldi aftur heim til gæfuríkari verkefna. Það hefur óneitanlega tekið Íslensk stjórnvöld lengri tíma að hefja rannsókn á hvort starfsemi ABC á Íslandi sé í samræmi við skipulagsskrá, og hvort ABC á Íslandi hafi skilað greiðslum frá stuðningsaðilum á Íslandi til barna í Kenía, hjá ABC Children’s Aid í Kenía, eins og samningar þar um gera ráð fyrir. Vonandi þarf ekki að bíða lengi eftir svari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Líklega hafa fæstir skilið hvers vegna stjórn ABC á Íslandi greip til þeirra róttæku aðgerða gegn Þórunni Helgadóttur, formanni ABC Children’s Aid í Kenía, sem um hefur verið fjallað á liðnum mánuðum. Þegar aðförin að starfi Þórunnar var gerð, var í gildi samstarfs og samskiptasamningur milli ABC á Íslandi og ABC í Kenía, þar sem fram komu öll helstu samskiptaatriði tveggja sjálfstæðra félaga. Í samningnum var einnig ákvæði um hvernig skildi með fara ef ágreiningur kæmi upp milli samningsaðila. Ef sá ágreiningur yrði ekki leystur með samkomulagi, gat hvor aðilinn sem var, sagt samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Vegna margra rangra fullyrðinga frá framkvæmdastjóra ABC og einnig frá lögmanni ABC, hefur fólk verið leitt út á töluverðar villigötur varðandi þetta mál. Báðir fyrrgreindir aðilar hafa haldið því fram að ABC á Íslandi EIGI starfsemina í Kenía. Aldrei hafa hins vegar heyrst nein haldbær rök frá þeim fyrir þeirri fullyrðingu. Enda mundi slík fullyrðing stangast á við lög og reglur um Sjálfseignarstofnanir, en ABC var einmitt breytt í slíka stofnun á árinu 2007. Það er þó álit þess er þetta skrifar að ABC hafi ekki uppfyllt skilyrði til að teljast sjálfseignarstofnun, vegna eigin eignaleysis. (Vek athygli á að feitletrun og undirstrikanir eru áherslur undirritaðs.) Þeir sem stofna sjálfseignarstofnun, eru skráðir stofnendur. Í riti Ríkisendurskoðanda sem nefnist: „Yfirlit um sjálfseignarstofnanir og sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá“, ber fyrsti kaflinn heitið „Lagaumgjörð“ og fjallar um atriði er lúta að lögum og reglum um sjálfseignarstofnanir. Þar segir meðal annars: Nákvæma skilgreiningu á hugtakinu sjálfseignarstofnun er hvorki að finna í ofangreindum lögum nr. 19/1988 né lögum nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir, sem stunda atvinnurekstur. Í greinargerð með frumvarpi að lögunum nr. 19/1988 segir t.d. aðeins að með sjóðum og stofnunum í greinargerðinni sé átt við „hverskonar sjálfseignarstofnanir sem fengið hafa staðfestingu ríkisvaldsins og sem settar hafa verið reglur fyrir og ætlað er að varðveitast í því skyni sem reglurnar mæla nánar fyrir um”. Vandamálið sem við, stuðningsfólk barna í Kenía stöndum frammi fyrir, eru óvönduð vinnubrögð ríkisvaldsins við skráningu ABC sem sjálfseignarstofnunar. Eins og segir í reglunum þarf að uppfylla tiltekin skilyrði áður en komið getur til skráningar. Ríkisvalið, (nú í formi sýslumannsembætis) þarf að fullvissa sig um að settar hafi verið fullnægjandi reglur um væntanlega starfsemi og stjórnun stofnunarinnar. Þegar fullnægjandi starfsreglur liggja fyrir í svonefndri „skipulagsskrá“, kannar ríkisvaldið ytri efnahagslegar forsendur stofnunarinnar, eins og eignasafn og sjóðasöfnun. Gangi allir þessir þættir upp fær stofnunin leyfi ríkisvaldsins til að skrá sig sem Sjálfseignarstofnun. Lítum þá á næsta skref. Á blaðsíðu 4 í riti Ríkisendurskoðanda segir svo um stofnun sjálfseignarstofnunar: „Stofnfé og aðrir fjármunir, sem renna til sjálfseignarstofnunar, skulu m.ö.o. innt af hendi með óafturkræfum hætti til þess að verða notaðir í nánar ákveðnum tilgangi samkvæmt skipulagsskrá. Til hliðsjónar má í þessu sambandi benda á 2. gr. áðurnefndra laga nr. 33/1999 en þar segir að “sjálfseignarstofnun samkvæmt lögum þessum verður til með þeim hætti að reiðufé eða önnur fjárverðmæti eru afhent óafturkallanlega með erfðaskrá, gjöf eða öðrum gerningi til ráðstöfunar í þágu sérgreinds markmiðs....” Þykir mega fullyrða að það sama gildi í þessu efni um stofnanir, sem starfa skv. lögum nr. 19/1988.“ Þeir stuðningsaðilar barna sem greiða mánaðargjöld sín til ABC á Íslandi, eru ekki að gefa ABC peninga, því samningurinn hljóðar upp á að ABC skili peningunum til barnsins eða þess aðila sem barnið dvelur hjá. En megindeilan snerist um það hver ætti félagið í Kenía. Þórunn og aðrir stjórnarmeðlimir félagsins héldu því fram að félagið ætti sig sjálft. Þau væru bara stjórn þess og til þess að fá þeim vikið frá völdum, yrðu þeir sem slíkt vildu, að leita til dómstóla í Kenía með slíkt erindi. ABC á Íslandi ætti ekki félagið í Kenía og gæti því ekki með neinum rétti gert eignakröfu til þess. Lítum nú aðeins á hvað segir um þessi atriði í riti Ríkisendurskoðanda: „Annað megineinkenni sjálfseignarstofnana, hvort sem þær starfa skv. lögum nr. 19/1988 eða nr. 33/1999, er að þær skulu lúta sjálfstæðri og óháðri stjórn, sem ein er bær að taka ákvarðanir um rekstur þeirra og starfsemi, en hvorki stofnendur né einhverjir aðrir. Til þess að koma í veg fyrir hagsmunatengsl, tryggja fullkominn aðskilnað fjármuna eða eigna stofnunarinnar frá eignum stofnenda og að öðru leyti undirstrika ótvírætt forræði stofnunarinnar á eignum sínum, er jafnframt talið að stjórn sjálfseignarstofnunar þurfi að vera óháð stofnendunum. Undirritaður veltir fyrir sér hvort það geti verið að lögfræðingur ABC sé svo illa upplýstur um lagaumhverfi þeirra stofnana sem hann veitið lögfræðiráðgjöf að honum hafi yfirsést að umbjóðendur hans voru að útiloka sjálfa sig frá eigin starfsvettvangi, með því að breyta almennum samtökum í sjálfseignarstofnun? Flest bendir til að stofnendum sjálfseingarstofnananna ABC barnahjálp á Íslandi og ABC barnahjálp International, hafi ekki verið ljóst að með því að tilgreina sjálfa sig sem stofnendur, væru þau að útiloka sig frá frekari afskiptum af starfseminni. Hinn kaldi raunveruleiki virðist þó sá. Þegar stjórn ABC á Íslandi tekur ákvörðun um að ráðast í yfirtöku á starfsemi félagsins ABC Children’s Aid í Kenía, á sama tíma og stjórn ABC á Íslandi vissi að formaður stjórnar Keníafélagsi var staddur á Íslandi, vakna margar siðferðisspurningar. Stjórn ABC á Íslandi veit að formaðurinn í Keníafélaginu er kominn til Íslands til að taka við nýju hlutastarfi fyrir ABC á Íslandi. Það vakna við þessar aðstæður afar margar óþægilegar spurningar um heiðarleika og kærleiksvitund, sem einmitt er svo tíðrætt um í siðareglum ABC. Engu er líkara en hroki og valdafíkn hafi náð slíku valdi á stjórn ABC á Íslandi að framferði þeirra varð svo langt fyrir utan allar venjulegar og siðlegar samskiptareglur. Auk þess að vera brot á samstarfssamningum þessara tveggja félaga, á Íslandi og í Kenía. Nú er þessari undarlegu og leiðinlegu deilu væntanlega að ljúka. Opinber yfirvöld í Kenía hafa gefið út fyrirmæli til lögreglunnar í Kariobangi hverfinu í Nairobi, þar sem skóli ABC Children’s Aid í Kenía er staðsettur. Lögreglan hefur haft skólann í sinni vörslu, ásamt eignarlóð félagsins, sem skólinn er byggður á, síðan þessir sömu opinberu aðilar óskuðu eftir lokun skólans fáum vikum eftir yfirtöku sendisveitar frá Íslandi. Lokunin var sögð til að vernda börnin sem voru þar hátt á annað hundrað talsins, án nauðsynlegrar gæslu eða umhirðu. Nú hefur þessi sama opinbera stofnun gefið út nýja tilskipan til lögreglunnar sem gætti skólans, að búið sé að úrskurða að réttur og löglegur umsjónaraðili skólans og starfsstöðvarinnar sé ABC Children’s Aid í Kenía og rétt og lögleg stjórn þess félags sé Þórunn Helgadóttir formaður og með henni nafngreindir 4 Keníamenn sem sitji með henni í stjórn. Einnig er tekið fram að ABC Children’s Aid hafi rekstrarleyfið fyrir skólann og starfsemina. Í bréfi hins opinbera aðila er lögreglunni falið að afhenda stjórn ABC Children’s Aid skólasvæðið allt og sjá til þess að félagið fái alla nauðsynlega gæslu og starfsfrið til að sinna sínu mikilvæga starfi. Bréfið í heild sinni má lesa á Facebooksíðunni „Íslenska barnahjálpin“. Í ágúst er skólahlé í Kenía og hefst kennsla aftur í byrju september. Fastlega er reiknað með að flestir, ef ekki allir krakkarnir skili sér aftur í sinn gamla skóla og yfirtökusveitin frá Íslandi haldi aftur heim til gæfuríkari verkefna. Það hefur óneitanlega tekið Íslensk stjórnvöld lengri tíma að hefja rannsókn á hvort starfsemi ABC á Íslandi sé í samræmi við skipulagsskrá, og hvort ABC á Íslandi hafi skilað greiðslum frá stuðningsaðilum á Íslandi til barna í Kenía, hjá ABC Children’s Aid í Kenía, eins og samningar þar um gera ráð fyrir. Vonandi þarf ekki að bíða lengi eftir svari.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar