Úrelt dagforeldrakerfi Álfhildur Þorsteinsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Ég er móðir og á eina 20 mánaða gamla stúlku. Þegar ég varð ólétt á sínum tíma varð ég himinsæl enda barnið mjög velkomið í heiminn. Það var þó eitt sem skyggði á þessa gleði og það var sú staðreynd að við foreldrarnir áttum einungis rétt á að vera heima með barninu okkar í níu mánuði. Sú spurning ásótti mig lengi vel – hver á að passa barnið okkar þessa níu mánuði sem við þurfum svo að bíða eftir leikskólaplássi? Ég bý í Hveragerði og þar búum við svo vel að öll börn komast inn á leikskóla við 18 mánaða aldur, nokkuð sem ekki öll sveitarfélög geta státað sig af og til dæmis er ástandið ekki svo gott í höfuðborginni okkar. Þó ástandið sé betra í Hveragerði en víða annars staðar þá er það engan veginn nógu gott. Eftir þó nokkrar tilfæringar endaði dóttir okkar hjá yndislegri dagmömmu sem hún tók miklu ástfóstri við strax frá byrjun. Það sem ergir mig þó óendanlega við þetta kerfi okkar hér á Íslandi, burtséð frá því hversu yndislegir flestir dagforeldrar eru, eru eftirfarandi atriði: 1. Þú þarft að fara með barnið þitt, litla augasteininn þinn, og skilja hann eftir hjá bláókunnugu fólk sem þú treystir í blindni og getur ekki annað en vonað að innsæi þitt sé rétt. Oftast er viðkomandi einn heima hjá sér og eftirlit er lítið sem ekkert, þrjár heimsóknir á ári kalla ég ekki almennilegt eftirlit. Á leikskólum eru nokkrir starfsmenn á hverri deild, stjórnendur o.fl. svo eftirlitið er óumflýjanlegt og stöðugt. 2. Dagforeldrar, mjög oft ófaglærðir, mega vera einir heima hjá sér með fimm börn (mega þó vera með sjö í hádeginu skv. reglugerð!?) en á ungbarnadeildum leikskóla er yfirleitt miðað við að hver leikskólakennari sé ekki með fleiri en fjögur börn á sinni könnu. Rökin fyrir þessu eru mér ókunn ef þau eru til staðar. 3. Dagforeldrar þurfa einir að sjá um allt sem viðkemur barninu, að skipta um bleyjur á öllum, koma öllum í svefn og elda mat ofan í alla – á meðan þeir passa fimm ungabörn. Það býður til dæmis hættunni heim að sjá um fimm ungabörn og elda matinn á meðan. 4. Dagforeldrar eiga rétt á veikindadögum eins og venjulegir launþegar, sem er mér óskiljanlegt þar sem þeir eru sjálfstætt starfandi. Ég, sem launþegi, á rétt á veikindadögum vegna eigin veikinda og vegna veikinda barnsins míns en þegar dagforeldrið mitt verður veikt eða börn dagforeldris þá neyðist ég til að taka mér launalaust frí og fæ engan afslátt af dagvistunargjöldum á móti. Ég hef starfað sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og einn af ókostunum við það er einmitt sá að þegar ég, eða barnið mitt, veikist get ég ekki rukkað fyrir tímann. Þetta á við um flestar aðrar sjálfstætt starfandi stéttir, mér þætti til dæmis ansi hart að borga fyrir bókaðan tíma í klippingu ef hárgreiðslumaðurinn væri veikur heima hjá sér. Dagforeldrar fá því kostina af því að vera sjálfstætt starfandi (hærri tekjur) en þurfa ekki að taka ókostunum (ólaunaðir veikindadagar). 5. Það er mjög dýrt fyrir foreldra að vera með barn hjá dagforeldrum, algengt verð á Suðurlandi er í kringum 50 þúsund krónur fyrir 8 tíma vistun á meðan leikskólagjöld eru í kringum 30.000 krónur. 6. Dagforeldrar geta neitað að passa tiltekin börn, t.d. ef þau eru mjög krefjandi. Ég þekki dæmi þess að börnum sé sagt upp, þau eru sumsé „rekin“ og það innan við tveggja ára gömul. Þau dæmi eru vafalaust mjög fá sem betur fer – en þau eru þó til. Ég veit ekki til þess að leikskólar geti sagt börnum upp enda væri það galið. Ég sá mjög gott viðtal í Kastljósinu um daginn við móður sem talaði um það að þrýstihópurinn, foreldrarnir, á þennan málaflokk væri svo veikur því þeir sem nýta þjónustu dagforeldra þurfa þess í takmarkaðan tíma og eru svo guðs lifandi fegnir þegar tímabilinu lýkur að þeir reyna að hugsa ekki um það meir. Ég vil ekki vera ein af þeim og ákvað því að koma skoðun minni á framfæri. Það er ekki við dagforeldra að sakast sem sinna langflestir sinni mikilvægu og erfiðu vinnu mjög vel, það er við stjórnvöld að sakast sem sýna lítinn vilja til að breyta þessu stórgallaða kerfi okkar. Ég skora á stjórnvöld að skapa samfellu í dagvistunarmálum ungra barna, það þarf að lengja fæðingarorlofið og taka börnin fyrr inn á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er móðir og á eina 20 mánaða gamla stúlku. Þegar ég varð ólétt á sínum tíma varð ég himinsæl enda barnið mjög velkomið í heiminn. Það var þó eitt sem skyggði á þessa gleði og það var sú staðreynd að við foreldrarnir áttum einungis rétt á að vera heima með barninu okkar í níu mánuði. Sú spurning ásótti mig lengi vel – hver á að passa barnið okkar þessa níu mánuði sem við þurfum svo að bíða eftir leikskólaplássi? Ég bý í Hveragerði og þar búum við svo vel að öll börn komast inn á leikskóla við 18 mánaða aldur, nokkuð sem ekki öll sveitarfélög geta státað sig af og til dæmis er ástandið ekki svo gott í höfuðborginni okkar. Þó ástandið sé betra í Hveragerði en víða annars staðar þá er það engan veginn nógu gott. Eftir þó nokkrar tilfæringar endaði dóttir okkar hjá yndislegri dagmömmu sem hún tók miklu ástfóstri við strax frá byrjun. Það sem ergir mig þó óendanlega við þetta kerfi okkar hér á Íslandi, burtséð frá því hversu yndislegir flestir dagforeldrar eru, eru eftirfarandi atriði: 1. Þú þarft að fara með barnið þitt, litla augasteininn þinn, og skilja hann eftir hjá bláókunnugu fólk sem þú treystir í blindni og getur ekki annað en vonað að innsæi þitt sé rétt. Oftast er viðkomandi einn heima hjá sér og eftirlit er lítið sem ekkert, þrjár heimsóknir á ári kalla ég ekki almennilegt eftirlit. Á leikskólum eru nokkrir starfsmenn á hverri deild, stjórnendur o.fl. svo eftirlitið er óumflýjanlegt og stöðugt. 2. Dagforeldrar, mjög oft ófaglærðir, mega vera einir heima hjá sér með fimm börn (mega þó vera með sjö í hádeginu skv. reglugerð!?) en á ungbarnadeildum leikskóla er yfirleitt miðað við að hver leikskólakennari sé ekki með fleiri en fjögur börn á sinni könnu. Rökin fyrir þessu eru mér ókunn ef þau eru til staðar. 3. Dagforeldrar þurfa einir að sjá um allt sem viðkemur barninu, að skipta um bleyjur á öllum, koma öllum í svefn og elda mat ofan í alla – á meðan þeir passa fimm ungabörn. Það býður til dæmis hættunni heim að sjá um fimm ungabörn og elda matinn á meðan. 4. Dagforeldrar eiga rétt á veikindadögum eins og venjulegir launþegar, sem er mér óskiljanlegt þar sem þeir eru sjálfstætt starfandi. Ég, sem launþegi, á rétt á veikindadögum vegna eigin veikinda og vegna veikinda barnsins míns en þegar dagforeldrið mitt verður veikt eða börn dagforeldris þá neyðist ég til að taka mér launalaust frí og fæ engan afslátt af dagvistunargjöldum á móti. Ég hef starfað sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og einn af ókostunum við það er einmitt sá að þegar ég, eða barnið mitt, veikist get ég ekki rukkað fyrir tímann. Þetta á við um flestar aðrar sjálfstætt starfandi stéttir, mér þætti til dæmis ansi hart að borga fyrir bókaðan tíma í klippingu ef hárgreiðslumaðurinn væri veikur heima hjá sér. Dagforeldrar fá því kostina af því að vera sjálfstætt starfandi (hærri tekjur) en þurfa ekki að taka ókostunum (ólaunaðir veikindadagar). 5. Það er mjög dýrt fyrir foreldra að vera með barn hjá dagforeldrum, algengt verð á Suðurlandi er í kringum 50 þúsund krónur fyrir 8 tíma vistun á meðan leikskólagjöld eru í kringum 30.000 krónur. 6. Dagforeldrar geta neitað að passa tiltekin börn, t.d. ef þau eru mjög krefjandi. Ég þekki dæmi þess að börnum sé sagt upp, þau eru sumsé „rekin“ og það innan við tveggja ára gömul. Þau dæmi eru vafalaust mjög fá sem betur fer – en þau eru þó til. Ég veit ekki til þess að leikskólar geti sagt börnum upp enda væri það galið. Ég sá mjög gott viðtal í Kastljósinu um daginn við móður sem talaði um það að þrýstihópurinn, foreldrarnir, á þennan málaflokk væri svo veikur því þeir sem nýta þjónustu dagforeldra þurfa þess í takmarkaðan tíma og eru svo guðs lifandi fegnir þegar tímabilinu lýkur að þeir reyna að hugsa ekki um það meir. Ég vil ekki vera ein af þeim og ákvað því að koma skoðun minni á framfæri. Það er ekki við dagforeldra að sakast sem sinna langflestir sinni mikilvægu og erfiðu vinnu mjög vel, það er við stjórnvöld að sakast sem sýna lítinn vilja til að breyta þessu stórgallaða kerfi okkar. Ég skora á stjórnvöld að skapa samfellu í dagvistunarmálum ungra barna, það þarf að lengja fæðingarorlofið og taka börnin fyrr inn á leikskóla.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar