Úrelt dagforeldrakerfi Álfhildur Þorsteinsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Ég er móðir og á eina 20 mánaða gamla stúlku. Þegar ég varð ólétt á sínum tíma varð ég himinsæl enda barnið mjög velkomið í heiminn. Það var þó eitt sem skyggði á þessa gleði og það var sú staðreynd að við foreldrarnir áttum einungis rétt á að vera heima með barninu okkar í níu mánuði. Sú spurning ásótti mig lengi vel – hver á að passa barnið okkar þessa níu mánuði sem við þurfum svo að bíða eftir leikskólaplássi? Ég bý í Hveragerði og þar búum við svo vel að öll börn komast inn á leikskóla við 18 mánaða aldur, nokkuð sem ekki öll sveitarfélög geta státað sig af og til dæmis er ástandið ekki svo gott í höfuðborginni okkar. Þó ástandið sé betra í Hveragerði en víða annars staðar þá er það engan veginn nógu gott. Eftir þó nokkrar tilfæringar endaði dóttir okkar hjá yndislegri dagmömmu sem hún tók miklu ástfóstri við strax frá byrjun. Það sem ergir mig þó óendanlega við þetta kerfi okkar hér á Íslandi, burtséð frá því hversu yndislegir flestir dagforeldrar eru, eru eftirfarandi atriði: 1. Þú þarft að fara með barnið þitt, litla augasteininn þinn, og skilja hann eftir hjá bláókunnugu fólk sem þú treystir í blindni og getur ekki annað en vonað að innsæi þitt sé rétt. Oftast er viðkomandi einn heima hjá sér og eftirlit er lítið sem ekkert, þrjár heimsóknir á ári kalla ég ekki almennilegt eftirlit. Á leikskólum eru nokkrir starfsmenn á hverri deild, stjórnendur o.fl. svo eftirlitið er óumflýjanlegt og stöðugt. 2. Dagforeldrar, mjög oft ófaglærðir, mega vera einir heima hjá sér með fimm börn (mega þó vera með sjö í hádeginu skv. reglugerð!?) en á ungbarnadeildum leikskóla er yfirleitt miðað við að hver leikskólakennari sé ekki með fleiri en fjögur börn á sinni könnu. Rökin fyrir þessu eru mér ókunn ef þau eru til staðar. 3. Dagforeldrar þurfa einir að sjá um allt sem viðkemur barninu, að skipta um bleyjur á öllum, koma öllum í svefn og elda mat ofan í alla – á meðan þeir passa fimm ungabörn. Það býður til dæmis hættunni heim að sjá um fimm ungabörn og elda matinn á meðan. 4. Dagforeldrar eiga rétt á veikindadögum eins og venjulegir launþegar, sem er mér óskiljanlegt þar sem þeir eru sjálfstætt starfandi. Ég, sem launþegi, á rétt á veikindadögum vegna eigin veikinda og vegna veikinda barnsins míns en þegar dagforeldrið mitt verður veikt eða börn dagforeldris þá neyðist ég til að taka mér launalaust frí og fæ engan afslátt af dagvistunargjöldum á móti. Ég hef starfað sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og einn af ókostunum við það er einmitt sá að þegar ég, eða barnið mitt, veikist get ég ekki rukkað fyrir tímann. Þetta á við um flestar aðrar sjálfstætt starfandi stéttir, mér þætti til dæmis ansi hart að borga fyrir bókaðan tíma í klippingu ef hárgreiðslumaðurinn væri veikur heima hjá sér. Dagforeldrar fá því kostina af því að vera sjálfstætt starfandi (hærri tekjur) en þurfa ekki að taka ókostunum (ólaunaðir veikindadagar). 5. Það er mjög dýrt fyrir foreldra að vera með barn hjá dagforeldrum, algengt verð á Suðurlandi er í kringum 50 þúsund krónur fyrir 8 tíma vistun á meðan leikskólagjöld eru í kringum 30.000 krónur. 6. Dagforeldrar geta neitað að passa tiltekin börn, t.d. ef þau eru mjög krefjandi. Ég þekki dæmi þess að börnum sé sagt upp, þau eru sumsé „rekin“ og það innan við tveggja ára gömul. Þau dæmi eru vafalaust mjög fá sem betur fer – en þau eru þó til. Ég veit ekki til þess að leikskólar geti sagt börnum upp enda væri það galið. Ég sá mjög gott viðtal í Kastljósinu um daginn við móður sem talaði um það að þrýstihópurinn, foreldrarnir, á þennan málaflokk væri svo veikur því þeir sem nýta þjónustu dagforeldra þurfa þess í takmarkaðan tíma og eru svo guðs lifandi fegnir þegar tímabilinu lýkur að þeir reyna að hugsa ekki um það meir. Ég vil ekki vera ein af þeim og ákvað því að koma skoðun minni á framfæri. Það er ekki við dagforeldra að sakast sem sinna langflestir sinni mikilvægu og erfiðu vinnu mjög vel, það er við stjórnvöld að sakast sem sýna lítinn vilja til að breyta þessu stórgallaða kerfi okkar. Ég skora á stjórnvöld að skapa samfellu í dagvistunarmálum ungra barna, það þarf að lengja fæðingarorlofið og taka börnin fyrr inn á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég er móðir og á eina 20 mánaða gamla stúlku. Þegar ég varð ólétt á sínum tíma varð ég himinsæl enda barnið mjög velkomið í heiminn. Það var þó eitt sem skyggði á þessa gleði og það var sú staðreynd að við foreldrarnir áttum einungis rétt á að vera heima með barninu okkar í níu mánuði. Sú spurning ásótti mig lengi vel – hver á að passa barnið okkar þessa níu mánuði sem við þurfum svo að bíða eftir leikskólaplássi? Ég bý í Hveragerði og þar búum við svo vel að öll börn komast inn á leikskóla við 18 mánaða aldur, nokkuð sem ekki öll sveitarfélög geta státað sig af og til dæmis er ástandið ekki svo gott í höfuðborginni okkar. Þó ástandið sé betra í Hveragerði en víða annars staðar þá er það engan veginn nógu gott. Eftir þó nokkrar tilfæringar endaði dóttir okkar hjá yndislegri dagmömmu sem hún tók miklu ástfóstri við strax frá byrjun. Það sem ergir mig þó óendanlega við þetta kerfi okkar hér á Íslandi, burtséð frá því hversu yndislegir flestir dagforeldrar eru, eru eftirfarandi atriði: 1. Þú þarft að fara með barnið þitt, litla augasteininn þinn, og skilja hann eftir hjá bláókunnugu fólk sem þú treystir í blindni og getur ekki annað en vonað að innsæi þitt sé rétt. Oftast er viðkomandi einn heima hjá sér og eftirlit er lítið sem ekkert, þrjár heimsóknir á ári kalla ég ekki almennilegt eftirlit. Á leikskólum eru nokkrir starfsmenn á hverri deild, stjórnendur o.fl. svo eftirlitið er óumflýjanlegt og stöðugt. 2. Dagforeldrar, mjög oft ófaglærðir, mega vera einir heima hjá sér með fimm börn (mega þó vera með sjö í hádeginu skv. reglugerð!?) en á ungbarnadeildum leikskóla er yfirleitt miðað við að hver leikskólakennari sé ekki með fleiri en fjögur börn á sinni könnu. Rökin fyrir þessu eru mér ókunn ef þau eru til staðar. 3. Dagforeldrar þurfa einir að sjá um allt sem viðkemur barninu, að skipta um bleyjur á öllum, koma öllum í svefn og elda mat ofan í alla – á meðan þeir passa fimm ungabörn. Það býður til dæmis hættunni heim að sjá um fimm ungabörn og elda matinn á meðan. 4. Dagforeldrar eiga rétt á veikindadögum eins og venjulegir launþegar, sem er mér óskiljanlegt þar sem þeir eru sjálfstætt starfandi. Ég, sem launþegi, á rétt á veikindadögum vegna eigin veikinda og vegna veikinda barnsins míns en þegar dagforeldrið mitt verður veikt eða börn dagforeldris þá neyðist ég til að taka mér launalaust frí og fæ engan afslátt af dagvistunargjöldum á móti. Ég hef starfað sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og einn af ókostunum við það er einmitt sá að þegar ég, eða barnið mitt, veikist get ég ekki rukkað fyrir tímann. Þetta á við um flestar aðrar sjálfstætt starfandi stéttir, mér þætti til dæmis ansi hart að borga fyrir bókaðan tíma í klippingu ef hárgreiðslumaðurinn væri veikur heima hjá sér. Dagforeldrar fá því kostina af því að vera sjálfstætt starfandi (hærri tekjur) en þurfa ekki að taka ókostunum (ólaunaðir veikindadagar). 5. Það er mjög dýrt fyrir foreldra að vera með barn hjá dagforeldrum, algengt verð á Suðurlandi er í kringum 50 þúsund krónur fyrir 8 tíma vistun á meðan leikskólagjöld eru í kringum 30.000 krónur. 6. Dagforeldrar geta neitað að passa tiltekin börn, t.d. ef þau eru mjög krefjandi. Ég þekki dæmi þess að börnum sé sagt upp, þau eru sumsé „rekin“ og það innan við tveggja ára gömul. Þau dæmi eru vafalaust mjög fá sem betur fer – en þau eru þó til. Ég veit ekki til þess að leikskólar geti sagt börnum upp enda væri það galið. Ég sá mjög gott viðtal í Kastljósinu um daginn við móður sem talaði um það að þrýstihópurinn, foreldrarnir, á þennan málaflokk væri svo veikur því þeir sem nýta þjónustu dagforeldra þurfa þess í takmarkaðan tíma og eru svo guðs lifandi fegnir þegar tímabilinu lýkur að þeir reyna að hugsa ekki um það meir. Ég vil ekki vera ein af þeim og ákvað því að koma skoðun minni á framfæri. Það er ekki við dagforeldra að sakast sem sinna langflestir sinni mikilvægu og erfiðu vinnu mjög vel, það er við stjórnvöld að sakast sem sýna lítinn vilja til að breyta þessu stórgallaða kerfi okkar. Ég skora á stjórnvöld að skapa samfellu í dagvistunarmálum ungra barna, það þarf að lengja fæðingarorlofið og taka börnin fyrr inn á leikskóla.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun