Hvernig myndi ykkur lítast á að bráðamóttaka Landspítala yrði bara opin milli kl 10:00-13:00? Arnar Helgi Lárusson skrifar 10. ágúst 2015 12:30 Sjúkratryggingar Íslands reka þjónustuverkstæði fyrir hálpartæki af ýmsum toga, hjálpartæki sem eru ætluð til þess að fatlaður einstaklingur geti komist nær því að öðlast sjálfstæðara og heilbrigðara líf en ella. Þetta er búnaður sem er flestum okkar lífsnauðsynlegur í því samfélagi sem við búum í, annað hvort til þess að tjá okkur aða komast leiða okkar. Í mínu tifelli er hjólastóll mitt aðalhjálpartæki og ef hann er ekki virkur þá er allt í mínu lífi óumberanlegt og ólíðandi að öllu leyti. Ég kemst ekkert án hjólastólsins, þá er allt frá því að fara á klósettið og til þess að sækja krakkana mína í leikskóla eða fara í vinnu orðið ómögulegt. Þetta virðist vefjast mjög mikið fyrir stjórnendum Sjúkratrygginga Íslands, því þeir virðast ekki skilja að þetta er oftast nær okkur lífs nauðsynlegur búnaður sem er í stöðugri notkun allan sólahringinn. Það virðist svo vefjast enn meira fyrir þeim, að við séum ekki bara heima hjá okkur að bíða eftir því að geta komið með búnaðinn okkar í viðgerð á milli klukkan 10-13 í svokallaða sumaropnun, en þess má geta að venjulegur opnunartími er kl 10-15, eins og það breyti öllu. Að bjóða okkur uppá þennan rýra opnunartíma og enga neyðarþjónustu er fáránlegt og algjörlega vanhugsað hjá stjórnundum Sjúkratrygginga Íslands, sem virðast ekki gera sér grein fyrir hverja þeir eru að vinna fyrir og hverjum þeir eiga að þjóna. Á þessum tíma eru mjög margir hjálpartækjanotendur í vinnu, enduhæfingu, sjúkraþjálfun, sinna börnum sínum o.s.frv. Hér mun eflaust mörgum finnast ég ganga of langt í samlíkingum við bráðamóttöku en þetta er mín upplifun og margra annara. Segjum sem svo að Ari Arason fótbrotni kl 13:15 á föstudegi og hann ætli að leita sér hjálpar á bráðamóttöku en honum er bara bent á miða á hurðinni sem segir að það opni á mánudaginn kl 10:00 og hann geti þá komið og farið í röðina. En Ari Arason ætlaði í afmæli hjá ættingja á laugardeginum og í leikhús á sunnudeginum og hann borgaði 15.000 kr fyrir miðann. Nei, hann verður bara að vera heima yfir helgina svo hann sé ekki að hreyfa brotið en ef hann fengi gips og hækjur væri þetta ekkert mál. En þetta og fleiri dæmi geta verið blákaldur veruleiki hjá hjálpartækjanotanda sem verður fyrir óhappi með hjálpartækið sitt utan einhvers opnunartíma. Segjum svo að að það brotni lega í felgu á hjólastól á föstudegi og viðkomandi eigi pantað far til útlanda á mánudegi, hvað þá? Nei, þetta er skýrlaust mannréttindarbrot og þvílík vanvirðing gagnvart hjálpartækjanotendum. Annarsstaðar á Norðurlöndunum er þessi þjónusta unnin í samstarfi við notendur en hér er það ekki gert öðruvísi en að vera með eitthvert sýndar samráð sem ekkert kemur úr. T.a.m í Danmörku og Sviss eru eittthvað af starfsfólkinu hjálpartækjanotendur, til þess að halda uppi þjónustustiginu með fullum skilning og neyðarþjónusta þykir sjálfsögð. Ef það springur á hjólastól er einfaldlega hringt eftir aðstoð og það kemur viðgerðamaður til þín eins fljótt og hægt er. Hér þykir ekkert tiltökumál þótt að hjálpartækjanotandi þurfi að keyra 50 km til þess að koma að læstum dyrum Sjúkratrygginga Íslands. Þetta er með öllu óásættanlegt ástand sem ég krefst úrbóta á fyrir hönd allra hjálpartækjanotenda á Íslandi. Og einnig hefur verkstæðið verið undirmannað um margra ára skeið og fólk er látið bíða eftir viðgerðum í allt að fjóra mánuði, sem gerir það að verkum að einstaklingur sem er að fá nýtt hjálpartæki gæti þurft að bíða í það minnsta 7-8 mánuði eftir nýju hjálpartæki; 6-8 vikur í að samþykkja, 6-8 vikur í bið eftir hjálpartæki frá byrgja og svo 4 mánuði í að starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands geti sett einhvern aukabúnað í, sem er viðkomandi notanda nauðsynlegur. Með alvarlegum ásökunum um vanrækslu í starfi til stjórnenda Sjúkratrygginga Íslands, Arnar Helgi Lárusson Formaður SEM samtakanna.Greinin birtist fyrst á vef SEM, Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands reka þjónustuverkstæði fyrir hálpartæki af ýmsum toga, hjálpartæki sem eru ætluð til þess að fatlaður einstaklingur geti komist nær því að öðlast sjálfstæðara og heilbrigðara líf en ella. Þetta er búnaður sem er flestum okkar lífsnauðsynlegur í því samfélagi sem við búum í, annað hvort til þess að tjá okkur aða komast leiða okkar. Í mínu tifelli er hjólastóll mitt aðalhjálpartæki og ef hann er ekki virkur þá er allt í mínu lífi óumberanlegt og ólíðandi að öllu leyti. Ég kemst ekkert án hjólastólsins, þá er allt frá því að fara á klósettið og til þess að sækja krakkana mína í leikskóla eða fara í vinnu orðið ómögulegt. Þetta virðist vefjast mjög mikið fyrir stjórnendum Sjúkratrygginga Íslands, því þeir virðast ekki skilja að þetta er oftast nær okkur lífs nauðsynlegur búnaður sem er í stöðugri notkun allan sólahringinn. Það virðist svo vefjast enn meira fyrir þeim, að við séum ekki bara heima hjá okkur að bíða eftir því að geta komið með búnaðinn okkar í viðgerð á milli klukkan 10-13 í svokallaða sumaropnun, en þess má geta að venjulegur opnunartími er kl 10-15, eins og það breyti öllu. Að bjóða okkur uppá þennan rýra opnunartíma og enga neyðarþjónustu er fáránlegt og algjörlega vanhugsað hjá stjórnundum Sjúkratrygginga Íslands, sem virðast ekki gera sér grein fyrir hverja þeir eru að vinna fyrir og hverjum þeir eiga að þjóna. Á þessum tíma eru mjög margir hjálpartækjanotendur í vinnu, enduhæfingu, sjúkraþjálfun, sinna börnum sínum o.s.frv. Hér mun eflaust mörgum finnast ég ganga of langt í samlíkingum við bráðamóttöku en þetta er mín upplifun og margra annara. Segjum sem svo að Ari Arason fótbrotni kl 13:15 á föstudegi og hann ætli að leita sér hjálpar á bráðamóttöku en honum er bara bent á miða á hurðinni sem segir að það opni á mánudaginn kl 10:00 og hann geti þá komið og farið í röðina. En Ari Arason ætlaði í afmæli hjá ættingja á laugardeginum og í leikhús á sunnudeginum og hann borgaði 15.000 kr fyrir miðann. Nei, hann verður bara að vera heima yfir helgina svo hann sé ekki að hreyfa brotið en ef hann fengi gips og hækjur væri þetta ekkert mál. En þetta og fleiri dæmi geta verið blákaldur veruleiki hjá hjálpartækjanotanda sem verður fyrir óhappi með hjálpartækið sitt utan einhvers opnunartíma. Segjum svo að að það brotni lega í felgu á hjólastól á föstudegi og viðkomandi eigi pantað far til útlanda á mánudegi, hvað þá? Nei, þetta er skýrlaust mannréttindarbrot og þvílík vanvirðing gagnvart hjálpartækjanotendum. Annarsstaðar á Norðurlöndunum er þessi þjónusta unnin í samstarfi við notendur en hér er það ekki gert öðruvísi en að vera með eitthvert sýndar samráð sem ekkert kemur úr. T.a.m í Danmörku og Sviss eru eittthvað af starfsfólkinu hjálpartækjanotendur, til þess að halda uppi þjónustustiginu með fullum skilning og neyðarþjónusta þykir sjálfsögð. Ef það springur á hjólastól er einfaldlega hringt eftir aðstoð og það kemur viðgerðamaður til þín eins fljótt og hægt er. Hér þykir ekkert tiltökumál þótt að hjálpartækjanotandi þurfi að keyra 50 km til þess að koma að læstum dyrum Sjúkratrygginga Íslands. Þetta er með öllu óásættanlegt ástand sem ég krefst úrbóta á fyrir hönd allra hjálpartækjanotenda á Íslandi. Og einnig hefur verkstæðið verið undirmannað um margra ára skeið og fólk er látið bíða eftir viðgerðum í allt að fjóra mánuði, sem gerir það að verkum að einstaklingur sem er að fá nýtt hjálpartæki gæti þurft að bíða í það minnsta 7-8 mánuði eftir nýju hjálpartæki; 6-8 vikur í að samþykkja, 6-8 vikur í bið eftir hjálpartæki frá byrgja og svo 4 mánuði í að starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands geti sett einhvern aukabúnað í, sem er viðkomandi notanda nauðsynlegur. Með alvarlegum ásökunum um vanrækslu í starfi til stjórnenda Sjúkratrygginga Íslands, Arnar Helgi Lárusson Formaður SEM samtakanna.Greinin birtist fyrst á vef SEM, Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar