Hvernig myndi ykkur lítast á að bráðamóttaka Landspítala yrði bara opin milli kl 10:00-13:00? Arnar Helgi Lárusson skrifar 10. ágúst 2015 12:30 Sjúkratryggingar Íslands reka þjónustuverkstæði fyrir hálpartæki af ýmsum toga, hjálpartæki sem eru ætluð til þess að fatlaður einstaklingur geti komist nær því að öðlast sjálfstæðara og heilbrigðara líf en ella. Þetta er búnaður sem er flestum okkar lífsnauðsynlegur í því samfélagi sem við búum í, annað hvort til þess að tjá okkur aða komast leiða okkar. Í mínu tifelli er hjólastóll mitt aðalhjálpartæki og ef hann er ekki virkur þá er allt í mínu lífi óumberanlegt og ólíðandi að öllu leyti. Ég kemst ekkert án hjólastólsins, þá er allt frá því að fara á klósettið og til þess að sækja krakkana mína í leikskóla eða fara í vinnu orðið ómögulegt. Þetta virðist vefjast mjög mikið fyrir stjórnendum Sjúkratrygginga Íslands, því þeir virðast ekki skilja að þetta er oftast nær okkur lífs nauðsynlegur búnaður sem er í stöðugri notkun allan sólahringinn. Það virðist svo vefjast enn meira fyrir þeim, að við séum ekki bara heima hjá okkur að bíða eftir því að geta komið með búnaðinn okkar í viðgerð á milli klukkan 10-13 í svokallaða sumaropnun, en þess má geta að venjulegur opnunartími er kl 10-15, eins og það breyti öllu. Að bjóða okkur uppá þennan rýra opnunartíma og enga neyðarþjónustu er fáránlegt og algjörlega vanhugsað hjá stjórnundum Sjúkratrygginga Íslands, sem virðast ekki gera sér grein fyrir hverja þeir eru að vinna fyrir og hverjum þeir eiga að þjóna. Á þessum tíma eru mjög margir hjálpartækjanotendur í vinnu, enduhæfingu, sjúkraþjálfun, sinna börnum sínum o.s.frv. Hér mun eflaust mörgum finnast ég ganga of langt í samlíkingum við bráðamóttöku en þetta er mín upplifun og margra annara. Segjum sem svo að Ari Arason fótbrotni kl 13:15 á föstudegi og hann ætli að leita sér hjálpar á bráðamóttöku en honum er bara bent á miða á hurðinni sem segir að það opni á mánudaginn kl 10:00 og hann geti þá komið og farið í röðina. En Ari Arason ætlaði í afmæli hjá ættingja á laugardeginum og í leikhús á sunnudeginum og hann borgaði 15.000 kr fyrir miðann. Nei, hann verður bara að vera heima yfir helgina svo hann sé ekki að hreyfa brotið en ef hann fengi gips og hækjur væri þetta ekkert mál. En þetta og fleiri dæmi geta verið blákaldur veruleiki hjá hjálpartækjanotanda sem verður fyrir óhappi með hjálpartækið sitt utan einhvers opnunartíma. Segjum svo að að það brotni lega í felgu á hjólastól á föstudegi og viðkomandi eigi pantað far til útlanda á mánudegi, hvað þá? Nei, þetta er skýrlaust mannréttindarbrot og þvílík vanvirðing gagnvart hjálpartækjanotendum. Annarsstaðar á Norðurlöndunum er þessi þjónusta unnin í samstarfi við notendur en hér er það ekki gert öðruvísi en að vera með eitthvert sýndar samráð sem ekkert kemur úr. T.a.m í Danmörku og Sviss eru eittthvað af starfsfólkinu hjálpartækjanotendur, til þess að halda uppi þjónustustiginu með fullum skilning og neyðarþjónusta þykir sjálfsögð. Ef það springur á hjólastól er einfaldlega hringt eftir aðstoð og það kemur viðgerðamaður til þín eins fljótt og hægt er. Hér þykir ekkert tiltökumál þótt að hjálpartækjanotandi þurfi að keyra 50 km til þess að koma að læstum dyrum Sjúkratrygginga Íslands. Þetta er með öllu óásættanlegt ástand sem ég krefst úrbóta á fyrir hönd allra hjálpartækjanotenda á Íslandi. Og einnig hefur verkstæðið verið undirmannað um margra ára skeið og fólk er látið bíða eftir viðgerðum í allt að fjóra mánuði, sem gerir það að verkum að einstaklingur sem er að fá nýtt hjálpartæki gæti þurft að bíða í það minnsta 7-8 mánuði eftir nýju hjálpartæki; 6-8 vikur í að samþykkja, 6-8 vikur í bið eftir hjálpartæki frá byrgja og svo 4 mánuði í að starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands geti sett einhvern aukabúnað í, sem er viðkomandi notanda nauðsynlegur. Með alvarlegum ásökunum um vanrækslu í starfi til stjórnenda Sjúkratrygginga Íslands, Arnar Helgi Lárusson Formaður SEM samtakanna.Greinin birtist fyrst á vef SEM, Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands reka þjónustuverkstæði fyrir hálpartæki af ýmsum toga, hjálpartæki sem eru ætluð til þess að fatlaður einstaklingur geti komist nær því að öðlast sjálfstæðara og heilbrigðara líf en ella. Þetta er búnaður sem er flestum okkar lífsnauðsynlegur í því samfélagi sem við búum í, annað hvort til þess að tjá okkur aða komast leiða okkar. Í mínu tifelli er hjólastóll mitt aðalhjálpartæki og ef hann er ekki virkur þá er allt í mínu lífi óumberanlegt og ólíðandi að öllu leyti. Ég kemst ekkert án hjólastólsins, þá er allt frá því að fara á klósettið og til þess að sækja krakkana mína í leikskóla eða fara í vinnu orðið ómögulegt. Þetta virðist vefjast mjög mikið fyrir stjórnendum Sjúkratrygginga Íslands, því þeir virðast ekki skilja að þetta er oftast nær okkur lífs nauðsynlegur búnaður sem er í stöðugri notkun allan sólahringinn. Það virðist svo vefjast enn meira fyrir þeim, að við séum ekki bara heima hjá okkur að bíða eftir því að geta komið með búnaðinn okkar í viðgerð á milli klukkan 10-13 í svokallaða sumaropnun, en þess má geta að venjulegur opnunartími er kl 10-15, eins og það breyti öllu. Að bjóða okkur uppá þennan rýra opnunartíma og enga neyðarþjónustu er fáránlegt og algjörlega vanhugsað hjá stjórnundum Sjúkratrygginga Íslands, sem virðast ekki gera sér grein fyrir hverja þeir eru að vinna fyrir og hverjum þeir eiga að þjóna. Á þessum tíma eru mjög margir hjálpartækjanotendur í vinnu, enduhæfingu, sjúkraþjálfun, sinna börnum sínum o.s.frv. Hér mun eflaust mörgum finnast ég ganga of langt í samlíkingum við bráðamóttöku en þetta er mín upplifun og margra annara. Segjum sem svo að Ari Arason fótbrotni kl 13:15 á föstudegi og hann ætli að leita sér hjálpar á bráðamóttöku en honum er bara bent á miða á hurðinni sem segir að það opni á mánudaginn kl 10:00 og hann geti þá komið og farið í röðina. En Ari Arason ætlaði í afmæli hjá ættingja á laugardeginum og í leikhús á sunnudeginum og hann borgaði 15.000 kr fyrir miðann. Nei, hann verður bara að vera heima yfir helgina svo hann sé ekki að hreyfa brotið en ef hann fengi gips og hækjur væri þetta ekkert mál. En þetta og fleiri dæmi geta verið blákaldur veruleiki hjá hjálpartækjanotanda sem verður fyrir óhappi með hjálpartækið sitt utan einhvers opnunartíma. Segjum svo að að það brotni lega í felgu á hjólastól á föstudegi og viðkomandi eigi pantað far til útlanda á mánudegi, hvað þá? Nei, þetta er skýrlaust mannréttindarbrot og þvílík vanvirðing gagnvart hjálpartækjanotendum. Annarsstaðar á Norðurlöndunum er þessi þjónusta unnin í samstarfi við notendur en hér er það ekki gert öðruvísi en að vera með eitthvert sýndar samráð sem ekkert kemur úr. T.a.m í Danmörku og Sviss eru eittthvað af starfsfólkinu hjálpartækjanotendur, til þess að halda uppi þjónustustiginu með fullum skilning og neyðarþjónusta þykir sjálfsögð. Ef það springur á hjólastól er einfaldlega hringt eftir aðstoð og það kemur viðgerðamaður til þín eins fljótt og hægt er. Hér þykir ekkert tiltökumál þótt að hjálpartækjanotandi þurfi að keyra 50 km til þess að koma að læstum dyrum Sjúkratrygginga Íslands. Þetta er með öllu óásættanlegt ástand sem ég krefst úrbóta á fyrir hönd allra hjálpartækjanotenda á Íslandi. Og einnig hefur verkstæðið verið undirmannað um margra ára skeið og fólk er látið bíða eftir viðgerðum í allt að fjóra mánuði, sem gerir það að verkum að einstaklingur sem er að fá nýtt hjálpartæki gæti þurft að bíða í það minnsta 7-8 mánuði eftir nýju hjálpartæki; 6-8 vikur í að samþykkja, 6-8 vikur í bið eftir hjálpartæki frá byrgja og svo 4 mánuði í að starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands geti sett einhvern aukabúnað í, sem er viðkomandi notanda nauðsynlegur. Með alvarlegum ásökunum um vanrækslu í starfi til stjórnenda Sjúkratrygginga Íslands, Arnar Helgi Lárusson Formaður SEM samtakanna.Greinin birtist fyrst á vef SEM, Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar