Við eigum að vera hrædd Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 07:00 „Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Megumi Shinoda er 83 ára. Hún er „hibakusha“ en svo eru þeir kallaðir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan 6. ágúst og 9. ágúst árið 1945. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni „litla dreng“ var varpað á heimaborg hennar Hírósíma. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini sem orsakaðist af geislavirkni. Í gær var þess minnst að sjötíu ár eru frá árásinni á Hírósíma. Á sunnudaginn verða sjötíu ár frá því að kjarnorkusprengjunni „þeim feita“ var varpað á Nagasaki. Megumi Shinoda helgar nú líf sitt því að minna umheiminn á það sem hún sá þennan örlagaríka ágústmorgun fyrir sjötíu árum. Hryllingur er of vægt orð yfir það sem bar fyrir augu. Frásagnir greina frá skaðbrenndu fólki sem lá eins og hráviði um borgirnar, fólki sem ráfaði um rústirnar eins og uppvakningar, svart af bruna, án útlima og með skinnið hangandi eins og tætta leppa utan á sér. Mæður hlupu frávita um í leit að börnum sínum. Börn hrópuðu grátandi á mæður sínar þjóta hjá því þær þekktu ekki börnin sín sem voru svo illa brennd. Shinoda er þeirrar skoðunar að hægt sé að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig ef við gætum þess aðeins að gleyma ekki. Í baráttu sinni gegn óminni stendur hún nú í stappi við stofnun sem flestir hefðu haldið að væri bandamaður hennar. Frá árinu 1971 hafa þrjár gínur skipað stóran sess í friðarsafninu í Hírósíma. Um er að ræða líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Er þeim ætlað að fanga aðstæður rétt eftir að kjarnorkusprengjan sprakk. En nú stendur til að fjarlægja gínurnar. Ástæðan er meðal annars sú að þær þykja of óhugnanlegar. Shinoda gremst ákvörðunin og berst gegn henni. „Það er einmitt tilgangurinn,“ segir hún. „Við eigum að vera hrædd.“ Þriðja hernaðarbyltinginMannkynið stendur á tímamótum. Fyrst var það byssupúðrið. Svo kjarnorkusprengjan. Nú er þriðja hernaðarbyltingin handan hornsins. Í síðustu viku sendu þúsund af fremstu vísindamönnum heims frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við hervæðingu gervigreindar. Er þess farið á leit að vopn sem reiða sig á slíka tækni verði bönnuð. Að yfirlýsingunni stóðu meðal annarra Nóbelsverðlaunahafinn Stephen Hawking og stofnandi Apple, Steve Wozniak. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali,“ segir í tilkynningunni. „Viljum við hefja nýtt vopnakapphlaup eða viljum við koma í veg fyrir það?“ Telur hópurinn að drápsvélmenni sem geta tekið sjálf stjórnina í ákveðnum aðstæðum séu hættulegri mannkyninu en kjarnorkusprengjan. „Hefji eitthvert stórveldanna framleiðslu á vopnum með gervigreind er vopnakapphlaup óhjákvæmilegt.“ Sjónarvottum fer fækkandiÞann 6. ágúst ár hvert er nöfnum allra „hibakusha“ sem létust á árinu bætt við minnisvarða sem stendur skammt frá þeim stað sem kjarnorkusprengjan féll í Hírósíma. „Hibakusha“, sjónarvottum að árásunum, fer nú ört fækkandi. Það kann að útskýra hve mikið í mun Megumi Shinoda er að gínurnar í friðarsafninu fái að halda sér. Hún brast í grát er hún fylgdi blaðamanni nýverið um safnið. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún og benti á gínurnar. „Það stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum í hvert sinn sem ég kem hingað. Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Hvað ef fortíðin er núna?Sjötíu ár eru liðin frá því heimsbyggðin stóð síðast á heljarþröm vegna hugvitssemi mannkynsins á sviði vopnaframleiðslu. Á sama tíma og harmleiksins í Hírósíma og Nagasaki er minnst varar vísindasamfélagið við nýrri tegund vopna sem kann að reynast manninum enn hættulegri en kjarnorkusprengjan. Mikilvægt er sem aldrei fyrr að við gefum sögunni gaum, verðum við óskum Shinoda og gætum þess að gleyma ekki. Jafnmikilvægt er að leggja við hlustir og hlíta ráðum vísindamanna. Þótt við getum eitthvað þýðir það ekki að við eigum að gera það. Þótt maðurinn geti búið til vopn sem býr yfir gervigreind þýðir það ekki að slíkt skref sé óhjákvæmilegt. Við höfum alltaf val. Gjarnan er haft á orði að framtíðin sé núna. En hvað ef fortíðin er núna? Það er ekki nóg að muna og hlusta. Við þurfum líka að opna augun. Því öðruvísi sjáum við ekki hvenær sagan er að endurtaka sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Tækni Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
„Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Megumi Shinoda er 83 ára. Hún er „hibakusha“ en svo eru þeir kallaðir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan 6. ágúst og 9. ágúst árið 1945. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni „litla dreng“ var varpað á heimaborg hennar Hírósíma. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini sem orsakaðist af geislavirkni. Í gær var þess minnst að sjötíu ár eru frá árásinni á Hírósíma. Á sunnudaginn verða sjötíu ár frá því að kjarnorkusprengjunni „þeim feita“ var varpað á Nagasaki. Megumi Shinoda helgar nú líf sitt því að minna umheiminn á það sem hún sá þennan örlagaríka ágústmorgun fyrir sjötíu árum. Hryllingur er of vægt orð yfir það sem bar fyrir augu. Frásagnir greina frá skaðbrenndu fólki sem lá eins og hráviði um borgirnar, fólki sem ráfaði um rústirnar eins og uppvakningar, svart af bruna, án útlima og með skinnið hangandi eins og tætta leppa utan á sér. Mæður hlupu frávita um í leit að börnum sínum. Börn hrópuðu grátandi á mæður sínar þjóta hjá því þær þekktu ekki börnin sín sem voru svo illa brennd. Shinoda er þeirrar skoðunar að hægt sé að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig ef við gætum þess aðeins að gleyma ekki. Í baráttu sinni gegn óminni stendur hún nú í stappi við stofnun sem flestir hefðu haldið að væri bandamaður hennar. Frá árinu 1971 hafa þrjár gínur skipað stóran sess í friðarsafninu í Hírósíma. Um er að ræða líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Er þeim ætlað að fanga aðstæður rétt eftir að kjarnorkusprengjan sprakk. En nú stendur til að fjarlægja gínurnar. Ástæðan er meðal annars sú að þær þykja of óhugnanlegar. Shinoda gremst ákvörðunin og berst gegn henni. „Það er einmitt tilgangurinn,“ segir hún. „Við eigum að vera hrædd.“ Þriðja hernaðarbyltinginMannkynið stendur á tímamótum. Fyrst var það byssupúðrið. Svo kjarnorkusprengjan. Nú er þriðja hernaðarbyltingin handan hornsins. Í síðustu viku sendu þúsund af fremstu vísindamönnum heims frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við hervæðingu gervigreindar. Er þess farið á leit að vopn sem reiða sig á slíka tækni verði bönnuð. Að yfirlýsingunni stóðu meðal annarra Nóbelsverðlaunahafinn Stephen Hawking og stofnandi Apple, Steve Wozniak. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali,“ segir í tilkynningunni. „Viljum við hefja nýtt vopnakapphlaup eða viljum við koma í veg fyrir það?“ Telur hópurinn að drápsvélmenni sem geta tekið sjálf stjórnina í ákveðnum aðstæðum séu hættulegri mannkyninu en kjarnorkusprengjan. „Hefji eitthvert stórveldanna framleiðslu á vopnum með gervigreind er vopnakapphlaup óhjákvæmilegt.“ Sjónarvottum fer fækkandiÞann 6. ágúst ár hvert er nöfnum allra „hibakusha“ sem létust á árinu bætt við minnisvarða sem stendur skammt frá þeim stað sem kjarnorkusprengjan féll í Hírósíma. „Hibakusha“, sjónarvottum að árásunum, fer nú ört fækkandi. Það kann að útskýra hve mikið í mun Megumi Shinoda er að gínurnar í friðarsafninu fái að halda sér. Hún brast í grát er hún fylgdi blaðamanni nýverið um safnið. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún og benti á gínurnar. „Það stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum í hvert sinn sem ég kem hingað. Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Hvað ef fortíðin er núna?Sjötíu ár eru liðin frá því heimsbyggðin stóð síðast á heljarþröm vegna hugvitssemi mannkynsins á sviði vopnaframleiðslu. Á sama tíma og harmleiksins í Hírósíma og Nagasaki er minnst varar vísindasamfélagið við nýrri tegund vopna sem kann að reynast manninum enn hættulegri en kjarnorkusprengjan. Mikilvægt er sem aldrei fyrr að við gefum sögunni gaum, verðum við óskum Shinoda og gætum þess að gleyma ekki. Jafnmikilvægt er að leggja við hlustir og hlíta ráðum vísindamanna. Þótt við getum eitthvað þýðir það ekki að við eigum að gera það. Þótt maðurinn geti búið til vopn sem býr yfir gervigreind þýðir það ekki að slíkt skref sé óhjákvæmilegt. Við höfum alltaf val. Gjarnan er haft á orði að framtíðin sé núna. En hvað ef fortíðin er núna? Það er ekki nóg að muna og hlusta. Við þurfum líka að opna augun. Því öðruvísi sjáum við ekki hvenær sagan er að endurtaka sig.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun