Atvinna fyrir alla er mannréttindamál Guðjón Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Það var fyrir nokkru síðan að ég hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur og í upphafi þáði ég eins og aðrir lágmarkstaxta. Félagi minn, með sömu menntun og sömu fjölskyldustærð, sótti um félagslega aðstoð hjá Reykjavíkurborg, sem átti Hitaveituna. Hans lágmarksframfærsla var metin hærri hjá borginni en borgin borgaði mér í laun. Ég þurfti að vinna frá 8.00 að morgni til 16.00 síðdegis fimm daga vikunnar. Hann mætti til félagsmálayfirvalda einu sinni í viku og bar sig aumlega, mögulega tveir tímar á viku. Hann taldi mig ruglaðan að láta fara svona með mig á meðan hann fékk sínar bætur og gat unnið svart á meðan. Kannski er maður ruglaður og eiginlega alveg örugglega, en að vinna er ekki bara til að ná aurum til að eiga fyrir mat. Það er félagsskapurinn, að finnast maður vera einhvers virði, leggja til samfélagsins en ekki bara að þiggja. Leyfum öllum að leggja sitt af mörkum. Ég fullyrði að langflestir á bótum vilja frekar vinna en þiggja bætur, ef það væri hægt. Það er nefnilega ekki einfalt mál að fá hlutastarf eða starf við hæfi. Við vinnum gegn þeim sem vilja vinna. Fyrst og fremst með krónu á móti krónu í skerðingar bóta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði við móttöku viðurkenningar fyrir jafnrétti kynja: „Það þarf að ástunda jafnrétti til að ná því.“ Vonandi fara fyrirtæki að ástunda aðgengi allra að vinnu. Við sem erum með skerta starfsorku eða fötlun af einhverjum ástæðum óttumst ekki kröfur um hæfi til starfans. Við fáum bara ekki tækifæri til að vinna hálft eða þriðjungsstarf eins og starfsgeta okkar leyfir. Ég skora á alla atvinnurekendur að gefa fólki tækifæri þegar starf losnar. Auglýsum stöður, gerum kröfur um þekkingu og færni en hvetjum alla til að sækja um. Það má vel skipta mörgum störfum í hlutastörf. Þá kemur fólk inn, leggur sig 100% fram í þann tíma sem það er á staðnum. Flottur starfskraftur. Einnig er fáránlegt að fólk sem er á bótum megi ekki vinna hlutastörf án þess að bætur skerðist að fullu. Það kostar að mæta í vinnu. Ferðir, auk tíma í og úr vinnu. Leyfum þeim sem eru á bótum að halda þeim í einhvern tíma, t.d. sex mánuði á meðan þeir venjast á vinnumarkað aftur. Á meðan borgar fólk skatta og skyldur. Fær örlítið meira en annars til að lifa og þar með græða allir. Þátttaka í lífinu er besta iðju- og sálfræðimeðferðin. Það auðvitað kallar á að fólk í öllum bótaflokkum hafi það sem flokkast undir lágmarksframfærslu. Að borga einhverjum fyrir að gera ekkert er ekki góð meðferð að mínu mati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það var fyrir nokkru síðan að ég hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur og í upphafi þáði ég eins og aðrir lágmarkstaxta. Félagi minn, með sömu menntun og sömu fjölskyldustærð, sótti um félagslega aðstoð hjá Reykjavíkurborg, sem átti Hitaveituna. Hans lágmarksframfærsla var metin hærri hjá borginni en borgin borgaði mér í laun. Ég þurfti að vinna frá 8.00 að morgni til 16.00 síðdegis fimm daga vikunnar. Hann mætti til félagsmálayfirvalda einu sinni í viku og bar sig aumlega, mögulega tveir tímar á viku. Hann taldi mig ruglaðan að láta fara svona með mig á meðan hann fékk sínar bætur og gat unnið svart á meðan. Kannski er maður ruglaður og eiginlega alveg örugglega, en að vinna er ekki bara til að ná aurum til að eiga fyrir mat. Það er félagsskapurinn, að finnast maður vera einhvers virði, leggja til samfélagsins en ekki bara að þiggja. Leyfum öllum að leggja sitt af mörkum. Ég fullyrði að langflestir á bótum vilja frekar vinna en þiggja bætur, ef það væri hægt. Það er nefnilega ekki einfalt mál að fá hlutastarf eða starf við hæfi. Við vinnum gegn þeim sem vilja vinna. Fyrst og fremst með krónu á móti krónu í skerðingar bóta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði við móttöku viðurkenningar fyrir jafnrétti kynja: „Það þarf að ástunda jafnrétti til að ná því.“ Vonandi fara fyrirtæki að ástunda aðgengi allra að vinnu. Við sem erum með skerta starfsorku eða fötlun af einhverjum ástæðum óttumst ekki kröfur um hæfi til starfans. Við fáum bara ekki tækifæri til að vinna hálft eða þriðjungsstarf eins og starfsgeta okkar leyfir. Ég skora á alla atvinnurekendur að gefa fólki tækifæri þegar starf losnar. Auglýsum stöður, gerum kröfur um þekkingu og færni en hvetjum alla til að sækja um. Það má vel skipta mörgum störfum í hlutastörf. Þá kemur fólk inn, leggur sig 100% fram í þann tíma sem það er á staðnum. Flottur starfskraftur. Einnig er fáránlegt að fólk sem er á bótum megi ekki vinna hlutastörf án þess að bætur skerðist að fullu. Það kostar að mæta í vinnu. Ferðir, auk tíma í og úr vinnu. Leyfum þeim sem eru á bótum að halda þeim í einhvern tíma, t.d. sex mánuði á meðan þeir venjast á vinnumarkað aftur. Á meðan borgar fólk skatta og skyldur. Fær örlítið meira en annars til að lifa og þar með græða allir. Þátttaka í lífinu er besta iðju- og sálfræðimeðferðin. Það auðvitað kallar á að fólk í öllum bótaflokkum hafi það sem flokkast undir lágmarksframfærslu. Að borga einhverjum fyrir að gera ekkert er ekki góð meðferð að mínu mati.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar