Atvinna fyrir alla er mannréttindamál Guðjón Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Það var fyrir nokkru síðan að ég hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur og í upphafi þáði ég eins og aðrir lágmarkstaxta. Félagi minn, með sömu menntun og sömu fjölskyldustærð, sótti um félagslega aðstoð hjá Reykjavíkurborg, sem átti Hitaveituna. Hans lágmarksframfærsla var metin hærri hjá borginni en borgin borgaði mér í laun. Ég þurfti að vinna frá 8.00 að morgni til 16.00 síðdegis fimm daga vikunnar. Hann mætti til félagsmálayfirvalda einu sinni í viku og bar sig aumlega, mögulega tveir tímar á viku. Hann taldi mig ruglaðan að láta fara svona með mig á meðan hann fékk sínar bætur og gat unnið svart á meðan. Kannski er maður ruglaður og eiginlega alveg örugglega, en að vinna er ekki bara til að ná aurum til að eiga fyrir mat. Það er félagsskapurinn, að finnast maður vera einhvers virði, leggja til samfélagsins en ekki bara að þiggja. Leyfum öllum að leggja sitt af mörkum. Ég fullyrði að langflestir á bótum vilja frekar vinna en þiggja bætur, ef það væri hægt. Það er nefnilega ekki einfalt mál að fá hlutastarf eða starf við hæfi. Við vinnum gegn þeim sem vilja vinna. Fyrst og fremst með krónu á móti krónu í skerðingar bóta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði við móttöku viðurkenningar fyrir jafnrétti kynja: „Það þarf að ástunda jafnrétti til að ná því.“ Vonandi fara fyrirtæki að ástunda aðgengi allra að vinnu. Við sem erum með skerta starfsorku eða fötlun af einhverjum ástæðum óttumst ekki kröfur um hæfi til starfans. Við fáum bara ekki tækifæri til að vinna hálft eða þriðjungsstarf eins og starfsgeta okkar leyfir. Ég skora á alla atvinnurekendur að gefa fólki tækifæri þegar starf losnar. Auglýsum stöður, gerum kröfur um þekkingu og færni en hvetjum alla til að sækja um. Það má vel skipta mörgum störfum í hlutastörf. Þá kemur fólk inn, leggur sig 100% fram í þann tíma sem það er á staðnum. Flottur starfskraftur. Einnig er fáránlegt að fólk sem er á bótum megi ekki vinna hlutastörf án þess að bætur skerðist að fullu. Það kostar að mæta í vinnu. Ferðir, auk tíma í og úr vinnu. Leyfum þeim sem eru á bótum að halda þeim í einhvern tíma, t.d. sex mánuði á meðan þeir venjast á vinnumarkað aftur. Á meðan borgar fólk skatta og skyldur. Fær örlítið meira en annars til að lifa og þar með græða allir. Þátttaka í lífinu er besta iðju- og sálfræðimeðferðin. Það auðvitað kallar á að fólk í öllum bótaflokkum hafi það sem flokkast undir lágmarksframfærslu. Að borga einhverjum fyrir að gera ekkert er ekki góð meðferð að mínu mati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það var fyrir nokkru síðan að ég hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur og í upphafi þáði ég eins og aðrir lágmarkstaxta. Félagi minn, með sömu menntun og sömu fjölskyldustærð, sótti um félagslega aðstoð hjá Reykjavíkurborg, sem átti Hitaveituna. Hans lágmarksframfærsla var metin hærri hjá borginni en borgin borgaði mér í laun. Ég þurfti að vinna frá 8.00 að morgni til 16.00 síðdegis fimm daga vikunnar. Hann mætti til félagsmálayfirvalda einu sinni í viku og bar sig aumlega, mögulega tveir tímar á viku. Hann taldi mig ruglaðan að láta fara svona með mig á meðan hann fékk sínar bætur og gat unnið svart á meðan. Kannski er maður ruglaður og eiginlega alveg örugglega, en að vinna er ekki bara til að ná aurum til að eiga fyrir mat. Það er félagsskapurinn, að finnast maður vera einhvers virði, leggja til samfélagsins en ekki bara að þiggja. Leyfum öllum að leggja sitt af mörkum. Ég fullyrði að langflestir á bótum vilja frekar vinna en þiggja bætur, ef það væri hægt. Það er nefnilega ekki einfalt mál að fá hlutastarf eða starf við hæfi. Við vinnum gegn þeim sem vilja vinna. Fyrst og fremst með krónu á móti krónu í skerðingar bóta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði við móttöku viðurkenningar fyrir jafnrétti kynja: „Það þarf að ástunda jafnrétti til að ná því.“ Vonandi fara fyrirtæki að ástunda aðgengi allra að vinnu. Við sem erum með skerta starfsorku eða fötlun af einhverjum ástæðum óttumst ekki kröfur um hæfi til starfans. Við fáum bara ekki tækifæri til að vinna hálft eða þriðjungsstarf eins og starfsgeta okkar leyfir. Ég skora á alla atvinnurekendur að gefa fólki tækifæri þegar starf losnar. Auglýsum stöður, gerum kröfur um þekkingu og færni en hvetjum alla til að sækja um. Það má vel skipta mörgum störfum í hlutastörf. Þá kemur fólk inn, leggur sig 100% fram í þann tíma sem það er á staðnum. Flottur starfskraftur. Einnig er fáránlegt að fólk sem er á bótum megi ekki vinna hlutastörf án þess að bætur skerðist að fullu. Það kostar að mæta í vinnu. Ferðir, auk tíma í og úr vinnu. Leyfum þeim sem eru á bótum að halda þeim í einhvern tíma, t.d. sex mánuði á meðan þeir venjast á vinnumarkað aftur. Á meðan borgar fólk skatta og skyldur. Fær örlítið meira en annars til að lifa og þar með græða allir. Þátttaka í lífinu er besta iðju- og sálfræðimeðferðin. Það auðvitað kallar á að fólk í öllum bótaflokkum hafi það sem flokkast undir lágmarksframfærslu. Að borga einhverjum fyrir að gera ekkert er ekki góð meðferð að mínu mati.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun