Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni Orri Vésteinsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun