Trúlega verst Sverrir Björnsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Ég var í jarðarför gamallar vinkonu minnar um daginn. Ljósið flæddi inn um steinda gluggana, andinn sveif yfir og „hærra minn guð til þín“ ómaði um hvelfinguna. Kyrrlát og falleg stund, fólkið sat auðmjúkt andspænis óskiljanleika dauðans. Það var nærandi fyrir sálina að leggja egóinu á bílastæðinu við kirkjuna og beygja sig um stund fyrir mætti lífsins.Einlæg undrun Frá fyrstu tíð hefur manneskjan staðið undir sól og stjörnum og undrast af einlægni. Skilningurinn bjó í eplinu og þegar við komumst yfir það fórum við að spá í hlutina og smíða skýringar á óskiljanleika tilverunnar. Hvað er sólin? Hvað veldur flóði og fjöru? Hvað verður um okkur þegar við deyjum? Um allan heim fléttuðu menn saman útlistanir á gangverki heimsins. Og þvílíkir vefir! Í þeim tvinnast saman náttúran og manneskjan, vonin, ástin, sorgin og gleðin yfir að vera til. Úr þessum efnivið hafa skáld ort, málarar málað, tónskáld samið og myndhöggvarar mótað. Trúin hefur fært okkur stórkostleg listaverk, verið þjáðum huggun og gefið okkur von um réttlæti í vonleysi og þrældómi. Því í trúna voru ekki aðeins vafðar skýringar þess óskiljanlega heldur líka siðfræðin og lögin. Við sem trúum því að maðurinn hafi skapað guð getum því líkt og hinir sagt af heilum hug: Guði sé lof fyrir trúna. Í dag geta fæstir sætt sig við gamlar þjóðsögur sem leiðarljós lífsins en þó guð sé kominn fram yfir síðasta söludag er menning okkar mótuð af trú. Hér norður frá er nauðsynlegt að fólk þekki helstu þætti kristni og ásatrúar til að skilja menningu sína. Hvernig er hægt að taka þátt í umræðum eða fylgjast með án þess að skilja hugtakið „Miskunnsami Samverjinn“ eða speki Hávamála „Margur verður af aurum api“? Orð Jesú, „Ef þú átt tvo kirtla gefðu þá náunga þínum annan“, eru að verða ungu fólki óskiljanleg eins og sést á gjörðum þeirra ungu manna sem nú stjórna landinu.Trúarbragðafræðsla nauðsyn Við þurfum trúarbragðafræðslu í skólum til að börnin skilji rætur sínar, menninguna. Allir ættu að kunna skil á Jesú, þeim góða manni, húmanista, dulspekingi og sósíalista og þekkja undirstöðuatriðin í íslam. Trúarbrögðin standa höllum fæti en öll kerfi verja sig, hagsmuni sína og völd. Ímamar, kirkjuhöfðingjar og öldungar eru góðir í því. (Frans páfi þó líklega undantekning enda gangandi kraftaverk.) Trúarbragðastríð er ein brellan – aldrei hefur verið háð stríð vegna trúarbragða. Að baki öllum ófriði býr sama ástæðan. Herför ISIS, barátta talibana, Norður-Írland, nýlendustríðin, siðaskiptin, krossferðirnar, að baki býr ávallt eftirsókn eftir auði og völdum. Með heilagar bækur í höndunum göfgast málstaðurinn og lýðurinn fylgir heilalaus með.Misnotkun verst Ef við lítum okkur nær sjáum við trúfélög stór og smá sem verja völd sín með öllum tiltækum ráðum. Hvort sem við horfum til stjórnenda kirkjunnar eða allsráðandi öldunganna í sértrúarsöfnuðum eins og Vottum Jehóva, birtist sama stefið: Það er barist á móti breytingum, vísindunum er vikið til hliðar, náttúrulegar kenndir eins og samkynhneigð og jafn sjálfsögð mannréttindi sem jöfn staða kynjanna eru bæld niður eins lengi og hægt er. Já, syndalisti trúarbragðanna er langur og ljótur, þar er misnotkun á einlægni trúlega verst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég var í jarðarför gamallar vinkonu minnar um daginn. Ljósið flæddi inn um steinda gluggana, andinn sveif yfir og „hærra minn guð til þín“ ómaði um hvelfinguna. Kyrrlát og falleg stund, fólkið sat auðmjúkt andspænis óskiljanleika dauðans. Það var nærandi fyrir sálina að leggja egóinu á bílastæðinu við kirkjuna og beygja sig um stund fyrir mætti lífsins.Einlæg undrun Frá fyrstu tíð hefur manneskjan staðið undir sól og stjörnum og undrast af einlægni. Skilningurinn bjó í eplinu og þegar við komumst yfir það fórum við að spá í hlutina og smíða skýringar á óskiljanleika tilverunnar. Hvað er sólin? Hvað veldur flóði og fjöru? Hvað verður um okkur þegar við deyjum? Um allan heim fléttuðu menn saman útlistanir á gangverki heimsins. Og þvílíkir vefir! Í þeim tvinnast saman náttúran og manneskjan, vonin, ástin, sorgin og gleðin yfir að vera til. Úr þessum efnivið hafa skáld ort, málarar málað, tónskáld samið og myndhöggvarar mótað. Trúin hefur fært okkur stórkostleg listaverk, verið þjáðum huggun og gefið okkur von um réttlæti í vonleysi og þrældómi. Því í trúna voru ekki aðeins vafðar skýringar þess óskiljanlega heldur líka siðfræðin og lögin. Við sem trúum því að maðurinn hafi skapað guð getum því líkt og hinir sagt af heilum hug: Guði sé lof fyrir trúna. Í dag geta fæstir sætt sig við gamlar þjóðsögur sem leiðarljós lífsins en þó guð sé kominn fram yfir síðasta söludag er menning okkar mótuð af trú. Hér norður frá er nauðsynlegt að fólk þekki helstu þætti kristni og ásatrúar til að skilja menningu sína. Hvernig er hægt að taka þátt í umræðum eða fylgjast með án þess að skilja hugtakið „Miskunnsami Samverjinn“ eða speki Hávamála „Margur verður af aurum api“? Orð Jesú, „Ef þú átt tvo kirtla gefðu þá náunga þínum annan“, eru að verða ungu fólki óskiljanleg eins og sést á gjörðum þeirra ungu manna sem nú stjórna landinu.Trúarbragðafræðsla nauðsyn Við þurfum trúarbragðafræðslu í skólum til að börnin skilji rætur sínar, menninguna. Allir ættu að kunna skil á Jesú, þeim góða manni, húmanista, dulspekingi og sósíalista og þekkja undirstöðuatriðin í íslam. Trúarbrögðin standa höllum fæti en öll kerfi verja sig, hagsmuni sína og völd. Ímamar, kirkjuhöfðingjar og öldungar eru góðir í því. (Frans páfi þó líklega undantekning enda gangandi kraftaverk.) Trúarbragðastríð er ein brellan – aldrei hefur verið háð stríð vegna trúarbragða. Að baki öllum ófriði býr sama ástæðan. Herför ISIS, barátta talibana, Norður-Írland, nýlendustríðin, siðaskiptin, krossferðirnar, að baki býr ávallt eftirsókn eftir auði og völdum. Með heilagar bækur í höndunum göfgast málstaðurinn og lýðurinn fylgir heilalaus með.Misnotkun verst Ef við lítum okkur nær sjáum við trúfélög stór og smá sem verja völd sín með öllum tiltækum ráðum. Hvort sem við horfum til stjórnenda kirkjunnar eða allsráðandi öldunganna í sértrúarsöfnuðum eins og Vottum Jehóva, birtist sama stefið: Það er barist á móti breytingum, vísindunum er vikið til hliðar, náttúrulegar kenndir eins og samkynhneigð og jafn sjálfsögð mannréttindi sem jöfn staða kynjanna eru bæld niður eins lengi og hægt er. Já, syndalisti trúarbragðanna er langur og ljótur, þar er misnotkun á einlægni trúlega verst.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar