Fleiri fréttir

Tökum stór lán hjá framtíðinni

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Skuldir íslenska ríkisins eru miklar og afborganir og vextir af þeim eru svimandi háar fjárhæðir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ákveðinn, hann setur niðurgreiðslu lánanna í forgang.

791

Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar

Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi.

Túlkasjóður

Laila M. Arnþórsdóttir skrifar

Ég má til með að senda þér Illugi Gunnarsson háttvirtur menntamálaráherra þessar línur þar sem málið er brýnt og þolir ekki bið.

Drulluhræddur

Gauti Skúlason skrifar

Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets.

Hvað þarft þú?

Þóranna K. Jónsdóttir skrifar

Á starfsferlinum og í viðskiptum er okkur stöðugt kennt að við þurfum að mæta þörfum hins aðilans. Markaðsdrifin fyrirtæki mæta þörfum markaðarins og starfsferilskráin er löguð að þörfum fyrirtækisins – það er jú markaðssetning á okkur sjálfum. En hvað með okkur? Getum við alltaf verið það sem hinn aðilinn vill? Eigum við ekki líka að hugsa um okkur sjálf? Ég vinn mikið með minni fyrirtækjum í markaðsmálum. Höfuðreglan í markaðsstarfinu er að uppfylla þarfir markaðarins.

Vöxtur framundan

Ólafur Darri Andrason skrifar

Horfur í íslensku efnahagslífi eru bjartari en um langt árabil. Samkvæmt nýrri spá hagdeildar ASÍ má búast við góðum vexti landsframleiðslunnar á komandi árum. Spáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,1–3,5% fram til ársins 2016, árlegur vöxtur einkaneyslu verður á bilinu 3,4%–4,3%. Fjárfestingar taka við sér og aukast á bilinu 14,8%–17,2% en gert er ráð fyrir að ráðist verði í byggingu þriggja nýrra kísilverksmiðja og að íbúðafjárfesting aukist um rúm 20% á ári út spátímann. Þá dregur úr atvinnuleysi.

Björgum því sem bjargað verður

Gunnar Guðbjörnsson skrifar

Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við?

Hvað á að elda í kvöld?

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Grjónagrautur, kjötbollur, lasanja, grjónagrautur, kjötbollur, lasanja, lasanja, kjötbollur, grjónagrautur. Örbylgjuréttir fyrir sjálfstæða Íslendinga hafa verið uppistaðan í fæði fjölskyldunnar undanfarið.

Húsum okkur upp með skynseminni

Eygló Harðardóttir skrifar

Enn fjölgar sveitarfélögum sem telja skort á leiguhúsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu telur aðeins Garðabær að framboð leiguíbúða í sveitarfélaginu sé nóg. Samtímis eru um 1.800 manns á biðlista hjá sjö stærstu sveitarfélögunum

Elsku Illugi

Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar

Heil eilífð í helvíti

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Ég hef örugglega ekki verið deginum eldri en ellefu ára þegar bekkjarpartíin hættu að snúast um skotbolta, stólaleik og lakkrísrör.

Áhyggjulausa ævikvöldið

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Öll viljum við ná sem hæstum aldri. Iðnaðurinn í kringum yngingarlyf ýmis konar og heilsusamlegan lífsstíl sem á að lengja ævina um allmörg ár veltir milljörðum og flestir hamast við að neita sér um allt það sem óhollt er og getur stytt lífdagana.

Hvað má fá fyrir rúmar 200 krónur?

Gylfi Magnússon skrifar

Undanfarnar vikur hefur það orðið vinsæll samkvæmisleikur að reyna að reikna út hve margar krónur meðalmáltíð kostar að mati höfunda fjárlagafrumvarpsins og hvað kaupa má fyrir þá upphæð.

Teigsskógur á vogarskálarnar

Elín Hirst skrifar

Deilan um lagningu vegar í gegnum Teigsskóg í Austur-Barðastrandarsýslu hefur verið löng og erfið, sérstaklega fyrir heimamenn. Deilan snýst um umhverfisáhrif nýs vegarkafla í gegnum Teigsskóg, sem er fallegur birkikjarrskógur

Kynsjúkdómar og krabbamein

Teitur Guðmundsson skrifar

Árlegur bleikur mánuður er rúmlega hálfnaður og við höfum gert vel í því að hvetja konur til skoðunar og árvekni um krabbamein, þann vágest sem heimsækir að meðaltali þriðja hvern einstakling á lífsleiðinni.

Kæri Illugi

Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar

Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum.

Lifum í núinu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Ef ég fullyrti að allt hefði verið betra fyrir tuttugu árum myndu margir jafnaldrar mínir eflaust taka í sama streng. Að minnsta kosti hvað menningarafurðir varðar. Kvikmyndir og tónlist náðu einhverjum kreatífum toppi um miðbik tíunda áratugarins

Frelsið orðið að undanþágu

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent skólameisturum framhaldsskóla bréf um að áhersla verði lögð á að stytta námsbrautir í þrjú ár. Ráðherrann hefur ennfremur látið hafa eftir sér að eitt verði yfir alla að ganga

Aðgengismál í fyrirrúmi hjá RÚV

Margrét Magnúsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar

Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni.

Metum tónlistarmenntun að verðleikum

Helga Mikaelsdóttir skrifar

Miðvikudaginn 22. október hafa meðlimir FT fyrirhugað verkfall ef ekki næst að samþykkja kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga. FT er eina félagið innan KÍ sem ekki hefur fengið nýjan kjarasamning þrátt fyrir 10 mánaða bið.

Flækjustigið er töluvert mikið

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson talaði um verknám og tækninám á Alþingi. Við það tilefni sagði hann að OECD hafi gert úttekt á starfsnáminu á Íslandi. "Það er margt áhugavert sem þeir benda á sem við þurfum að hafa í huga þegar við skoðum uppbyggingu námsins, því að uppbyggingin er mjög flókin,

Fákeppniseftirlitið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Því fylgja ýmsar þversagnir að vera í Sjálfstæðisflokknum. Skattalækkunarflokkur sem hækkar skatta á mat. Einkaframtakssinnar sem hreiðra um sig hjá ríkinu hvar sem glufa sést

Gefum ADHD-teyminu framhaldslíf

Elín H. Hinriksdóttir og Þröstur Emilsson skrifar

Á dögunum bárust þær fregnir frá stjórnendum Landspítalans að ekki yrði framhald á starfsemi ADHD-teymis spítalans. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til teymisins í fjárlagafrumvarpi 2015

Á að hætta snjómokstri þegar peningarnir eru búnir?

Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar

Fyrir þá sem halda að fyrirsögnin bendi til þess að hér eigi að fjalla um snjómokstur þá er það fjarri lagi. Á hinn bóginn er vert að hugsa um hvað myndi gerast ef hætt yrði að moka snjó af vegum vegna skorts á fjármagni

Enginn veit hvað átt hefur…

Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar

Eitt af því fáa sem stór hluti stjórnmálamanna hér á landi hefur getað sameinast um á síðustu árum er að skerða framhaldsskólanám um eitt ár. Sama er uppi á teningnum innan „atvinnulífsins“.

Afnema á virðisaukaskatt á bókum

Ágúst Einarsson skrifar

Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%.

Sterkt áfengi í matvöruverslanir? Nei takk

Adolf Ingi Erlingsson skrifar

Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir Alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum

Hraunavinir dæmdir fyrir friðsamleg mótmæli

Gunnsteinn Ólafsson skrifar

Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa,

Tromp Norðmanna í orkumálum?

Jóhann Helgason skrifar

Ríkir eru Norðmenn en olían, sem færði þeim auðinn, mun ekki endast að eilífu. Núverandi spár segja að eftir 53 ár horfi þeir fram á olíuþurrð. Hvað tekur þá við?

Mein í meinum

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar

Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent.

Ég ákæri

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi,

Símalánaþjónusta Seðlabankans

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Vissulega kom á óvart að hið stóra neyðarlán Seðlabanka Íslands hafi verið veitt og afgreitt í símtali milli Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings, og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans. Eins vekur furðu að ekki hafi nein skuldaskjöl eða tryggingar verið undirrituð

Með tengdó í skuggasundi

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Það var um miðnætti í skuggalegu stræti í úthverfi Malagaborgar. Ég er að leiða aldraðan tengdaföður minn gegnum ljóslaust öngstrætið þegar maður birtist, svo ógæfulegur að hann minnir helst á Mörtu Maríu í mannfræðirannsókn.

Talan sem enginn trúði

Pawel Bartoszek skrifar

Aðstoðarmaður!“ "Bjarni! Manstu enn þá ekki hvað ég heiti?“ "Nei, ég man bara hvað Svanhildur heitir. En nóg um það. Hvað heldurðu að ein máltíð kosti?“ "Úff, ég veit það ekki. Ég elda aldrei.“

Út með þá eldri

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Ífjárlögum næsta árs er mörkuð sú stefna að fækka nemendum í framhaldsskólum. Eldri nemendur fá ekki lengur inni. Menntamálaráðherra sagði í umræðum um málið á Alþingi í vikunni að með þessu móti yrði meira til skiptanna fyrir þá nemendur sem fengju skólavist, framlag ríkisins á haus myndi hækka.

Vegna berbrjóstu uglunnar

Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands skrifar

Að UGLA megi ekki vera berbrjósta hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, meðal annars undirrituðum.

Heill og sæll

Gerður Sjöfn Ólafsdóttir skrifar

Heill og sæll, hr. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.

Samfélag fyrir alla?

Árný Guðmundsdóttir skrifar

Heyrnarlausir (döff) nýta sér þjónustu táknmálstúlka við ýmis tækifæri í daglegu lífi í samskiptum við þá sem tala ekki táknmál.

Sjá næstu 50 greinar