Gefum ADHD-teyminu framhaldslíf Elín H. Hinriksdóttir og Þröstur Emilsson skrifar 20. október 2014 00:00 Á dögunum bárust þær fregnir frá stjórnendum Landspítalans að ekki yrði framhald á starfsemi ADHD-teymis spítalans. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til teymisins í fjárlagafrumvarpi 2015 og því sjá stjórnendur spítalans sér ekki fært að halda áfram starfseminni að óbreyttu. Þetta eru váleg tíðindi þar sem árangur teymisins er ótvíræður. Greining ADHD hjá fullorðnum er vandasamt ferli en því er meðal annars lýst í klínískum leiðbeiningum Landlæknis. Teymið styðst við leiðbeiningarnar í greiningarferlinu sem er flókið. Afla þarf upplýsinga um æsku sjúklingsins, auk upplýsinga úr lyfjagagnagrunni Landlæknis um notkun ávanabindandi lyfja. Sömuleiðis er aflað upplýsinga frá fyrri greiningar- og meðferðaraðilum. Einungis er tekið við sjúklingum sem hafa tilvísun frá lækni. Frá því starfsemin hófst í mars 2013 hafa borist rúmlega 700 tilvísanir frá læknum. Af þeim sem vísað er til ADHD teymisins, greinist um helmingur með ADHD. Teymið hefur lokið skimun hjá um 260 sjúklingum en greiningu hjá 158 sjúklingum. Á fimmta hundrað sjúklinga bíða eftir að verða kallaðir til skimunar og/eða greiningar hjá ADHD teyminu og er biðtíminn nú um 10 mánuðir. Það undirstrikar svo ekki verður um villst hve mikil þörf var og er fyrir þjónustu teymisins. ADHD, athyglisbrestur með ofvirkni, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram snemma í þroskaferlinu. Röskunin eldist ekki af fólki þrátt fyrir að einkennin taki oft breytingum á æviskeiðinu. Hjá fullorðnum með ADHD má oft merkja meiri innri spennu, eirðarleysi, verkkvíða, tilfinningalegt ójafnvægi auk athyglisbrests. Fylgikvillar eru algengir og þar má nefna kvíðaröskun og þunglyndi en aðrir fylgikvillar geta verið geðhvarfasýki, persónuleikaröskun og fíknivandi. Líkamlegir fylgikvillar geta verið offita, hár blóðþrýstingur, vefjagigt og svefntruflanir, svo dæmi séu tekin.Margvíslegur árangur ADHD getur reynst samfélaginu mjög kostnaðarsamt ef ekkert er að gert, m.a. vegna fylgikvilla röskunarinnar. Þar má nefna aukna tíðni atvinnuleysis, lægri laun og fíkniefnavanda, svo fátt eitt sé nefnt. Það að meðhöndla ekki ADHD hjá fullorðnum leiðir til umtalsvert meiri útgjalda fyrir ríki og sveitarfélög, viðkomandi einstaklingar þurfa oftar en ekki á dýrari úrræðum í heilbrigðis- og félagslega kerfinu að halda. Þeim er hættara við að sýna andfélagslega hegðun en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að stór hluti fanga, 40-65%, er með ADHD. Fullyrða má að greining og meðhöndlun ADHD hjá fullorðnum snúist um almannaheill og lýðheilsu, að ógleymdum þeim fjárhagslega ávinningi sem skapast. Með tiltölulega einföldum úrræðum má veita þá aðstoð og þær bjargir sem þeir þurfa á að halda. Með eflingu ADHD- -teymisins næst margvíslegur ávinningur. Lífsgæði einstaklinganna sjálfra og allra sem að þeim standa aukast. Viðkomandi er gert kleift að taka virkan þátt í samfélaginu þar sem líkur aukast á að ljúka námi, halda vinnu, að viðkomandi greiði skatta og skyldur, samskipti verða betri og minni líkur eru á sambandsslitum. Okkar hlutverk er að fjölga úrræðum, leita áhrifaríkra leiða og auka þannig lífsgæði fólks. ADHD samtökin hafa ætíð lýst yfir samstarfsvilja, bæði við sérfræðinga og stjórnvöld, þegar kemur að úrræðum í þágu fólks með ADHD. Öll rök hníga að mikilvægi þess að efla ADHD-teymið enn frekar en til þess þarf fjármagn. Líta þarf á eflingu ADHD-teymisins sem langtímafjárfestingu, mikilvægan hlekk í framkvæmd lýðheilsustefnu og skref í átt að betra samfélagi en ekki kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fregnir frá stjórnendum Landspítalans að ekki yrði framhald á starfsemi ADHD-teymis spítalans. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til teymisins í fjárlagafrumvarpi 2015 og því sjá stjórnendur spítalans sér ekki fært að halda áfram starfseminni að óbreyttu. Þetta eru váleg tíðindi þar sem árangur teymisins er ótvíræður. Greining ADHD hjá fullorðnum er vandasamt ferli en því er meðal annars lýst í klínískum leiðbeiningum Landlæknis. Teymið styðst við leiðbeiningarnar í greiningarferlinu sem er flókið. Afla þarf upplýsinga um æsku sjúklingsins, auk upplýsinga úr lyfjagagnagrunni Landlæknis um notkun ávanabindandi lyfja. Sömuleiðis er aflað upplýsinga frá fyrri greiningar- og meðferðaraðilum. Einungis er tekið við sjúklingum sem hafa tilvísun frá lækni. Frá því starfsemin hófst í mars 2013 hafa borist rúmlega 700 tilvísanir frá læknum. Af þeim sem vísað er til ADHD teymisins, greinist um helmingur með ADHD. Teymið hefur lokið skimun hjá um 260 sjúklingum en greiningu hjá 158 sjúklingum. Á fimmta hundrað sjúklinga bíða eftir að verða kallaðir til skimunar og/eða greiningar hjá ADHD teyminu og er biðtíminn nú um 10 mánuðir. Það undirstrikar svo ekki verður um villst hve mikil þörf var og er fyrir þjónustu teymisins. ADHD, athyglisbrestur með ofvirkni, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram snemma í þroskaferlinu. Röskunin eldist ekki af fólki þrátt fyrir að einkennin taki oft breytingum á æviskeiðinu. Hjá fullorðnum með ADHD má oft merkja meiri innri spennu, eirðarleysi, verkkvíða, tilfinningalegt ójafnvægi auk athyglisbrests. Fylgikvillar eru algengir og þar má nefna kvíðaröskun og þunglyndi en aðrir fylgikvillar geta verið geðhvarfasýki, persónuleikaröskun og fíknivandi. Líkamlegir fylgikvillar geta verið offita, hár blóðþrýstingur, vefjagigt og svefntruflanir, svo dæmi séu tekin.Margvíslegur árangur ADHD getur reynst samfélaginu mjög kostnaðarsamt ef ekkert er að gert, m.a. vegna fylgikvilla röskunarinnar. Þar má nefna aukna tíðni atvinnuleysis, lægri laun og fíkniefnavanda, svo fátt eitt sé nefnt. Það að meðhöndla ekki ADHD hjá fullorðnum leiðir til umtalsvert meiri útgjalda fyrir ríki og sveitarfélög, viðkomandi einstaklingar þurfa oftar en ekki á dýrari úrræðum í heilbrigðis- og félagslega kerfinu að halda. Þeim er hættara við að sýna andfélagslega hegðun en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að stór hluti fanga, 40-65%, er með ADHD. Fullyrða má að greining og meðhöndlun ADHD hjá fullorðnum snúist um almannaheill og lýðheilsu, að ógleymdum þeim fjárhagslega ávinningi sem skapast. Með tiltölulega einföldum úrræðum má veita þá aðstoð og þær bjargir sem þeir þurfa á að halda. Með eflingu ADHD- -teymisins næst margvíslegur ávinningur. Lífsgæði einstaklinganna sjálfra og allra sem að þeim standa aukast. Viðkomandi er gert kleift að taka virkan þátt í samfélaginu þar sem líkur aukast á að ljúka námi, halda vinnu, að viðkomandi greiði skatta og skyldur, samskipti verða betri og minni líkur eru á sambandsslitum. Okkar hlutverk er að fjölga úrræðum, leita áhrifaríkra leiða og auka þannig lífsgæði fólks. ADHD samtökin hafa ætíð lýst yfir samstarfsvilja, bæði við sérfræðinga og stjórnvöld, þegar kemur að úrræðum í þágu fólks með ADHD. Öll rök hníga að mikilvægi þess að efla ADHD-teymið enn frekar en til þess þarf fjármagn. Líta þarf á eflingu ADHD-teymisins sem langtímafjárfestingu, mikilvægan hlekk í framkvæmd lýðheilsustefnu og skref í átt að betra samfélagi en ekki kostnað.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun