Gefum ADHD-teyminu framhaldslíf Elín H. Hinriksdóttir og Þröstur Emilsson skrifar 20. október 2014 00:00 Á dögunum bárust þær fregnir frá stjórnendum Landspítalans að ekki yrði framhald á starfsemi ADHD-teymis spítalans. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til teymisins í fjárlagafrumvarpi 2015 og því sjá stjórnendur spítalans sér ekki fært að halda áfram starfseminni að óbreyttu. Þetta eru váleg tíðindi þar sem árangur teymisins er ótvíræður. Greining ADHD hjá fullorðnum er vandasamt ferli en því er meðal annars lýst í klínískum leiðbeiningum Landlæknis. Teymið styðst við leiðbeiningarnar í greiningarferlinu sem er flókið. Afla þarf upplýsinga um æsku sjúklingsins, auk upplýsinga úr lyfjagagnagrunni Landlæknis um notkun ávanabindandi lyfja. Sömuleiðis er aflað upplýsinga frá fyrri greiningar- og meðferðaraðilum. Einungis er tekið við sjúklingum sem hafa tilvísun frá lækni. Frá því starfsemin hófst í mars 2013 hafa borist rúmlega 700 tilvísanir frá læknum. Af þeim sem vísað er til ADHD teymisins, greinist um helmingur með ADHD. Teymið hefur lokið skimun hjá um 260 sjúklingum en greiningu hjá 158 sjúklingum. Á fimmta hundrað sjúklinga bíða eftir að verða kallaðir til skimunar og/eða greiningar hjá ADHD teyminu og er biðtíminn nú um 10 mánuðir. Það undirstrikar svo ekki verður um villst hve mikil þörf var og er fyrir þjónustu teymisins. ADHD, athyglisbrestur með ofvirkni, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram snemma í þroskaferlinu. Röskunin eldist ekki af fólki þrátt fyrir að einkennin taki oft breytingum á æviskeiðinu. Hjá fullorðnum með ADHD má oft merkja meiri innri spennu, eirðarleysi, verkkvíða, tilfinningalegt ójafnvægi auk athyglisbrests. Fylgikvillar eru algengir og þar má nefna kvíðaröskun og þunglyndi en aðrir fylgikvillar geta verið geðhvarfasýki, persónuleikaröskun og fíknivandi. Líkamlegir fylgikvillar geta verið offita, hár blóðþrýstingur, vefjagigt og svefntruflanir, svo dæmi séu tekin.Margvíslegur árangur ADHD getur reynst samfélaginu mjög kostnaðarsamt ef ekkert er að gert, m.a. vegna fylgikvilla röskunarinnar. Þar má nefna aukna tíðni atvinnuleysis, lægri laun og fíkniefnavanda, svo fátt eitt sé nefnt. Það að meðhöndla ekki ADHD hjá fullorðnum leiðir til umtalsvert meiri útgjalda fyrir ríki og sveitarfélög, viðkomandi einstaklingar þurfa oftar en ekki á dýrari úrræðum í heilbrigðis- og félagslega kerfinu að halda. Þeim er hættara við að sýna andfélagslega hegðun en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að stór hluti fanga, 40-65%, er með ADHD. Fullyrða má að greining og meðhöndlun ADHD hjá fullorðnum snúist um almannaheill og lýðheilsu, að ógleymdum þeim fjárhagslega ávinningi sem skapast. Með tiltölulega einföldum úrræðum má veita þá aðstoð og þær bjargir sem þeir þurfa á að halda. Með eflingu ADHD- -teymisins næst margvíslegur ávinningur. Lífsgæði einstaklinganna sjálfra og allra sem að þeim standa aukast. Viðkomandi er gert kleift að taka virkan þátt í samfélaginu þar sem líkur aukast á að ljúka námi, halda vinnu, að viðkomandi greiði skatta og skyldur, samskipti verða betri og minni líkur eru á sambandsslitum. Okkar hlutverk er að fjölga úrræðum, leita áhrifaríkra leiða og auka þannig lífsgæði fólks. ADHD samtökin hafa ætíð lýst yfir samstarfsvilja, bæði við sérfræðinga og stjórnvöld, þegar kemur að úrræðum í þágu fólks með ADHD. Öll rök hníga að mikilvægi þess að efla ADHD-teymið enn frekar en til þess þarf fjármagn. Líta þarf á eflingu ADHD-teymisins sem langtímafjárfestingu, mikilvægan hlekk í framkvæmd lýðheilsustefnu og skref í átt að betra samfélagi en ekki kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fregnir frá stjórnendum Landspítalans að ekki yrði framhald á starfsemi ADHD-teymis spítalans. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til teymisins í fjárlagafrumvarpi 2015 og því sjá stjórnendur spítalans sér ekki fært að halda áfram starfseminni að óbreyttu. Þetta eru váleg tíðindi þar sem árangur teymisins er ótvíræður. Greining ADHD hjá fullorðnum er vandasamt ferli en því er meðal annars lýst í klínískum leiðbeiningum Landlæknis. Teymið styðst við leiðbeiningarnar í greiningarferlinu sem er flókið. Afla þarf upplýsinga um æsku sjúklingsins, auk upplýsinga úr lyfjagagnagrunni Landlæknis um notkun ávanabindandi lyfja. Sömuleiðis er aflað upplýsinga frá fyrri greiningar- og meðferðaraðilum. Einungis er tekið við sjúklingum sem hafa tilvísun frá lækni. Frá því starfsemin hófst í mars 2013 hafa borist rúmlega 700 tilvísanir frá læknum. Af þeim sem vísað er til ADHD teymisins, greinist um helmingur með ADHD. Teymið hefur lokið skimun hjá um 260 sjúklingum en greiningu hjá 158 sjúklingum. Á fimmta hundrað sjúklinga bíða eftir að verða kallaðir til skimunar og/eða greiningar hjá ADHD teyminu og er biðtíminn nú um 10 mánuðir. Það undirstrikar svo ekki verður um villst hve mikil þörf var og er fyrir þjónustu teymisins. ADHD, athyglisbrestur með ofvirkni, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram snemma í þroskaferlinu. Röskunin eldist ekki af fólki þrátt fyrir að einkennin taki oft breytingum á æviskeiðinu. Hjá fullorðnum með ADHD má oft merkja meiri innri spennu, eirðarleysi, verkkvíða, tilfinningalegt ójafnvægi auk athyglisbrests. Fylgikvillar eru algengir og þar má nefna kvíðaröskun og þunglyndi en aðrir fylgikvillar geta verið geðhvarfasýki, persónuleikaröskun og fíknivandi. Líkamlegir fylgikvillar geta verið offita, hár blóðþrýstingur, vefjagigt og svefntruflanir, svo dæmi séu tekin.Margvíslegur árangur ADHD getur reynst samfélaginu mjög kostnaðarsamt ef ekkert er að gert, m.a. vegna fylgikvilla röskunarinnar. Þar má nefna aukna tíðni atvinnuleysis, lægri laun og fíkniefnavanda, svo fátt eitt sé nefnt. Það að meðhöndla ekki ADHD hjá fullorðnum leiðir til umtalsvert meiri útgjalda fyrir ríki og sveitarfélög, viðkomandi einstaklingar þurfa oftar en ekki á dýrari úrræðum í heilbrigðis- og félagslega kerfinu að halda. Þeim er hættara við að sýna andfélagslega hegðun en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að stór hluti fanga, 40-65%, er með ADHD. Fullyrða má að greining og meðhöndlun ADHD hjá fullorðnum snúist um almannaheill og lýðheilsu, að ógleymdum þeim fjárhagslega ávinningi sem skapast. Með tiltölulega einföldum úrræðum má veita þá aðstoð og þær bjargir sem þeir þurfa á að halda. Með eflingu ADHD- -teymisins næst margvíslegur ávinningur. Lífsgæði einstaklinganna sjálfra og allra sem að þeim standa aukast. Viðkomandi er gert kleift að taka virkan þátt í samfélaginu þar sem líkur aukast á að ljúka námi, halda vinnu, að viðkomandi greiði skatta og skyldur, samskipti verða betri og minni líkur eru á sambandsslitum. Okkar hlutverk er að fjölga úrræðum, leita áhrifaríkra leiða og auka þannig lífsgæði fólks. ADHD samtökin hafa ætíð lýst yfir samstarfsvilja, bæði við sérfræðinga og stjórnvöld, þegar kemur að úrræðum í þágu fólks með ADHD. Öll rök hníga að mikilvægi þess að efla ADHD-teymið enn frekar en til þess þarf fjármagn. Líta þarf á eflingu ADHD-teymisins sem langtímafjárfestingu, mikilvægan hlekk í framkvæmd lýðheilsustefnu og skref í átt að betra samfélagi en ekki kostnað.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun