Metum tónlistarmenntun að verðleikum Helga Mikaelsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Miðvikudaginn 22. október hafa meðlimir FT fyrirhugað verkfall ef ekki næst að samþykkja kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga. FT er eina félagið innan KÍ sem ekki hefur fengið nýjan kjarasamning þrátt fyrir 10 mánaða bið. Hvað á það þýða? Þetta fólk hefur margt hvert varið miklum fjármunum og tíma í að mennta sig í skólum víðs vegar um heiminn og komið heim með mikla þekkingu til að miðla til nemenda sinna. Á síðustu sjö árum hef ég hlotið tónlistarmenntun í Skólahljómsveit Kópavogs og nú í Tónlistarskóla Reykjavíkur og get ég því vottað að starf þessa fólks er gjörsamlega vanmetið meðal sveitarfélaganna. Það sem þetta fólk gerir á hverjum degi eru svo mikil kraftaverk að því er vart hægt að lýsa með orðum. Ekki nóg með að ég hafi lært að spila á hljóðfæri og lesa nótur heldur hef ég líka lært svo margt varðandi mannleg samskipti og aga. Ég hef oft hugsað um hvað það væri gaman að vera tónlistarkennari og fá að taka þátt í framförum nemenda sinna og jafnvel hjálpa til við að búa til einhvern snilling. En þá fer maður að hugsa um launin. Er ég tilbúin að eyða fjölda ára í að mennta mig á hljóðfærið mitt og fá síðan ekki laun sem geta borgað námslánin…ég satt best að segja er ekki viss. Því miður held ég að það séu margir á mínum aldri á svipuðum stað. Ef það á að verða endurnýjun í stétt tónlistarkennara þarf að bæta kjarasamningana til þess að laða fleiri að en fyrst og fremst er kominn tími til að launa núverandi kennurum fyrir þeirra ómetanlega framlag til menntunar, með því að bæta kjör þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 22. október hafa meðlimir FT fyrirhugað verkfall ef ekki næst að samþykkja kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga. FT er eina félagið innan KÍ sem ekki hefur fengið nýjan kjarasamning þrátt fyrir 10 mánaða bið. Hvað á það þýða? Þetta fólk hefur margt hvert varið miklum fjármunum og tíma í að mennta sig í skólum víðs vegar um heiminn og komið heim með mikla þekkingu til að miðla til nemenda sinna. Á síðustu sjö árum hef ég hlotið tónlistarmenntun í Skólahljómsveit Kópavogs og nú í Tónlistarskóla Reykjavíkur og get ég því vottað að starf þessa fólks er gjörsamlega vanmetið meðal sveitarfélaganna. Það sem þetta fólk gerir á hverjum degi eru svo mikil kraftaverk að því er vart hægt að lýsa með orðum. Ekki nóg með að ég hafi lært að spila á hljóðfæri og lesa nótur heldur hef ég líka lært svo margt varðandi mannleg samskipti og aga. Ég hef oft hugsað um hvað það væri gaman að vera tónlistarkennari og fá að taka þátt í framförum nemenda sinna og jafnvel hjálpa til við að búa til einhvern snilling. En þá fer maður að hugsa um launin. Er ég tilbúin að eyða fjölda ára í að mennta mig á hljóðfærið mitt og fá síðan ekki laun sem geta borgað námslánin…ég satt best að segja er ekki viss. Því miður held ég að það séu margir á mínum aldri á svipuðum stað. Ef það á að verða endurnýjun í stétt tónlistarkennara þarf að bæta kjarasamningana til þess að laða fleiri að en fyrst og fremst er kominn tími til að launa núverandi kennurum fyrir þeirra ómetanlega framlag til menntunar, með því að bæta kjör þeirra.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar