Fleiri fréttir

Heilbrigðiskerfið skapar verðmæti

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Ávinningur samfélagsins af góðu heilbrigðiskerfi á að mælast af mörgu. Helst ber að nefna heilsu og hamingju fólks. Það er mikils virði að sem flest okkar búi við góða heilsu og geti tekið þátt í leik og starfi af fullum mætti.

Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum

Tómas Jónsson skrifar

Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu.

Háskóli á sandi

Ásrún Birgisdóttir skrifar

Háskóli Íslands er ekki byggður á eins sterku undirlagi og ég sá fyrir mér og vonaði.

„Þau sendu mig á Vog, þrettán ára gamla“

Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín Pálsdóttir skrifar

Fyrirsögnin er fengin úr viðtali við Söru Helenu Bjarnadóttur í sérblaði Geðhjálpar sem fylgdi með Fréttablaðinu 9. október sl. Sara Helena vísar til þess að eftir að hún greindist með þunglyndi var henni sagt að hún fengi ekki lyf við því fyrr en

Höfuðborgin og hestamennskan

Ágúst Sigurðsson og Ísólfur Gylfi Pálmason og Björgvin G. Sigurðsson skrifa

Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd.

Alvarleg mistök löggjafans

Grétar Jónasson skrifar

Tíu ár eru liðin síðan umfangsmikil breyting var gerð á lögum um sölu fasteigna. Ný heildarlöggjöf var sett sem hefur að geyma eina stærstu neytendalöggjöf landsins.

Viðbrennd og ólystug terta Sjálfstæðisflokksins

Þórir Stephensen skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn bar í áratugi höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórnmálaflokka með víðsýnni og frjálshuga stefnuskrá, sem borin var fram af sannfæringu. Og fylgið brást ekki.

Vaknaðu það er kominn nýr dagur!

Eva Magnúsdóttir skrifar

Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna.

Næs í rassinn

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Í vikunni borgaði ég manni fimmþúsundkall fyrir að troða fingri upp í rassgatið á mér. Þetta var reyndar ekki farsæll endir á tilraunakenndu stefnumóti heldur heimsókn til læknis.

Kjarabarátta tónlistarkennara

Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar

Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smánarlaun sem tónlistarkennarar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sambærilega menntun.

Verkinu er ekki lokið

G. Pétur Matthíasson skrifar

Í annars ágætum leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 13. október er því haldið fram að nánast ekkert hafi staðist við byggingu Landeyjahafnar, að hún þjóni illa hlutverki sínu og að hún sé dæmi um framkvæmd þar sem menn sáust ekki fyrir.

Hver ætlar að axla ábyrgð á spítala við Hringbraut?

Sigurður Oddsson skrifar

Fyrir fimm árum skrifaði ég í Mbl. að bygging háskólasjúkrahúss (HS) í Fossvogi væri langtum ódýrari, árlegur rekstrarkostnaður mikið lægri og aðkoma betri en við Hringbraut.

Fagmennska ferðaþjónustunnar

Bryndís Kristjánsdóttir skrifar

Því betri innri uppbygging ferðaþjónustunnar á Íslandi því meiri gæði. Í sumar hafa væntanlega komið fleiri ferðamenn til landsins en nokkru sinni fyrr og að sama skapi hefur umræðan um hvers konar þætti ferðaþjónustunnar sjaldan verið meiri.

Ógnin í Eldvörpum

Ellert Grétarsson skrifar

Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum.

Hækkun vsk á bækur – og fer þá allt í vaskinn?

Sigurður Pálsson skrifar

Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á bækur og telja íslenskir bókaútgefendur að að þeim sé vegið. Í umræðunni virðist gleymast að þessi atvinnugrein hefur getu til hagræðingar

Hvers vegna eru Kjöríssystkinin enn í Sjálfstæðisflokknum?

Ómar Helgason skrifar

Umræðan í þætti Kastljóss þann 6. október síðastliðinn er áhugaverð. Þar voru rifjuð upp rúmlega 70 ára gömul samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar (MS) sem var sökuð um að setja Korpúlfsstaði, bú Thors Jensens, á hausinn. Eins og venjulega báru stjórnmálamenn enga ábyrgð,

Af hverju eru ekki allir í sama VSK-umhverfi?

Ólafur H. Jónsson skrifar

Það er sérkennilegt að hlusta á og lesa svör og athugasemdir þeirra aðila sem ekki greiða virðisaukaskatt, t.d. í ferðaþjónustu. Maður brosir nú bara þegar sagt er: „Alltof skammur fyrirvari“, o.s.frv.

Landbúnaður og loftslagsmál

Hörður Harðarson skrifar

Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fram fór á dögunum boðaði Ban-Ki Moon, aðalritari samtakanna, leiðtoga ríkja heimsins til fundar um loftslagsmál. Tilefnið var að finna leiðir til að sporna við loftslagsbreytingum af manna völdum og leggja grunn að nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna

Allt þetta á einum degi?

Haraldur Guðmundsson skrifar

Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður.

Hausnum stungið í gagnasandinn

Frosti Ólafsson skrifar

Á undanförnum vikum hefur Viðskiptaráð Íslands deilt við BSRB um þróun í fjölda opinberra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Þær deilur hófust í kjölfar fundar Viðskiptaráðs um ríkisfjármál þar sem fram kom að opinberum störfum hefði fjölgað hraðar en störfum á almennum vinnumarkaði á undanförnum árum. Sú þróun er varhugaverð af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi eru opinber störf fjármögnuð í gegnum skattkerfið og því mikilvægt að fjöldi þeirra haldist í hendur við þróun starfa í einkageiranum.

Hver er sérstaða þín á markaði?

Rúna Magnúsdóttir skrifar

Við lifum í heimi sem breytist hratt dag frá degi. Fyrir ekkert svo óskaplega mörgum árum var góð menntun, með góðri gráðu og nokkrum vel völdum bókstöfum fyrir aftan nafnið þitt það sem gaf þér farmiða á fyrsta klassa inn í hinn fullkomna starfsvettvang. Ef þú hafðir ofan á prófgráðuna skrifleg meðmæli frá fyrrverandi vinnuveitendum þá var lífið draumur. En nú er öldin önnur.

Brotnar undirstöður

Margrét Unnarsdóttir skrifar

52% nemenda upplifa klíníska kennara sína ekki hafa nægan tíma til að sinna kennslu. Einungis 15% nemenda eru sammála því að aðstaða nemenda á Landspítalanum sé við hæfi.

Verða framhaldsskólar í landsbyggðunum?

Árni Páll Árnason skrifar

Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%.

Snjallsímaleysið

Viktoría Hermannsdóttir skrifar

Fíni iPhone-snjallsíminn minn bilaði um helgina. Sem er kannski ekki í frásögur færandi þar sem ég fer örugglega að eiga Íslandsmet í bilanatíðni þessara síma (ekki mér að kenna – pottþétt galli í hönnuninni).

Ódýr matur fyrir leikskólabörn

Fanný Heimisdóttir skrifar

Ég hef áður vakið athygli á því að við svíkjum leikskólabörn með rýrum kosti. Maturinn þeirra í leikskólanum, þrjár máltíðir ásamt ávöxtum og lýsi, kostar daglega minna en einn kaffibolli á kaffihúsi.

Umtalsverður ávinningur fyrirtækja og heimila

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni.

Yppa bara öxlum

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Fréttablaðið hefur sagt fréttir af launaskrifstofu ríkisins þar sem ekkert er vitað um fjarvistir starfsfólks, þessa stærsta launagreiðenda í landinu, og ekkert er vitað um hvort og þá hversu margt starfsfólk þarf til starfa á komandi tímum.

Aukið framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins

Þórunn Egilsdóttir skrifar

Allt frá stofnun Atlantshafsbandalagsins árið 1949 hefur Ísland verið aðildarríki. Aðildin ásamt varnarsamningnum við Bandaríkin hefur því verið hornsteinn íslenskra öryggis- og varnarmála í 65 ár.

Rétturinn til að auðkenna sig

Toshiki Toma skrifar

Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala.

Alþjóðlegi staðladagurinn 14.október

Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar

Stöðlunarstarf byggist á framlagi sérfræðinga til samvinnuverkefna sem miða að því að finna góðar lausnir á vandamálum sem margir þurfa að glíma við

Palli einn í heiminum

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað.

Höfum við efni á að færa áfengi í matvöruverslanir?

Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Í greinargerð með frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum fylgir rökstuðningur þar sem tæpt er á rökum, helst um einstaklingsfrelsi. Það gleymist oft að einstaklingsfrelsi eru oft settar skorður til að vernda hagi heildarinnar.

Nú legg ég á, og mæli ég um

Sara McMahon skrifar

Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni).

Beiðni til ríkisstjórnarinnar

Auður Guðjónsdóttir skrifar

Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði.

Borgin, heimkynni okkar

Hjálmar Sveinsson skrifar

Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi!

Slappaðu af, þetta er bara bíó!

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Kvikmyndin Gone girl, byggð á skáldsögu Gillian Flynn sem í íslenskri þýðingu nefnist Hún er horfin, hefur vakið hörð viðbrögð rétthugsandi fólks sem þykir aðalpersónan byggð á gömlum klisjum um klæki kvenna.

Reykjavík varanleg staðsetning Landsmóts hestamanna

Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir skrifar

Nú líður senn að því að ákvörðun verði tekin um hvar halda skuli næstu tvö Landsmót hestamanna árin 2016 og 2018. Niðurstaðan er í raun einföld. Víðidalurinn í Reykjavík hefur yfirburði til að halda Landsmót.

Byrjar sykursýki í heilanum?

Teitur Guðmundsson skrifar

Lífsstílssjúkdómar eru það sem vestræn samfélög hafa hvað mestar áhyggjur af með tilliti til framtíðarinnar og er ljóst að þar eru mörg verkefni framundan. Einn þeirra sjúkdóma sem hafa verið að vaxa hratt á undanförnum áratugum er sykursýki, þá er sérstaklega verið að horfa til svokallaðrar áunninnar tegundar.

Göngin góðu til Bolungarvíkur

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar

Fyrir nokkrum árum voru vígð göng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Brýn þörf var fyrir göngin. Slys voru tíð í Óshlíð og samgöngur voru erfiðar og tvísýnar. Öll framkvæmdin var til sóma. Allar áætlanir stóðust. Kostnaðurinn var sá sem að var stefnt og sama er að segja um verkið sjálft. Glæsilegt mannvirki sem ekki einum einasta manni dettur í hug að gagnrýna. Allt til mestu fyrirmyndar.

Sjá næstu 50 greinar