Heill og sæll Gerður Sjöfn Ólafsdóttir skrifar 17. október 2014 14:23 Heill og sæll, hr. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Í ljósi þess að sjóður til félagslegrar túlkunar fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda er uppurinn sé ég mig knúna til þess að senda þér þetta bréf. Ég starfa sem táknmálstúlkur og hefur það verið mitt aðalstarf frá 1997. Margt gott hefur áunnist á þessum 17 árum og er það vel. En mig setur hljóða þegar enn og aftur fást þau svör að ekki verði aukið við fjármagn í þennan sjóð sem gefur heyrnarlausum (döff) kost á að vera fullgildir þátttakendur í því samfélagi sem við búum í. Í raun er gerð ákveðin krafa af hálfu samfélagsins um þátttöku allra, en möguleikinn til þess nú er frá þessum hópi tekinn. Í fréttum RÚV í gær kom fram að þér þætti eðlilegast að forgangsraðað yrði úr sjóðnum og því spyr ég þig, hvernig á að forgangsraða ? Fjármagnið sem til ráðstöfunnar er, eru 18.000.000 og í sjóðinn sækja u.þ.b. 200 einstaklingar sem gerir þá 9 tíma á ári á mann. Hvert og eitt okkar er í mörgum hlutverkum á hverjum degi: foreldri, maki, systir/bróðir, vinur, vinnufélagi og fleira. Öllum þessum hlutverkum fylgja ákveðnar skyldur sem við hugsum dags daglega ekki mikið um hvernig við framfylgjum, en sá sem þarf á þjónustu táknmálstúlks að halda neyðist til að gera það. Nú spyr ég þig Illugi, hvernig myndir þú forgangsraða þessum 9 tímum sem til umráða eru milli þeirra hlutverka sem þú gegnir? Ég veit að ég gæti það ekki . Krafan um að það verði fundin endanleg lausn á þessu máli er ekki krafa um lúxus, hún er krafa um að fá að sinna skyldum sínum rétt eins og hvert og eitt okkar gerir, hún er krafa um að fá að vera fullgildir einstaklingar með öllum þeim réttindum og skyldum sem það hefur í för með sér. Er það til of mikils mælst? Eitt er það sem oft gleymist í umræðunni, en það er að þjónusta táknmálstúlka er ekki eingöngu fyrir táknmálstalandi (döff) einstaklinga , heldur einnig fyrir þá sem ekki tala táknmál. Með því að skerða túlkaþjónustu í daglegu lífi er því ekki aðeins verið að draga úr lífsgæðum döff fólks, heldur líka þeirra heyrandi einstaklinga sem hefðu getað átt í samskiptum við þau Með vinsemd og virðingu Gerður Sjöfn Ólafsdóttir Táknmálstúlkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Heill og sæll, hr. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Í ljósi þess að sjóður til félagslegrar túlkunar fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda er uppurinn sé ég mig knúna til þess að senda þér þetta bréf. Ég starfa sem táknmálstúlkur og hefur það verið mitt aðalstarf frá 1997. Margt gott hefur áunnist á þessum 17 árum og er það vel. En mig setur hljóða þegar enn og aftur fást þau svör að ekki verði aukið við fjármagn í þennan sjóð sem gefur heyrnarlausum (döff) kost á að vera fullgildir þátttakendur í því samfélagi sem við búum í. Í raun er gerð ákveðin krafa af hálfu samfélagsins um þátttöku allra, en möguleikinn til þess nú er frá þessum hópi tekinn. Í fréttum RÚV í gær kom fram að þér þætti eðlilegast að forgangsraðað yrði úr sjóðnum og því spyr ég þig, hvernig á að forgangsraða ? Fjármagnið sem til ráðstöfunnar er, eru 18.000.000 og í sjóðinn sækja u.þ.b. 200 einstaklingar sem gerir þá 9 tíma á ári á mann. Hvert og eitt okkar er í mörgum hlutverkum á hverjum degi: foreldri, maki, systir/bróðir, vinur, vinnufélagi og fleira. Öllum þessum hlutverkum fylgja ákveðnar skyldur sem við hugsum dags daglega ekki mikið um hvernig við framfylgjum, en sá sem þarf á þjónustu táknmálstúlks að halda neyðist til að gera það. Nú spyr ég þig Illugi, hvernig myndir þú forgangsraða þessum 9 tímum sem til umráða eru milli þeirra hlutverka sem þú gegnir? Ég veit að ég gæti það ekki . Krafan um að það verði fundin endanleg lausn á þessu máli er ekki krafa um lúxus, hún er krafa um að fá að sinna skyldum sínum rétt eins og hvert og eitt okkar gerir, hún er krafa um að fá að vera fullgildir einstaklingar með öllum þeim réttindum og skyldum sem það hefur í för með sér. Er það til of mikils mælst? Eitt er það sem oft gleymist í umræðunni, en það er að þjónusta táknmálstúlka er ekki eingöngu fyrir táknmálstalandi (döff) einstaklinga , heldur einnig fyrir þá sem ekki tala táknmál. Með því að skerða túlkaþjónustu í daglegu lífi er því ekki aðeins verið að draga úr lífsgæðum döff fólks, heldur líka þeirra heyrandi einstaklinga sem hefðu getað átt í samskiptum við þau Með vinsemd og virðingu Gerður Sjöfn Ólafsdóttir Táknmálstúlkur
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar