Heill og sæll Gerður Sjöfn Ólafsdóttir skrifar 17. október 2014 14:23 Heill og sæll, hr. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Í ljósi þess að sjóður til félagslegrar túlkunar fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda er uppurinn sé ég mig knúna til þess að senda þér þetta bréf. Ég starfa sem táknmálstúlkur og hefur það verið mitt aðalstarf frá 1997. Margt gott hefur áunnist á þessum 17 árum og er það vel. En mig setur hljóða þegar enn og aftur fást þau svör að ekki verði aukið við fjármagn í þennan sjóð sem gefur heyrnarlausum (döff) kost á að vera fullgildir þátttakendur í því samfélagi sem við búum í. Í raun er gerð ákveðin krafa af hálfu samfélagsins um þátttöku allra, en möguleikinn til þess nú er frá þessum hópi tekinn. Í fréttum RÚV í gær kom fram að þér þætti eðlilegast að forgangsraðað yrði úr sjóðnum og því spyr ég þig, hvernig á að forgangsraða ? Fjármagnið sem til ráðstöfunnar er, eru 18.000.000 og í sjóðinn sækja u.þ.b. 200 einstaklingar sem gerir þá 9 tíma á ári á mann. Hvert og eitt okkar er í mörgum hlutverkum á hverjum degi: foreldri, maki, systir/bróðir, vinur, vinnufélagi og fleira. Öllum þessum hlutverkum fylgja ákveðnar skyldur sem við hugsum dags daglega ekki mikið um hvernig við framfylgjum, en sá sem þarf á þjónustu táknmálstúlks að halda neyðist til að gera það. Nú spyr ég þig Illugi, hvernig myndir þú forgangsraða þessum 9 tímum sem til umráða eru milli þeirra hlutverka sem þú gegnir? Ég veit að ég gæti það ekki . Krafan um að það verði fundin endanleg lausn á þessu máli er ekki krafa um lúxus, hún er krafa um að fá að sinna skyldum sínum rétt eins og hvert og eitt okkar gerir, hún er krafa um að fá að vera fullgildir einstaklingar með öllum þeim réttindum og skyldum sem það hefur í för með sér. Er það til of mikils mælst? Eitt er það sem oft gleymist í umræðunni, en það er að þjónusta táknmálstúlka er ekki eingöngu fyrir táknmálstalandi (döff) einstaklinga , heldur einnig fyrir þá sem ekki tala táknmál. Með því að skerða túlkaþjónustu í daglegu lífi er því ekki aðeins verið að draga úr lífsgæðum döff fólks, heldur líka þeirra heyrandi einstaklinga sem hefðu getað átt í samskiptum við þau Með vinsemd og virðingu Gerður Sjöfn Ólafsdóttir Táknmálstúlkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Heill og sæll, hr. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Í ljósi þess að sjóður til félagslegrar túlkunar fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda er uppurinn sé ég mig knúna til þess að senda þér þetta bréf. Ég starfa sem táknmálstúlkur og hefur það verið mitt aðalstarf frá 1997. Margt gott hefur áunnist á þessum 17 árum og er það vel. En mig setur hljóða þegar enn og aftur fást þau svör að ekki verði aukið við fjármagn í þennan sjóð sem gefur heyrnarlausum (döff) kost á að vera fullgildir þátttakendur í því samfélagi sem við búum í. Í raun er gerð ákveðin krafa af hálfu samfélagsins um þátttöku allra, en möguleikinn til þess nú er frá þessum hópi tekinn. Í fréttum RÚV í gær kom fram að þér þætti eðlilegast að forgangsraðað yrði úr sjóðnum og því spyr ég þig, hvernig á að forgangsraða ? Fjármagnið sem til ráðstöfunnar er, eru 18.000.000 og í sjóðinn sækja u.þ.b. 200 einstaklingar sem gerir þá 9 tíma á ári á mann. Hvert og eitt okkar er í mörgum hlutverkum á hverjum degi: foreldri, maki, systir/bróðir, vinur, vinnufélagi og fleira. Öllum þessum hlutverkum fylgja ákveðnar skyldur sem við hugsum dags daglega ekki mikið um hvernig við framfylgjum, en sá sem þarf á þjónustu táknmálstúlks að halda neyðist til að gera það. Nú spyr ég þig Illugi, hvernig myndir þú forgangsraða þessum 9 tímum sem til umráða eru milli þeirra hlutverka sem þú gegnir? Ég veit að ég gæti það ekki . Krafan um að það verði fundin endanleg lausn á þessu máli er ekki krafa um lúxus, hún er krafa um að fá að sinna skyldum sínum rétt eins og hvert og eitt okkar gerir, hún er krafa um að fá að vera fullgildir einstaklingar með öllum þeim réttindum og skyldum sem það hefur í för með sér. Er það til of mikils mælst? Eitt er það sem oft gleymist í umræðunni, en það er að þjónusta táknmálstúlka er ekki eingöngu fyrir táknmálstalandi (döff) einstaklinga , heldur einnig fyrir þá sem ekki tala táknmál. Með því að skerða túlkaþjónustu í daglegu lífi er því ekki aðeins verið að draga úr lífsgæðum döff fólks, heldur líka þeirra heyrandi einstaklinga sem hefðu getað átt í samskiptum við þau Með vinsemd og virðingu Gerður Sjöfn Ólafsdóttir Táknmálstúlkur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar