
Drulluhræddur
Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið.
Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít.
Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni.
Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil:
Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu.
Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega).
Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn.
Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla.
Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli.
Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta.
Að læknar geti snúið heim eftir nám.
Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna.
.....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni).
Skoðun

Nám fyrir öll!
Drífa Lýðsdóttir,Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Er búsetufrelsisfólk annars flokks?
Guðrún Njálsdóttir skrifar

Tillaga um beina kosningu borgarstjóra
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Maður verður reiður
Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar

Spillingin í hvalveiðum Íslendinga
Valgerður Árnadóttir skrifar

Hafa þau grænan grun?
Hildur Björnsdóttir skrifar

Ný byggð og flugvöllurinn
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Bíræfnir bensíntittir
Þorsteinn Sæmundsson skrifar

„Haldið þið að Ísland sé öruggt ríki?“
Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir skrifar

Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba
Sigurjón Þórðarson skrifar

Úbbs! Já, hvar er hún aftur?
Hjörtur Hjartarson skrifar

Skaðaminnkun bjargar lífum
Halldóra Mogensen skrifar

Þunglyndi eða geðhvörf?
Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar

Hulunni svipt af Rússlandi
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Sorpa og Kópavogur – klúður og ábyrgðarleysi
Tryggvi Felixson skrifar

Við búum í góðu samfélagi
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Síðasti bóndinn í dalnum?
Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustunnar
Renata S. Blöndal skrifar

Ég er óábyrgur!
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Afkomuviðvörun!!!!
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hafa BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn öll rangt fyrir sér?
Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Aðgerðir sem bitna á láglaunafólki
Lenya Rún Taha Karim skrifar

Kaleo: Ekki spila í Ísrael
Hópur stuðningsfólks frjálsrar Palestínu og aðgerðasinna BDS á Íslandi skrifar

Hæg rafvæðing hækkar olíuverð
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Bætum líf kvenna og stúlkna í Síerra Leóne
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,Stella Samúelsdóttir skrifar

Betri stjórnendur með betri samskiptum
Guðni Hannes Estherarson skrifar

Tannlækningar í Budapest — varúð!
Einar Steingrímsson skrifar

Þarf ég að ganga heim?
Máni Þór Magnason skrifar

Verjum grænu svæðin fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar