Enginn veit hvað átt hefur… Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 18. október 2014 07:00 Eitt af því fáa sem stór hluti stjórnmálamanna hér á landi hefur getað sameinast um á síðustu árum er að skerða framhaldsskólanám um eitt ár. Sama er uppi á teningnum innan „atvinnulífsins“. Þeir sem eru á þessari skoðun eru ekki eyland, svipaðar hugmyndir hafa komið upp erlendis og í Þýskalandi var fyrir nokkrum árum gripið til aðgerða af svipuðu tagi. Þar var nám til stúdentsprófs víða stytt um eitt ár, niðurstaðan er hið svonefnda Turbo-Abi. Hér er þó rétt að slá þann varnagla að skipulagning náms í Þýskalandi er með talsvert öðrum hætti en hér á landi þannig að styttingin var í raun umtalsvert minni en sú sem stefnt er að hér og síðast en ekki síst þá tóku sum sambandsríkin þetta fyrirkomulag ekki upp og önnur buðu upp á valfrelsi þótt mikil stemning væri yfirleitt fyrir breytingunni. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn í Þýskalandi og er mörgum hætt að lítast á blikuna. Því er haldið fram að túrbóprófið búi nemendur ekki nægilega vel undir háskólanám og yfirferðin sé allt of hröð. Gagnrýni af þessu tagi hefur komið bæði frá háskólamönnum og almenningi og skoðanakönnun í fjórum fylkjum í Norður-Þýskalandi sýnir að um 80% kjósenda vilja hverfa aftur til gamla stúdentsprófsins. Og stjórnmálamenn leggja við hlustir. Í a.m.k. tveimur fylkjum Þýskalands, Bæjaralandi og Hessen, eru þeir í fúlustu alvöru farnir að ræða um að lengja námið aftur um eitt ár. Annars staðar, svo sem í Hamborg, hefur verið reynt að knýja á um breytingar með undirskriftum en það hefur ekki tekist enn og í Slésvík-Holstein er slík undirskriftasöfnun í gangi þegar þessi orð eru skrifuð.Lausnin er sveigjanleiki Helstu rök þeirra sem ekki vilja breyta eru þau að verra sé að umsteypa skólakerfinu á nokkurra ára fresti en að vera með gallað kerfi, nokkuð sem íslenskir stjórnmálamenn mættu leiða hugann að. Lausnin sem ýmsir þykjast sjá er að bjóða upp á sveigjanleika, nemendur geti hvort heldur þeir vilja tekið túrbóprófið eða hefðbundið nám. Með því að skera niður nám til stúdentsprófs um eitt ár telur menntamálaráðherra sig vera að laga íslenska menntakerfið að því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef það er í raun markmiðið er þá ekki skynsamlegt að kanna hvað sé raunverulega á seyði í menntamálum þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við og læra af því sem þau eru að gera, bæði því sem vel er gert og ekki síður af mistökunum. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á eftirfarandi slóðir http://g9jetzt.de>g9jetzt.de. http://www.spiegel.de/schulspiegel/wissen/g9-initiative-in-hamburg-scheitert-abitur-am-gymnasium-weiter-nach-acht-jahren-a-996218.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af því fáa sem stór hluti stjórnmálamanna hér á landi hefur getað sameinast um á síðustu árum er að skerða framhaldsskólanám um eitt ár. Sama er uppi á teningnum innan „atvinnulífsins“. Þeir sem eru á þessari skoðun eru ekki eyland, svipaðar hugmyndir hafa komið upp erlendis og í Þýskalandi var fyrir nokkrum árum gripið til aðgerða af svipuðu tagi. Þar var nám til stúdentsprófs víða stytt um eitt ár, niðurstaðan er hið svonefnda Turbo-Abi. Hér er þó rétt að slá þann varnagla að skipulagning náms í Þýskalandi er með talsvert öðrum hætti en hér á landi þannig að styttingin var í raun umtalsvert minni en sú sem stefnt er að hér og síðast en ekki síst þá tóku sum sambandsríkin þetta fyrirkomulag ekki upp og önnur buðu upp á valfrelsi þótt mikil stemning væri yfirleitt fyrir breytingunni. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn í Þýskalandi og er mörgum hætt að lítast á blikuna. Því er haldið fram að túrbóprófið búi nemendur ekki nægilega vel undir háskólanám og yfirferðin sé allt of hröð. Gagnrýni af þessu tagi hefur komið bæði frá háskólamönnum og almenningi og skoðanakönnun í fjórum fylkjum í Norður-Þýskalandi sýnir að um 80% kjósenda vilja hverfa aftur til gamla stúdentsprófsins. Og stjórnmálamenn leggja við hlustir. Í a.m.k. tveimur fylkjum Þýskalands, Bæjaralandi og Hessen, eru þeir í fúlustu alvöru farnir að ræða um að lengja námið aftur um eitt ár. Annars staðar, svo sem í Hamborg, hefur verið reynt að knýja á um breytingar með undirskriftum en það hefur ekki tekist enn og í Slésvík-Holstein er slík undirskriftasöfnun í gangi þegar þessi orð eru skrifuð.Lausnin er sveigjanleiki Helstu rök þeirra sem ekki vilja breyta eru þau að verra sé að umsteypa skólakerfinu á nokkurra ára fresti en að vera með gallað kerfi, nokkuð sem íslenskir stjórnmálamenn mættu leiða hugann að. Lausnin sem ýmsir þykjast sjá er að bjóða upp á sveigjanleika, nemendur geti hvort heldur þeir vilja tekið túrbóprófið eða hefðbundið nám. Með því að skera niður nám til stúdentsprófs um eitt ár telur menntamálaráðherra sig vera að laga íslenska menntakerfið að því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef það er í raun markmiðið er þá ekki skynsamlegt að kanna hvað sé raunverulega á seyði í menntamálum þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við og læra af því sem þau eru að gera, bæði því sem vel er gert og ekki síður af mistökunum. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á eftirfarandi slóðir http://g9jetzt.de>g9jetzt.de. http://www.spiegel.de/schulspiegel/wissen/g9-initiative-in-hamburg-scheitert-abitur-am-gymnasium-weiter-nach-acht-jahren-a-996218.html
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun