791 Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 22. október 2014 15:26 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun