Aðgengismál í fyrirrúmi hjá RÚV Margrét Magnúsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar