Fleiri fréttir

Eru tveir þriðju mikið eða lítið?

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Tveir af hverjum þremur svarendum í skoðanakönnun fréttastofu 365 miðla segist þeirrar skoðunar að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embætti. En er það mikið, eða er það lítið? Svarið er eflaust breytilegt. Flestum mun eflaust þykja það mikið, jafnvel tveimur af hverjum þremur. Öðrum kann að finnast það lítið, að stuðningur þriðjungs svarenda sé ekki svo lítið miðað við allt og allt.

Vitlausu túristarnir

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Hjón á ferðalagi skelltu börnum sínum í bílaleigubíl og brunuðu allslaus upp á jökul. Eðlilega. Þeim var til happs að vera stoppuð af áður en illa færi eins og við þekkjum þegar túristarnir lenda í ógöngum á hálendinu eða fara í fjallgöngur í gallabuxunum.

Innrásin í Úkraínu

Pawel Bartoszek skrifar

Úkraínsk stjórnvöld birtu í vikunni myndbandsklippur af, að því er virtist, rússneskum hermönnum sem teknir höfðu verið til fanga innan Úkraínu. Myndbirtingunni var eflaust ætlað að renna enn frekari stoðum undir það sem flestir fjölmiðlar hafa þegar staðfest, að rússneski herinn tekur virkan þátt í átökunum í austurhluta landsins.

Er hægt að svíkja sannfæringuna?

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Það fólk sem velur sér það starf að skrifa fréttir eða annað fjölmiðlaefni er venjulegt fólk. Stundum er í þeim hópi fólk sem er fast á sinni meiningu, fljótt að hugsa og áræðið. Það eru kostir í fréttamennsku. Besta fólkið er fólk sem hefur sóma og þykir vænt um vinnuna, eigið orðspor og eigin æru.

Hvar er Útvegsspilið?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Ég og minn heittelskaði ástmaður höfum leitað að Útvegsspilinu logandi ljósi út um allt síðustu vikur og mánuði.

Af verðbólgu og verðbólguvæntingum

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð.

Hundalíf á Íslandi

Jórunn Sörensen skrifar

Ég á erindi til Akureyrar í haust og þarf að gista þar í nokkrar nætur. Ég hringdi í ferðaskrifstofu og bað um upplýsingar um gistingu þar sem ég gæti haft hundinn minn með mér. Fyrst var andartaks þögn svo kom: „Hund?!“

Hjólað í vasa skattgreiðenda

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. ágúst sl. að skipaður yrði starfshópur sem á að skoða möguleikann á því að koma á laggirnar hjólaleigukerfi í Reykjavík, eftir atvikum á höfuðborgarsvæðinu, eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu borgarstjórnar.

Örugg neytendavara á markaði

Birna Hreiðarsdóttir skrifar

Daglega notum við eða komumst í snertingu við alls kyns neytendavöru sem við göngum út frá að sé eins örugg og mögulegt er að ætlast til á sanngjarnan hátt. Í lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu segir að einungis megi setja örugga vöru á markað.

Bandaríski bjáninn

Birta Björnsdóttir skrifar

Íslenski fáninn, bandaríski bjáninn, er sönglandi frasi sem oftar en ekki var gripið til þegar ég var á leikskólaaldri, og þá ekki síst á tyllidögum þegar þjóðfáni landsins var hafður uppi.

Þriðjungur þjóðarinnar í strætó

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum Strætó bs. en á nýafstaðinni menningarnótt. Um 100 þúsund gestir komu í strætó einhvern tíma yfir daginn, en akstur stóð til eitt eftir miðnætti.

Orð kvöldsins

Jóhanna M. Thorlacius skrifar

Við erum ekki kirkjurækin og ekki alin upp við að fara í guðshús nema á stórum stundum. Einmitt þess vegna verður þess gullmola, sem Rás 1 hefur flutt á kvöldin í áratugi, sárt saknað á mínu heimili.

Bjarni bregst

Árni Páll Árnason skrifar

Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans.

Við erum tossar

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir.

Mikilvægi ráðgjafar í eineltismálum

Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar

Sá eða sú sem upplifir einelti á vinnustað er ekki ein/n þó svo að hann/hún kannski haldi það. Rannsóknir sýna okkur að einelti á vinnustöðum er staðreynd. Sá sem upplifir einelti er þolandi ofbeldis (þá ofbeldis sem oft er vel falið), en áhrif ofbeldis á einstaklinga eru vel þekkt.

Viðskiptavinir vilja umhverfisvænni valkosti

María Lovísa Árnadóttir skrifar

Að undanförnu hef ég verið virkari neytandi en vanalega enda staðið í framkvæmdum heima fyrir og þess á milli nýtt sumarið til þess að ferðast um fallega landið okkar. Hækkandi sól fylgdi líka sterkari hugur til þess að breyta betur í mataræði og lífsstíl og með því metnaður til að velja náttúruvænni vörur. Hef ég því verið að velja ýmislegt nýtt og áhugavert og keypt allt frá málningu yfir í ferskar matvörur beint frá bónda. Hafa þessir sumarmánuðir aukið vellíðan en þó umfram allt aukið vitund mína um það hversu mikið fellur til af rusli af umbúðum vara og hversu snúið það getur verið að velja umhverfisvæna kosti hér á græna landinu okkar.

Fjárlög 2015 – er breytinga að vænta?

Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Staðan á ríkissjóði er viðkvæm og er einstaklega mikilvægt nú að fjárlögin sem lögð verða fram í haust sýni meira aðhald heldur en lagt hefur verið upp með í fyrri áætlunum.

Bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis

Olga Hrönn Olgeirsdóttir skrifar

Sumarfríið er á enda og skólar landsins iðandi af kröftugum nemendum. Eitt af fyrstu verkefnum haustsins er að koma reglulegum lestri á koppinn og mikilvægt að allir fái lesefni sem hæfir lestrargetu og áhuga hvers og eins.

Allt kostar þetta peninga

Guðríður Arnardóttir skrifar

Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir.

Að rústa háskólastofnun

Ólafur Arnalds skrifar

Það er komin upp einkennileg staða í málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starfseminni með öllu. Þetta er sér í lagi annarlegt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands

Haustboðar ljúfir

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Það er komið haust. Ég get sagt það fullum fetum án þess að blikna. Ástæðan fyrir því að ég veit það fyrir víst er að ég er búin að sjá að minnsta kosti tuttugu myndir af litlum börnum með gríðarstórar skólatöskur á bakinu á Facebook.

Að þekkja eigin vitjunartíma

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er vond. Hún fór of geyst meðan hún, ráðuneyti hennar og hennar nánasta samstarfsfólk sætti opinberri rannsókn. Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert. Eftir á að hyggja hefði Hanna Birna betur sagt af sér sem ráðherra og hið minnsta frá málinu sjálfu.

Veldur hver á heldur

Ólafur Þ Stephensen skrifar

Ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er oft til umræðu. Hugtakið hefur margvíslega merkingu; það getur þýtt að fjölmiðlar séu frjálsir og óháðir stjórnvöldum eða að þeir séu ekki málpípa eins pólitísks flokks eða hagsmunaafla. Umræðan hér á landi síðustu ár hefur þó fyrst og fremst snúizt um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart peningalegu valdi þeirra sem fjármagna sjálfa starfsemi fjölmiðlanna; auglýsendum og eigendum.

Endurmenntun fyrir foreldra

Álfrún Pálsdóttir skrifar

"Óöryggið skein líklegast í gegn því kennarinn tjáði okkur að það væru ekki síst tímamót fyrir foreldra að byrja með barn í skóla í fyrsta sinn. Meyra móðirin kinkaði kolli og áttaði sig á að nú tæki alvaran við.“

Hugrekkið og bænamálið

Árni Svanur Daníelsson skrifar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar bakþanka um skráningu í trúfélög, morgun- og kvöldbænir á Rás 1 í Fréttablaðið í gær. Umræðan um trú og samfélag er mikilvæg og ég vil bregðast við nokkrum atriðum í pistlinum.

Skóli og (of)þjálfun

Teitur Guðmundsson skrifar

Sem foreldri vill maður börnum sínum allt hið besta, vonar að þeim gangi vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur og að þau dafni og þroskist eðlilega. Í þessu samhengi er eðlilegt að fylgjast vel með því sem þau eru að gera

Ferðaþjónustan getur greitt sitt

Mikael Torfason skrifar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. "Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís.

Blótmæli

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Fari það í heitasta djöfulsins helvíti,“ muldraði ég með sjálfum mér í bakherbergi kirkju einnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir stuttu. Það hljómar virkilega barnalega en ég fæ eitthvert óútskýranlegt kikk út úr því að bölva og ragna í kirkjum. Ég sýni kirkjugestum reyndar alltaf þá virðingu að láta ekki til mín heyra og hef ég haldið þessum skrýtna sið fyrir sjálfan mig þar til nú.

Mamma och pappa kann flytta men jag blir kvar

Eyjólfur Þorkelsson skrifar

Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð.

Tíðindalaust á norðurgosstöðvunum

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Gaus? Eða gýs? Hvenær, hvernig? Á eftir? Verður þetta svona næstu tíu ár? Í hverjum fréttatíma segja ábúðarmiklir fréttamenn í gulum vestum og íbyggnir vísindamenn okkur að þá og þegar geti allt gerst – eða ekkert … Það verður hvað sem öðru líður að teljast fremur óvenjulegt í sögu náttúruhamfara á Íslandi, að menn skuli greina á um það hvort þær hafi yfirleitt átt sér stað. Það eina sem við vitum er að Jörðin er máttug. Það eina sem við vitum er að náttúran er síkvik.

Andstaða á röngum forsendum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum.

Hversu sterk þurfa rökin að vera?

Andrés Magnússon skrifar

Eins og ítrekað hefur komið fram að undanförnu, þá annar innlend framleiðsla á nautakjöti ekki þeirri eftirspurn sem nú er eftir þeirri vöru hér á landi.

Helgi með smá kvenfyrirlitningu

Sveinn Arnarsson skrifar

Menningarnótt er eitt af þeim fyrirbærum sem fær mig, manninn sem býr "úti á landi“ til að elska Reykjavík.

Nýting ferðamannaauðlindar

Björg Árnadóttir skrifar

Oft er talað um túrista sem gráan massa, eins og hvern annan fiskistofn, eins og tölur í Hagtíðindum. Eftir tvö sumur við störf í Mývatnsstofu veit ég hvað ferðamenn á Íslandi eru ótrúlega fjölbreyttur hópur.

Sjá næstu 50 greinar