Orð kvöldsins Jóhanna M. Thorlacius skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Við erum ekki kirkjurækin og ekki alin upp við að fara í guðshús nema á stórum stundum. Einmitt þess vegna verður þess gullmola, sem Rás 1 hefur flutt á kvöldin í áratugi, sárt saknað á mínu heimili. Ég hef hlustað á Orð kvöldsins í mörg ár og finnst það ómetanlegt. Þegar synir mínir voru ungir og með læti á háttatíma eða suðuðu um athygli, útskýrði ég fyrir þeim að þetta væri „eyrnanammið mitt“. Á unglingsárum sögðu þeir með andvarpi: „Mamma, þú hefur aldrei dottið inn í neinn þátt nema Orð kvöldsins!“ Alltaf virða þeir hlustun mína, líka maðurinn minn, og hlusti ég í eldhúsinu ganga þeir varlega um til að fá sér kvöldsnarl. Jafnvel hef ég stokkið upp frá gestum og kallað glaðlega, „Orð kvöldsins“, til að kveikja á útvarpinu kl. 22:12, og látið það ganga á meðan gestaskvaldrið heldur áfram á lægri nótunum. Gestir sem þekkja okkur minna, t.d. nágrannar, eru hissa; en allir hrífast með. „Þetta er af því ég nenni aldrei að lesa Biblíuna,“ segi ég, „meira að segja ekki Nýja testamentið, ég bara steinsofna. En þarna fáum við perlur þræddar upp á band, alveg fyrirhafnarlaust, og þetta er æðislegt veganesti, þetta er nefnilega svo praktískt. Eða er ekki lífið flókið? Við hefðum aldrei komist í gegnum daglegt líf, hvað þá hjónaband og uppeldi, án leiðsagnar. Þetta er svona abstrakt styrkur, maður skilur það ekki en það virkar.“Aðrir gullmolar Ef RÚV er að þessum breytingum til þess að koma til móts við fjölmenningarþjóðfélagið, hvet ég þau til að gera þveröfugt: Halda þessu og fá inn fleiri gullmola, já, gimsteina, frá öðrum menningarhópum; jafnt á íslensku sem og á öðrum tungumálum. Hvernig væri það? Svo finnst mér líka að fylgja ætti vefsíða á ruv.is þar sem hægt yrði að fletta upp molum daganna og lesa beinar tilvitnanir, númer ritningagreina, nöfn tónverka og sálmaskálda og heiti trúarrita. Fyrir nokkrum árum stóð styrr um Orð kvöldsins en þá var kvöldstundunum bjargað. Og nú á tímum aukinnar misskiptingar, aukinnar streitu og flóknara samfélags mættu slíkar stundir vera fleiri.Hvetja til kyrrlátra stunda Hugdetta þessu tengd: Fá landlækni, LSH, lýðheilsustöð, heilsugæslurnar, tryggingastofnun, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, tryggingarfélög, sjúkratryggingar, lögregluna, umferðarstofu, íþróttafélög, þjóðkirkjuna, geðlækna, sálfræðinga, svo og margvíslega trúarhópa og lífssýnarfélög, til þess að hvetja til kyrrlátra stunda. Fá leiklistarnema til að semja og flytja örstutta texta á borð við „Út í kvöld? Nei, verum bara heima.“ „Kringluna eða Smáralind? Hvernig væri að kíkja frekar til ömmu?“ „Æ, ekki bílinn. Röltum bara,“ sem flytja mætti á auglýsingatímum. Slíkir molar væru heilbrigt andóf gegn öllum „kauptu/upplifðu“ áróðrinum. Þessa molasyrpu ættu ofangreindir aðilar að vilja styrkja í nafni lýðheilsu. Ég er þakklát fyrir þann kraft sem bjargaði morgunbænunum og vissulega er Orð dagsins að morgni til góð hugmynd – en hlustunin eykst ekki við þessa tilfærslu í dagskrá. Þess vegna vona ég að stjórnendur Rásar 1 sjái að sér og komi til móts við þá kröfu hlustenda sinna að halda Orði kvöldsins á sínum stað og komi ennfremur til móts við aðra trúarhópa. Að umræðuþáttur á sunnudagskvöldi geti komið í stað daglegrar trúariðkunar er mikill misskilningur.Arfur allra Íslendinga Kristinn menningararfur á Íslandi er dýrmætur, líka fyrir þá sem ekki eru kirkjuræknir og koma ekki í guðshús nema á stórum stundum. Samvinna kirkjunnar og RÚV hefur boðið upp á heimilisguðrækni sem er frábær fyrir þennan stóra hóp. Og þó ég hafi fjölmenningarlegan bakgrunn; hafi sótt Guðspekifélagið á yngri árum og sé áskrifandi að Ganglera, hafi verið í Ananda Marga og lesið margt um hindúasið og gyðingdóm, hafi hrifist af kyrrð búddatrúar og fegurð íslams og allri trúarfágun; þá verður lífsreynslan til þess að ég met kristnina æ meir – og ég er ekki ein um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Við erum ekki kirkjurækin og ekki alin upp við að fara í guðshús nema á stórum stundum. Einmitt þess vegna verður þess gullmola, sem Rás 1 hefur flutt á kvöldin í áratugi, sárt saknað á mínu heimili. Ég hef hlustað á Orð kvöldsins í mörg ár og finnst það ómetanlegt. Þegar synir mínir voru ungir og með læti á háttatíma eða suðuðu um athygli, útskýrði ég fyrir þeim að þetta væri „eyrnanammið mitt“. Á unglingsárum sögðu þeir með andvarpi: „Mamma, þú hefur aldrei dottið inn í neinn þátt nema Orð kvöldsins!“ Alltaf virða þeir hlustun mína, líka maðurinn minn, og hlusti ég í eldhúsinu ganga þeir varlega um til að fá sér kvöldsnarl. Jafnvel hef ég stokkið upp frá gestum og kallað glaðlega, „Orð kvöldsins“, til að kveikja á útvarpinu kl. 22:12, og látið það ganga á meðan gestaskvaldrið heldur áfram á lægri nótunum. Gestir sem þekkja okkur minna, t.d. nágrannar, eru hissa; en allir hrífast með. „Þetta er af því ég nenni aldrei að lesa Biblíuna,“ segi ég, „meira að segja ekki Nýja testamentið, ég bara steinsofna. En þarna fáum við perlur þræddar upp á band, alveg fyrirhafnarlaust, og þetta er æðislegt veganesti, þetta er nefnilega svo praktískt. Eða er ekki lífið flókið? Við hefðum aldrei komist í gegnum daglegt líf, hvað þá hjónaband og uppeldi, án leiðsagnar. Þetta er svona abstrakt styrkur, maður skilur það ekki en það virkar.“Aðrir gullmolar Ef RÚV er að þessum breytingum til þess að koma til móts við fjölmenningarþjóðfélagið, hvet ég þau til að gera þveröfugt: Halda þessu og fá inn fleiri gullmola, já, gimsteina, frá öðrum menningarhópum; jafnt á íslensku sem og á öðrum tungumálum. Hvernig væri það? Svo finnst mér líka að fylgja ætti vefsíða á ruv.is þar sem hægt yrði að fletta upp molum daganna og lesa beinar tilvitnanir, númer ritningagreina, nöfn tónverka og sálmaskálda og heiti trúarrita. Fyrir nokkrum árum stóð styrr um Orð kvöldsins en þá var kvöldstundunum bjargað. Og nú á tímum aukinnar misskiptingar, aukinnar streitu og flóknara samfélags mættu slíkar stundir vera fleiri.Hvetja til kyrrlátra stunda Hugdetta þessu tengd: Fá landlækni, LSH, lýðheilsustöð, heilsugæslurnar, tryggingastofnun, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, tryggingarfélög, sjúkratryggingar, lögregluna, umferðarstofu, íþróttafélög, þjóðkirkjuna, geðlækna, sálfræðinga, svo og margvíslega trúarhópa og lífssýnarfélög, til þess að hvetja til kyrrlátra stunda. Fá leiklistarnema til að semja og flytja örstutta texta á borð við „Út í kvöld? Nei, verum bara heima.“ „Kringluna eða Smáralind? Hvernig væri að kíkja frekar til ömmu?“ „Æ, ekki bílinn. Röltum bara,“ sem flytja mætti á auglýsingatímum. Slíkir molar væru heilbrigt andóf gegn öllum „kauptu/upplifðu“ áróðrinum. Þessa molasyrpu ættu ofangreindir aðilar að vilja styrkja í nafni lýðheilsu. Ég er þakklát fyrir þann kraft sem bjargaði morgunbænunum og vissulega er Orð dagsins að morgni til góð hugmynd – en hlustunin eykst ekki við þessa tilfærslu í dagskrá. Þess vegna vona ég að stjórnendur Rásar 1 sjái að sér og komi til móts við þá kröfu hlustenda sinna að halda Orði kvöldsins á sínum stað og komi ennfremur til móts við aðra trúarhópa. Að umræðuþáttur á sunnudagskvöldi geti komið í stað daglegrar trúariðkunar er mikill misskilningur.Arfur allra Íslendinga Kristinn menningararfur á Íslandi er dýrmætur, líka fyrir þá sem ekki eru kirkjuræknir og koma ekki í guðshús nema á stórum stundum. Samvinna kirkjunnar og RÚV hefur boðið upp á heimilisguðrækni sem er frábær fyrir þennan stóra hóp. Og þó ég hafi fjölmenningarlegan bakgrunn; hafi sótt Guðspekifélagið á yngri árum og sé áskrifandi að Ganglera, hafi verið í Ananda Marga og lesið margt um hindúasið og gyðingdóm, hafi hrifist af kyrrð búddatrúar og fegurð íslams og allri trúarfágun; þá verður lífsreynslan til þess að ég met kristnina æ meir – og ég er ekki ein um það.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar