Eins og ítrekað hefur komið fram að undanförnu, þá annar innlend framleiðsla á nautakjöti ekki þeirri eftirspurn sem nú er eftir þeirri vöru hér á landi. Ennfremur liggur það fyrir að innlend framleiðsla mun ekki á komandi árum geta annað hinni auknu eftirspurn sem er eftir nautakjöti. Það hafa nautgipabændur sjálfir viðurkennt.
Þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enga tilburði uppi í þá átt að laga þessa stöðu. Þvert á móti leggjast þau kerfisbundið gegn öllum aðgerðum sem geta komið jafnvægi á nautakjötsmarkaðinn. Áfram eru óskir hagsmunaaðila um að fá að flytja inn nautakjöt, án himinhárra tolla, að engu hafðar. Tollar sem þó undarlegt megi virðast hækka í hlutfalli við hækkandi verð vörunnar á innanlandsmarkaði. Stjórnvöld hafa hingað til lagst gegn innflutningi á nýju kúakyni sem gæti, þegar fram líða stundir, gert innlenda framleiðendur ágætlega í stakk búna til að framleiða meira af nautakjöti en þeir nú geta.
Þessi staða er enn eitt dæmið um þá algeru stöðnun sem ríkir hér á landi í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Þegar innanlandsframleiðsla getur ekki annað eftirspurn, á að heimila innflutning án þess að varan sé ofurtolluð, svo einfalt er það. Með þessum háu tollum eru stjórnvöld enn á ný að misbjóða hagsmunum almennings í landinu. Íslenskir neytendur eiga heimtingu á því að hagsmunir þeirra séu ekki hunsaðir af stjórnvöldum eins og gert er í þessu tilfelli.
Það er því von að spurt sé: Hversu sterk þurfa rökin að vera til þess að hreyfa við stjórnvöldum? Hvar eru málsvarar frjálsra viðskipta? Er það virkilega þannig að meðal alþingismanna er enginn sem vill láta til sín taka í þessu máli? Því verður ekki trúað að óreyndu.

Hversu sterk þurfa rökin að vera?
Skoðun

Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín?
Stefanía Arnardóttir skrifar

Nokkrar „sturlaðar“ staðreyndir um íslenskan vinnumarkað
Þorsteinn Víglundsson skrifar

Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG
Árni Stefán Árnason skrifar

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar
Anton Guðmundsson skrifar

Árangur fyrir heimilislausar konur
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum
Inga Bryndís Árnadóttir skrifar

Kolefnishlutlaus vöruflutningageiri
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði
Davíð Arnar Stefánsson skrifar

„Bíddu, hvað er í gangi?“/ “O co tak naprawdę chodzi?”
Nichole Leigh Mosty,Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Breiðfylking umbótaafla
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

„Það er til nóg af flugvélum í landinu“
Sigmar Guðmundsson skrifar

Sturlaðar staðreyndir um græðgi!
Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Heimgreiðslur, mannekla í leikskólum og viðbrögð skólayfirvalda vegna skólaforðunar
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Sannleikurinn um Vestfirði
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar