Hundalíf á Íslandi Jórunn Sörensen skrifar 29. ágúst 2014 07:00 Ég á erindi til Akureyrar í haust og þarf að gista þar í nokkrar nætur. Ég hringdi í ferðaskrifstofu og bað um upplýsingar um gistingu þar sem ég gæti haft hundinn minn með mér. Fyrst var andartaks þögn svo kom: „Hund?!“ Eins og ég hefði viljað hafa með mér geimveru. Þannig að tónninn sýndi greinilega hversu fráleitt það var að ætla að gista á hóteli á Akureyri með hund. Hund!! En þetta var kurteis kona sem áttaði sig og ætlar að athuga málið og hringja í mig. Nú, nú – síðan hringdi ég í Strætó með sama erindi. Ég þyrfti að fara til Akureyrar, ætlaði með strætó og hvort ekki væri í lagi að taka hundinn með mér. Svarið var þvert nei. Engin dýr. Ég spurði hver réði þessu og svarið var eigendur og stjórn Strætó bs. Það er undrunarefni og mjög sorglegt að þrátt fyrir áratuga baráttu fólks fyrir leyfi til hundahalds í borg og bæjum á Íslandi skuli það enn ekki vera sjálfsagt að fara um borgina og landið í almenningsfarartækjum, setjast inn á kaffihús, eða gista á hóteli og vera með hund. Leyfi til hundahalds fékkst með herkjum. Fyrir þetta leyfi borga hundaeigendur þúsundir króna árlega. Þessi gjaldtaka er bæði óviðunandi og fáránleg því svo eru þessi „löglega skráðu dýr“ til óþurftar í návist almennings.Skert réttindi Sem einn af stofnendum bæði Hundavinafélagsins og Hundaræktarfélags Íslands hef ég sannarlega upplifað allar hliðar á skerðingu á réttindum okkar og hundanna okkar í samfélaginu. Nú áratugum síðar er ég bæði hissa og leið yfir því hve seint gengur að koma hundahaldi hér í eðlilegt horf. Með þessum orðum á ég við að yfirvöld hætti þessum neikvæða tóni í garð hunda og hundaeigenda. Í hvert sinn sem rætt er við yfirvöld um hunda er talað um að margir hundar séu ekki skráðir; að hundar kúki, hræði fólk og svo framvegis. Ein dótturdætra minna býr og starfar í Stokkhólmi. Hún og maðurinn hennar eiga hund, Bjöllu sem er fædd á Íslandi. Ég fæ iðulega sendar myndir af Bjöllu á lestarstöð; í lestinni; í strætó; á kaffihúsi. Bjalla á vegabréf sem gerir henni kleift að ferðast um alla Evrópu með eigendum sínum – nema til Íslands. Þegar fjölskyldan fór í frí til Berlínar skiptu þau hótel hundruðum sem buðu Bjöllu velkomna. Það myndu nú ekki detta af okkur Íslendingum gullhringarnir þótt við færum að umgangast hundaeigendur og heimilishunda þeirra eins og eðlilegan part af samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Ég á erindi til Akureyrar í haust og þarf að gista þar í nokkrar nætur. Ég hringdi í ferðaskrifstofu og bað um upplýsingar um gistingu þar sem ég gæti haft hundinn minn með mér. Fyrst var andartaks þögn svo kom: „Hund?!“ Eins og ég hefði viljað hafa með mér geimveru. Þannig að tónninn sýndi greinilega hversu fráleitt það var að ætla að gista á hóteli á Akureyri með hund. Hund!! En þetta var kurteis kona sem áttaði sig og ætlar að athuga málið og hringja í mig. Nú, nú – síðan hringdi ég í Strætó með sama erindi. Ég þyrfti að fara til Akureyrar, ætlaði með strætó og hvort ekki væri í lagi að taka hundinn með mér. Svarið var þvert nei. Engin dýr. Ég spurði hver réði þessu og svarið var eigendur og stjórn Strætó bs. Það er undrunarefni og mjög sorglegt að þrátt fyrir áratuga baráttu fólks fyrir leyfi til hundahalds í borg og bæjum á Íslandi skuli það enn ekki vera sjálfsagt að fara um borgina og landið í almenningsfarartækjum, setjast inn á kaffihús, eða gista á hóteli og vera með hund. Leyfi til hundahalds fékkst með herkjum. Fyrir þetta leyfi borga hundaeigendur þúsundir króna árlega. Þessi gjaldtaka er bæði óviðunandi og fáránleg því svo eru þessi „löglega skráðu dýr“ til óþurftar í návist almennings.Skert réttindi Sem einn af stofnendum bæði Hundavinafélagsins og Hundaræktarfélags Íslands hef ég sannarlega upplifað allar hliðar á skerðingu á réttindum okkar og hundanna okkar í samfélaginu. Nú áratugum síðar er ég bæði hissa og leið yfir því hve seint gengur að koma hundahaldi hér í eðlilegt horf. Með þessum orðum á ég við að yfirvöld hætti þessum neikvæða tóni í garð hunda og hundaeigenda. Í hvert sinn sem rætt er við yfirvöld um hunda er talað um að margir hundar séu ekki skráðir; að hundar kúki, hræði fólk og svo framvegis. Ein dótturdætra minna býr og starfar í Stokkhólmi. Hún og maðurinn hennar eiga hund, Bjöllu sem er fædd á Íslandi. Ég fæ iðulega sendar myndir af Bjöllu á lestarstöð; í lestinni; í strætó; á kaffihúsi. Bjalla á vegabréf sem gerir henni kleift að ferðast um alla Evrópu með eigendum sínum – nema til Íslands. Þegar fjölskyldan fór í frí til Berlínar skiptu þau hótel hundruðum sem buðu Bjöllu velkomna. Það myndu nú ekki detta af okkur Íslendingum gullhringarnir þótt við færum að umgangast hundaeigendur og heimilishunda þeirra eins og eðlilegan part af samfélaginu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar