Bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis Olga Hrönn Olgeirsdóttir skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Sumarfríið er á enda og skólar landsins iðandi af kröftugum nemendum. Eitt af fyrstu verkefnum haustsins er að koma reglulegum lestri á koppinn og mikilvægt að allir fái lesefni sem hæfir lestrargetu og áhuga hvers og eins. Sem betur fer hafa nemendur nokkuð sterkar skoðanir á því sem þeim finnst áhugavert og vilja gjarnan hafa eitthvað um það að segja hvaða bók þeir vilja lesa. Þá er nú gott að þeir hafi aðgang að góðu bókasafni með fjölbreyttu úrvali bóka. Nemendur sem nú fara og velja sér bækur hafa misjafnar forsendur til þess að lesa og eru nokkrir í hverjum bekk sem ráða ekki við aldurssvarandi lesefni vegna lestrarörðugleika. Eigi þessir nemendur einnig að fá notið þess að velja bækur af eigin áhuga geta þeir nýtt sér hljóðbækur sem hvort tveggja má nýta til að hlusta meðfram lestrinum eða eingöngu njóta þess að hlusta. Ég ætla ekki að tíunda hve mikilvægur lestur er fyrir orðaforða og hve jákvæð áhrif hann hefur á allt nám. Hins vegar er mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt Hljóðbókasafn Íslands er fyrir nemendur með lestrarörðugleika og reyndar nemendur sem einhverra hluta vegna standa höllum fæti í íslensku máli. Hljóðbókasafnið er fjársjóðskista fyrir nemendur sem þurfa á þjónustu þess að halda. Það er aðgengilegt allan sólarhringinn því hver sá sem hefur aðgang að safninu getur sótt sér hljóðbækur í gegnum heimasíðu þess. Það er opið alla rauðu dagana á dagatalinu og einnig á meðan skólar landsins eru lokaðir yfir sumarið. Því búa þeir sem hafa aðgang að safninu við ákveðin forréttindi hvað aðgang varðar. Hljóðbókasafnið sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið á hrós skilið fyrir starfsemina og ljóst að hún er samfélaginu ómetanleg. Fram til þessa hafa nemendur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að þessu góða safni frekar en að sjálfu skólasafninu. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að greiða þarf sérstaklega 2000 krónur fyrir ársaðgang. Það er ekki há upphæð í sjálfu sér og skiljanlegt að stofnunin þarf fjármagn en er þetta rétt leið til að sjá henni fyrir því? Að mínu mati er vegið að þessum hópi nemenda sem er á öllum skólastigum. Þeir eiga líkt og aðrir nemendur að hafa aðgang að góðum bókakosti á eigin forsendum. Vonandi eru þetta bara tæknileg mistök sem verða leiðrétt. Það getur ekki verið að sjálft mennta- og menningarmálaráðuneytið taki meðvitaða ákvörðun sem þessa. En ef sú er raunin væri gagnlegt að fá skýringu á þessari ákvörðun og hvernig hún samræmist markmiðum þeim sem fram koma í nýútgefinni Hvítbók um umbætur í menntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Sumarfríið er á enda og skólar landsins iðandi af kröftugum nemendum. Eitt af fyrstu verkefnum haustsins er að koma reglulegum lestri á koppinn og mikilvægt að allir fái lesefni sem hæfir lestrargetu og áhuga hvers og eins. Sem betur fer hafa nemendur nokkuð sterkar skoðanir á því sem þeim finnst áhugavert og vilja gjarnan hafa eitthvað um það að segja hvaða bók þeir vilja lesa. Þá er nú gott að þeir hafi aðgang að góðu bókasafni með fjölbreyttu úrvali bóka. Nemendur sem nú fara og velja sér bækur hafa misjafnar forsendur til þess að lesa og eru nokkrir í hverjum bekk sem ráða ekki við aldurssvarandi lesefni vegna lestrarörðugleika. Eigi þessir nemendur einnig að fá notið þess að velja bækur af eigin áhuga geta þeir nýtt sér hljóðbækur sem hvort tveggja má nýta til að hlusta meðfram lestrinum eða eingöngu njóta þess að hlusta. Ég ætla ekki að tíunda hve mikilvægur lestur er fyrir orðaforða og hve jákvæð áhrif hann hefur á allt nám. Hins vegar er mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt Hljóðbókasafn Íslands er fyrir nemendur með lestrarörðugleika og reyndar nemendur sem einhverra hluta vegna standa höllum fæti í íslensku máli. Hljóðbókasafnið er fjársjóðskista fyrir nemendur sem þurfa á þjónustu þess að halda. Það er aðgengilegt allan sólarhringinn því hver sá sem hefur aðgang að safninu getur sótt sér hljóðbækur í gegnum heimasíðu þess. Það er opið alla rauðu dagana á dagatalinu og einnig á meðan skólar landsins eru lokaðir yfir sumarið. Því búa þeir sem hafa aðgang að safninu við ákveðin forréttindi hvað aðgang varðar. Hljóðbókasafnið sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið á hrós skilið fyrir starfsemina og ljóst að hún er samfélaginu ómetanleg. Fram til þessa hafa nemendur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að þessu góða safni frekar en að sjálfu skólasafninu. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að greiða þarf sérstaklega 2000 krónur fyrir ársaðgang. Það er ekki há upphæð í sjálfu sér og skiljanlegt að stofnunin þarf fjármagn en er þetta rétt leið til að sjá henni fyrir því? Að mínu mati er vegið að þessum hópi nemenda sem er á öllum skólastigum. Þeir eiga líkt og aðrir nemendur að hafa aðgang að góðum bókakosti á eigin forsendum. Vonandi eru þetta bara tæknileg mistök sem verða leiðrétt. Það getur ekki verið að sjálft mennta- og menningarmálaráðuneytið taki meðvitaða ákvörðun sem þessa. En ef sú er raunin væri gagnlegt að fá skýringu á þessari ákvörðun og hvernig hún samræmist markmiðum þeim sem fram koma í nýútgefinni Hvítbók um umbætur í menntun.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar