Hvað er málið? Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Særún Ármannsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 10:35 Stjórnendur í leikskólum hafa verið samningslausir í 7 mánuði, síðan 31. janúar sl. Satt að segja trúði ég ekki öðru en að samningar tækjust fljótt eftir að FL náði samningum um miðjan júní – en svo fóru bara allir í sumarfrí! Hvers konar framkoma er þetta við okkur? Hvaða stjórnandi sættir sig við að vera með lægri laun en undirmenn hans en það þurfum við aðstoðarleikskólastjórar að þola!!! Í flestum tilvikum fóru deildarstjórar fram úr aðstoðarleikskólastjórum í samningunum í sumar og það er óþolandi staðreynd. Ég er sjálf – eftir 22 ára starf – með 417.556 kr. fyrir fullt starf sem aðstoðarleikskólastjóri. Ég er staðgengill leikskólastjóra, vinn að stjórnun leikskólans og tek þátt í öllu starfi hans. Ég ber ábyrgð á rekstri leikskólans, ber ábyrgð á faglegu starfi og er í samskiptum við alla starfsmenn, börn og foreldra á hverjum degi. Ég þarf að stökkva til þegar gestir eða starfsmenn þurfa þjónustu eða aðstoð. Ég skrifa skýrslur, áætlanir og bréf. Ég þarf að fylgja eftir erfiðum barnaverndarmálum, ég uppfæri heimasíðu, er matráðnum innan handar um matseðlagerð og innkaup. Ég hugga börn, ég fer út eða borða inni á deild ef vantar starfsfólk og svo ótal margt fleira sem ekki er hægt að telja upp hér. Eitt er að minnsta kosti víst: ég veit aldrei að morgni hvernig dagurinn verður. Ef ég væri óbreyttur leikskólakennari inni á deild fengi ég 430.830 kr. og ef ég tæki að mér deildarstjórn færu launin mín upp í 454.530 kr. Mismunurinn er 36.974 kr. á mánuði ... hvaða bankastjóri myndi sætta sig við sambærilegan mun!!! Frábært fyrir leikskólakennara að ná góðum samningum en að sjálfsögðu þurfa stjórnendur að fylgja með. Við erum samfélaginu svo mikilvæg stétt að við megum ekki fara í verkfall en samt verðskuldum við ekki nýjan kjarasamning um leið og undirmenn okkar. Ég krefst þess að sveitarfélögin gangi strax til samninga, okkar nefnd bíður eftir lokafundinum ... og samningurinn þarf að gilda frá 31. janúar. Annað geta leikskólastjórnendur ekki sætt sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Stjórnendur í leikskólum hafa verið samningslausir í 7 mánuði, síðan 31. janúar sl. Satt að segja trúði ég ekki öðru en að samningar tækjust fljótt eftir að FL náði samningum um miðjan júní – en svo fóru bara allir í sumarfrí! Hvers konar framkoma er þetta við okkur? Hvaða stjórnandi sættir sig við að vera með lægri laun en undirmenn hans en það þurfum við aðstoðarleikskólastjórar að þola!!! Í flestum tilvikum fóru deildarstjórar fram úr aðstoðarleikskólastjórum í samningunum í sumar og það er óþolandi staðreynd. Ég er sjálf – eftir 22 ára starf – með 417.556 kr. fyrir fullt starf sem aðstoðarleikskólastjóri. Ég er staðgengill leikskólastjóra, vinn að stjórnun leikskólans og tek þátt í öllu starfi hans. Ég ber ábyrgð á rekstri leikskólans, ber ábyrgð á faglegu starfi og er í samskiptum við alla starfsmenn, börn og foreldra á hverjum degi. Ég þarf að stökkva til þegar gestir eða starfsmenn þurfa þjónustu eða aðstoð. Ég skrifa skýrslur, áætlanir og bréf. Ég þarf að fylgja eftir erfiðum barnaverndarmálum, ég uppfæri heimasíðu, er matráðnum innan handar um matseðlagerð og innkaup. Ég hugga börn, ég fer út eða borða inni á deild ef vantar starfsfólk og svo ótal margt fleira sem ekki er hægt að telja upp hér. Eitt er að minnsta kosti víst: ég veit aldrei að morgni hvernig dagurinn verður. Ef ég væri óbreyttur leikskólakennari inni á deild fengi ég 430.830 kr. og ef ég tæki að mér deildarstjórn færu launin mín upp í 454.530 kr. Mismunurinn er 36.974 kr. á mánuði ... hvaða bankastjóri myndi sætta sig við sambærilegan mun!!! Frábært fyrir leikskólakennara að ná góðum samningum en að sjálfsögðu þurfa stjórnendur að fylgja með. Við erum samfélaginu svo mikilvæg stétt að við megum ekki fara í verkfall en samt verðskuldum við ekki nýjan kjarasamning um leið og undirmenn okkar. Ég krefst þess að sveitarfélögin gangi strax til samninga, okkar nefnd bíður eftir lokafundinum ... og samningurinn þarf að gilda frá 31. janúar. Annað geta leikskólastjórnendur ekki sætt sig við.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar