Mikilvægi ráðgjafar í eineltismálum Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2014 15:30 Sá eða sú sem upplifir einelti á vinnustað er ekki ein/n þó svo að hann/hún kannski haldi það. Rannsóknir sýna okkur að einelti á vinnustöðum er staðreynd. Sá sem upplifir einelti er þolandi ofbeldis (þá ofbeldis sem oft er vel falið), en áhrif ofbeldis á einstaklinga eru vel þekkt. Þolendur ofbeldis upplifa oft mikla skömm. Þeir skammast sín fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum og gera sig ábyrga fyrir þeim. Þeir upplifa sektarkennd og kvíða. Mörgum finnst t.d. erfitt að mæta til vinnu á morgnana. Þeir sofa kannski illa og finna fyrir streitu, jafnvel þunglyndiseinkennum. Einnig geta verið til staðar líkamleg vandkvæði eins og höfuðverkir, magaverkir og hækkaður blóðþrýstingur. Það er ljóst að ofangreind áhrif eineltis eru alvarleg og skerða mjög lífsgæði fólks. Að auki hefur einelti áhrif á einkalíf þolenda, svo sem samskipti þeirra við vini, fjölskyldu og maka.Þolendur forðast að segja frá En hvað skýrir þá tilhneigingu þolenda að tala ekki um ofbeldið, fela það og jafnvel sætta sig við það svo mánuðum skiptir (sem oft er raunin)? Jú, það er eðli ofbeldisaðstæðna. Margir búa t.d við heimilisofbeldi í mörg ár áður en nokkur verður þess var. Gerendur brjóta þolendur sína niður smátt og smátt og þolendurnir vilja ekki að aðrir viti af ofbeldinu. Þolendur eineltis eru oft líka hræddir við að segja frá, t.d. vegna ótta við hvað gerandinn muni gera og/eða að enginn muni trúa þeim. Þá vilja margir vinnustaðir ekki vita af einelti og hunsa mál sem koma upp. Það er því ekkert skrítið að þolendur tali ekki um eineltið og er það í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að oftar en ekki er þolendum refsað (t.d. sagt upp) og gerendum jafnvel umbunað (t.d. með stöðuhækkun).Hvað er til ráða? Mikilvægt er að sá eða sú sem upplifir einelti geti rætt málið við einhvern sem tekur hana/hann trúanlega/n, hvort sem sá aðili er innan vinnustaðarins eða utan hans. Það er ekki víst að vinnustaðurinn viðurkenni vandann og taki á málum með þeim hætti sem þolandinn býst við eða vill. Þess vegna er oft gott að ræða við þriðja aðila til að finna út hvað best sé að gera. Best er að ræða við sérfræðinga á þessu sviði eða einstaklinga sem þekkja til vandans. Einkum er mikilvægt að þolandinn fái staðfestingu á því að hann beri ekki ábyrgð á hegðun gerandans. Slík staðfesting auðveldar honum þau skref sem á eftir koma, þ.e. að bæta líðan sína og aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Sá eða sú sem upplifir einelti á vinnustað er ekki ein/n þó svo að hann/hún kannski haldi það. Rannsóknir sýna okkur að einelti á vinnustöðum er staðreynd. Sá sem upplifir einelti er þolandi ofbeldis (þá ofbeldis sem oft er vel falið), en áhrif ofbeldis á einstaklinga eru vel þekkt. Þolendur ofbeldis upplifa oft mikla skömm. Þeir skammast sín fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum og gera sig ábyrga fyrir þeim. Þeir upplifa sektarkennd og kvíða. Mörgum finnst t.d. erfitt að mæta til vinnu á morgnana. Þeir sofa kannski illa og finna fyrir streitu, jafnvel þunglyndiseinkennum. Einnig geta verið til staðar líkamleg vandkvæði eins og höfuðverkir, magaverkir og hækkaður blóðþrýstingur. Það er ljóst að ofangreind áhrif eineltis eru alvarleg og skerða mjög lífsgæði fólks. Að auki hefur einelti áhrif á einkalíf þolenda, svo sem samskipti þeirra við vini, fjölskyldu og maka.Þolendur forðast að segja frá En hvað skýrir þá tilhneigingu þolenda að tala ekki um ofbeldið, fela það og jafnvel sætta sig við það svo mánuðum skiptir (sem oft er raunin)? Jú, það er eðli ofbeldisaðstæðna. Margir búa t.d við heimilisofbeldi í mörg ár áður en nokkur verður þess var. Gerendur brjóta þolendur sína niður smátt og smátt og þolendurnir vilja ekki að aðrir viti af ofbeldinu. Þolendur eineltis eru oft líka hræddir við að segja frá, t.d. vegna ótta við hvað gerandinn muni gera og/eða að enginn muni trúa þeim. Þá vilja margir vinnustaðir ekki vita af einelti og hunsa mál sem koma upp. Það er því ekkert skrítið að þolendur tali ekki um eineltið og er það í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að oftar en ekki er þolendum refsað (t.d. sagt upp) og gerendum jafnvel umbunað (t.d. með stöðuhækkun).Hvað er til ráða? Mikilvægt er að sá eða sú sem upplifir einelti geti rætt málið við einhvern sem tekur hana/hann trúanlega/n, hvort sem sá aðili er innan vinnustaðarins eða utan hans. Það er ekki víst að vinnustaðurinn viðurkenni vandann og taki á málum með þeim hætti sem þolandinn býst við eða vill. Þess vegna er oft gott að ræða við þriðja aðila til að finna út hvað best sé að gera. Best er að ræða við sérfræðinga á þessu sviði eða einstaklinga sem þekkja til vandans. Einkum er mikilvægt að þolandinn fái staðfestingu á því að hann beri ekki ábyrgð á hegðun gerandans. Slík staðfesting auðveldar honum þau skref sem á eftir koma, þ.e. að bæta líðan sína og aðstæður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar