Að gera leikskólakennslu að ævistarfi – samningslaus í 7 mánuði Elín Björk Einarsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 12:23 Sem ungur nemi í menntaskóla með alla möguleika opna valdi ég mér það að fara í leikskólakennaranám. Þar lá áhuginn og mínar sterku hliðar. Ég var samferða vinkonum mínum sem völdu sér aðrar greinar m.a. lögfræði, viðskiptafræði og iðnnám. Þrjátíu ár hef ég starfað í leikskóla, lengst af sem aðstoðarleikskólastjóri, og hef ég aldrei séð eftir þessari ákvörðun minni. Starfið er gefandi, fjölbreytt en einnig mjög krefjandi þar sem verkefnin bíða aldrei. Lengi vel velti ég launum ekki mikið fyrir mér, ég var ekki komin með fjölskyldu og þær skuldbindingar sem því fylgja. En þegar að því kom fór ég að undrast þann launamun á vinnumarkaði og hallaði þar mest á umönnunarstéttir og þá helst þá sem sinntu yngstu einstaklingunum, þeirra sem landið munu erfa. Ábyrgðin er mikil í þessu starfi. Stjórnandi í leikskóla sinnir ýmsum verkefnum, m.a. ráðgjöf til foreldra og starfsfólks, öryggis- og fjármálum, húsvörslu og daglegu utanumhaldi sem getur verið mjög krefjandi. Gömlu skólafélagarnir ruku upp fyrir mig í launum við umsýslu fjármuna landans. En við sem sinnum mestu verðmætunum höfum setið eftir. Nú í sumar var gerður tímamótasamningur við Félag leikskólakennara þar sem laun þeirra eru nú í samræmi við kennara annarra skólastiga og er það frábært. Ég sem er í nýju stéttafélagi stjórnenda í leikskóla var sannfærð um að þessi leiðrétting skilaði sér til okkar líka. En einhver stirðleiki er í þeirri vinnu sem nú fer fram hjá ríkissáttasemjara og er ég undrandi hversu lengi það á að draga það að leiðrétta okkar laun. Leikskóli án hæfra leikskólastjórnenda er ekki góður leikskóli. Vil ég hvetja þau bæjaryfirvöld sem töluðu máli fjölskyldna og barna í síðustu kosningarbaráttu að standa við stóru orðin og ljúka þessum samningum sem fyrst svo að ekki flosni upp stór og reynslumikill hópur stjórnenda í leikskólum landsins, semjum strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvað er málið? Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Ef ég væri óbreyttur leikskólakennari inni á deild fengi ég 430.830 kr. og ef ég tæki að mér deildarstjórn færu launin mín upp í 454.530 kr. 28. ágúst 2014 10:35 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sem ungur nemi í menntaskóla með alla möguleika opna valdi ég mér það að fara í leikskólakennaranám. Þar lá áhuginn og mínar sterku hliðar. Ég var samferða vinkonum mínum sem völdu sér aðrar greinar m.a. lögfræði, viðskiptafræði og iðnnám. Þrjátíu ár hef ég starfað í leikskóla, lengst af sem aðstoðarleikskólastjóri, og hef ég aldrei séð eftir þessari ákvörðun minni. Starfið er gefandi, fjölbreytt en einnig mjög krefjandi þar sem verkefnin bíða aldrei. Lengi vel velti ég launum ekki mikið fyrir mér, ég var ekki komin með fjölskyldu og þær skuldbindingar sem því fylgja. En þegar að því kom fór ég að undrast þann launamun á vinnumarkaði og hallaði þar mest á umönnunarstéttir og þá helst þá sem sinntu yngstu einstaklingunum, þeirra sem landið munu erfa. Ábyrgðin er mikil í þessu starfi. Stjórnandi í leikskóla sinnir ýmsum verkefnum, m.a. ráðgjöf til foreldra og starfsfólks, öryggis- og fjármálum, húsvörslu og daglegu utanumhaldi sem getur verið mjög krefjandi. Gömlu skólafélagarnir ruku upp fyrir mig í launum við umsýslu fjármuna landans. En við sem sinnum mestu verðmætunum höfum setið eftir. Nú í sumar var gerður tímamótasamningur við Félag leikskólakennara þar sem laun þeirra eru nú í samræmi við kennara annarra skólastiga og er það frábært. Ég sem er í nýju stéttafélagi stjórnenda í leikskóla var sannfærð um að þessi leiðrétting skilaði sér til okkar líka. En einhver stirðleiki er í þeirri vinnu sem nú fer fram hjá ríkissáttasemjara og er ég undrandi hversu lengi það á að draga það að leiðrétta okkar laun. Leikskóli án hæfra leikskólastjórnenda er ekki góður leikskóli. Vil ég hvetja þau bæjaryfirvöld sem töluðu máli fjölskyldna og barna í síðustu kosningarbaráttu að standa við stóru orðin og ljúka þessum samningum sem fyrst svo að ekki flosni upp stór og reynslumikill hópur stjórnenda í leikskólum landsins, semjum strax.
Hvað er málið? Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Ef ég væri óbreyttur leikskólakennari inni á deild fengi ég 430.830 kr. og ef ég tæki að mér deildarstjórn færu launin mín upp í 454.530 kr. 28. ágúst 2014 10:35
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar