Örugg neytendavara á markaði Birna Hreiðarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 11:15 Daglega notum við eða komumst í snertingu við alls kyns neytendavöru sem við göngum út frá að sé eins örugg og mögulegt er að ætlast til á sanngjarnan hátt. Í lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu segir að einungis megi setja örugga vöru á markað. Í þessu felst að vara þarf að uppfylla þær kröfur sem neytandi má með sanngirni ætla að vara uppfylli og varð meðal annars til þess að kaupin áttu sér stað. Lögin ná yfir hvers kyns vöru sem notuð er af neytendum að undanskildum matvælum og lyfjum, en sérlög gilda auk þess einnig í ýmsum tilfellum um ákveðna vöruflokka, til dæmis vörur sem lúta reglum um CE-merkingar. Það er engu að síður staðreynd að í ýmsum tilvikum eru vörur settar á markað sem ekki uppfylla kröfur og geta því ógnað heilsu og öryggi neytenda. Að undanförnu hafa borist fréttir af innköllun á vöru af markaði sem ekki uppfyllir settar kröfur. Hér má nefna föt með of löngum reimum og uppstoppuð dýr sem með réttu áttu að uppfylla reglur um öryggi leikfanga og CE-merkingu. Í þessum tilvikum eru fyrirtæki og eftirlitsstjórnvöld að bregðast við annmörkum á vöru með því að taka hana af markaði, í fyrrgreindum dæmum til að vernda börn frá hugsanlegu tjóni við að komast í snertingu við vöru eða við notkun hennar. Í sumum tilfellum er hægt að lagfæra annmarkana og setja vöruna aftur á markað, stundum er hins vegar eina leiðin að farga vörunni. Báðar leiðirnar hafa óhjákvæmilega í för með sér kostnað fyrir framleiðandann og í sumum tilvikum skert orðspor fyrirtækis.Samkeppnisforskot Til að tryggt sé eins og unnt er að vara uppfylli settar kröfur er því grundvallaratriði að framleiðandi sjái til þess að framkvæmt sé áhættumat á vörunni áður en til markaðssetningar kemur. Það felur í sér að lagt er mat á allar fyrirséðar hættur sem upp geta komið við notkun vörunnar, ekki síst með tilliti til viðkvæmra neytenda svo sem barna og eldra fólks. Nauðsynlegar leiðbeiningar og varúðarmerkingar sem þurfa að fylgja vörunni byggjast að miklu leyti á niðurstöðu áhættumatsins. Einnig þarf að huga að ýmsum öðrum atriðum, svo sem að umbúðir séu hannaðar í samræmi við reglur og að nægilegar upplýsingar um vöruna séu aðgengilegar. Að mörgu er því að hyggja áður en neytendavara er sett á markað. Fyrirtækjum sem eru að fóta sig í nýsköpun er sérstaklega bent á að skoða þessi mál vandlega og láta greina öll þau atriði sem uppfylla þarf til að markaðssetning sé í samræmi við reglur. Það margborgar sig að hafa þessi mál í lagi frá upphafi, þá er eftirleikurinn auðveldari. Hin hliðin á málinu er sú staðreynd að umræddar reglur eru byggðar á samevrópskum kröfum sem gilda á öllu EES-svæðinu. Með því að uppfylla þessar kröfur opnast möguleiki fyrir framleiðanda til markaðssetningar vörunnar á um 520 milljóna manna markaði. Það er ekki lítils virði. Engum vafa er undirorpið að samevrópskar reglur um öryggi vöru auka neytendavernd. En einnig skal áhersla lögð á að þau fyrirtæki sem tryggja eins og kostur er að vara muni ekki á neinn hátt geta valdið neytendum tjóni með því að láta framkvæma áhættumat á vörunni og láta í té allar upplýsingar um rétta notkun vörunnar hljóta einfaldlega að hafa samkeppnisforskot fram yfir þau fyrirtæki sem kasta til höndum um þessi grundvallaratriði við framleiðslu og markaðssetningu vöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Daglega notum við eða komumst í snertingu við alls kyns neytendavöru sem við göngum út frá að sé eins örugg og mögulegt er að ætlast til á sanngjarnan hátt. Í lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu segir að einungis megi setja örugga vöru á markað. Í þessu felst að vara þarf að uppfylla þær kröfur sem neytandi má með sanngirni ætla að vara uppfylli og varð meðal annars til þess að kaupin áttu sér stað. Lögin ná yfir hvers kyns vöru sem notuð er af neytendum að undanskildum matvælum og lyfjum, en sérlög gilda auk þess einnig í ýmsum tilfellum um ákveðna vöruflokka, til dæmis vörur sem lúta reglum um CE-merkingar. Það er engu að síður staðreynd að í ýmsum tilvikum eru vörur settar á markað sem ekki uppfylla kröfur og geta því ógnað heilsu og öryggi neytenda. Að undanförnu hafa borist fréttir af innköllun á vöru af markaði sem ekki uppfyllir settar kröfur. Hér má nefna föt með of löngum reimum og uppstoppuð dýr sem með réttu áttu að uppfylla reglur um öryggi leikfanga og CE-merkingu. Í þessum tilvikum eru fyrirtæki og eftirlitsstjórnvöld að bregðast við annmörkum á vöru með því að taka hana af markaði, í fyrrgreindum dæmum til að vernda börn frá hugsanlegu tjóni við að komast í snertingu við vöru eða við notkun hennar. Í sumum tilfellum er hægt að lagfæra annmarkana og setja vöruna aftur á markað, stundum er hins vegar eina leiðin að farga vörunni. Báðar leiðirnar hafa óhjákvæmilega í för með sér kostnað fyrir framleiðandann og í sumum tilvikum skert orðspor fyrirtækis.Samkeppnisforskot Til að tryggt sé eins og unnt er að vara uppfylli settar kröfur er því grundvallaratriði að framleiðandi sjái til þess að framkvæmt sé áhættumat á vörunni áður en til markaðssetningar kemur. Það felur í sér að lagt er mat á allar fyrirséðar hættur sem upp geta komið við notkun vörunnar, ekki síst með tilliti til viðkvæmra neytenda svo sem barna og eldra fólks. Nauðsynlegar leiðbeiningar og varúðarmerkingar sem þurfa að fylgja vörunni byggjast að miklu leyti á niðurstöðu áhættumatsins. Einnig þarf að huga að ýmsum öðrum atriðum, svo sem að umbúðir séu hannaðar í samræmi við reglur og að nægilegar upplýsingar um vöruna séu aðgengilegar. Að mörgu er því að hyggja áður en neytendavara er sett á markað. Fyrirtækjum sem eru að fóta sig í nýsköpun er sérstaklega bent á að skoða þessi mál vandlega og láta greina öll þau atriði sem uppfylla þarf til að markaðssetning sé í samræmi við reglur. Það margborgar sig að hafa þessi mál í lagi frá upphafi, þá er eftirleikurinn auðveldari. Hin hliðin á málinu er sú staðreynd að umræddar reglur eru byggðar á samevrópskum kröfum sem gilda á öllu EES-svæðinu. Með því að uppfylla þessar kröfur opnast möguleiki fyrir framleiðanda til markaðssetningar vörunnar á um 520 milljóna manna markaði. Það er ekki lítils virði. Engum vafa er undirorpið að samevrópskar reglur um öryggi vöru auka neytendavernd. En einnig skal áhersla lögð á að þau fyrirtæki sem tryggja eins og kostur er að vara muni ekki á neinn hátt geta valdið neytendum tjóni með því að láta framkvæma áhættumat á vörunni og láta í té allar upplýsingar um rétta notkun vörunnar hljóta einfaldlega að hafa samkeppnisforskot fram yfir þau fyrirtæki sem kasta til höndum um þessi grundvallaratriði við framleiðslu og markaðssetningu vöru.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar