Viðskiptavinir vilja umhverfisvænni valkosti María Lovísa Árnadóttir skrifar 27. ágúst 2014 14:00 Að undanförnu hef ég verið virkari neytandi en vanalega enda staðið í framkvæmdum heima fyrir og þess á milli nýtt sumarið til þess að ferðast um fallega landið okkar. Hækkandi sól fylgdi líka sterkari hugur til þess að breyta betur í mataræði og lífsstíl og með því metnaður til að velja náttúruvænni vörur. Hef ég því verið að velja ýmislegt nýtt og áhugavert og keypt allt frá málningu yfir í ferskar matvörur beint frá bónda. Hafa þessir sumarmánuðir aukið vellíðan en þó umfram allt aukið vitund mína um það hversu mikið fellur til af rusli af umbúðum vara og hversu snúið það getur verið að velja umhverfisvæna kosti hér á græna landinu okkar.Takmarkað val Þó svo ég fari beint til bónda og kaupi fersk jarðarber og agúrkur þá enda ég engu að síður með plastöskjur og plastpoka sem eftir standa þegar varanna hefur verið neytt. Hvers vegna er það enn svo á okkar grænu eyju með allt okkar hugvit að okkur dettur ekkert betra í hug en að pakka flestu af því sem á að nota í nokkrar mínútur í umbúðir sem eru í raun gerðar til þess að endast að eilífu? Viðskiptavinurinn hefur vald til að velja og hefur því töluverð áhrif á að draga úr sóun og úrgangi en engu að síður þarf viðskiptavinurinn að hafa kosti til að velja úr og þar koma íslensk fyrirtæki einna sterkast inn. Án meðvitaðra ákvarðana hjá fyrirtækjum um hvaða vörur og umbúðir er verið að skapa og flytja inn til landsins þá hefur viðskiptavinurinn mjög takmarkað val og er vald hans til þess að draga úr sóun og úrgangi skert.Getum valið betur Íslendingar hafa náð mörgum góðum markmiðum með meðhöndlun úrgangs en úrgangur eykst engu að síður og hendir hver íbúi landsins hundruðum kílóa af rusli á ári hverju. Þó svo að margir flokki rusl þá enda sem dæmi flestar plastumbúðir af matvöru enn í urðun og tekur árhundruð fyrir plastið að brotna niður ef það þá gerist einhvern tíma. Það er ekkert „trend” hjá einhverjum fáum að vera umhugað um umhverfið heldur er það nauðsynleg vakning sem er og mun henda okkur flest og eru umhverfissinnaðir viðskiptavinir framtíð íslenskra fyrirtækja. Viðskiptavinir verða sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif sinna valkosta og vilja nýta val sitt vel en þeir þurfa hjálp frá íslenskum fyrirtækjum með umhverfisvænni valkostum og góðri upplýsingagjöf. Saman getum við öll valið betur og saman sköpum við vænni og grænni veruleika sem við öll högnumst á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hef ég verið virkari neytandi en vanalega enda staðið í framkvæmdum heima fyrir og þess á milli nýtt sumarið til þess að ferðast um fallega landið okkar. Hækkandi sól fylgdi líka sterkari hugur til þess að breyta betur í mataræði og lífsstíl og með því metnaður til að velja náttúruvænni vörur. Hef ég því verið að velja ýmislegt nýtt og áhugavert og keypt allt frá málningu yfir í ferskar matvörur beint frá bónda. Hafa þessir sumarmánuðir aukið vellíðan en þó umfram allt aukið vitund mína um það hversu mikið fellur til af rusli af umbúðum vara og hversu snúið það getur verið að velja umhverfisvæna kosti hér á græna landinu okkar.Takmarkað val Þó svo ég fari beint til bónda og kaupi fersk jarðarber og agúrkur þá enda ég engu að síður með plastöskjur og plastpoka sem eftir standa þegar varanna hefur verið neytt. Hvers vegna er það enn svo á okkar grænu eyju með allt okkar hugvit að okkur dettur ekkert betra í hug en að pakka flestu af því sem á að nota í nokkrar mínútur í umbúðir sem eru í raun gerðar til þess að endast að eilífu? Viðskiptavinurinn hefur vald til að velja og hefur því töluverð áhrif á að draga úr sóun og úrgangi en engu að síður þarf viðskiptavinurinn að hafa kosti til að velja úr og þar koma íslensk fyrirtæki einna sterkast inn. Án meðvitaðra ákvarðana hjá fyrirtækjum um hvaða vörur og umbúðir er verið að skapa og flytja inn til landsins þá hefur viðskiptavinurinn mjög takmarkað val og er vald hans til þess að draga úr sóun og úrgangi skert.Getum valið betur Íslendingar hafa náð mörgum góðum markmiðum með meðhöndlun úrgangs en úrgangur eykst engu að síður og hendir hver íbúi landsins hundruðum kílóa af rusli á ári hverju. Þó svo að margir flokki rusl þá enda sem dæmi flestar plastumbúðir af matvöru enn í urðun og tekur árhundruð fyrir plastið að brotna niður ef það þá gerist einhvern tíma. Það er ekkert „trend” hjá einhverjum fáum að vera umhugað um umhverfið heldur er það nauðsynleg vakning sem er og mun henda okkur flest og eru umhverfissinnaðir viðskiptavinir framtíð íslenskra fyrirtækja. Viðskiptavinir verða sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif sinna valkosta og vilja nýta val sitt vel en þeir þurfa hjálp frá íslenskum fyrirtækjum með umhverfisvænni valkostum og góðri upplýsingagjöf. Saman getum við öll valið betur og saman sköpum við vænni og grænni veruleika sem við öll högnumst á.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar