Viðskiptavinir vilja umhverfisvænni valkosti María Lovísa Árnadóttir skrifar 27. ágúst 2014 14:00 Að undanförnu hef ég verið virkari neytandi en vanalega enda staðið í framkvæmdum heima fyrir og þess á milli nýtt sumarið til þess að ferðast um fallega landið okkar. Hækkandi sól fylgdi líka sterkari hugur til þess að breyta betur í mataræði og lífsstíl og með því metnaður til að velja náttúruvænni vörur. Hef ég því verið að velja ýmislegt nýtt og áhugavert og keypt allt frá málningu yfir í ferskar matvörur beint frá bónda. Hafa þessir sumarmánuðir aukið vellíðan en þó umfram allt aukið vitund mína um það hversu mikið fellur til af rusli af umbúðum vara og hversu snúið það getur verið að velja umhverfisvæna kosti hér á græna landinu okkar.Takmarkað val Þó svo ég fari beint til bónda og kaupi fersk jarðarber og agúrkur þá enda ég engu að síður með plastöskjur og plastpoka sem eftir standa þegar varanna hefur verið neytt. Hvers vegna er það enn svo á okkar grænu eyju með allt okkar hugvit að okkur dettur ekkert betra í hug en að pakka flestu af því sem á að nota í nokkrar mínútur í umbúðir sem eru í raun gerðar til þess að endast að eilífu? Viðskiptavinurinn hefur vald til að velja og hefur því töluverð áhrif á að draga úr sóun og úrgangi en engu að síður þarf viðskiptavinurinn að hafa kosti til að velja úr og þar koma íslensk fyrirtæki einna sterkast inn. Án meðvitaðra ákvarðana hjá fyrirtækjum um hvaða vörur og umbúðir er verið að skapa og flytja inn til landsins þá hefur viðskiptavinurinn mjög takmarkað val og er vald hans til þess að draga úr sóun og úrgangi skert.Getum valið betur Íslendingar hafa náð mörgum góðum markmiðum með meðhöndlun úrgangs en úrgangur eykst engu að síður og hendir hver íbúi landsins hundruðum kílóa af rusli á ári hverju. Þó svo að margir flokki rusl þá enda sem dæmi flestar plastumbúðir af matvöru enn í urðun og tekur árhundruð fyrir plastið að brotna niður ef það þá gerist einhvern tíma. Það er ekkert „trend” hjá einhverjum fáum að vera umhugað um umhverfið heldur er það nauðsynleg vakning sem er og mun henda okkur flest og eru umhverfissinnaðir viðskiptavinir framtíð íslenskra fyrirtækja. Viðskiptavinir verða sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif sinna valkosta og vilja nýta val sitt vel en þeir þurfa hjálp frá íslenskum fyrirtækjum með umhverfisvænni valkostum og góðri upplýsingagjöf. Saman getum við öll valið betur og saman sköpum við vænni og grænni veruleika sem við öll högnumst á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hef ég verið virkari neytandi en vanalega enda staðið í framkvæmdum heima fyrir og þess á milli nýtt sumarið til þess að ferðast um fallega landið okkar. Hækkandi sól fylgdi líka sterkari hugur til þess að breyta betur í mataræði og lífsstíl og með því metnaður til að velja náttúruvænni vörur. Hef ég því verið að velja ýmislegt nýtt og áhugavert og keypt allt frá málningu yfir í ferskar matvörur beint frá bónda. Hafa þessir sumarmánuðir aukið vellíðan en þó umfram allt aukið vitund mína um það hversu mikið fellur til af rusli af umbúðum vara og hversu snúið það getur verið að velja umhverfisvæna kosti hér á græna landinu okkar.Takmarkað val Þó svo ég fari beint til bónda og kaupi fersk jarðarber og agúrkur þá enda ég engu að síður með plastöskjur og plastpoka sem eftir standa þegar varanna hefur verið neytt. Hvers vegna er það enn svo á okkar grænu eyju með allt okkar hugvit að okkur dettur ekkert betra í hug en að pakka flestu af því sem á að nota í nokkrar mínútur í umbúðir sem eru í raun gerðar til þess að endast að eilífu? Viðskiptavinurinn hefur vald til að velja og hefur því töluverð áhrif á að draga úr sóun og úrgangi en engu að síður þarf viðskiptavinurinn að hafa kosti til að velja úr og þar koma íslensk fyrirtæki einna sterkast inn. Án meðvitaðra ákvarðana hjá fyrirtækjum um hvaða vörur og umbúðir er verið að skapa og flytja inn til landsins þá hefur viðskiptavinurinn mjög takmarkað val og er vald hans til þess að draga úr sóun og úrgangi skert.Getum valið betur Íslendingar hafa náð mörgum góðum markmiðum með meðhöndlun úrgangs en úrgangur eykst engu að síður og hendir hver íbúi landsins hundruðum kílóa af rusli á ári hverju. Þó svo að margir flokki rusl þá enda sem dæmi flestar plastumbúðir af matvöru enn í urðun og tekur árhundruð fyrir plastið að brotna niður ef það þá gerist einhvern tíma. Það er ekkert „trend” hjá einhverjum fáum að vera umhugað um umhverfið heldur er það nauðsynleg vakning sem er og mun henda okkur flest og eru umhverfissinnaðir viðskiptavinir framtíð íslenskra fyrirtækja. Viðskiptavinir verða sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif sinna valkosta og vilja nýta val sitt vel en þeir þurfa hjálp frá íslenskum fyrirtækjum með umhverfisvænni valkostum og góðri upplýsingagjöf. Saman getum við öll valið betur og saman sköpum við vænni og grænni veruleika sem við öll högnumst á.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar