Viðskiptavinir vilja umhverfisvænni valkosti María Lovísa Árnadóttir skrifar 27. ágúst 2014 14:00 Að undanförnu hef ég verið virkari neytandi en vanalega enda staðið í framkvæmdum heima fyrir og þess á milli nýtt sumarið til þess að ferðast um fallega landið okkar. Hækkandi sól fylgdi líka sterkari hugur til þess að breyta betur í mataræði og lífsstíl og með því metnaður til að velja náttúruvænni vörur. Hef ég því verið að velja ýmislegt nýtt og áhugavert og keypt allt frá málningu yfir í ferskar matvörur beint frá bónda. Hafa þessir sumarmánuðir aukið vellíðan en þó umfram allt aukið vitund mína um það hversu mikið fellur til af rusli af umbúðum vara og hversu snúið það getur verið að velja umhverfisvæna kosti hér á græna landinu okkar.Takmarkað val Þó svo ég fari beint til bónda og kaupi fersk jarðarber og agúrkur þá enda ég engu að síður með plastöskjur og plastpoka sem eftir standa þegar varanna hefur verið neytt. Hvers vegna er það enn svo á okkar grænu eyju með allt okkar hugvit að okkur dettur ekkert betra í hug en að pakka flestu af því sem á að nota í nokkrar mínútur í umbúðir sem eru í raun gerðar til þess að endast að eilífu? Viðskiptavinurinn hefur vald til að velja og hefur því töluverð áhrif á að draga úr sóun og úrgangi en engu að síður þarf viðskiptavinurinn að hafa kosti til að velja úr og þar koma íslensk fyrirtæki einna sterkast inn. Án meðvitaðra ákvarðana hjá fyrirtækjum um hvaða vörur og umbúðir er verið að skapa og flytja inn til landsins þá hefur viðskiptavinurinn mjög takmarkað val og er vald hans til þess að draga úr sóun og úrgangi skert.Getum valið betur Íslendingar hafa náð mörgum góðum markmiðum með meðhöndlun úrgangs en úrgangur eykst engu að síður og hendir hver íbúi landsins hundruðum kílóa af rusli á ári hverju. Þó svo að margir flokki rusl þá enda sem dæmi flestar plastumbúðir af matvöru enn í urðun og tekur árhundruð fyrir plastið að brotna niður ef það þá gerist einhvern tíma. Það er ekkert „trend” hjá einhverjum fáum að vera umhugað um umhverfið heldur er það nauðsynleg vakning sem er og mun henda okkur flest og eru umhverfissinnaðir viðskiptavinir framtíð íslenskra fyrirtækja. Viðskiptavinir verða sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif sinna valkosta og vilja nýta val sitt vel en þeir þurfa hjálp frá íslenskum fyrirtækjum með umhverfisvænni valkostum og góðri upplýsingagjöf. Saman getum við öll valið betur og saman sköpum við vænni og grænni veruleika sem við öll högnumst á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hef ég verið virkari neytandi en vanalega enda staðið í framkvæmdum heima fyrir og þess á milli nýtt sumarið til þess að ferðast um fallega landið okkar. Hækkandi sól fylgdi líka sterkari hugur til þess að breyta betur í mataræði og lífsstíl og með því metnaður til að velja náttúruvænni vörur. Hef ég því verið að velja ýmislegt nýtt og áhugavert og keypt allt frá málningu yfir í ferskar matvörur beint frá bónda. Hafa þessir sumarmánuðir aukið vellíðan en þó umfram allt aukið vitund mína um það hversu mikið fellur til af rusli af umbúðum vara og hversu snúið það getur verið að velja umhverfisvæna kosti hér á græna landinu okkar.Takmarkað val Þó svo ég fari beint til bónda og kaupi fersk jarðarber og agúrkur þá enda ég engu að síður með plastöskjur og plastpoka sem eftir standa þegar varanna hefur verið neytt. Hvers vegna er það enn svo á okkar grænu eyju með allt okkar hugvit að okkur dettur ekkert betra í hug en að pakka flestu af því sem á að nota í nokkrar mínútur í umbúðir sem eru í raun gerðar til þess að endast að eilífu? Viðskiptavinurinn hefur vald til að velja og hefur því töluverð áhrif á að draga úr sóun og úrgangi en engu að síður þarf viðskiptavinurinn að hafa kosti til að velja úr og þar koma íslensk fyrirtæki einna sterkast inn. Án meðvitaðra ákvarðana hjá fyrirtækjum um hvaða vörur og umbúðir er verið að skapa og flytja inn til landsins þá hefur viðskiptavinurinn mjög takmarkað val og er vald hans til þess að draga úr sóun og úrgangi skert.Getum valið betur Íslendingar hafa náð mörgum góðum markmiðum með meðhöndlun úrgangs en úrgangur eykst engu að síður og hendir hver íbúi landsins hundruðum kílóa af rusli á ári hverju. Þó svo að margir flokki rusl þá enda sem dæmi flestar plastumbúðir af matvöru enn í urðun og tekur árhundruð fyrir plastið að brotna niður ef það þá gerist einhvern tíma. Það er ekkert „trend” hjá einhverjum fáum að vera umhugað um umhverfið heldur er það nauðsynleg vakning sem er og mun henda okkur flest og eru umhverfissinnaðir viðskiptavinir framtíð íslenskra fyrirtækja. Viðskiptavinir verða sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif sinna valkosta og vilja nýta val sitt vel en þeir þurfa hjálp frá íslenskum fyrirtækjum með umhverfisvænni valkostum og góðri upplýsingagjöf. Saman getum við öll valið betur og saman sköpum við vænni og grænni veruleika sem við öll högnumst á.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun