Andstaða á röngum forsendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum. Að einhverju leyti virðist þessi andstaða byggð á misskilningi eða röngum forsendum. Þannig leggjast bæði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, gegn breytingunni í samtölum við Fréttablaðið í gær á þeirri forsendu að hækkun skatts á matvæli muni koma illa niður á láglaunafólki. Það liggja hins vegar fyrir áreiðanleg gögn úr neyzlukönnunum Hagstofunnar, sem sýna að það er sáralítill munur á því hlutfalli neyzluútgjalda sinna sem fólkið í neðsta fjórðungi tekjustigans ver í vörur í lægra skattþrepinu og á því sem hinir tekjuhærri eyða í slíkar vörur og þjónustu. Hækkun á neðra þrepinu kemur því ekki að ráði verr við þá sem hafa lægri laun en aðra. Samtök atvinnulífsins bentu á það í gær að ef miðað væri við að virðisaukaskattur á þessum vörum yrði hækkaður í 11 prósent samsvaraði núverandi skattþrep, sem er sjö prósent, 5,3 milljörðum króna. Um 60 prósent þeirrar fjárhæðar renna hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi, sem er augljóslega óskynsamleg leið til að hjálpa þeim sem hafa lægstu launin. Það er miklu ódýrari tekjujöfnunarleið að hjálpa láglaunafjölskyldum með hærri barna- eða vaxtabótum. Það er hluti af áformum fjármálaráðherrans. Auk þess er áformað að lækka efra þrep virðisaukaskattsins, sem langstærstur hluti vöru og þjónustu er í, og afleggja vörugjöld þannig að á heildina litið muni breytingarnar ekki skerða kaupmátt. Það er sömuleiðis full ástæða til að fækka undanþágum í kerfinu varðandi aðra vöru en matvöru. Karl Garðarsson bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að það sé tímabært að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að færa hótel- og gistiþjónustu í hærra skattþrep. Fyrir þeirri hækkun eru nefnilega málefnaleg rök. Ástæðan fyrir því að hún var misráðin á sínum tíma var að atvinnugreininni var ekki gefinn tími til að bregðast við henni. Bækur og tónlist eru í lægra þrepi virðisaukaskatts eins og matvara. Hagsmunaaðilar í bókaútgáfu telja að nú sé einmitt tíminn til að afnema virðisaukaskattinn af bókum með öllu, en þangað til fyrir sjö árum báru bækur fullan virðisaukaskatt. Skattaafslátturinn sem þá var veittur var meðal annars hugsaður til að ýta undir blómlega útgáfu íslenzkrar tónlistar og bóka, en aftur má spyrja: Er skattaafsláttur, sem nær þá til allra bóka og geisladiska, líka erlendra, skilvirk leið til slíks? Er ekki nær að nýta hluta teknanna sem koma inn af samræmingu skattþrepanna í sjóði til að styrkja þessar listgreinar? Það er hagkvæmara að styrkja lágtekjufólk og listgreinar með beinum framlögum en að flækja skattkerfið til að ná fram fremur óljósum markmiðum. Meðal annars á þeim forsendum þarf að ræða hugmyndir fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum. Að einhverju leyti virðist þessi andstaða byggð á misskilningi eða röngum forsendum. Þannig leggjast bæði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, gegn breytingunni í samtölum við Fréttablaðið í gær á þeirri forsendu að hækkun skatts á matvæli muni koma illa niður á láglaunafólki. Það liggja hins vegar fyrir áreiðanleg gögn úr neyzlukönnunum Hagstofunnar, sem sýna að það er sáralítill munur á því hlutfalli neyzluútgjalda sinna sem fólkið í neðsta fjórðungi tekjustigans ver í vörur í lægra skattþrepinu og á því sem hinir tekjuhærri eyða í slíkar vörur og þjónustu. Hækkun á neðra þrepinu kemur því ekki að ráði verr við þá sem hafa lægri laun en aðra. Samtök atvinnulífsins bentu á það í gær að ef miðað væri við að virðisaukaskattur á þessum vörum yrði hækkaður í 11 prósent samsvaraði núverandi skattþrep, sem er sjö prósent, 5,3 milljörðum króna. Um 60 prósent þeirrar fjárhæðar renna hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi, sem er augljóslega óskynsamleg leið til að hjálpa þeim sem hafa lægstu launin. Það er miklu ódýrari tekjujöfnunarleið að hjálpa láglaunafjölskyldum með hærri barna- eða vaxtabótum. Það er hluti af áformum fjármálaráðherrans. Auk þess er áformað að lækka efra þrep virðisaukaskattsins, sem langstærstur hluti vöru og þjónustu er í, og afleggja vörugjöld þannig að á heildina litið muni breytingarnar ekki skerða kaupmátt. Það er sömuleiðis full ástæða til að fækka undanþágum í kerfinu varðandi aðra vöru en matvöru. Karl Garðarsson bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að það sé tímabært að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að færa hótel- og gistiþjónustu í hærra skattþrep. Fyrir þeirri hækkun eru nefnilega málefnaleg rök. Ástæðan fyrir því að hún var misráðin á sínum tíma var að atvinnugreininni var ekki gefinn tími til að bregðast við henni. Bækur og tónlist eru í lægra þrepi virðisaukaskatts eins og matvara. Hagsmunaaðilar í bókaútgáfu telja að nú sé einmitt tíminn til að afnema virðisaukaskattinn af bókum með öllu, en þangað til fyrir sjö árum báru bækur fullan virðisaukaskatt. Skattaafslátturinn sem þá var veittur var meðal annars hugsaður til að ýta undir blómlega útgáfu íslenzkrar tónlistar og bóka, en aftur má spyrja: Er skattaafsláttur, sem nær þá til allra bóka og geisladiska, líka erlendra, skilvirk leið til slíks? Er ekki nær að nýta hluta teknanna sem koma inn af samræmingu skattþrepanna í sjóði til að styrkja þessar listgreinar? Það er hagkvæmara að styrkja lágtekjufólk og listgreinar með beinum framlögum en að flækja skattkerfið til að ná fram fremur óljósum markmiðum. Meðal annars á þeim forsendum þarf að ræða hugmyndir fjármálaráðherra.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun