Fleiri fréttir

Margt er skrítið í kýrhausnum

Reynir Vilhjálmsson skrifar

Þegar ég hugsa um íslensk stjórnmál verður mér oft hugsað til þessa málsháttar. Nú eru kosningar nýafstaðnar og tveir flokkar fengu samtals meirihluta þingmanna. Það er eðlilegt að þessir flokkar hugsi til samstarfs um stjórnarmyndun. En hvað gerist? Formenn þessara flokka, trúlega í fylgd einhverra aðstoðarmanna, setjast niður í einhverju sumarhúsi einhvers staðar á landinu og ræða stefnumálin. Fréttamenn fá af og til einhverjar ábendingar um hvað sé rætt en allt virðist þetta á léttu nótunum.

Sjálfbær umbreyting til aukinna atvinnutækifæra

Forysta norrænu verkalýðshreyfingarinnar skrifar

Á tímum óstöðugleika í efnahagsmálum verða Norðurlandaríkin að fjárfesta til framtíðar. Þetta er skoðun norræna verkalýðssambandsins (NFS). Samstarfshefð norrænu ríkjanna er traust og nýtur alþjóðlegrar virðingar, en það dugir ekki til.

Fegurð

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð.

Um bolta og bækur

Ragnar Trausti Ragnarsson skrifar

Kolbrún Bergþórsdóttir vakti heldur betur upp umræðu á kaffistofum margra landsmanna þegar hún gagnrýndi einlæga aðdáendur Alex Fergusson í grein sinni "Gamall maður hættir í vinnu“ sem birtist í Morgunblaðinu 13. maí sl. Í lok greinarinnar bætir hún við að knattspyrna sé "heldur ómerkilegur leikur þeirra sem ekki nenna að lesa bækur“. Nú veit ég ekki hvort Kolbrún hefur horft á knattspyrnuleik eða íþróttaviðburð einhvern tímann á ævinni, ég geri samt fastlega ráð fyrir því. Því þegar Kolbrún segir að knattspyrna sé ómerkilegur leikur þá er hún í raun að segja að allar hópíþróttir séu ómerkilegar og fyrir alla þá sem hafa ekki "gáfur“ til þess að lesa bækur.

Kjarasamningar – ný þjóðarsátt

Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar

Fram undan eru tímar þar sem leysa þarf úr mikilvægum málum á hinum pólitíska vettvangi og afar brýnt er að það verði gert með þeim hætti að þjóðin fái ekki annan skell í ætt við þann sem hún fékk í október árið 2008. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur glímdi við mörg erfið mál, kláraði sum þeirra en skildi önnur eftir í uppnámi. Staðan er þannig núna að það skortir stöðugleika og festu til þess að atvinnustarfsemi geti blómstrað. Þeir sem leggja út í atvinnurekstur vilja og þurfa að geta treyst því að hægt sé að gera áætlanir til nánustu framtíðar. Fjárfestingar eru nú í algjöru lágmarki og meira að segja hefur vantað allan fjárfestingarvilja þeirra sem starfa í höfuðatvinnugrein okkar, sjávarútvegi, því ríkisstjórnarflokkarnir komu málum þannig fyrir að óvissan um atvinnugreinina varð alger.

Stokka upp eða láta það springa?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Aðsókn í kennaranám hefur minnkað um helming. Fréttablaðið sagði frá því í gær að árið 2006 hefðu 419 manns sótt um að hefja kennaranám við Háskóla Íslands, en 203 í fyrra. Árið 2012 var aðeins 13 umsækjendum hafnað, en 156 árið 2006.

Heilsa fyrirtækja

Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar

Ímyndaðu þér að fyrirtæki eða opinber stofnun sé manneskja úr holdi og blóði. Manneskja sem hefur sinn eigin karakter og hefur mótað lífsskoðanir sínar og viðhorf út frá reynslu og uppeldi. Það getur veikst af bæði smávægilegum og alvarlegum sjúkdómum, verið í "dysfunctional“ samskiptum og þarf stundum á stuðningi og aðstoð að halda þegar á móti blæs. Það getur verið með heilbrigð lífsviðhorf og sterka siðferðiskennd, getur glímt við "tilfinningalegan vanda“ eða jafnvel verið haldið persónuleikaröskun.

Girðingarlykkjurnar

Svavar Hávarðsson skrifar

Fyrir fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykilorðið. "Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkrahúsi til þess að spara kerfinu vasapeninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það "fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um einsdæmi að ræða.

Ákall til innanríkisráðherra

Helga Tryggvadóttir skrifar

Í liðinni viku vakti mál samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu athygli og hneykslan margra, en umsókn hans um hæli hér á landi hefur verði synjað án þess að hafa verið tekin til efnislegrar meðferðar hér og Útlendingastofnun hyggst senda viðkomandi aftur til Ítalíu þaðan sem hann kom hingað til lands. Á Ítalíu hefur umsókn hans um stöðu flóttamanns velkst um í kerfinu í níu ár. Í þessi níu ár hefur maðurinn neyðst til að búa á götunni og reynt að sjá sér farborða án þess að eiga heimili, möguleika á atvinnu eða aðstoð frá stjórnvöldum. Vegna staðsetningar Ítalíu er mikill fjöldi flóttamanna sem þangað leitar en ár hvert tekur Ítalía við 50 þúsund hælisumsóknum. Hvort sem flóttafólki er veitt réttarstaða flóttamanns eða ekki, blasir við því ömurlegt ástand. Fyrir flóttamenn eru atvinnuhorfur nánast engar, þeir lenda á jaðri samfélagsins og verða í æ meira mæli fyrir ofbeldi og árásum af hálfu rasista.

Hindrum ranglæti

Toshiki Toma skrifar

Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar.

2007 í augsýn!

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna "forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun.

Auðlindin fjöll… Auðlindin Bláfjöll!

Hildur Jónsdóttir skrifar

Nú er liðinn síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fjöllin báru við bláan himinn, sólin skellihló og hvítir toppar toguðu til sín marga skíðamenn á öllum aldri bæði á miðvikudagskvöld og fimmtudag. Haldin var hátíð snjóbretta og skíðamanna miðvikudagskvöldið 7. maí í dulúðlegri kvöldstemningunni.

Sérskólar

Ágúst Kristmanns skrifar

Í umræðunni um Klettaskóla tala yfirvöld fjálglega um skóla fyrir alla, mannréttindi og fjölbreytt samfélag en minnast aldrei einu orði á hvernig þeim börnum líður sem eru neydd til að ganga í almennan skóla.

Skemmdarverk á miðborg Reykjavíkur

Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram á þeirri vondu braut að stuðla að byggingu risahótels í hjarta borgarinnar sem mun eyðileggja hið sögufræga Sjálfstæðishús (Nasa), þrengja mjög að almannarýmum og Alþingi Íslendinga, auka skuggavarp á Austurvöll og eyðileggja suðurhlið Ingólfstorgs.

Fjölþjóðleg flækja

Sara McMahon skrifar

Góðan dag. Er þessi trefill rétt merktur? Getur verið að hann kosti 4.000 krónur? - No. It is 400 krónur. - Nú jæja, þá ætla ég að fá hann. - Yes. 400 krónur, please. - Gjörðu svo vel. - Thank you. Have a nice stay.

Blindur, brúnn og hrukkóttur

Teitur Guðmundsson skrifar

Nú þegar sumarið er komið bíðum við eftir sólinni sem yljar okkur og öllu öðru, hún glæðir gróðurinn lífi og það hleypur viss kátína í unga sem aldna.

Borgarstjórn hrósað

Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar

Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga.

Ofbeldi gegn ófæddum börnum

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Mæðradagurinn var á sunnudaginn með tilheyrandi yfirlýsingum á Facebook um hversu dásamlegar mæður fólk ætti almennt. Svo rammt kvað að fullyrðingunum um stórkostleika mæðranna að einhver benti á að það mætti ætla að það eitt að verða móðir gerði konur að dýrlingum. Mamma er best og allir elska mömmur var boðskapur dagsins.

Framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri

Björn Jón Bragason skrifar

Nú hafa hugmyndir um flugvöll á Hólmsheiði enn á ný skotið upp kollinum og raunar með ólíkindum að stjórnmálamenn sem vilja taka sig alvarlega skuli ljá máls á slíkri framkvæmd.

Samfylkingin og staða leigjenda

Þorleifur Gunnlaugsson skrifar

Fyrir kosningar rigndi inn blaðagreinum frá frambjóðendum þar sem ágæti framboðs var tíundað. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og frambjóðandi Samfylkingarinnar, fékk eina slíka birta í Fréttablaðinu 25. apríl sl. Þar sagði hún það vera eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar að bæta stöðu leigjenda.

Lengri vinnudag?

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Formennirnir hafa aðallega rætt um efnahagsmál og stöðu ríkissjóðs sem eðlilegt er. Efnislega fékkst þó lítið upp úr þeim nema að þeir eru sammála um að einfalda skattkerfið og Bjarni Benediktsson vísar í áherslur flokksins um lækkun skatta til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Fram hefur komið að formennirnir leggja áherslu á einföldun á kerfinu og jákvæða hvata.

Valfrelsi með humrinum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðbrögð við ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns Heimdallar, um bann við sunnudagsopnun vínbúða, hafa verið vægast sagt öfgakennd. Áslaug svaraði spurningu Fréttatímans og sagðist trúa að sjálfstæðismenn sæju til þess að fólk gæti keypt hvítvín með humrinum og rauðvín með steikinni þegar því hentaði.

Lækningar fremur en refsingar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Eiturlyf. Sjálft orðið er hlaðið sprengikrafti: ?eitur? er það sem skaðar okkur en ?lyf? er það sem bætir líðan okkar til líkama og sálar. Annað orðið vísar til eyðingar, hitt til lækninga.

Þroskaheft femínista- hlussa gekk inn á bar…

Saga Garðarsdóttir skrifar

Tjáningarfrelsi er töff og ég vil hafa rétt á því að segja hvað sem mér sýnist hvenær sem mér sýnist en ég er líka meðvituð um að það sem ég segi hefur áhrif og því fylgir ábyrgð. Á sama tíma og ég hef rétt á að segja hvað sem er hefur þú rétt á að móðgast.

Fjölmenningin blómstrar á Íslandi

Mikael Torfason skrifar

Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega.

Nafnlausum dalunnanda svarað

Björn Guðmundsson skrifar

Nýlega birtist í þessu blaði grein eftir mig undir fyrirsögninni „Skógræktaröfgar í Elliðaárdal“.

Gleðilegan Fjölmenningardag!

Margrét Sverrisdóttir skrifar

Í dag, laugardaginn 11. maí, er Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar haldinn hátíðlegur í fimmta sinn.

Hver ber ábyrgðina?

Ólafur Hallgrímsson skrifar

Lífríkið í Lagarfljóti er að deyja út. Ekki kemur það þeim beinlínis á óvart sem vöruðu við afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar.

Ármann, eldhress gamlingi

Freyr Ólafsson skrifar

Ármann er kominn til ára sinna. Hann steig sín fyrstu skref í miðborg Reykjavíkur undir lok þar síðustu aldar. Hann var nefndur eftir gömlum glímuþjálfara ofan úr Þingvallasveit, Ármanni í Ármannsfelli.

Uppáklædd eðla

Karen Kjartansdóttir skrifar

Þegar ég leit í spegil í morgunskímunni um daginn sýndist mér ég sjá eðlu. Eitthvert skriðdýrslegt blik virtist vera í augum mér og svo virtist sem húðin hefði fengið á sig grænleitan blæ.

Gerjun í utanríkispólitíkinni

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fjármálakreppan hefur víða dregið úr tiltrú á alþjóðasamvinnu. Að sama skapi hefur einangrunarhyggju vaxið fiskur um hrygg. Í einstökum ríkjum Evrópusambandsins hafa viðhorfsbreytingar af þessu tagi skerpt átakalínur í pólitík.

Þetta er ekki pistill sem mun breyta lífi þínu

Óttar M. Norðfjörð skrifar

Þetta er ekki pistill sem mun breyta lífi þínu. Það eru heldur engin svör í honum og ég veð úr einu í annað. Ég er ekki að segja neitt nýtt eða frumlegt en samt sit ég hér og held áfram að skrifa. Ég held áfram að skrifa vegna þess að það er svo margt í kringum mig sem ég skil ekki. Þannig hefur það verið síðan ég var lítill og þá skildi ég það heldur ekki.

Bakarinn á Nørregade

Halldór Halldórsson skrifar

Ég hafði gaman af dönsku í grunnskóla. Mál og menning þjóðarinnar lagðist vel í mig, mamma hlýddi mér yfir og yfirleitt fékk ég hæstu einkunnirnar í dönsku.

Ábyrgðina til fólksins

Stefán Jón Hafstein skrifar

Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar,

Sumarbústaðir þjóðarinnar

Pawel Bartoszek skrifar

Ég er nýkominn frá Kanaríeyjum. Á suðurhluta Tenerife, þar sem eitt sinn var bara eyðimörk, er nú ferðamannaparadís með alls konar veitingastöðum og hótelum. Allt byggt frá grunni og vissulega missmekklegt. Einn maður byggði ógeðslega blátt hótel. Maðurinn við hliðina á hugsaði greinilega: ?Ég ætla að byggja ógeðslega bleikt hótel. Bleika hótelið mitt verður miklu meira bleikt en bláa hótelið er blátt. Og þar verða dórískar súlur og svona englar með örvar.? Svona æsa menn sig stundum upp í kítsi. En ég nenni ekki lengur að rembast við að hafa fágaðan smekk. Ekki þegar ég er í fríi.

Vefjagigt í 20 ár: Vitundarvakningar er þörf

Arnór Víkingsson skrifar

Þann 1. janúar 2013 voru 20 ár liðin síðan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) samþykkti formlega vefjagigt sem heilkenni með alþjóðlega sjúkdóms-kóðanum M79.7. Þremur árum áður hafði Félag bandarískra gigtarlækna sett fram sjúkdómsskilmerki fyrir vefjagigt sem enn eru í gildi. Þannig varð til á þessum tíma nýtt sjúkdómsheiti yfir heilsufarsvandamál sem áður var lítill gaumur gefinn og hafði stundum leitt til þess að sjúklingar fengu enga eða misvísandi sjúkdómsgreiningu hjá læknum.

300 milljarðar Framsóknar

Össur Skarphéðinsson skrifar

Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður.

45.000 fleiri í hvalaskoðun

Mikael Torfason skrifar

Í gær var fyrsta hrefnan drepin í Faxaflóa, rétt fyrir utan skoðunarlínuna svokölluðu. Í fyrra tókst að drepa fimmtíu og þrjú dýr og í ár ætla veiðimenn að gera enn betur. Þeir segja eftirspurnina mikla en kjötið er fyrir heimamarkað og sagt vinsælt á grillið. Kvótinn er tvö hundruð og sextán hrefnur í ár en ekki er talið líklegt að hann verði fullnýttur.

Tap eða sigur?

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Mótlæti getur verið dulbúin gæfa ef réttir lærdómar eru dregnir af því sem úrskeiðis fór. Tapi má snúa í sigur með eindrægni og heiðarleika, sé litið í eigin barm, veikleikarnir viðurkenndir og mistök bætt.

Kveðja af botninum

Stígur Helgason skrifar

Vefsíðan Careercast hefur undanfarin ár lagst í ítarlega rannsókn á því hver séu bestu og verstu störf í hinum vestræna heimi. Á listanum eru 200 starfsstéttir og niðurstaðan byggir á fimm mælikvörðum; líkamlegum kröfum, vinnuumhverfi, álagi, launum og starfsöryggi.

Sjá næstu 50 greinar