Fleiri fréttir

Óskalag show-manna

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Eitt laugardagskvöld fyrir um það bil ári síðan sat ég ölkátur á barnum Azahara í bænum Priego de Kordóva þegar fagur söngur barst inn um dyrnar frá götunni við glimrandi gítarundirspil, tamborínuslátt, flautuleik og bjölluklingur. Ég stökk út til að bera tónlistarfólkið augum og hlýða á þetta fagra lag sem hljómaði eins rússneskt þjóðlag en textinn var spænskur og kristilegur. Að hljómflutningi loknum kom flautuleikarinn að mér með krukku í hendi og lagði ég auðfús evru í hana en lofsorð í eyru. Hélt ég síðan fjörinu áfram á næsta bar.

Styndu af hjartans þrá

Sigga Dögg skrifar

Spurning: Ég er ein af þeim konum sem eiga erfitt með að fá fullnægingu í kynlífi og ég held að það sé ekki út af þekkingarleysi kærastans. Hann kann alveg sitt, mér finnst ég bara oft vera að hugsa um eitthvað allt annað þegar við stundum kynlíf. Ég ræð ekkert við það og það er mjög pirrandi því oft dett ég úr stuði og stundum tekur hann eftir því og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Og auðvitað er allt í lagi þó stundum pæli ég í hlutum eins og hvort honum finnist ég sæt og hvað hann sé að hugsa, gera það ekki allir?

Framtíðin er okkar

Birgir Örn Guðjónsson skrifar

Þessar línur eru sérstaklega ætlaðar þeim sem hafa ekki mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Það er nefnilega staðreynd að þeir sem hafa minnstan áhuga á stjórnmálum eru gjarnan þeir sem þurfa mest á breytingum að halda. Þetta eru oft þeir sem þurfa að láta í sér heyra og hafa áhrif. Þetta er millistéttin og þeir sem hafa það jafnvel enn verra.

Upprætum ógeðið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Umfangsmikil aðgerð lögreglu og tollgæzlu gegn glæpasamtökunum Outlaws á miðvikudagskvöldið ber vott um að löggæzluyfirvöld hyggist ekki sýna þessum félagsskap neina linkind.

Staðreyndir um Álftanesveg

Gunnar Einarsson skrifar

Þegar vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð og leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Í umræðu um framkvæmdina hefur mörgum rangfærslum verið haldið á loft og verður hér reynt að leiðrétta þær.

Upplyfting andans!

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ímyndum okkur sem snöggvast verkalýðsfélag. Kjarasamningar þess eru lausir. Formaðurinn á í viðræðum við atvinnurekendur um hófsamar launahækkanir. Þær ganga vel. Varaformaðurinn styður formanninn til slíkra samtala en gerir honum um leið ljóst að hann muni standa í vegi hvers þess samnings sem út úr þeim komi. Hann telur vænlegra að fara gömlu leiðina með verkföllum og verðbólgu.

Hvernig gengur með Orkuveituna?

Dagur B. Eggertsson skrifar

Næsta ár er erfiðasta árið í fjármögnun Orkuveitunnar skv. fimm ára aðgerðaráætlun eigenda sem samþykkt var til bjargar fyrirtækinu fyrir hálfu öðru ári. Þá greiðir OR niður lán sem nemur 25 milljörðum króna. Þetta er stærsti áfangi í lækkun skulda skv.

Ísland, eyjan í norðri!

Tinna Rós Steinsdóttir skrifar

Joey í Friends orðaði það vel með ódauðlegum orðum sínum "London baby!“ Greyið varð þó fyrir miklum vonbrigðum þegar yfir hafið var komið og vildi helst komast aftur heim til Bandaríkjanna þar sem allt var svo miklu betra.

Leitum ekki að lægsta samnefnaranum

Páll Gunnar Pálsson skrifar

Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir.

Sveigjanleg skólaskil

Sölvi Sveinsson skrifar

Skólaskýrsla 2012 er nýkomin út, ýtarlegasta ritið sem hér kemur út árlega um skólamál, og Samband íslenskra sveitarfélaga á hrós skilið fyrir framtakið. Ég staldraði við tölur um leikskóla í ljósi frétta um að sáralítil aðsókn væri í nám fyrir leikskólakennara. Tölurnar eru býsna sláandi. 95% fimm ára barna eru í leikskóla og yngri börnum fjölgar hratt. Jafnframt

Merkisdagurinn 20. október

Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“. Þannig hefst inngangur að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin fær að taka afstöðu til 20. október næstkomandi.

Siðfræði og stjórnmál

Jón Þórisson skrifar

Ef leita á fyrirmynda í siðfræði stjórnmála í dag þá lenda menn í vandræðum. Nánast enga leiðsögn er að finna í grundvallaratriðum sem komið hefur frá leiðtogum stjórnmálanna síðustu rúma eina öld eða meira.

Gegnsærri stjórnsýsla á netinu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í Fréttablaðinu í fyrradag voru tvær fréttir, sem snúa að rafrænni stjórnsýslu sveitarfélaga. Annars vegar hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að í stað þess að setja eingöngu fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda og ráða bæjarins á vef bæjarins verði skjöl sem tengjast ákvörðunum á fundum gerð aðgengileg almenningi á netinu. Hins vegar var sagt frá því að borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi aðgengilegar á netinu.

Eflum háskóla- og vísindastarf

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða.

Að tala niður gjaldeyrishöftin

Pawel Bartoszek skrifar

Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjaldmiðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki "Hvað má segja?“ heldur "Hvað er satt?“ Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmálamenn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál.

Samkeppnisreglur eru mikilvægar

Vilmundur Jósefsson skrifar

Samtök atvinnulífsins hafa birt tillögur sem miða að því að skýra samkeppnislögin og bæta framkvæmd þeirra. Tillögurnar miða að auknu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs til að styrkja stöðu samkeppnisreglna. Tilgangurinn er að auðvelda fyrirtækjum að átta sig á inntaki laganna. Óskað er eftir almennum leiðbeiningum um hvernig unnt sé að meta hvort fyrirtæki hafi náð markaðsráðandi stöðu. Það er sjaldnast ljóst hvenær því marki er náð. Það getur verið háð því hvernig yfirvöld skilgreina markaði en fordæmi liggja sjaldnast fyrir. Er íslensk bókabúð í samkeppni við erlendar vefverslanir?

Mörg er matarholan

Þórólfur Matthíasson skrifar

Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings?

Bítlarnir í 50 ár

Guðmundur Pétursson skrifar

<hardreturn>Sunnudagurinn 6. Júlí 1957 er merkur dagur í tónlistarsögunni, en þá hittust í fyrsta sinn þeir JohnLennon og Paul McCartney á sumarhátíð St. Peters kirkjunnar í Woolton í Liverpool á Englandi. Ýmis skemmtiatriði voru í boði, m.a. skyldi hljómsveitin The Ouarry Men skemmta tvisvar og átti auk þess að spila á dansleik um kvöldið. Aðalmaðurinn í The Quarry Men var fyrrnefndur John, en hann spilaði þar á gítar og var auk þess aðalsöngvari hljómsveitarinnar.

Verndar ESB Vestmannaeyjar?

Elliði Vignisson skrifar

Össur Skarphéðinsson er mikill maður í mörgum skilningi þeirra orða. Væri hann söguhetja í skáldsögu væri honum sennilega lýst sem hnyttnum og kankvísum karli sem öllum vill vel. Ekki er ólíklegt að í persónulýsingu væri tekið fram að sjaldnast léti hann sannleikann skemma góða sögu. Sem slíkur er Össur í miklu uppáhaldi hjá okkur Eyjamönnum og fáa fáum við skemmtilegri í heimsókn. Í hvívetna hefur hann sýnt okkur skilning og vikið að okkur hlýjum orðum og góðum gjörðum.

Einvígi við sjálfan sig

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Franska heimspekingnum René Descartes þótti gott að sofa út og vaknaði hann sjaldnast fyrr en um hádegi. Þegar hann var 53 ára falaðist Kristín Svíadrottning eftir einkakennslu frá meistaranum. Descartes samþykkti en komst brátt að því, sér til skelfingar, að Kristín vildi að kennslan færi fram eldsnemma á morgnana. Descartes var tilneyddur að verða við óskum drottningarinnar en fljótt varð ljóst að nýju svefnvenjurnar hentuðu honum engan veginn. Innan þriggja mánaða var hann dáinn úr lungnabólgu og telja læknar seinni tíma að þessi skyndilega breyting á svefnmynstri hafi veikt ónæmiskerfi hans og þannig átt hlut að máli.

0-0-1 í Afríku

Þórir Guðmundsson skrifar

Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður. Þessar alþjóðlegu matarvenjur halda okkur á lífi, gefa okkur starfsorku og eiga að duga okkur til lífs. Fólkið sem ég heimsótti nýlega í Vestur-Afríku þarf líka að borða þrisvar á dag til að halda sér gangandi en getur það ekki alltaf.

Mannréttindi og mannamál

Lára Magnúsardóttir skrifar

Undanfarna tæpa tvo áratugi hef ég fengist við sagnfræðirannsóknir á hugmyndum, lögum og rétti sem lúta að því hvernig yfirvöld stýra einkalífi almennings. Árið 2007 birti ég stóra rannsókn um bannfæringu í miðaldakirkjunni en í henni lagði ég jafnframt fram aðferðafræði sem ég útbjó til þess að geta túlkað heimildirnar á skipulagðan hátt. Aðferðin lýtur að því að skilgreina hugtök réttarkerfisins nákvæmlega og í samhengi hvert við annað. Rannsóknin sýndi fram á að saman mynda hugtökin kerfi, ekki ólíkt stærðfræðiformúlu að því leyti að ef rangt er farið með eitt hugtak getur útkoman úr

Kássast upp á jússur

Friðrika Benónýs skrifar

Einelti er skelfilegt. Um það erum við öll sammála. En þrátt fyrir mikla umræðu og markvissar aðgerðir virðist ganga illa að ráða niðurlögum þess. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum og lýsir sárri reynslu af einelti skólafélaga, vinnufélaga eða annarra. Og við jesúsum okkur og hryllum í kór yfir þessum sögum; skiljum ekki hvaðan þessi grimmd og mannfyrirlitning kemur. Kannski við ættum að líta okkur nær.

Yfirstjórn upplýsingakerfa

Jón Finnbogason skrifar

Bókhaldskerfi ríkisins var mikið í umræðunni í síðustu viku eftir uppljóstranir Ríkisútvarpsins um drög að þriggja ára gamalli skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þó nokkur atriði hafa þótt fara úrskeiðis við rekstur og þróun kerfisins og ábyrgð á því virðist lenda á milli stofnana. Greinilegt er að eftirliti hefur verið ábótavant og menn gerst uppvísir að því að draga

Ja hérna, ólýðræðisleg þjóðaratkvæðagreiðsla!

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

Stundum verð ég orðlaus, ekki oft samt. Það gerðist þó þegar ég heyrði að formaður Sjálfstæðisflokksins teldi þjóðaratkvæðisgreiðsluna 20. október ólýðræðislega. Mér skildist að það væri vegna þess að hann teldi að stjórnarflokkarnir ætluðu að nota niðurstöðurnar til að rökstyðja það sem best hentaði stefnu þeirra.

Talað inn í tómarúmið á miðjunni

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni "samstaða um þjóðarhagsmuni“.

Rekstur LSH – „talnalækningar“ eða staðreyndir?

María Heimisdóttir skrifar

Meintar „talnalækningar“ á Landspítala eru gerðar að umtalsefni í grein Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur í Fréttablaðinu 27. sept. sl. Þar heldur Guðrún því fram að upplýsingar um rekstrarafkomu LSH séu settar fram með villandi hætti „athugasemdalaust – endalaust“. Hún endar grein sína á að spyrja „Hver er tilgangurinn?“.

Á að hljóðrita ríkisstjórnarfundi?

Róbert R. Spanó skrifar

Ríkisstjórn er vettvangur samráðs ráðherra um stjórn landsins. Stjórnskipunin gerir ráð fyrir því að þar séu rædd mikilvæg stjórnarmálefni sem hafi áhrif á hag allrar þjóðarinnar. Það má því fullyrða að margir hefðu áhuga á því að vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundum. Fáir hafa upplifað það og fáir sem munu upplifa það í framtíðinni. Eða hvað?

Sérstaða Íslands

Pétur Einarsson skrifar

Á þriðjudag kom út skýrsla sérfræðingahóps á vegum Evrópusambandsins sem segir að setja þurfi meiri takmarkanir á fjármálakerfið en gert er í núverandi reglum. Þannig á að koma í veg fyrir að kostnaður vegna hruns fjármálakerfis lendi á herðum almennings. Sú niðurstaða er í samræmi við skýrslur sem hafa verið gefnar út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þessar tillögur eru skref í rétta átt en engu að síður málamiðlun sem er gerð til að mæta sjónarmiðum stórra alþjóðlegra banka.

Enginn áhugi á umbótum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu.

60 ára stjórnmálasamband

Hjálmar Sveinsson skrifar

Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning.

Í þágu nýtingar og þröngra ráðagerða

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í "veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna.

Vilt þú að krefjast megi þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þorkell Helgason skrifar

Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Orðrétt hljóðar hún svo: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“

Af Evru-horni BB. Taka tvö

Þröstur Ólafsson skrifar

Óskin er faðir hugsunarinnar. Mér datt þess forni vísdómur í hug þegar ég las viðbrögð Björns Bjarnasonar (Fréttablaðið 1. okt. sl.) við stuttri athugasemd sem áður hafði birst í sama blaði. BB segir þar að þótt evran hafi vissulega haldið gildi sínu, hafi hún engu að síður fallið á prófinu. Hann færir engin rök fyrir þessu prófdómaramati sínu önnur en tíðar fundasetur evrulandaráðherra í Brussel. Þá getur hann þess, að nú eigi að bæta galla Maastricht-sáttmálans, sem hann réttilega segir að illa hafi verið staðið að á sínum tíma, með ríkisfjármálasamningi. Þetta á að sanna að evran hafi falllið á prófinu. Þetta er í besta falli vandræðaleg málsvörn fyrir slæmum málstað.

Súðavík er í brunarúst

Bergvin Oddsson skrifar

Umfjöllun um hinn stóra sinubruna sem átti sér stað í lok sumars á Laugarlandi í landi Súðavíkurhrepps hefur ekki farið fram hjá neinum. Nú er reikningurinn kominn og hljóðar upp á 20 milljónir króna. Sveitarfélagið gerði ráð fyrir að kostnaður við að reka slökkviliðið væri ein milljón króna fyrir árið 2012. Kostnaður vegna þessa bruna er því tuttugu sinnum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Ekki er öll vitleysan eins

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjónvarpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. "Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!“ myndi sjálfsagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði ranglandahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi.

Ísland er þar sem það er

Magnús Halldórsson skrifar

Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum tækifærum vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum, einkum á svæðinu frá norðurhluta Rússlands, um Noreg, Færeyjar, Ísland, Grænland, Nýfundnaland og alla leið til Kanada.

Sáttafarvegurinn virkjaður á ný

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn.

Ögurstund í Gálgahrauni

Gunnsteinn Ólafsson skrifar

Skýrt er kveðið á um það í lögum að eldhraun á Íslandi njóti sérstakrar verndar. Allar framkvæmdir í eldhrauni eru því strangt til tekið ólöglegar. Gálgahraun á Álftanesi er eldhraun og auk þess á náttúruminjaskrá sem eykur enn á verndargildi þess. Garðabær fer með skipulagsvald í Gálgahrauni. Bærinn hefur þegar látið reisa heilt íbúðahverfi í

Eflum metnaðinn

Ban Ki-moon skrifar

Veraldarleiðtogar safnast saman um þetta leyti á hverju ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York til að ræða ástand heimsins. Í ár notaði ég tækifærið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þeirrar stefnu sem við, mannkynið, höfum tekið.

Umferðarlög, aksturshæfni og læknisvottorð

Teitur Guðmundsson skrifar

Á þessu þingi liggur nú fyrir að nýju frumvarp til umferðarlaga, sem er lagt fram af innanríkisráðherra, en það hefur verið í farvatninu um nokkurt skeið. Tímabært hefur verið að endurskoða fyrri lög sem eru frá árinu 1987 með síðari breytingum og hefur nýtt frumvarp fengið umsagnir fjölmargra aðila og fer nú í umfjöllun í nefndum þingsins í framhaldi.

Sjá næstu 50 greinar