Af Evru-horni BB. Taka tvö Þröstur Ólafsson skrifar 3. október 2012 06:00 Óskin er faðir hugsunarinnar. Mér datt þess forni vísdómur í hug þegar ég las viðbrögð Björns Bjarnasonar (Fréttablaðið 1. okt. sl.) við stuttri athugasemd sem áður hafði birst í sama blaði. BB segir þar að þótt evran hafi vissulega haldið gildi sínu, hafi hún engu að síður fallið á prófinu. Hann færir engin rök fyrir þessu prófdómaramati sínu önnur en tíðar fundasetur evrulandaráðherra í Brussel. Þá getur hann þess, að nú eigi að bæta galla Maastricht-sáttmálans, sem hann réttilega segir að illa hafi verið staðið að á sínum tíma, með ríkisfjármálasamningi. Þetta á að sanna að evran hafi falllið á prófinu. Þetta er í besta falli vandræðaleg málsvörn fyrir slæmum málstað. Vandi Evrópu er þrískiptur; skuldavandi, bankakreppa og hagsveifluvandi. Gengi og staða evrunnar er óhaggað þrátt fyrir þessa utanaðkomandi erfiðleika. Frá árinu 2002, þegar evran var sett á flot, hefur saga hennar verið sigurganga. Hún hefur fært saman sundurleita markaði og fólk á landsvæðum með landamærum þar sem skipta þurfti í viðkomandi þjóðargjaldmynt. Viðskipti hafa stóraukist á sameiginlega markaðinum. Jafnframt hafa utanríkisviðskipti bæði orðið ódýrari, auðveldari og ábatasamari vegna sameiginlegs, stöðugs alþjóðlegs gjaldmiðils. Þá hefur afkoma almennings farið batnandi, þótt hagvöxtur hafi ekki alls staðar verið til fyrirmyndar. Stöðugleiki verðlags og lágir vextir í kjölfar evrunnar hafa leitt af sér betri og stöðugri samfélög. Sá tími þegar öll Suður-Evrópulöndin voru í eins konar kapphlaupi um að fella gengi gjaldmiðla sinna til að ná tímabundnu samkeppnisforskoti á nágranna sína er liðinn. Hagspeki þeirra var sömu ættar og okkar, að velta mistökum hagstjórnarinnar yfir á almenning. Það er vegna þessa mikla árangurs evrunnar, sem löndin hafa tekið þátt í um tíu ára skeið, sem er ástæða þess að enginn vill fara út úr evrusamstarfinu, ekki grunnhyggin glefsa Björns í bitnu gjafahöndina. Gengi gjaldmiðils er afleiðing af stöðu ríkisfjármála, hagstjórnar og markaðsspámennsku. Þótt skuldavandi nokkurra evrulanda sé skelfilegur, og alltof margir bankar á svæðinu þurfi á aðstoð að halda, er ekki gjaldmiðlinum um að kenna. Skuldir Bandaríkjanna eru hærri en evrulandanna. Þeir eiga eftir að bíta úr nálinni með þær. Það er heldur ekki dollaranum um að kenna, heldur þessu vestræna skuldasukki sem þjóðþingin hafa lagt blessun yfir um langan aldur. Evran knýr stjórnmálamenn í Evrópu til að haga sér öðruvísi. Þeir verða að tileinka sér ráðdeild og aðhald í ríkisrekstri. Munum: Aðeins skuldlítil þjóð er sjálfstæð. Ef BB vill láta taka sig alvarlega, út fyrir Nei-hirðir Ásmundar Daðasonar og Jóns Bjarnasonar, þá verður hann að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Óskin er faðir hugsunarinnar. Mér datt þess forni vísdómur í hug þegar ég las viðbrögð Björns Bjarnasonar (Fréttablaðið 1. okt. sl.) við stuttri athugasemd sem áður hafði birst í sama blaði. BB segir þar að þótt evran hafi vissulega haldið gildi sínu, hafi hún engu að síður fallið á prófinu. Hann færir engin rök fyrir þessu prófdómaramati sínu önnur en tíðar fundasetur evrulandaráðherra í Brussel. Þá getur hann þess, að nú eigi að bæta galla Maastricht-sáttmálans, sem hann réttilega segir að illa hafi verið staðið að á sínum tíma, með ríkisfjármálasamningi. Þetta á að sanna að evran hafi falllið á prófinu. Þetta er í besta falli vandræðaleg málsvörn fyrir slæmum málstað. Vandi Evrópu er þrískiptur; skuldavandi, bankakreppa og hagsveifluvandi. Gengi og staða evrunnar er óhaggað þrátt fyrir þessa utanaðkomandi erfiðleika. Frá árinu 2002, þegar evran var sett á flot, hefur saga hennar verið sigurganga. Hún hefur fært saman sundurleita markaði og fólk á landsvæðum með landamærum þar sem skipta þurfti í viðkomandi þjóðargjaldmynt. Viðskipti hafa stóraukist á sameiginlega markaðinum. Jafnframt hafa utanríkisviðskipti bæði orðið ódýrari, auðveldari og ábatasamari vegna sameiginlegs, stöðugs alþjóðlegs gjaldmiðils. Þá hefur afkoma almennings farið batnandi, þótt hagvöxtur hafi ekki alls staðar verið til fyrirmyndar. Stöðugleiki verðlags og lágir vextir í kjölfar evrunnar hafa leitt af sér betri og stöðugri samfélög. Sá tími þegar öll Suður-Evrópulöndin voru í eins konar kapphlaupi um að fella gengi gjaldmiðla sinna til að ná tímabundnu samkeppnisforskoti á nágranna sína er liðinn. Hagspeki þeirra var sömu ættar og okkar, að velta mistökum hagstjórnarinnar yfir á almenning. Það er vegna þessa mikla árangurs evrunnar, sem löndin hafa tekið þátt í um tíu ára skeið, sem er ástæða þess að enginn vill fara út úr evrusamstarfinu, ekki grunnhyggin glefsa Björns í bitnu gjafahöndina. Gengi gjaldmiðils er afleiðing af stöðu ríkisfjármála, hagstjórnar og markaðsspámennsku. Þótt skuldavandi nokkurra evrulanda sé skelfilegur, og alltof margir bankar á svæðinu þurfi á aðstoð að halda, er ekki gjaldmiðlinum um að kenna. Skuldir Bandaríkjanna eru hærri en evrulandanna. Þeir eiga eftir að bíta úr nálinni með þær. Það er heldur ekki dollaranum um að kenna, heldur þessu vestræna skuldasukki sem þjóðþingin hafa lagt blessun yfir um langan aldur. Evran knýr stjórnmálamenn í Evrópu til að haga sér öðruvísi. Þeir verða að tileinka sér ráðdeild og aðhald í ríkisrekstri. Munum: Aðeins skuldlítil þjóð er sjálfstæð. Ef BB vill láta taka sig alvarlega, út fyrir Nei-hirðir Ásmundar Daðasonar og Jóns Bjarnasonar, þá verður hann að gera betur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar