Fleiri fréttir

Talað inn í tómarúmið á miðjunni
Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni "samstaða um þjóðarhagsmuni“.

Rekstur LSH – „talnalækningar“ eða staðreyndir?
Meintar „talnalækningar“ á Landspítala eru gerðar að umtalsefni í grein Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur í Fréttablaðinu 27. sept. sl. Þar heldur Guðrún því fram að upplýsingar um rekstrarafkomu LSH séu settar fram með villandi hætti „athugasemdalaust – endalaust“. Hún endar grein sína á að spyrja „Hver er tilgangurinn?“.

Á að hljóðrita ríkisstjórnarfundi?
Ríkisstjórn er vettvangur samráðs ráðherra um stjórn landsins. Stjórnskipunin gerir ráð fyrir því að þar séu rædd mikilvæg stjórnarmálefni sem hafi áhrif á hag allrar þjóðarinnar. Það má því fullyrða að margir hefðu áhuga á því að vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundum. Fáir hafa upplifað það og fáir sem munu upplifa það í framtíðinni. Eða hvað?

Sérstaða Íslands
Á þriðjudag kom út skýrsla sérfræðingahóps á vegum Evrópusambandsins sem segir að setja þurfi meiri takmarkanir á fjármálakerfið en gert er í núverandi reglum. Þannig á að koma í veg fyrir að kostnaður vegna hruns fjármálakerfis lendi á herðum almennings. Sú niðurstaða er í samræmi við skýrslur sem hafa verið gefnar út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þessar tillögur eru skref í rétta átt en engu að síður málamiðlun sem er gerð til að mæta sjónarmiðum stórra alþjóðlegra banka.


Enginn áhugi á umbótum
Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu.

60 ára stjórnmálasamband
Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning.

Í þágu nýtingar og þröngra ráðagerða
Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í "veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna.

Vilt þú að krefjast megi þjóðaratkvæðagreiðslu?
Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Orðrétt hljóðar hún svo: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“

Af Evru-horni BB. Taka tvö
Óskin er faðir hugsunarinnar. Mér datt þess forni vísdómur í hug þegar ég las viðbrögð Björns Bjarnasonar (Fréttablaðið 1. okt. sl.) við stuttri athugasemd sem áður hafði birst í sama blaði. BB segir þar að þótt evran hafi vissulega haldið gildi sínu, hafi hún engu að síður fallið á prófinu. Hann færir engin rök fyrir þessu prófdómaramati sínu önnur en tíðar fundasetur evrulandaráðherra í Brussel. Þá getur hann þess, að nú eigi að bæta galla Maastricht-sáttmálans, sem hann réttilega segir að illa hafi verið staðið að á sínum tíma, með ríkisfjármálasamningi. Þetta á að sanna að evran hafi falllið á prófinu. Þetta er í besta falli vandræðaleg málsvörn fyrir slæmum málstað.

Súðavík er í brunarúst
Umfjöllun um hinn stóra sinubruna sem átti sér stað í lok sumars á Laugarlandi í landi Súðavíkurhrepps hefur ekki farið fram hjá neinum. Nú er reikningurinn kominn og hljóðar upp á 20 milljónir króna. Sveitarfélagið gerði ráð fyrir að kostnaður við að reka slökkviliðið væri ein milljón króna fyrir árið 2012. Kostnaður vegna þessa bruna er því tuttugu sinnum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Ekki er öll vitleysan eins
Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjónvarpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. "Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!“ myndi sjálfsagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði ranglandahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi.

Ísland er þar sem það er
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum tækifærum vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum, einkum á svæðinu frá norðurhluta Rússlands, um Noreg, Færeyjar, Ísland, Grænland, Nýfundnaland og alla leið til Kanada.


Sáttafarvegurinn virkjaður á ný
Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn.

Ögurstund í Gálgahrauni
Skýrt er kveðið á um það í lögum að eldhraun á Íslandi njóti sérstakrar verndar. Allar framkvæmdir í eldhrauni eru því strangt til tekið ólöglegar. Gálgahraun á Álftanesi er eldhraun og auk þess á náttúruminjaskrá sem eykur enn á verndargildi þess. Garðabær fer með skipulagsvald í Gálgahrauni. Bærinn hefur þegar látið reisa heilt íbúðahverfi í

Eflum metnaðinn
Veraldarleiðtogar safnast saman um þetta leyti á hverju ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York til að ræða ástand heimsins. Í ár notaði ég tækifærið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þeirrar stefnu sem við, mannkynið, höfum tekið.

Umferðarlög, aksturshæfni og læknisvottorð
Á þessu þingi liggur nú fyrir að nýju frumvarp til umferðarlaga, sem er lagt fram af innanríkisráðherra, en það hefur verið í farvatninu um nokkurt skeið. Tímabært hefur verið að endurskoða fyrri lög sem eru frá árinu 1987 með síðari breytingum og hefur nýtt frumvarp fengið umsagnir fjölmargra aðila og fer nú í umfjöllun í nefndum þingsins í framhaldi.

Eldislax frá Síle?
Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar

Vegurinn eilífi eða vottunarferli ESB
Um 500 árum fyrir Krist sagði sá mikli spekingur Lao Tze okkur söguna um Veginn eilífa og sú saga var þýdd snemma á síðustu öld yfir á íslensku af þeim bræðrum Yngva og Jakobi Jóhannessonum sem Bókin um veginn. Á okkar tímum og í okkar landi er okkur nú þarft að minnast þessara sígildu og sönnu orða Lao Tze og draga af þeim lærdóm, sem hliðstæðu við okkar tíma og hvaða leið íslensk þjóð skuli velja, Veginn eilífa eða krókóttar gróðaleiðir hnattræðisins, skv. vottunarferli ESB:

Nauðungarsala
Síðustu átta mánuði voru skráðar 1.459 nauðungarsölubeiðnir á fasteignum hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Fjórar afborganir af einu láni geta verið næg ástæða fyrir banka til að setja heimili á nauðungaruppboð. Við það þurrkast út milljónir sem fjölskylda hefur borgað bankanum samviskusamlega árum saman. Eign fjölskyldunnar verður í besta falli á núlli og jafnvel kemur fjölskyldan stórskuldug út úr hremmingunum ofan á það að missa heimili sitt.

Sannleikur í hættu
Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í stríði sé sannleikurinn. Það má til sanns vegar færa og á við í fleiri tilvikum en beinhörðum stríðsátökum. Raunar má segja að afskaplega margt í mannlegri tilveru byggi á því að hnika sannleikanum til, skreyta og fegra. Við þykjumst betri í einhverju en við erum, hissa á einhverju sem við bjuggumst við eða gumum af því á Facebook að hafa sko vel vitað eitthvað á undan öllum öðrum sem enginn gat vitað með vissu. Svo er það blessuð pólitíkin.

Ferðaþjónustuskattar: Tillaga við stef
Stefið hefur að undanförnu verið að finna þurfi fleiri aura, nú sé komið að því að skattleggja ferðaþjónustuna frekar. Við því er kannski ekkert að segja. Ef þörf er á að fá aukið fé í kassann, og fá erlenda ferðamenn til að skilja meira eftir sig, þá er aukin skattlagning á ferðaþjónustuna áreiðanlega leið að því marki. Klasse statt Masse, eins og Þjóðverjar segja.

Er fullt frelsi á flæði fjármagns?
Mikið er nú talað um frjálst flæði fjármagns milli landa. Af umræðunni mætti ætla að engar hömlur sé hægt að setja vegna slíks flutnings fjármagns. Þarna er á ferðinni afar mikill misskilningur, því í eðli sínu er alveg frjálst flæði fjármagns ekki til. Allar þjóðir þurfa að gæta þess að í landinu sé nægt fjármagn til eðlilegs reksturs og í EES-samningnum eru einmitt sett gagnleg á


Keppt á grundvelli gæða
Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu.

Já og allt í +
Áttu erfitt með að svara já eða nei? Nei. En hvort ætlar þú að krossa við já eða nei varðandi spurninguna um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Þá flækist málið. Fólk sem hefur svipaðar skoðanir greinir á um hvort það eigi að merkja við já eða nei vegna þess að spurningin er óskýr og jafnvel misvísandi.

Evran hefur fallið á prófinu
Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007.

Leiðréttingarsjóður íslenskra námsmanna
Samkvæmt Vísindavefnum segir: ?Afleiður eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna.? Enn fremur segir: ?Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Undirliggjandi eignir þurfa til dæmis ekki að vera fjármálaeignir? ? Samkvæmt Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu segir: ?Afleiða í viðskiptum er samningur eða fjármálagerningur þar sem undirliggjandi verðmæti þeirra fer eftir verðþróun annarrar eignar eða eigna. Nafnið vísar því til þess að verðmæti verðbréfsins er leitt af verðþróun annarra eigna. Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Sem dæmi má nefna hlutabréf, húsnæðislán, almenn lán, verðbréf, gjaldmiðla, hagvísitölur eða vextir banka.?

Hvers virði er þekking, færni og fagmennska í heilbrigðisþjónustunni?
Ísland er nú meðal þeirra landa innan OECD þar sem útgjöld til heilbrigðismála drógust mest saman árið 2010. Við okkur blasir að frá 2007 hefur verið rík hagræðingarkrafa á heilbrigðistofnanir í landinu sem hefur skilað sér í um 20-25% niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Aðhald og sparnaðarkrafa síðustu ára hefur nú leitt til þess að rekstur heilbrigðistofnana er kominn að þolmörkum enda hefur víðast verið dregið verulega úr þjónustu án þess að vinna markvisst að bættu skipulagi, samvinnu og samhæfingu í þjónustu við sjúklinga milli stofnana.

Vöktun á næringu viðkvæmra hópa
Hæfileg næring og gott næringarástand skiptir sköpum fyrir vöxt og þroska á fósturskeiði og barnsaldri og fyrir þá sem eru viðkvæmir vegna sjúkdóms eða hárrar elli. Rétt eins og góð næring fæst með matvælum, þá eru matvæli einnig lang stærsta flutningsleið óæskilegra efna úr umhverfinu inn í mannslíkamann. Óæskileg efni geta þannig borist í viðkvæma einstaklinga eins og börn og barnshafandi konur og haft neikvæð áhrif á heilsuna. Þetta geta verið aðskota- eða mengunarefni s.s. mýkingarefni úr plasti, þungmálmar, eða þrávirk lífræn efni. Eðlilega er mun meira vitað um áhrif fjölda efna í dag en fyrir nokkrum árum og áratugum en margt er þó enn óþekkt. Til að kanna hversu mikið berst í líkamann er nauðsynlegt að mæla styrk þessara efna reglulega í fólki með lífsýnamælingum, rétt eins og að nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með inntöku á öðrum óæskilegum efnum og næringarefnainntöku hjá almenningi með mataræðisrannsóknum. Samsvara aukinni vitund almennings hafa nágrannaþjóðirnar að undanförnu lagt aukna áherslu á reglubundna vöktun, meðal annars, í börnum og konum á barneignaaldri. Rannsóknastofa í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands er sú eining hérlendis sem mælt hefur neyslu og næringarástand viðkvæmra hópa, en reglubundinni vöktun á styrk óæskilegra efna hjá viðkvæmum hópum hefur hingað til ekki verið sinnt á skipulegan hátt vegna kostnaðar. Stofan er í dag nær eingöngu rekin fyrir styrkjafé frá vísindasjóðum.

Talgervillinn, íslenskan og við
Íslenska kemur næstverst út í könnun á stuðningi við máltækni í þrjátíu evrópskum tungumálum. Íslenskan gæti verið að deyja út eða verða að tungumáli sem einungis er notað á takmörkuðum sviðum. Það mun ekki verða hægt að nota íslensku á mörgum sviðum tölvutækninnar á komandi árum ef stuðningur við máltækni verður ekki bættur. Þetta kemur fram í viðamikilli hvítbók sem birt var á Degi evrópskra tungumála 26 september. Könnunina má nálgast á http://www.meta-net.eu/whitepapers

Sáttmáli um nýjan spítala
Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Ógnin af óheftu framsali veiðiheimilda
Óhemjumiklir hagsmunir útskýra hörkuna í allri umræðu um stjórnkerfi fiskveiða og himinn og haf á milli sjónarmiða. Líkt og berlega kemur fram í kjölfar sölunnar á Bergi-Hugin til Síldarvinnslunnar. Með því gerist það sem íbúar sjávarbyggðanna óttast mest; heimildir færast úr heimahöfn í aðrar byggðir.

Opið bréf til alþingismanna
Sá hópur sem fenginn var til að endurskoða almannatryggingakerfið, að Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) undanskildu, sem dró sig í hlé, hefur skilað af sér tillögu um einföldun á greiðsluformi bóta til ellilífeyrisþega. Kostnaðurinn er sagður um 2,6 (1,8 – óvíst um þegar áformaða útgjaldaauka til málaflokksins) milljarðar á næsta ári. Samkvæmt tillögunni á að sameina þrjá bótaflokka (grunnlífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót) í einn bótaflokk. Allar aðrar skattskyldar tekjur skerða hinn nýja bótaflokk um 45%. Í núverandi kerfi er mismunandi skerðingarhlutfall eftir bótaflokkum (hæst 45 prósent og lægst 11,30 prósent). Afnema á öll frítekjumörk sem eru í gildi í dag frá ársbyrjun 2013. Þá er lagt til að skerðing framfærsluuppbótar vegna tekna verði lækkuð úr 100 % í 80% og lækki síðan áfram til ársins 2017. Það hljóta allir að vera sammála því að einföldun á greiðsluformi bóta sé af hinu góða. En að afnema öll frítekjumörk kemur ekki til greina, heldur þvert á móti á að hækka þau. Slíkt er vinnuhvetjandi og skilar sér út í þjóðfélagið. Dettur ykkur í hug að öryrkjar fari út á vinnumarkaðinn sem sjálfboðaliðar og fái ekkert greitt fyrir sína vinnu? Það gerir enginn.

Eftir situr sú tilfinning...
Hundrað milljónir, nei tvö hundruð milljónir – þrjú, fjögur – eða voru það fjórir milljarðar? – fimm sex sjö? Einhvers staðar dettur maður út. Forréttindafólk í laga- og bókhaldsþjónustu sem sögð er í þágu almennings rakar til sín fjárhæðum og tölurnar verða fljótlega sem stjörnur himinhvolfsins á heiðskírri nótt – óskiljanlegt ómæli – en eftir situr sú tilfinning að einhver sé að maka krókinn,