Opið bréf til alþingismanna Grétar Pétur Geirsson skrifar 1. október 2012 00:01 Sá hópur sem fenginn var til að endurskoða almannatryggingakerfið, að Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) undanskildu, sem dró sig í hlé, hefur skilað af sér tillögu um einföldun á greiðsluformi bóta til ellilífeyrisþega. Kostnaðurinn er sagður um 2,6 (1,8 – óvíst um þegar áformaða útgjaldaauka til málaflokksins) milljarðar á næsta ári. Samkvæmt tillögunni á að sameina þrjá bótaflokka (grunnlífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót) í einn bótaflokk. Allar aðrar skattskyldar tekjur skerða hinn nýja bótaflokk um 45%. Í núverandi kerfi er mismunandi skerðingarhlutfall eftir bótaflokkum (hæst 45 prósent og lægst 11,30 prósent). Afnema á öll frítekjumörk sem eru í gildi í dag frá ársbyrjun 2013. Þá er lagt til að skerðing framfærsluuppbótar vegna tekna verði lækkuð úr 100 % í 80% og lækki síðan áfram til ársins 2017. Það hljóta allir að vera sammála því að einföldun á greiðsluformi bóta sé af hinu góða. En að afnema öll frítekjumörk kemur ekki til greina, heldur þvert á móti á að hækka þau. Slíkt er vinnuhvetjandi og skilar sér út í þjóðfélagið. Dettur ykkur í hug að öryrkjar fari út á vinnumarkaðinn sem sjálfboðaliðar og fái ekkert greitt fyrir sína vinnu? Það gerir enginn.Hver borgar alþingismönnum laun? Pétur Blöndal alþingismaður er í starfshópnum og haft er eftir honum orðrétt af blaðamanni Morgunblaðsins um kostnaðinn sem af þessu hlýst ?Þetta er alltaf spurning um hvað skattgreiðendur þurfi að borga. Hvað getum við lagt mikið á ungu hjónin með börnin til að afi og amma hafi það gott?? Pétur lét einnig bóka sérstaklega þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum af því að breytingar sem í þessu felast gætu reynst vinnandi fólki of dýrar. Mig langar að velta því upp í framhaldi af áhyggjum Péturs Blöndal vegna kostnaðarins sem þessar breytingar á bótakerfinu hafa í för með sér að það skyldi þó aldrei vera að þetta sama unga fólk með börnin greiði honum laun og er búið að gera í áratugi og allra þeirra þingmanna sem á Alþingi sitja? 90% þjóðarinnar treysta ekki Alþingi. Ef þetta væri útkoma hjá almennu fyrirtæki væri búið að reka 57 af 63 þremur sem þar ynnu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af unga fólkinu með börnin sem greiðir alþingismönnum með innan við 10% traust há laun. Ég deili áhyggjum Péturs Blöndal af unga fólkinu en það eru ekki eldri borgarar og öryrkjar sem eru að sliga unga fólkið í dag, það er miklu frekar allt þetta ríkisapparat sem er hér allt að sliga. Þá er ég ekki bara að tala um Alþingi heldur ráðuneytin, svo ekki sé minnst á sendiráðin. Hver skyldi launakostnaðurinn vera hjá ríkinu á móti greiðslum frá almannatryggingum til öryrkja og eldri borgara á ári?Hvert vilt þú að skattarnir þínir fari? Í Kastljósi fyrir nokkrum árum var fólk á förnum vegi spurt að því í hvað þeir vildu að skattarnir þeirra færu. Nær allir töldu sköttunum sínum best varið í að bæta hag þeirra sem lökust hafa kjörin og standa vörð um heilbrigðiskerfið. Man ekki til þess að nokkur viðmælandi hafi viljað að skattarnir þeirra væru notaðir til að þenja út ríkisbáknið eins og hefur verið gert í gegnum árin.Pétri Blöndal svíður undan því hvað öryrkjar hafi það "gott“ Það er ekkert nýtt að Pétri Blöndal svíði það hvað öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafi það ?gott?. Hann talar jafnan um það að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum séu æstir í að komast á örorkubætur (eins og það sé ekkert mál). Það mætti halda að það að komast af atvinnuleysisbótum og yfir á örorkubætur sé svipað og að vera á örorkubótum og komast inn á þing. Hvaða rugl er þetta, fólk lifir ekki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum, það þarf ekki að segja nokkrum manni. Þetta eiga alþingismenn að vita og ekki síst Pétur Blöndal sem situr í flestum nefndum sem koma að þessum málaflokki fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Það er mín von að menn láti af svona málaflutningi. Á þessu græðir enginn, síst sá sem þarf að reiða sig á bætur eingöngu. Hér er einfaldlega verið að draga úr tekjutengingum eins bótaflokks sem er með 100% skerðingaráhrif og þar með draga úr því óréttlæti sem því fylgir. Hættum að tala um öryrkja og ellilífeyrisþega sem byrði á þjóðfélaginu. Við erum ósköp venjulegt fólk. Við eigum okkar stolt og rétt til að lifa mannsæmandi lífi. Ég skora á alþingismenn að beita sér fyrir því að skera af fituna í rekstri ríkisins, af nógu er að taka. Hana er hvorki að finna hjá atvinnulausum, öryrkjum eða eldri borgurum. En hana væri hægt að nota til að bæta kjör þeirra sem hvorki eiga í sig né á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sá hópur sem fenginn var til að endurskoða almannatryggingakerfið, að Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) undanskildu, sem dró sig í hlé, hefur skilað af sér tillögu um einföldun á greiðsluformi bóta til ellilífeyrisþega. Kostnaðurinn er sagður um 2,6 (1,8 – óvíst um þegar áformaða útgjaldaauka til málaflokksins) milljarðar á næsta ári. Samkvæmt tillögunni á að sameina þrjá bótaflokka (grunnlífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót) í einn bótaflokk. Allar aðrar skattskyldar tekjur skerða hinn nýja bótaflokk um 45%. Í núverandi kerfi er mismunandi skerðingarhlutfall eftir bótaflokkum (hæst 45 prósent og lægst 11,30 prósent). Afnema á öll frítekjumörk sem eru í gildi í dag frá ársbyrjun 2013. Þá er lagt til að skerðing framfærsluuppbótar vegna tekna verði lækkuð úr 100 % í 80% og lækki síðan áfram til ársins 2017. Það hljóta allir að vera sammála því að einföldun á greiðsluformi bóta sé af hinu góða. En að afnema öll frítekjumörk kemur ekki til greina, heldur þvert á móti á að hækka þau. Slíkt er vinnuhvetjandi og skilar sér út í þjóðfélagið. Dettur ykkur í hug að öryrkjar fari út á vinnumarkaðinn sem sjálfboðaliðar og fái ekkert greitt fyrir sína vinnu? Það gerir enginn.Hver borgar alþingismönnum laun? Pétur Blöndal alþingismaður er í starfshópnum og haft er eftir honum orðrétt af blaðamanni Morgunblaðsins um kostnaðinn sem af þessu hlýst ?Þetta er alltaf spurning um hvað skattgreiðendur þurfi að borga. Hvað getum við lagt mikið á ungu hjónin með börnin til að afi og amma hafi það gott?? Pétur lét einnig bóka sérstaklega þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum af því að breytingar sem í þessu felast gætu reynst vinnandi fólki of dýrar. Mig langar að velta því upp í framhaldi af áhyggjum Péturs Blöndal vegna kostnaðarins sem þessar breytingar á bótakerfinu hafa í för með sér að það skyldi þó aldrei vera að þetta sama unga fólk með börnin greiði honum laun og er búið að gera í áratugi og allra þeirra þingmanna sem á Alþingi sitja? 90% þjóðarinnar treysta ekki Alþingi. Ef þetta væri útkoma hjá almennu fyrirtæki væri búið að reka 57 af 63 þremur sem þar ynnu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af unga fólkinu með börnin sem greiðir alþingismönnum með innan við 10% traust há laun. Ég deili áhyggjum Péturs Blöndal af unga fólkinu en það eru ekki eldri borgarar og öryrkjar sem eru að sliga unga fólkið í dag, það er miklu frekar allt þetta ríkisapparat sem er hér allt að sliga. Þá er ég ekki bara að tala um Alþingi heldur ráðuneytin, svo ekki sé minnst á sendiráðin. Hver skyldi launakostnaðurinn vera hjá ríkinu á móti greiðslum frá almannatryggingum til öryrkja og eldri borgara á ári?Hvert vilt þú að skattarnir þínir fari? Í Kastljósi fyrir nokkrum árum var fólk á förnum vegi spurt að því í hvað þeir vildu að skattarnir þeirra færu. Nær allir töldu sköttunum sínum best varið í að bæta hag þeirra sem lökust hafa kjörin og standa vörð um heilbrigðiskerfið. Man ekki til þess að nokkur viðmælandi hafi viljað að skattarnir þeirra væru notaðir til að þenja út ríkisbáknið eins og hefur verið gert í gegnum árin.Pétri Blöndal svíður undan því hvað öryrkjar hafi það "gott“ Það er ekkert nýtt að Pétri Blöndal svíði það hvað öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafi það ?gott?. Hann talar jafnan um það að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum séu æstir í að komast á örorkubætur (eins og það sé ekkert mál). Það mætti halda að það að komast af atvinnuleysisbótum og yfir á örorkubætur sé svipað og að vera á örorkubótum og komast inn á þing. Hvaða rugl er þetta, fólk lifir ekki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum, það þarf ekki að segja nokkrum manni. Þetta eiga alþingismenn að vita og ekki síst Pétur Blöndal sem situr í flestum nefndum sem koma að þessum málaflokki fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Það er mín von að menn láti af svona málaflutningi. Á þessu græðir enginn, síst sá sem þarf að reiða sig á bætur eingöngu. Hér er einfaldlega verið að draga úr tekjutengingum eins bótaflokks sem er með 100% skerðingaráhrif og þar með draga úr því óréttlæti sem því fylgir. Hættum að tala um öryrkja og ellilífeyrisþega sem byrði á þjóðfélaginu. Við erum ósköp venjulegt fólk. Við eigum okkar stolt og rétt til að lifa mannsæmandi lífi. Ég skora á alþingismenn að beita sér fyrir því að skera af fituna í rekstri ríkisins, af nógu er að taka. Hana er hvorki að finna hjá atvinnulausum, öryrkjum eða eldri borgurum. En hana væri hægt að nota til að bæta kjör þeirra sem hvorki eiga í sig né á.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar