Opið bréf til alþingismanna Grétar Pétur Geirsson skrifar 1. október 2012 00:01 Sá hópur sem fenginn var til að endurskoða almannatryggingakerfið, að Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) undanskildu, sem dró sig í hlé, hefur skilað af sér tillögu um einföldun á greiðsluformi bóta til ellilífeyrisþega. Kostnaðurinn er sagður um 2,6 (1,8 – óvíst um þegar áformaða útgjaldaauka til málaflokksins) milljarðar á næsta ári. Samkvæmt tillögunni á að sameina þrjá bótaflokka (grunnlífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót) í einn bótaflokk. Allar aðrar skattskyldar tekjur skerða hinn nýja bótaflokk um 45%. Í núverandi kerfi er mismunandi skerðingarhlutfall eftir bótaflokkum (hæst 45 prósent og lægst 11,30 prósent). Afnema á öll frítekjumörk sem eru í gildi í dag frá ársbyrjun 2013. Þá er lagt til að skerðing framfærsluuppbótar vegna tekna verði lækkuð úr 100 % í 80% og lækki síðan áfram til ársins 2017. Það hljóta allir að vera sammála því að einföldun á greiðsluformi bóta sé af hinu góða. En að afnema öll frítekjumörk kemur ekki til greina, heldur þvert á móti á að hækka þau. Slíkt er vinnuhvetjandi og skilar sér út í þjóðfélagið. Dettur ykkur í hug að öryrkjar fari út á vinnumarkaðinn sem sjálfboðaliðar og fái ekkert greitt fyrir sína vinnu? Það gerir enginn.Hver borgar alþingismönnum laun? Pétur Blöndal alþingismaður er í starfshópnum og haft er eftir honum orðrétt af blaðamanni Morgunblaðsins um kostnaðinn sem af þessu hlýst ?Þetta er alltaf spurning um hvað skattgreiðendur þurfi að borga. Hvað getum við lagt mikið á ungu hjónin með börnin til að afi og amma hafi það gott?? Pétur lét einnig bóka sérstaklega þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum af því að breytingar sem í þessu felast gætu reynst vinnandi fólki of dýrar. Mig langar að velta því upp í framhaldi af áhyggjum Péturs Blöndal vegna kostnaðarins sem þessar breytingar á bótakerfinu hafa í för með sér að það skyldi þó aldrei vera að þetta sama unga fólk með börnin greiði honum laun og er búið að gera í áratugi og allra þeirra þingmanna sem á Alþingi sitja? 90% þjóðarinnar treysta ekki Alþingi. Ef þetta væri útkoma hjá almennu fyrirtæki væri búið að reka 57 af 63 þremur sem þar ynnu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af unga fólkinu með börnin sem greiðir alþingismönnum með innan við 10% traust há laun. Ég deili áhyggjum Péturs Blöndal af unga fólkinu en það eru ekki eldri borgarar og öryrkjar sem eru að sliga unga fólkið í dag, það er miklu frekar allt þetta ríkisapparat sem er hér allt að sliga. Þá er ég ekki bara að tala um Alþingi heldur ráðuneytin, svo ekki sé minnst á sendiráðin. Hver skyldi launakostnaðurinn vera hjá ríkinu á móti greiðslum frá almannatryggingum til öryrkja og eldri borgara á ári?Hvert vilt þú að skattarnir þínir fari? Í Kastljósi fyrir nokkrum árum var fólk á förnum vegi spurt að því í hvað þeir vildu að skattarnir þeirra færu. Nær allir töldu sköttunum sínum best varið í að bæta hag þeirra sem lökust hafa kjörin og standa vörð um heilbrigðiskerfið. Man ekki til þess að nokkur viðmælandi hafi viljað að skattarnir þeirra væru notaðir til að þenja út ríkisbáknið eins og hefur verið gert í gegnum árin.Pétri Blöndal svíður undan því hvað öryrkjar hafi það "gott“ Það er ekkert nýtt að Pétri Blöndal svíði það hvað öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafi það ?gott?. Hann talar jafnan um það að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum séu æstir í að komast á örorkubætur (eins og það sé ekkert mál). Það mætti halda að það að komast af atvinnuleysisbótum og yfir á örorkubætur sé svipað og að vera á örorkubótum og komast inn á þing. Hvaða rugl er þetta, fólk lifir ekki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum, það þarf ekki að segja nokkrum manni. Þetta eiga alþingismenn að vita og ekki síst Pétur Blöndal sem situr í flestum nefndum sem koma að þessum málaflokki fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Það er mín von að menn láti af svona málaflutningi. Á þessu græðir enginn, síst sá sem þarf að reiða sig á bætur eingöngu. Hér er einfaldlega verið að draga úr tekjutengingum eins bótaflokks sem er með 100% skerðingaráhrif og þar með draga úr því óréttlæti sem því fylgir. Hættum að tala um öryrkja og ellilífeyrisþega sem byrði á þjóðfélaginu. Við erum ósköp venjulegt fólk. Við eigum okkar stolt og rétt til að lifa mannsæmandi lífi. Ég skora á alþingismenn að beita sér fyrir því að skera af fituna í rekstri ríkisins, af nógu er að taka. Hana er hvorki að finna hjá atvinnulausum, öryrkjum eða eldri borgurum. En hana væri hægt að nota til að bæta kjör þeirra sem hvorki eiga í sig né á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sá hópur sem fenginn var til að endurskoða almannatryggingakerfið, að Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) undanskildu, sem dró sig í hlé, hefur skilað af sér tillögu um einföldun á greiðsluformi bóta til ellilífeyrisþega. Kostnaðurinn er sagður um 2,6 (1,8 – óvíst um þegar áformaða útgjaldaauka til málaflokksins) milljarðar á næsta ári. Samkvæmt tillögunni á að sameina þrjá bótaflokka (grunnlífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót) í einn bótaflokk. Allar aðrar skattskyldar tekjur skerða hinn nýja bótaflokk um 45%. Í núverandi kerfi er mismunandi skerðingarhlutfall eftir bótaflokkum (hæst 45 prósent og lægst 11,30 prósent). Afnema á öll frítekjumörk sem eru í gildi í dag frá ársbyrjun 2013. Þá er lagt til að skerðing framfærsluuppbótar vegna tekna verði lækkuð úr 100 % í 80% og lækki síðan áfram til ársins 2017. Það hljóta allir að vera sammála því að einföldun á greiðsluformi bóta sé af hinu góða. En að afnema öll frítekjumörk kemur ekki til greina, heldur þvert á móti á að hækka þau. Slíkt er vinnuhvetjandi og skilar sér út í þjóðfélagið. Dettur ykkur í hug að öryrkjar fari út á vinnumarkaðinn sem sjálfboðaliðar og fái ekkert greitt fyrir sína vinnu? Það gerir enginn.Hver borgar alþingismönnum laun? Pétur Blöndal alþingismaður er í starfshópnum og haft er eftir honum orðrétt af blaðamanni Morgunblaðsins um kostnaðinn sem af þessu hlýst ?Þetta er alltaf spurning um hvað skattgreiðendur þurfi að borga. Hvað getum við lagt mikið á ungu hjónin með börnin til að afi og amma hafi það gott?? Pétur lét einnig bóka sérstaklega þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum af því að breytingar sem í þessu felast gætu reynst vinnandi fólki of dýrar. Mig langar að velta því upp í framhaldi af áhyggjum Péturs Blöndal vegna kostnaðarins sem þessar breytingar á bótakerfinu hafa í för með sér að það skyldi þó aldrei vera að þetta sama unga fólk með börnin greiði honum laun og er búið að gera í áratugi og allra þeirra þingmanna sem á Alþingi sitja? 90% þjóðarinnar treysta ekki Alþingi. Ef þetta væri útkoma hjá almennu fyrirtæki væri búið að reka 57 af 63 þremur sem þar ynnu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af unga fólkinu með börnin sem greiðir alþingismönnum með innan við 10% traust há laun. Ég deili áhyggjum Péturs Blöndal af unga fólkinu en það eru ekki eldri borgarar og öryrkjar sem eru að sliga unga fólkið í dag, það er miklu frekar allt þetta ríkisapparat sem er hér allt að sliga. Þá er ég ekki bara að tala um Alþingi heldur ráðuneytin, svo ekki sé minnst á sendiráðin. Hver skyldi launakostnaðurinn vera hjá ríkinu á móti greiðslum frá almannatryggingum til öryrkja og eldri borgara á ári?Hvert vilt þú að skattarnir þínir fari? Í Kastljósi fyrir nokkrum árum var fólk á förnum vegi spurt að því í hvað þeir vildu að skattarnir þeirra færu. Nær allir töldu sköttunum sínum best varið í að bæta hag þeirra sem lökust hafa kjörin og standa vörð um heilbrigðiskerfið. Man ekki til þess að nokkur viðmælandi hafi viljað að skattarnir þeirra væru notaðir til að þenja út ríkisbáknið eins og hefur verið gert í gegnum árin.Pétri Blöndal svíður undan því hvað öryrkjar hafi það "gott“ Það er ekkert nýtt að Pétri Blöndal svíði það hvað öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafi það ?gott?. Hann talar jafnan um það að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum séu æstir í að komast á örorkubætur (eins og það sé ekkert mál). Það mætti halda að það að komast af atvinnuleysisbótum og yfir á örorkubætur sé svipað og að vera á örorkubótum og komast inn á þing. Hvaða rugl er þetta, fólk lifir ekki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum, það þarf ekki að segja nokkrum manni. Þetta eiga alþingismenn að vita og ekki síst Pétur Blöndal sem situr í flestum nefndum sem koma að þessum málaflokki fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Það er mín von að menn láti af svona málaflutningi. Á þessu græðir enginn, síst sá sem þarf að reiða sig á bætur eingöngu. Hér er einfaldlega verið að draga úr tekjutengingum eins bótaflokks sem er með 100% skerðingaráhrif og þar með draga úr því óréttlæti sem því fylgir. Hættum að tala um öryrkja og ellilífeyrisþega sem byrði á þjóðfélaginu. Við erum ósköp venjulegt fólk. Við eigum okkar stolt og rétt til að lifa mannsæmandi lífi. Ég skora á alþingismenn að beita sér fyrir því að skera af fituna í rekstri ríkisins, af nógu er að taka. Hana er hvorki að finna hjá atvinnulausum, öryrkjum eða eldri borgurum. En hana væri hægt að nota til að bæta kjör þeirra sem hvorki eiga í sig né á.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar