Sáttmáli um nýjan spítala Ingimar Einarsson skrifar 1. október 2012 00:01 Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar