Er fullt frelsi á flæði fjármagns? Guðbjörn Jónsson skrifar 2. október 2012 06:00 Mikið er nú talað um frjálst flæði fjármagns milli landa. Af umræðunni mætti ætla að engar hömlur sé hægt að setja vegna slíks flutnings fjármagns. Þarna er á ferðinni afar mikill misskilningur, því í eðli sínu er alveg frjálst flæði fjármagns ekki til. Allar þjóðir þurfa að gæta þess að í landinu sé nægt fjármagn til eðlilegs reksturs og í EES-samningnum eru einmitt sett gagnleg ákvæði til að hindra flæði fjármagns sem gæti verið skaðlegt landshagsmunum. Í 4. kafla III. hluta EES-samningsins kemur strax fram, í upphafi 40. greinar, atriði sem skipta máli. Þar segir svo: „Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera milli samningsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar.“ Þarna er fjallað um fé sem sannanlega er í eigu aðila sem búsettur er í ríki sem á aðild að EES-samningnum. Þetta gefur skýrt til kynna, svo dæmi sé tekið, að óheimilt sé að taka fé að láni og flytja það síðan úr landi. Féð sem fer úr landi verður sannanlega að vera eign þess sem flytur það út og það verður sannanlega að vera til fjárfestinga en ekki til að leggjast inn á banka í öðru landi. Einnig segir svo í 2. málsgrein 42. gr. um lántökur til ESB- eða EES-ríkja: „Lán til beinnar eða óbeinnar fjármögnunar aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis eða sveitarstjórna þess skulu ekki boðin út eða tekin í öðrum aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum nema viðkomandi ríki hafi gert með sér samkomulag um það.“ Af þessu má sjá að flæði fjármagnsins er alls ekki eins frjálst og umræðan bendir til. Þarna kemur skýrt fram að t.d. séu hömlur á erlendri lántöku ríkis og sveitarfélaga. Um almenna markaðinn segir svo í 1. mgr. 43. gr. „Kunni munurinn milli gjaldeyrisreglna aðildarríkja EB og EFTA-ríkjanna að verða til þess að menn, búsettir í einu þessara ríkja, færi sér í nyt þær rýmri yfirfærslureglur á yfirráðasvæði samningsaðila sem kveðið er á um í 40. gr. til þess að fara fram hjá reglum einhvers þessara ríkja um fjármagnsflutninga til eða frá þriðju löndum getur viðkomandi samningsaðili gert viðeigandi ráðstafanir til að ráða bót á því.” Eins og þarna kemur einnig fram, eru skýrar heimildir fyrir hendi til að stjórna fjárstreyminu og stöðva flutning fjármagns úr landi, sem leitt geti til röskunar á starfsemi í viðkomandi ríki. Í 2. mgr. 43. gr. segir svo: „Leiði fjármagnsflutningar til röskunar á starfsemi fjármagnsmarkaðar í aðildarríki EB eða EFTA-ríki getur hlutaðeigandi samningsaðili gripið til verndarráðstafana á sviði fjármagnsflutninga.” Eins og hér hefur verið rakið, eru margháttaðir fyrirvarar í sambandi við flæði fjármagns. Mikilvægasti þátturinn er þó skýr, en það er frelsi til vöru og þjónustuviðskipta og flutnings eigin fjármagns milli landa, en þó eftir þeim reglum sem í gildi eru. Vegna þeirra atburða sem urðu hér með hruni bankanna árið 2008, er kannski ekki úr vegi að líta á hvað lögin nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, segja um lántökur bankanna. Í 3. gr. laganna er sagt að: „Eftirtalin starfsemi er starfsleyfisskyld samkvæmt lögum þessum: 1. Móttaka endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi: a. Innlán. b. Skuldaviðurkenningar. 2. Veiting útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi.“ Í 20. gr. laganna er fjallað um starfsheimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja. Í 14. liðum eru taldar upp heimildir þeirra til ýmiss konar starfa. En það sem vekur sérstaka athygli er að hvergi er minnst á heimildir fjármálafyrirtækja til lántöku. Hvorki innlendrar né erlendrar. Eins og fram kemur í 3. gr. laganna er eina heimild bankanna til útlána, að þau séu: Fjármögnuð með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi. Þarna er beinlínis sagt að einu útlánin sem bönkunum eru heimil, eru frá innlánum almennings, sem almenningur á jafnframt endurkröfurétt á. Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að fullt frelsi til flutnings fjármagns milli landa er ekki til staðar samkvæmt EES-samningnum. Einnig er nokkuð ljóst að bankarnir okkar höfðu engar lagaheimildir til lántöku, hvorki hér á landi eða í útlöndum. Full ástæða er til að spyrja hvers vegna slíkt var látið viðgangast í mörg ár. Óhætt er að segja að þessar erlendu lántökur bankanna hafi verið meginástæða hruns fjármálastofnana okkar haustið 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið er nú talað um frjálst flæði fjármagns milli landa. Af umræðunni mætti ætla að engar hömlur sé hægt að setja vegna slíks flutnings fjármagns. Þarna er á ferðinni afar mikill misskilningur, því í eðli sínu er alveg frjálst flæði fjármagns ekki til. Allar þjóðir þurfa að gæta þess að í landinu sé nægt fjármagn til eðlilegs reksturs og í EES-samningnum eru einmitt sett gagnleg ákvæði til að hindra flæði fjármagns sem gæti verið skaðlegt landshagsmunum. Í 4. kafla III. hluta EES-samningsins kemur strax fram, í upphafi 40. greinar, atriði sem skipta máli. Þar segir svo: „Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera milli samningsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar.“ Þarna er fjallað um fé sem sannanlega er í eigu aðila sem búsettur er í ríki sem á aðild að EES-samningnum. Þetta gefur skýrt til kynna, svo dæmi sé tekið, að óheimilt sé að taka fé að láni og flytja það síðan úr landi. Féð sem fer úr landi verður sannanlega að vera eign þess sem flytur það út og það verður sannanlega að vera til fjárfestinga en ekki til að leggjast inn á banka í öðru landi. Einnig segir svo í 2. málsgrein 42. gr. um lántökur til ESB- eða EES-ríkja: „Lán til beinnar eða óbeinnar fjármögnunar aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis eða sveitarstjórna þess skulu ekki boðin út eða tekin í öðrum aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum nema viðkomandi ríki hafi gert með sér samkomulag um það.“ Af þessu má sjá að flæði fjármagnsins er alls ekki eins frjálst og umræðan bendir til. Þarna kemur skýrt fram að t.d. séu hömlur á erlendri lántöku ríkis og sveitarfélaga. Um almenna markaðinn segir svo í 1. mgr. 43. gr. „Kunni munurinn milli gjaldeyrisreglna aðildarríkja EB og EFTA-ríkjanna að verða til þess að menn, búsettir í einu þessara ríkja, færi sér í nyt þær rýmri yfirfærslureglur á yfirráðasvæði samningsaðila sem kveðið er á um í 40. gr. til þess að fara fram hjá reglum einhvers þessara ríkja um fjármagnsflutninga til eða frá þriðju löndum getur viðkomandi samningsaðili gert viðeigandi ráðstafanir til að ráða bót á því.” Eins og þarna kemur einnig fram, eru skýrar heimildir fyrir hendi til að stjórna fjárstreyminu og stöðva flutning fjármagns úr landi, sem leitt geti til röskunar á starfsemi í viðkomandi ríki. Í 2. mgr. 43. gr. segir svo: „Leiði fjármagnsflutningar til röskunar á starfsemi fjármagnsmarkaðar í aðildarríki EB eða EFTA-ríki getur hlutaðeigandi samningsaðili gripið til verndarráðstafana á sviði fjármagnsflutninga.” Eins og hér hefur verið rakið, eru margháttaðir fyrirvarar í sambandi við flæði fjármagns. Mikilvægasti þátturinn er þó skýr, en það er frelsi til vöru og þjónustuviðskipta og flutnings eigin fjármagns milli landa, en þó eftir þeim reglum sem í gildi eru. Vegna þeirra atburða sem urðu hér með hruni bankanna árið 2008, er kannski ekki úr vegi að líta á hvað lögin nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, segja um lántökur bankanna. Í 3. gr. laganna er sagt að: „Eftirtalin starfsemi er starfsleyfisskyld samkvæmt lögum þessum: 1. Móttaka endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi: a. Innlán. b. Skuldaviðurkenningar. 2. Veiting útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi.“ Í 20. gr. laganna er fjallað um starfsheimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja. Í 14. liðum eru taldar upp heimildir þeirra til ýmiss konar starfa. En það sem vekur sérstaka athygli er að hvergi er minnst á heimildir fjármálafyrirtækja til lántöku. Hvorki innlendrar né erlendrar. Eins og fram kemur í 3. gr. laganna er eina heimild bankanna til útlána, að þau séu: Fjármögnuð með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi. Þarna er beinlínis sagt að einu útlánin sem bönkunum eru heimil, eru frá innlánum almennings, sem almenningur á jafnframt endurkröfurétt á. Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að fullt frelsi til flutnings fjármagns milli landa er ekki til staðar samkvæmt EES-samningnum. Einnig er nokkuð ljóst að bankarnir okkar höfðu engar lagaheimildir til lántöku, hvorki hér á landi eða í útlöndum. Full ástæða er til að spyrja hvers vegna slíkt var látið viðgangast í mörg ár. Óhætt er að segja að þessar erlendu lántökur bankanna hafi verið meginástæða hruns fjármálastofnana okkar haustið 2008.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun