Talgervillinn, íslenskan og við 1. október 2012 00:01 Íslenska kemur næstverst út í könnun á stuðningi við máltækni í þrjátíu evrópskum tungumálum. Íslenskan gæti verið að deyja út eða verða að tungumáli sem einungis er notað á takmörkuðum sviðum. Það mun ekki verða hægt að nota íslensku á mörgum sviðum tölvutækninnar á komandi árum ef stuðningur við máltækni verður ekki bættur. Þetta kemur fram í viðamikilli hvítbók sem birt var á Degi evrópskra tungumála 26 september. Könnunina má nálgast á http://www.meta-net.eu/whitepapersÍslenskan í næstneðsta sæti Megintilgangurinn með könnuninni var að komast að því hvernig þessi tungumál væru búin undir notkun í tölvu og upplýsingatækni, hvað væri til af til dæmis vélrænum þýðingum, talgervlum, talgreinum, leiðréttingaforritum, orðasöfnum og slíku. Niðurstöðurnar sýna að ekki er nægjanlega mikið gert fyrir bróðurpart tungumálanna. ?Íslenska er með þeim verstu, hún var í næstneðsta sæti,? var haft eftir Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku við HÍ sem vann að íslenska hluta skýrslunnar. Í ljós kom að lítill sem enginn stuðningur er við vélþýðingar í íslensku. Einnig að lítið væri til af orða- og hljóðsöfnum, leiðréttingaforritum og talvinnslu. Staða talvinnslunnar hefur þó batnað lítillega á síðustu vikum með tilkomu nýja íslenska Google-talgreinisins og talgervils Blindrafélagsins.Vitundarvakningar er þörf Stjórnvöld, viðskiptalífið og almenningur þurfa að vakna til vitundar um þessa stöðu. Íslenskan er okkar dýrmætasta sameign og við berum öll ábyrgð þegar kemur að því að verja móðurmálið okkar. Þeir tímar eru að renna upp að við notum tölvur til þess að stjórna öllum tækjum, tölvur eru í öllu, farsímum, heimilistækjum, bílum og svo framvegis. Mikið af tölvubúnaði er í dag stjórnað með töluðu máli og sú þróun mun aukast hratt í nánustu framtíð. Ef við getum ekki talað íslensku við tölvubúnað sem við notum á hverjum degi, hvaða tungumál munum við þá nota og hvaða áhrif mun það hafa á stöðu íslenskunnar á næstu 10-20 árum? Vegna þess hversu fáir tala íslensku munu máltækniverkfæri ekki verða framleidd fyrir íslensku nema til komi frumkvæði aðila sem láta sig málið varða og taka á því fjárhagslega ábyrgð. Í tilvikum tungumála sem fáir tala verða máltækniverkfæri og lausnir aldrei samkeppnisvara á markaði. Vegna ríkra hagsmuna félagsmanna þá ákvað Blindrafélagið að taka frumkvæði og fjármagnaði smíði á nýjum íslenskum talgervli. Kostnaðurinn var 85 milljónir íslenskra króna. Margir aðilar komu að verkefninu með félaginu, aðilar sem lögðu til faglega þekkingu og mikilvæg gögn, svo sem eins og Máltæknisetur, og aðilar sem lögðu til fjármagn, eins og Lions-hreyfingin á Íslandi og hið opinbera, svo dæmi séu tekin. Frekari upplýsingar um verkefnið: http://www.blind.is/verkefni/talgervlaverkefnid/Mikilvægi sjálfbærni og áframhaldandi þróunar Til að stuðla að því að nýi íslenski talgervillinn verði þróaður áfram, bæði hvað varðar framburð, hlustunargæði og að hann geti í framtíðinni unnið á þeim tölvubúnaði og stýrikerfum sem eru í notkun á hverjum tíma, þá þarf að tryggja sjálfbærni talgervilsverkefnisins. Það verður einungis gert með því að greitt verði fyrir notkun á verkfærum talgervilsins, eins og veflesarans, hraðbankaradda, símsvörunarradda og annarra verkfæra sem tilheyra talgervlinum. Hið opinbera og stofnanir þess, netmiðlar, fyrirtæki og félagasamtök munu ráða úrslitum um það hvort nýi íslenski talgervillinn muni geta þjónað íslenskunni sem mikilvægt máltækniverkfæri á næstu árum, eða hvort þessi nýi talgervill muni daga uppi sem úrelt máltækniverkfæri, eins og gerðist með forvera hans. Tómlæti í þessum efnum er ekki valkostur ef íslenskan á að lifa af í því tæknivædda upplýsingasamfélagi sem hefur hafið innreið sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska kemur næstverst út í könnun á stuðningi við máltækni í þrjátíu evrópskum tungumálum. Íslenskan gæti verið að deyja út eða verða að tungumáli sem einungis er notað á takmörkuðum sviðum. Það mun ekki verða hægt að nota íslensku á mörgum sviðum tölvutækninnar á komandi árum ef stuðningur við máltækni verður ekki bættur. Þetta kemur fram í viðamikilli hvítbók sem birt var á Degi evrópskra tungumála 26 september. Könnunina má nálgast á http://www.meta-net.eu/whitepapersÍslenskan í næstneðsta sæti Megintilgangurinn með könnuninni var að komast að því hvernig þessi tungumál væru búin undir notkun í tölvu og upplýsingatækni, hvað væri til af til dæmis vélrænum þýðingum, talgervlum, talgreinum, leiðréttingaforritum, orðasöfnum og slíku. Niðurstöðurnar sýna að ekki er nægjanlega mikið gert fyrir bróðurpart tungumálanna. ?Íslenska er með þeim verstu, hún var í næstneðsta sæti,? var haft eftir Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku við HÍ sem vann að íslenska hluta skýrslunnar. Í ljós kom að lítill sem enginn stuðningur er við vélþýðingar í íslensku. Einnig að lítið væri til af orða- og hljóðsöfnum, leiðréttingaforritum og talvinnslu. Staða talvinnslunnar hefur þó batnað lítillega á síðustu vikum með tilkomu nýja íslenska Google-talgreinisins og talgervils Blindrafélagsins.Vitundarvakningar er þörf Stjórnvöld, viðskiptalífið og almenningur þurfa að vakna til vitundar um þessa stöðu. Íslenskan er okkar dýrmætasta sameign og við berum öll ábyrgð þegar kemur að því að verja móðurmálið okkar. Þeir tímar eru að renna upp að við notum tölvur til þess að stjórna öllum tækjum, tölvur eru í öllu, farsímum, heimilistækjum, bílum og svo framvegis. Mikið af tölvubúnaði er í dag stjórnað með töluðu máli og sú þróun mun aukast hratt í nánustu framtíð. Ef við getum ekki talað íslensku við tölvubúnað sem við notum á hverjum degi, hvaða tungumál munum við þá nota og hvaða áhrif mun það hafa á stöðu íslenskunnar á næstu 10-20 árum? Vegna þess hversu fáir tala íslensku munu máltækniverkfæri ekki verða framleidd fyrir íslensku nema til komi frumkvæði aðila sem láta sig málið varða og taka á því fjárhagslega ábyrgð. Í tilvikum tungumála sem fáir tala verða máltækniverkfæri og lausnir aldrei samkeppnisvara á markaði. Vegna ríkra hagsmuna félagsmanna þá ákvað Blindrafélagið að taka frumkvæði og fjármagnaði smíði á nýjum íslenskum talgervli. Kostnaðurinn var 85 milljónir íslenskra króna. Margir aðilar komu að verkefninu með félaginu, aðilar sem lögðu til faglega þekkingu og mikilvæg gögn, svo sem eins og Máltæknisetur, og aðilar sem lögðu til fjármagn, eins og Lions-hreyfingin á Íslandi og hið opinbera, svo dæmi séu tekin. Frekari upplýsingar um verkefnið: http://www.blind.is/verkefni/talgervlaverkefnid/Mikilvægi sjálfbærni og áframhaldandi þróunar Til að stuðla að því að nýi íslenski talgervillinn verði þróaður áfram, bæði hvað varðar framburð, hlustunargæði og að hann geti í framtíðinni unnið á þeim tölvubúnaði og stýrikerfum sem eru í notkun á hverjum tíma, þá þarf að tryggja sjálfbærni talgervilsverkefnisins. Það verður einungis gert með því að greitt verði fyrir notkun á verkfærum talgervilsins, eins og veflesarans, hraðbankaradda, símsvörunarradda og annarra verkfæra sem tilheyra talgervlinum. Hið opinbera og stofnanir þess, netmiðlar, fyrirtæki og félagasamtök munu ráða úrslitum um það hvort nýi íslenski talgervillinn muni geta þjónað íslenskunni sem mikilvægt máltækniverkfæri á næstu árum, eða hvort þessi nýi talgervill muni daga uppi sem úrelt máltækniverkfæri, eins og gerðist með forvera hans. Tómlæti í þessum efnum er ekki valkostur ef íslenskan á að lifa af í því tæknivædda upplýsingasamfélagi sem hefur hafið innreið sína.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar