Hvenær lækkar maður laun? Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 5. júlí 2012 06:00 Í rúm tvö ár hafa starfsmenn hjá Reykjavíkurborg beðið þess að tímabundin launalækkun sem þeir sættu árið 2009 gengi til baka. Umsaminn gildistími lækkunar var eitt ár en ástandið hefur varað þrefalt lengur. Varla þarf að rifja upp þá óvissu sem skapaðist á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins og erfitt að finna þann Íslending sem ekki reyndi á eigin skinni skerðingu launa eða lífskjara. Óvissa um störf skekkti mjög stöðu launafólks gagnvart vinnuveitendum, enda afar erfitt að standa á rétti sínum andspænis hættunni á því að missa vinnuna. Fyrstu misserin eftir hrun gekk á með aðgerðum af hálfu vinnuveitenda sem í daglegu tali voru kallaðar „klippt og skorið“ innan veggja Bandalags háskólamanna. Sífellt bárust fréttir af launaskerðingum, sem áttu ýmsa drætti sameiginlega. Það þurfti kannski ekki að koma á óvart, þar sem sjálfur fjármálaráðherra gaf sumarið 2009 út skýrslu með leiðbeiningum um framkvæmd launalækkana, ef til þeirra þyrfti að grípa. Í fyrsta lagi voru allar skerðingar rökstuddar með því að vinnuveitandi glímdi við þröngan fjárhag vegna efnahagshrunsins. Í samræmi við það voru skerðingar yfirleitt tímabundnar og háðar endurmati á tilgreindum tíma. Í öðru lagi var form skerðinganna þess eðlis að taxtar og kjarasamningar héldu en kjör sem ákvörðuð voru í ráðningarsamningum voru skert. Hin skertu kjör snertu því ekki samningsumboð stéttarfélaga, heldur ráðningarsamninga einstaklinga. Má þar nefna þætti eins og greiðslur vegna yfirvinnu og lækkun starfshlutfalls. Yfirleitt var um neðri mörk að ræða, þannig að laun undir ákveðinni tölu héldust óskert í þeim tilgangi að hlífa launalægsta hópnum. Oft var einhvers konar samráð haft við starfsmenn, starfsmannafundir haldnir eða dreifibréf send til að undirbúa jarðveginn fyrir hugsanlegar launalækkanir. Óneitanlega vofði yfir slíkum skilaboðum sú staðreynd að launakostnað skyldi lækka með einum eða öðrum hætti, þ.e. að ef ekki næðist samkomulag um lækkun myndi það kalla á beinar uppsagnir og starfsmissi. Kjararáð, sem ákvarðar laun embættismanna sem ekki falla undir kjarasamninga stéttarfélaga, tók um áramótin 2008-9 ákvörðun um launalækkun, á sömu forsendum og áður hafa verið nefndar. Það var til marks um batnandi efnahagshorfur að umræddar skerðingar voru dregnar til baka og leiðréttar að hluta til afturvirkt í árslok 2011. Misvel hefur gengið fyrir almennt launafólk að fá tímabundnu samkomulagi um lækkun framfylgt, þ.e. að fá laun sín færð í fyrra horf. Reykjavíkurborg er meðal þeirra vinnuveitenda sem stóð ekki við sinn hluta þess samkomulags sem gert var við starfsfólk um tímabundna launalækkun til eins árs, þrátt fyrir að samkomulagið hefði verið skriflegt. Borgin hefur hins vegar fylgt Kjararáði hvað varðar laun æðstu embættismanna, fyrst með því að lækka laun og síðan með því að leiðrétta þau á ný. Borgin hefur rökstutt þá ákvörðun sína að draga til baka launaskerðingu embættismanna en ekki almenns starfsfólks á þann veg að þar sem skerðing hinna síðarnefndu hafi verið á formi skertrar yfirvinnu sé í raun ekki um launalækkun að ræða. Þó var einmitt dregið úr yfirvinnu til að spara launakostnað, það var öllum ljóst. Almennu starfsfólki Reykjavíkurborgar hlýtur að svíða þessi skýring, ekki síst í ljósi gífurlegs starfsálags frá hruni, þar sem dregið hefur verið úr mönnun á tímum mikils álags í almannaþjónustu. Þetta fólk situr uppi með lækkuð útborguð laun, sama hvernig borgin kýs að skilgreina hvort laun hafi lækkað eða ekki. Aldrei hefði verið hægt að skerða laun, þ.e. kjarasamningsbundna taxta, með sama hætti og Kjararáð gerði. Um þá framkvæmd gilda einfaldlega aðrar leikreglur. Kjarasamningsbundnir taxtar eru ekki lækkaðir einhliða, slíkt er ólöglegt, en Kjararáð starfar ætíð einhliða og þar er ekki um samninga að ræða. Einmitt þess vegna voru laun almenns starfsfólks sem starfar á grundvelli kjarasamninga lækkuð með öðrum ráðum, meðal annars afnámi yfirvinnu. Þetta vita forráðamenn Borgarinnar mætavel. Form launagreiðslna, hvort um er að ræða fastlaunasamning þar sem yfirvinnuhlutinn er ekki sérlega tilgreindur, eða samsett laun grunntaxta, yfirvinnu og annars konar álags, ætti ekki að ráða því hvort tímabundin launaskerðing er dregin til baka eða ekki. Ef ekki stendur til að endurbæta launin á formi yfirvinnu þarf að finna aðra leið til að starfsmenn geti endurheimt fyrri kjör. Það er nefnilega staðreynd að kreppan snerti hag fólks með verðhækkunum, skattahækkunum og svo framvegis alveg jafnt hvort sem launaseðilinn greindi laun þeirra niður í þætti eða ekki. Reyndar má fastlega gera ráð fyrir því að áhrif kreppunnar hafi orðið tilfinnanlegri hjá þeim hópum sem Reykjavíkurborg hefur nú í rúm tvö ár neitað að endurbæta tímabundna lækkun, einfaldlega vegna þess að laun þeirra bæði fyrr og síðar hafa verið lægri en þeirra embættismanna sem fengu skerðingar endurbættar án undanbragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í rúm tvö ár hafa starfsmenn hjá Reykjavíkurborg beðið þess að tímabundin launalækkun sem þeir sættu árið 2009 gengi til baka. Umsaminn gildistími lækkunar var eitt ár en ástandið hefur varað þrefalt lengur. Varla þarf að rifja upp þá óvissu sem skapaðist á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins og erfitt að finna þann Íslending sem ekki reyndi á eigin skinni skerðingu launa eða lífskjara. Óvissa um störf skekkti mjög stöðu launafólks gagnvart vinnuveitendum, enda afar erfitt að standa á rétti sínum andspænis hættunni á því að missa vinnuna. Fyrstu misserin eftir hrun gekk á með aðgerðum af hálfu vinnuveitenda sem í daglegu tali voru kallaðar „klippt og skorið“ innan veggja Bandalags háskólamanna. Sífellt bárust fréttir af launaskerðingum, sem áttu ýmsa drætti sameiginlega. Það þurfti kannski ekki að koma á óvart, þar sem sjálfur fjármálaráðherra gaf sumarið 2009 út skýrslu með leiðbeiningum um framkvæmd launalækkana, ef til þeirra þyrfti að grípa. Í fyrsta lagi voru allar skerðingar rökstuddar með því að vinnuveitandi glímdi við þröngan fjárhag vegna efnahagshrunsins. Í samræmi við það voru skerðingar yfirleitt tímabundnar og háðar endurmati á tilgreindum tíma. Í öðru lagi var form skerðinganna þess eðlis að taxtar og kjarasamningar héldu en kjör sem ákvörðuð voru í ráðningarsamningum voru skert. Hin skertu kjör snertu því ekki samningsumboð stéttarfélaga, heldur ráðningarsamninga einstaklinga. Má þar nefna þætti eins og greiðslur vegna yfirvinnu og lækkun starfshlutfalls. Yfirleitt var um neðri mörk að ræða, þannig að laun undir ákveðinni tölu héldust óskert í þeim tilgangi að hlífa launalægsta hópnum. Oft var einhvers konar samráð haft við starfsmenn, starfsmannafundir haldnir eða dreifibréf send til að undirbúa jarðveginn fyrir hugsanlegar launalækkanir. Óneitanlega vofði yfir slíkum skilaboðum sú staðreynd að launakostnað skyldi lækka með einum eða öðrum hætti, þ.e. að ef ekki næðist samkomulag um lækkun myndi það kalla á beinar uppsagnir og starfsmissi. Kjararáð, sem ákvarðar laun embættismanna sem ekki falla undir kjarasamninga stéttarfélaga, tók um áramótin 2008-9 ákvörðun um launalækkun, á sömu forsendum og áður hafa verið nefndar. Það var til marks um batnandi efnahagshorfur að umræddar skerðingar voru dregnar til baka og leiðréttar að hluta til afturvirkt í árslok 2011. Misvel hefur gengið fyrir almennt launafólk að fá tímabundnu samkomulagi um lækkun framfylgt, þ.e. að fá laun sín færð í fyrra horf. Reykjavíkurborg er meðal þeirra vinnuveitenda sem stóð ekki við sinn hluta þess samkomulags sem gert var við starfsfólk um tímabundna launalækkun til eins árs, þrátt fyrir að samkomulagið hefði verið skriflegt. Borgin hefur hins vegar fylgt Kjararáði hvað varðar laun æðstu embættismanna, fyrst með því að lækka laun og síðan með því að leiðrétta þau á ný. Borgin hefur rökstutt þá ákvörðun sína að draga til baka launaskerðingu embættismanna en ekki almenns starfsfólks á þann veg að þar sem skerðing hinna síðarnefndu hafi verið á formi skertrar yfirvinnu sé í raun ekki um launalækkun að ræða. Þó var einmitt dregið úr yfirvinnu til að spara launakostnað, það var öllum ljóst. Almennu starfsfólki Reykjavíkurborgar hlýtur að svíða þessi skýring, ekki síst í ljósi gífurlegs starfsálags frá hruni, þar sem dregið hefur verið úr mönnun á tímum mikils álags í almannaþjónustu. Þetta fólk situr uppi með lækkuð útborguð laun, sama hvernig borgin kýs að skilgreina hvort laun hafi lækkað eða ekki. Aldrei hefði verið hægt að skerða laun, þ.e. kjarasamningsbundna taxta, með sama hætti og Kjararáð gerði. Um þá framkvæmd gilda einfaldlega aðrar leikreglur. Kjarasamningsbundnir taxtar eru ekki lækkaðir einhliða, slíkt er ólöglegt, en Kjararáð starfar ætíð einhliða og þar er ekki um samninga að ræða. Einmitt þess vegna voru laun almenns starfsfólks sem starfar á grundvelli kjarasamninga lækkuð með öðrum ráðum, meðal annars afnámi yfirvinnu. Þetta vita forráðamenn Borgarinnar mætavel. Form launagreiðslna, hvort um er að ræða fastlaunasamning þar sem yfirvinnuhlutinn er ekki sérlega tilgreindur, eða samsett laun grunntaxta, yfirvinnu og annars konar álags, ætti ekki að ráða því hvort tímabundin launaskerðing er dregin til baka eða ekki. Ef ekki stendur til að endurbæta launin á formi yfirvinnu þarf að finna aðra leið til að starfsmenn geti endurheimt fyrri kjör. Það er nefnilega staðreynd að kreppan snerti hag fólks með verðhækkunum, skattahækkunum og svo framvegis alveg jafnt hvort sem launaseðilinn greindi laun þeirra niður í þætti eða ekki. Reyndar má fastlega gera ráð fyrir því að áhrif kreppunnar hafi orðið tilfinnanlegri hjá þeim hópum sem Reykjavíkurborg hefur nú í rúm tvö ár neitað að endurbæta tímabundna lækkun, einfaldlega vegna þess að laun þeirra bæði fyrr og síðar hafa verið lægri en þeirra embættismanna sem fengu skerðingar endurbættar án undanbragða.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar