SagaPro – Náttúrumeðal eða della Reynir Eyjólfsson skrifar 10. júlí 2012 06:00 Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum. Í hittiðfyrra auglýsti framleiðandinn eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í klínískri rannsókn á virkni SagaPro og niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim var enginn tölfræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (placebo). Meginniðurstaðan var að SagaPro hefði ekki skaðleg áhrif. Um þetta verður ekkert fullyrt hér – aðeins skal bent á að Practical Guide to Natural Medicines (APhA, 1999, bls. 37) nefnir að fúrókúmarínarnir í ætihvönn geti orsakað krabbamein og/eða hættulegar frumubreytingar í tilraunadýrum. Mér er ljóst að umræða af þessu tagi er ekki vinsæl af framleiðendum svonefndra náttúrumeðala. Nærtækt dæmi er svokölluð kvöldvorrósarolía, sem á sínum tíma átti að vera allra meina bót en svo reyndist auðvitað ekki vera frekar en risaskammtar af C-vítamíni áttu að vera vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Aðalforsvarsmaður þeirrar kenningar (Linus Pauling, nóbelsverðlaunahafi fyrir annað) dó samt einmitt úr þeim sjúkdómi. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vísindalega sannaða virkni. Að mínum dómi er SagaPro ekkert annað en fáránleg della. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hættum griðkaupum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Pálmatré Óttar Guðmundsson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum. Í hittiðfyrra auglýsti framleiðandinn eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í klínískri rannsókn á virkni SagaPro og niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim var enginn tölfræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (placebo). Meginniðurstaðan var að SagaPro hefði ekki skaðleg áhrif. Um þetta verður ekkert fullyrt hér – aðeins skal bent á að Practical Guide to Natural Medicines (APhA, 1999, bls. 37) nefnir að fúrókúmarínarnir í ætihvönn geti orsakað krabbamein og/eða hættulegar frumubreytingar í tilraunadýrum. Mér er ljóst að umræða af þessu tagi er ekki vinsæl af framleiðendum svonefndra náttúrumeðala. Nærtækt dæmi er svokölluð kvöldvorrósarolía, sem á sínum tíma átti að vera allra meina bót en svo reyndist auðvitað ekki vera frekar en risaskammtar af C-vítamíni áttu að vera vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Aðalforsvarsmaður þeirrar kenningar (Linus Pauling, nóbelsverðlaunahafi fyrir annað) dó samt einmitt úr þeim sjúkdómi. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vísindalega sannaða virkni. Að mínum dómi er SagaPro ekkert annað en fáránleg della.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar