Hver er sekur um sjálfhverfu og gaspur? Gunnar Ingi Jóhannsson skrifar 11. júlí 2012 17:08 Brynjar Níelsson lögmaður birtir á bloggi sínu á vefmiðlinum Pressunni, hinn 11. júlí 2012, pistil undir fyrirsögninni „sjálfhverfa og gaspur". Þar gerir hann að umfjöllunarefni viðbrögð við nýgengnum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í tveimur málum íslenskra blaðamanna, sem hann telur almennt vera gaspur sjálfhverfs fólks. Brynjar er ósáttur við viðbrögðin, en lætur þess að engu getið, að sjálfur sótti hann mál fyrir íslenskum dómstólum f.h. umbj. síns gegn blaðamanninum Erlu Hlynsdóttur vegna ummæla sem viðmælandi Erlu viðhafði. Málið er annað þeirra tveggja sem nú bíður umfjöllunar MDE, um það hvort réttmætt hafi verið að gera blaðamann ábyrgan fyrir ummælum viðmælanda síns. Undirritaður lögmaður, sem flutti mál blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur í héraði fyrir íslenskum dómstólum og vann að kæru málanna til MDE, hefur svarað því játandi þegar fjölmiðlar hafa spurt hvort dómar MDE séu áfellisdómur yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla. Þá afstöðu telur Brynjar lýsa vanþekkingu á stjórnskipulegri stöðu íslenskra dómstóla og eftir hvaða reglum þeir starfa. Brynjar rökstyður mál sitt með vísun í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt, sem var í gildi þegar blaðakonurnar birtu greinar sínar. Brynjar telur að tilgreint lagaákvæði hafi verið skýrt hvað það varðar, að blaðamenn bæru ábyrgð þótt ærumeiðandi ummæli væru höfð eftir öðrum. Brynjar nefnir einnig að mannréttindasáttmáli Evrópu hafi verið lögfestur hér á landi árið 1994, en þau lög séu ekki æðri öðrum lögum hér á landi. Þá segir Brynjar að ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi séu túlkuð með mismunandi hætti eftir tíðaranda og sitt sýnist hverjum. Það hafi því ekkert verið óeðlilegt að íslenskir dómstólar hafi dæmt blaðakonurnar eftir „skýru ákvæði" prentlaga um ábyrgð þeirra. Þessi röksemdafærsla Brynjars fær ekki staðist.Óskýr lög um prentrétt. Í fyrsta lagi er það rangt hjá Brynjari að þágildandi 1. mgr. 15. gr. laga um prentrétt hafi verið skýr um að blaðamenn ættu að bera ábyrgð á birtu efni, þótt ærumeiðandi ummæli hefðu verið höfð eftir öðrum. Ákvæðið, sem nú hefur verið numið úr lögum, fjallaði ekkert um ábyrgð blaðamanna. Ákvæðið kvað á um tiltekna ábyrgðarröð á birtu prentefni. Fyrst skyldi „höfundur" prentaðs efnis bera ábyrgð ef hann hefði nafngreint sig, en ef ekki þá ritstjóri, svo útgefandinn, þá dreifingaraðili, síðan prentari o.s.frv. Lögin skilgreindu hins vegar hvergi hver væri „höfundur" í skilningi laganna. Um það hefur ítrekað verið deilt fyrir íslenskum dómstólum. Miklu nær væri að segja að þetta ákvæði hafi verið túlkað með mismunandi hætti eftir tíðaranda og sitt sýnst hverjum. Að minnsta kosti hafa dómstólar frá 1956 ýmist talið að „höfundurinn" í skilningi lagaákvæðisins sé raunverulegur höfundur umdeildra ummæla eða, nú eingöngu í allra seinustu tíð, að það sé blaðamaðurinn sem hefur þau eftir hinum eiginlega höfundi ummælanna. Síðari túlkunin er hins vegar hvorki í samræmi við eldri dómafordæmi Hæstaréttar, fræðiskrif né dómaframkvæmd MDE. Það er því rangt hjá Brynjari að ábyrgð blaðamannanna hafi byggt á „skýru lagaákvæði" og að ekkert óeðlilegt hafi verið við að dómstólar kæmust að þessari niðurstöðu. Í annan stað fullyrðir Brynjar að ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi „séu túlkuð með mismunandi hætti eftir tíðaranda og sitt sýnist hverjum." Ekki veit undirritaður hvað þessi fullyrðing Brynjars þýðir eða á hverju hún byggir. Hins vegar er það staðreynd að MDE hefur í áratugi túlkað 10. gr. mannréttindasáttmálans með sama hætti og birtist í þessum nýgengnu dómum dómstólsins. Það ætti ekki að vera afsökun fyrir íslenska dómstóla að fara ekki að skýrum ákvæðum mannréttindasáttmálans, að „sitt sýnist hverjum" um ákvæði hans. Sáttmálinn hefur lagagildi á Íslandi og Ísland hefur skuldbundið sig að þjóðarrétti til að virða niðurstöður dóma MDE. Í þriðja lagi er rangt hjá Brynjari að eingöngu sé við löggjafann að sakast, að hafa ekki breytt prentlögum árið 1994, þegar mannréttindasáttmálinn var lögtekinn á Íslandi, og því hafi verið eðlilegt að dæma blaðakonurnar ábyrgar. Þegar mannréttindakafli íslensku stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 var það m.a. gert til þess að færa mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu, þar á meðal ákvæðið um tjáningarfrelsi, sem var breytt töluvert til að laga ákvæðið að 10. gr. sáttmálans. Kemur þetta markmið löggjafans beinlínis fram í lögskýringargögnum. Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er nú mælt fyrir um að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar, en að ábyrgjast skuli þeir skoðanir sínar og sannfæringu fyrir dómi. Þegar blaðamaður er látinn ábyrgjast ummæli viðmælanda síns fyrir dómi er hann settur í þá stöðu að ábyrgjast skoðun og sannfæringu, sem ekki er hans eigin. Það átelur MDE í nýgengnum dómum sínum.Löng og afdráttarlaus dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Undirritaður hefur á síðustu árum flutt mörg dómsmál fyrir blaðamenn, þar sem kröfum vegna meiðyrða hefur verið beint að þeim vegna ummæla viðmælenda þeirra. Í þeim málum hafa varnir m.a. ávallt byggst á því að það stangist á við ákvæði 73. gr. stjórnarskrár Íslands að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum annarra, sem og 10. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu. Það lá þegar fyrir í dómi MDE frá 1994 (Jersild-málið) að ekki skyldi nema í algerum undantekningartilvikum leggja ábyrgð á orðum viðmælanda á blaðamann, sem tekur að sér það mikilvæga hlutverk að miðla upplýsingum, sem telja má að eigi erindi við almenning. Íslenskir dómstólar hafa því haft fjölda tækifæra á sl. árum til að kveða upp úr um það að 15. gr. prentlaga, nr. 57/1956 stangist á við 73. gr. stjórnarskrárinnar, sem er æðri almennum lögum. Ekki er hægt að deila um heimild íslenskra dómstóla um að taka afstöðu til þess. Sömuleiðis er það viðurkennd lögskýringarregla, að stangist eldri lög á við yngri, gangi hin yngri lög framar hinum eldri (lex posterior). Í 10. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, felst að ábyrgð á ummælum viðmælanda skuli ekki leggja á blaðamann nema sérstakar og ríkar ástæður heimili, sbr. m.a. dómafordæmi MDE frá 1994. Íslenskir dómstólar hafa því sömuleiðis haft fjölda tækifæra á sl. árum til að beita þessari viðurkenndu lögskýringu í þessum málum og láta lög um mannréttindasáttmála Evrópu, frá 1994, ganga framar úreltum prentlögum frá 1956. Er því ekki eingöngu hægt að skella skuldinni á löggjafann, eins og Brynjar heldur fram. Í niðurlagi greinar sinnar segir Brynjar, að einkennandi sé fyrir „fjölmiðla í seinni tíð" að reyna að grafa undan trausti og trúverðugleika dómstóla með ómálefnalegri gagnrýni og upphrópunum sem byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Ljóst er hins vegar að þessi nýjasti pistill Brynjars er ekki vel ígrundaður og hefði hann mátt kynna sér dóma MDE betur áður en hann birti pistilinn. Gagnrýni MDE í nýgengnum dómum dómstólsins á vinnubrögð íslenskra dómstóla er óvenju hörð og það er niðurstaða hans að íslenskir dómstólar hafi virt að vettugi grundvallarsjónarmið að baki 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sjónarmið sem Ísland hefur skuldbundið sig að þjóðarrétti til að virða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson lögmaður birtir á bloggi sínu á vefmiðlinum Pressunni, hinn 11. júlí 2012, pistil undir fyrirsögninni „sjálfhverfa og gaspur". Þar gerir hann að umfjöllunarefni viðbrögð við nýgengnum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í tveimur málum íslenskra blaðamanna, sem hann telur almennt vera gaspur sjálfhverfs fólks. Brynjar er ósáttur við viðbrögðin, en lætur þess að engu getið, að sjálfur sótti hann mál fyrir íslenskum dómstólum f.h. umbj. síns gegn blaðamanninum Erlu Hlynsdóttur vegna ummæla sem viðmælandi Erlu viðhafði. Málið er annað þeirra tveggja sem nú bíður umfjöllunar MDE, um það hvort réttmætt hafi verið að gera blaðamann ábyrgan fyrir ummælum viðmælanda síns. Undirritaður lögmaður, sem flutti mál blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur í héraði fyrir íslenskum dómstólum og vann að kæru málanna til MDE, hefur svarað því játandi þegar fjölmiðlar hafa spurt hvort dómar MDE séu áfellisdómur yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla. Þá afstöðu telur Brynjar lýsa vanþekkingu á stjórnskipulegri stöðu íslenskra dómstóla og eftir hvaða reglum þeir starfa. Brynjar rökstyður mál sitt með vísun í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt, sem var í gildi þegar blaðakonurnar birtu greinar sínar. Brynjar telur að tilgreint lagaákvæði hafi verið skýrt hvað það varðar, að blaðamenn bæru ábyrgð þótt ærumeiðandi ummæli væru höfð eftir öðrum. Brynjar nefnir einnig að mannréttindasáttmáli Evrópu hafi verið lögfestur hér á landi árið 1994, en þau lög séu ekki æðri öðrum lögum hér á landi. Þá segir Brynjar að ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi séu túlkuð með mismunandi hætti eftir tíðaranda og sitt sýnist hverjum. Það hafi því ekkert verið óeðlilegt að íslenskir dómstólar hafi dæmt blaðakonurnar eftir „skýru ákvæði" prentlaga um ábyrgð þeirra. Þessi röksemdafærsla Brynjars fær ekki staðist.Óskýr lög um prentrétt. Í fyrsta lagi er það rangt hjá Brynjari að þágildandi 1. mgr. 15. gr. laga um prentrétt hafi verið skýr um að blaðamenn ættu að bera ábyrgð á birtu efni, þótt ærumeiðandi ummæli hefðu verið höfð eftir öðrum. Ákvæðið, sem nú hefur verið numið úr lögum, fjallaði ekkert um ábyrgð blaðamanna. Ákvæðið kvað á um tiltekna ábyrgðarröð á birtu prentefni. Fyrst skyldi „höfundur" prentaðs efnis bera ábyrgð ef hann hefði nafngreint sig, en ef ekki þá ritstjóri, svo útgefandinn, þá dreifingaraðili, síðan prentari o.s.frv. Lögin skilgreindu hins vegar hvergi hver væri „höfundur" í skilningi laganna. Um það hefur ítrekað verið deilt fyrir íslenskum dómstólum. Miklu nær væri að segja að þetta ákvæði hafi verið túlkað með mismunandi hætti eftir tíðaranda og sitt sýnst hverjum. Að minnsta kosti hafa dómstólar frá 1956 ýmist talið að „höfundurinn" í skilningi lagaákvæðisins sé raunverulegur höfundur umdeildra ummæla eða, nú eingöngu í allra seinustu tíð, að það sé blaðamaðurinn sem hefur þau eftir hinum eiginlega höfundi ummælanna. Síðari túlkunin er hins vegar hvorki í samræmi við eldri dómafordæmi Hæstaréttar, fræðiskrif né dómaframkvæmd MDE. Það er því rangt hjá Brynjari að ábyrgð blaðamannanna hafi byggt á „skýru lagaákvæði" og að ekkert óeðlilegt hafi verið við að dómstólar kæmust að þessari niðurstöðu. Í annan stað fullyrðir Brynjar að ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi „séu túlkuð með mismunandi hætti eftir tíðaranda og sitt sýnist hverjum." Ekki veit undirritaður hvað þessi fullyrðing Brynjars þýðir eða á hverju hún byggir. Hins vegar er það staðreynd að MDE hefur í áratugi túlkað 10. gr. mannréttindasáttmálans með sama hætti og birtist í þessum nýgengnu dómum dómstólsins. Það ætti ekki að vera afsökun fyrir íslenska dómstóla að fara ekki að skýrum ákvæðum mannréttindasáttmálans, að „sitt sýnist hverjum" um ákvæði hans. Sáttmálinn hefur lagagildi á Íslandi og Ísland hefur skuldbundið sig að þjóðarrétti til að virða niðurstöður dóma MDE. Í þriðja lagi er rangt hjá Brynjari að eingöngu sé við löggjafann að sakast, að hafa ekki breytt prentlögum árið 1994, þegar mannréttindasáttmálinn var lögtekinn á Íslandi, og því hafi verið eðlilegt að dæma blaðakonurnar ábyrgar. Þegar mannréttindakafli íslensku stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 var það m.a. gert til þess að færa mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu, þar á meðal ákvæðið um tjáningarfrelsi, sem var breytt töluvert til að laga ákvæðið að 10. gr. sáttmálans. Kemur þetta markmið löggjafans beinlínis fram í lögskýringargögnum. Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er nú mælt fyrir um að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar, en að ábyrgjast skuli þeir skoðanir sínar og sannfæringu fyrir dómi. Þegar blaðamaður er látinn ábyrgjast ummæli viðmælanda síns fyrir dómi er hann settur í þá stöðu að ábyrgjast skoðun og sannfæringu, sem ekki er hans eigin. Það átelur MDE í nýgengnum dómum sínum.Löng og afdráttarlaus dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Undirritaður hefur á síðustu árum flutt mörg dómsmál fyrir blaðamenn, þar sem kröfum vegna meiðyrða hefur verið beint að þeim vegna ummæla viðmælenda þeirra. Í þeim málum hafa varnir m.a. ávallt byggst á því að það stangist á við ákvæði 73. gr. stjórnarskrár Íslands að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum annarra, sem og 10. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu. Það lá þegar fyrir í dómi MDE frá 1994 (Jersild-málið) að ekki skyldi nema í algerum undantekningartilvikum leggja ábyrgð á orðum viðmælanda á blaðamann, sem tekur að sér það mikilvæga hlutverk að miðla upplýsingum, sem telja má að eigi erindi við almenning. Íslenskir dómstólar hafa því haft fjölda tækifæra á sl. árum til að kveða upp úr um það að 15. gr. prentlaga, nr. 57/1956 stangist á við 73. gr. stjórnarskrárinnar, sem er æðri almennum lögum. Ekki er hægt að deila um heimild íslenskra dómstóla um að taka afstöðu til þess. Sömuleiðis er það viðurkennd lögskýringarregla, að stangist eldri lög á við yngri, gangi hin yngri lög framar hinum eldri (lex posterior). Í 10. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, felst að ábyrgð á ummælum viðmælanda skuli ekki leggja á blaðamann nema sérstakar og ríkar ástæður heimili, sbr. m.a. dómafordæmi MDE frá 1994. Íslenskir dómstólar hafa því sömuleiðis haft fjölda tækifæra á sl. árum til að beita þessari viðurkenndu lögskýringu í þessum málum og láta lög um mannréttindasáttmála Evrópu, frá 1994, ganga framar úreltum prentlögum frá 1956. Er því ekki eingöngu hægt að skella skuldinni á löggjafann, eins og Brynjar heldur fram. Í niðurlagi greinar sinnar segir Brynjar, að einkennandi sé fyrir „fjölmiðla í seinni tíð" að reyna að grafa undan trausti og trúverðugleika dómstóla með ómálefnalegri gagnrýni og upphrópunum sem byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Ljóst er hins vegar að þessi nýjasti pistill Brynjars er ekki vel ígrundaður og hefði hann mátt kynna sér dóma MDE betur áður en hann birti pistilinn. Gagnrýni MDE í nýgengnum dómum dómstólsins á vinnubrögð íslenskra dómstóla er óvenju hörð og það er niðurstaða hans að íslenskir dómstólar hafi virt að vettugi grundvallarsjónarmið að baki 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sjónarmið sem Ísland hefur skuldbundið sig að þjóðarrétti til að virða.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar