Fleiri fréttir Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús Íslands? Ármann Örn Ármannsson skrifar Það er ánægjulegt að Ísland er aðeins að jafna sig eftir hrun og ríkisfjármál eru kannski eitthvað gagnsærri en áður. Frú Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra harmar það mjög að stjórnmálamönnum hafi ekki tekist að vinna sér traust með þjóðinni. Skyldi ekki hluti þess felast í því að þjóðin er enn alls ekki upplýst um ýmis óþægileg mál? Harpa er kannski eitt þeirra? Ég ber hag Hörpu mjög fyrir brjósti og finnst þetta flott hús þó segja megi að það sé allt of flott fyrir okkar fámennu þjóð. 4.7.2012 06:00 Snjallsíma- og spjaldtölvubyltingin Birna Ósk Einarsdóttir skrifar Sumarið er komið á Íslandi með tilheyrandi gáska og ferðalögum. Hjá Símanum finnum við fyrir breyttum lífsháttum og þörfum hjá fólki yfir sumarmánuðina. Sumarbústaðir, tjöld og tjaldhýsi verða um tíma annað heimili fólks og þar má jafnvel framlengja dvölina með því að tengjast netinu í gegnum 3G-kerfið og sinna þannig vinnunni um leið og notið er samvista með fjölskyldunni, fjarri skarkalanum. Ferðalögin kalla á það að fólk geti tengst netinu nánast hvar og hvenær sem er, enda hefur Síminn lagt áherslu á það síðustu ár að stækka og þétta 3G-kerfið sitt til þess að mæta þessum þörfum og gera fólki lífið léttara við að afla sér upplýsinga, sinna vinnunni og eiga samskipti. 4.7.2012 06:00 Þjóðarvilji ráði för Eygló Harðardóttir skrifar Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum. 4.7.2012 06:00 Að rækta reiðina Sighvatur Björgvinsson skrifar Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. 4.7.2012 06:00 Hugarfarsbreyting í kappi við tímann Ólafur Þ. Stephensen skrifar Við skráningu fasteignafélagsins Regins í Kauphöll Íslands hækkar hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga í 35 prósent. Af fimm stjórnarmönnum í Regin eru fjórar konur. 4.7.2012 06:00 Endurteknar staðfestingar Þórður Snær Júlíusson skrifar Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. 4.7.2012 10:00 Halldór 03.07.2012 3.7.2012 16:00 Stjórnun fiskveiða skilar greinilegum árangri „Hafið er framtíðin" er yfirskrift formennsku Norðmanna í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2012. Í stöðugri leit okkar að nýjum orkulindum hafa olíu- og gasrannsóknir færst út á æ dýpri hafsvæði. Leitað er eftir jarðefnum á sjávarbotni. Fiskeldi í saltvatni verður stöðugt mikilvægara fyrir matvælaöryggi í heiminum. Ástand hafsins var á dagskrá á Ríó+20-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem fram fór í Brasilíu í júní 2012. Í okkar heimshluta er verið að endurskoða sjávarútvegsstefnu ESB. 3.7.2012 11:00 Skilaboðin eru skýr Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar Sjálfstæðiskonan Sirrý Hallgrímsdóttir segir í grein um jafnréttismál að sjálfstæðiskonur hafi verið "brautryðjendur á sviði jafnréttismála“. Sirrý fer aftur til upphafs síðustu aldar til að finna konur sem gegnt hafa mikilvægum embættum í nafni Sjálfstæðisflokksins og nefnir þar sérstaklega Ingibjörgu H. Bjarnason, en hún tók sæti á þingi fyrst kvenna fyrir sérstakan Kvennalista, þó síðar hafi hún gengið til liðs við íhaldið. 3.7.2012 06:00 Eilífur forseti Guðný Gústafsdóttir skrifar Kim Jong-il hvað?!“ sagði vinkona mín nokkuð æst. Við vorum að tala um forsetakosningarnar. Hún æsir sig annars aldrei, alltaf pollróleg og með húmor fyrir hlutunum. Hún hefur verið að stúdera asíska pólitík og fannst rökrétt að vísa til Norður-Kóreu til að undirstrika hvað væri í gangi. Ég var ekki eins fljót að tengja og hváði. "Ha? Kim Jong-il?“ "Já, þessi með sveipinn í hárinu og ógnarstjórnunina í Norður Kóreu manstu?!“ 3.7.2012 06:00 Yfirvegun í lyfjaumræðunni Jakob Falur Garðarsson skrifar Undanfarna daga hefur umræðan um skaðlegar aukaverkanir lyfja verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Auk þess hefur einnig verið fjallað um óhefðbundnar lækningar í baráttunni við krabbamein og jafnvel leitt að því getum að þau krabbameinslyf og meðferðarúrræði sem einstaklingum, sem greinast með þennan vágest, stendur til boða sé hægt að kasta fyrir róða. 3.7.2012 06:00 Skýr lög um vörslusviptingar Ögmundur Jónasson skrifar Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. 3.7.2012 06:00 Ólíklegt að evra myndi víkja fyrir "euro“ Þórhildur Hagalín skrifar Á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Madríd árið 1995 var tekin ákvörðun um að nafnið á sameiginlegum gjaldmiðli sambandsins skyldi vera einfalt og táknrænt fyrir Evrópu og enn fremur vera eins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Leiðtogarnir ákváðu að nefna gjaldmiðilinn "euro“ og skiptist hver einstök eining hans í hundrað hluta sem var gefið heitið "cent“. 3.7.2012 06:00 Samningur getur bjargað lífum Kristján Sturluson skrifar Það er sorgleg staðreynd að víða um heim er aðgengi að vopnum og skotfærum þannig að nánast hver sem er getur komist yfir vopn. Þetta hefur og mun að óbreyttu leiða til fleiri stríðsátaka með tilheyrandi mannréttindabrotum, drápum og þjáningum fyrir almenna borgara sem eru þeir sem oftast verða fyrir barðinu á stríðsátökum. 3.7.2012 06:00 "Takk“ Erla Hlynsdóttir skrifar Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli. 3.7.2012 08:15 Eru verðtryggð húsnæðislán ólögleg? Guðmundur Franklín Jónsson skrifar Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007, var innleidd í íslenskan rétt MiFID-tilskipun Evrópusambandsins. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. MiFID-tilskipunin náði til allra ríkja á EES-svæðinu. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá var löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. 3.7.2012 06:00 Freistingum pólitíkusa fækkað Ólafur Þ. Stephensen skrifar Uppbyggingu þorskstofnsins á síðustu árum og sterka stöðu hans nú má ekki sízt þakka aflareglunni, sem fyrst var tekin upp árið 1995 og er í sinni síðustu útgáfu nokkurn veginn á þá leið að ekki skuli veiða meira en fimmtung af þorski eldri en fjögurra ára, að því gefnu að hrygningarstofninn haldist í 220.000 tonnum eða yfir. 3.7.2012 06:00 Halldór 02.07.2012 2.7.2012 16:15 Ókláruð staka til forsetans Jón Sigurður Eyjólfssoon skrifar Það er engu líkara en vitund mín skipti um forrit þegar ég legg land undir fót. Það verður til dæmis á mér mikil umbreyting þegar ég kem heim til Íslands frá Spáni. Um leið og ég labba inn í Leifsstöð falla stökurnar af munni mér og það verður engu líkara en ég finni fyrir Agli Skallagrímssyni berjast um í brjósti mér. Ég einhendi mér svo í hundrað hluti sem ég klára svo aldrei. 2.7.2012 10:15 Ein heildarlög um dvalar- og atvinnuleyfi Ögmundur Jónasson skrifar Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. 2.7.2012 06:00 Ingólfstorg – Kvosin Páll Hjaltason skrifar Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. 2.7.2012 10:15 Skylmingamaðurinn Ólafur Stephensen skrifar Árangur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakjörinu er fyrst og fremst sigur hins pólitíska vígamanns. Hann hefur enn einu sinni snúið á andstæðinga sína. 2.7.2012 10:15 Fantasíur í kynlífi Sigga Dögg skrifar Grasið strýkst við sólbrúnt hörundið á stinnum kroppnum og þessi ókunnugi maður sem liggur við hlið þér horfir djúpt í augu þín er þú grípur um… 30.6.2012 13:00 Við borgum líka Ólafur Þ. Stephensen skrifar Sú mýta er vinsæl, ekki sízt í útlöndum, að íslenzkir skattgreiðendur hafi ekki þurft að punga neinu út til að halda bönkum á floti, eins og almenningur í ótal mörgum öðrum ríkjum þarf að gera. Þetta á víst að vera ein skýringin á nýja, íslenzka efnahagsundrinu. Ýmsir málsmetandi fulltrúar íslenzkrar stjórnmálastéttar hafa ýtt undir mýtuna, sem draga má saman í fleygum orðum: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. 30.6.2012 06:00 Mannlegir skildir í Eyjum Atli Fannar Bjarkason skrifar Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risavaxin systkini. 30.6.2012 06:00 Ármaður Íslands Þorsteinn Pálsson skrifar Pólitísk málefni hafa verið dregin inn í forsetakjör með óvenju afgerandi hætti að þessu sinni. Samt er ólíklegt að draga megi ákveðnar pólitískar ályktanir af úrslitunum. Að einhverju leyti eru kjósendur að senda skilaboð um hvers konar forsetaembætti þeir vilja hafa. En fyrst og fremst er þetta persónuleikakjör. 30.6.2012 06:00 Hvað segir fjöldi bólfélaga? Sigga Dögg skrifar Drusla er mér hugleikið orð. Á heimili mínu táknar það að vera sóðalegur til fara eða það sé skítugt inni hjá þér. Sem uppreisnargjarn og latur unglingur fékk ég oft að heyra ég væri drusla. Ég tók það ekkert sérstaklega inn á mig þar sem ég vissi upp á mig sökina. Ég nennti ekki að taka til og mér var alveg sama þó það væri gat á erminni á peysunni, hún var keypt á kílómarkaði í Spútnik og var í uppáhaldi. Ég var bara drusla og stolt af því. 29.6.2012 18:00 Hagstjórnarspaðarnir Magnús Halldórsson skrifar Hagspár gefa stundum góða vísbendingu um það sem koma skal í efnahagsmálum. En ekki alltaf. Lars Christiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank, kom hingað til lands í fyrra og birti spá fyrir þróun efnahagsmála. 29.6.2012 17:30 Halldór 29.06.2012 29.6.2012 16:00 Umræðan um umræðuna Bergsteinn Sigurðsson skrifar Íslendingar eru ekki sammála um margt en ég hugsa að 99 prósent landsmanna séu sammála um það að íslensk umræðuhefð sé ömurleg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim pistlum, statusum og kommentum sem ég hef lesið um hvað umræðan sé vond; að við séum sífellt að karpa um aukaatriði, fara í boltann en ekki manninn, færa ekki rök fyrir máli okkar og svo er smiðshöggið rekið með tilvitnun í það sem Halldór Laxness sagði um kjarna málsins. Allt má þetta sjálfsagt til sanns vegar færa. Hins vegar er umhugsunarefni hvers vegna umræðuhefð sem svo mikil og víðtæk óánægja ríkir um er stunduð af jafn miklu kappi og raun ber vitni. 29.6.2012 06:00 Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi Kristín Ómarsdóttir skrifar Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. 29.6.2012 16:00 Ímynd Íslands, atvinnulífið og forsetinn Hjörtur Smárason skrifar Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum. 29.6.2012 14:00 Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Ólína Þorvarðardóttir skrifar Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. 29.6.2012 06:00 Jákvæð samræða eða dómharka og stimplun? Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. 29.6.2012 06:00 Til hamingju með sigurinn, Ástþór Pawel Bartoszek skrifar Þegar sitjandi forseti var fyrst kosinn í embætti hafði ég ekki kosningarétt og hafði raunar einungis haft íslenskan ríkisborgararétt í sex vikur. Í þeim kosningum buðu sig annars vegar fram fjórir frambjóðendur sem kepptust við að máta sig við hlutverk forseta sem "sameiningartákn þjóðarinnar“ og hins vegar einn sem hafði öllu róttækari hugmyndir um embættið. Sá ætlaði að berjast fyrir friði í heiminum og vísa umdeildum lögum hiklaust í þjóðaratkvæði. Hann hét Ástþór Magnússon og endaði með 2,7% atkvæða. 29.6.2012 10:00 Fatlað fólk geti kosið með reisn Steinunn Stefánsdóttir skrifar Rétturinn til að kjósa telst til grundvallarréttinda borgara í lýðræðisríki. Miklu skiptir því að staðið sé að kosningum þannig að hver einasti borgari með kosningarétt geti nýtt kosningarétt sinn með fullri reisn. 29.6.2012 06:00 Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa Vilhjálmur Pétursson skrifar Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. 28.6.2012 15:30 Halldór 28.06.2012 28.6.2012 08:00 Stuðningsgrein: Afhverju að kjósa Andreu Ólafs sem Forseta Íslands? Hákon Einar Júlíusson skrifar Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við. 28.6.2012 19:00 Stuðningsgrein: Kjósandi góður Pétur Pétursson skrifar Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru. 28.6.2012 18:00 Manneskjan á bak við embættið Hrafnhildur Bjarnadóttir skrifar Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. 28.6.2012 17:30 Stuðningsgrein: Kjósum breytingar Marinó G. Njálsson skrifar Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. 28.6.2012 16:30 Ég samhryggist þér…á Facebook Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar Ég nota Facebook nær daglega og hef oft mjög gaman að. Þrælsniðugt tól þegar kemur að því að fylgjast með ástvinum erlendis, halda sambandi við vini sem ég umgengst ekki reglulega og svala ríkulegri forvitni minni þegar kemur að skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Ég tjái mig líka þarna inni og þegar ég er í stuði finnst mér á köflum ég svo 28.6.2012 16:22 Hver er réttur barna á Íslandi? François Scheefer skrifar 24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga. 28.6.2012 06:00 Það er kominn tími til að breyta Þóra Arnórsdóttir skrifar Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. 28.6.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús Íslands? Ármann Örn Ármannsson skrifar Það er ánægjulegt að Ísland er aðeins að jafna sig eftir hrun og ríkisfjármál eru kannski eitthvað gagnsærri en áður. Frú Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra harmar það mjög að stjórnmálamönnum hafi ekki tekist að vinna sér traust með þjóðinni. Skyldi ekki hluti þess felast í því að þjóðin er enn alls ekki upplýst um ýmis óþægileg mál? Harpa er kannski eitt þeirra? Ég ber hag Hörpu mjög fyrir brjósti og finnst þetta flott hús þó segja megi að það sé allt of flott fyrir okkar fámennu þjóð. 4.7.2012 06:00
Snjallsíma- og spjaldtölvubyltingin Birna Ósk Einarsdóttir skrifar Sumarið er komið á Íslandi með tilheyrandi gáska og ferðalögum. Hjá Símanum finnum við fyrir breyttum lífsháttum og þörfum hjá fólki yfir sumarmánuðina. Sumarbústaðir, tjöld og tjaldhýsi verða um tíma annað heimili fólks og þar má jafnvel framlengja dvölina með því að tengjast netinu í gegnum 3G-kerfið og sinna þannig vinnunni um leið og notið er samvista með fjölskyldunni, fjarri skarkalanum. Ferðalögin kalla á það að fólk geti tengst netinu nánast hvar og hvenær sem er, enda hefur Síminn lagt áherslu á það síðustu ár að stækka og þétta 3G-kerfið sitt til þess að mæta þessum þörfum og gera fólki lífið léttara við að afla sér upplýsinga, sinna vinnunni og eiga samskipti. 4.7.2012 06:00
Þjóðarvilji ráði för Eygló Harðardóttir skrifar Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum. 4.7.2012 06:00
Að rækta reiðina Sighvatur Björgvinsson skrifar Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. 4.7.2012 06:00
Hugarfarsbreyting í kappi við tímann Ólafur Þ. Stephensen skrifar Við skráningu fasteignafélagsins Regins í Kauphöll Íslands hækkar hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga í 35 prósent. Af fimm stjórnarmönnum í Regin eru fjórar konur. 4.7.2012 06:00
Endurteknar staðfestingar Þórður Snær Júlíusson skrifar Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. 4.7.2012 10:00
Stjórnun fiskveiða skilar greinilegum árangri „Hafið er framtíðin" er yfirskrift formennsku Norðmanna í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2012. Í stöðugri leit okkar að nýjum orkulindum hafa olíu- og gasrannsóknir færst út á æ dýpri hafsvæði. Leitað er eftir jarðefnum á sjávarbotni. Fiskeldi í saltvatni verður stöðugt mikilvægara fyrir matvælaöryggi í heiminum. Ástand hafsins var á dagskrá á Ríó+20-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem fram fór í Brasilíu í júní 2012. Í okkar heimshluta er verið að endurskoða sjávarútvegsstefnu ESB. 3.7.2012 11:00
Skilaboðin eru skýr Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar Sjálfstæðiskonan Sirrý Hallgrímsdóttir segir í grein um jafnréttismál að sjálfstæðiskonur hafi verið "brautryðjendur á sviði jafnréttismála“. Sirrý fer aftur til upphafs síðustu aldar til að finna konur sem gegnt hafa mikilvægum embættum í nafni Sjálfstæðisflokksins og nefnir þar sérstaklega Ingibjörgu H. Bjarnason, en hún tók sæti á þingi fyrst kvenna fyrir sérstakan Kvennalista, þó síðar hafi hún gengið til liðs við íhaldið. 3.7.2012 06:00
Eilífur forseti Guðný Gústafsdóttir skrifar Kim Jong-il hvað?!“ sagði vinkona mín nokkuð æst. Við vorum að tala um forsetakosningarnar. Hún æsir sig annars aldrei, alltaf pollróleg og með húmor fyrir hlutunum. Hún hefur verið að stúdera asíska pólitík og fannst rökrétt að vísa til Norður-Kóreu til að undirstrika hvað væri í gangi. Ég var ekki eins fljót að tengja og hváði. "Ha? Kim Jong-il?“ "Já, þessi með sveipinn í hárinu og ógnarstjórnunina í Norður Kóreu manstu?!“ 3.7.2012 06:00
Yfirvegun í lyfjaumræðunni Jakob Falur Garðarsson skrifar Undanfarna daga hefur umræðan um skaðlegar aukaverkanir lyfja verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Auk þess hefur einnig verið fjallað um óhefðbundnar lækningar í baráttunni við krabbamein og jafnvel leitt að því getum að þau krabbameinslyf og meðferðarúrræði sem einstaklingum, sem greinast með þennan vágest, stendur til boða sé hægt að kasta fyrir róða. 3.7.2012 06:00
Skýr lög um vörslusviptingar Ögmundur Jónasson skrifar Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. 3.7.2012 06:00
Ólíklegt að evra myndi víkja fyrir "euro“ Þórhildur Hagalín skrifar Á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Madríd árið 1995 var tekin ákvörðun um að nafnið á sameiginlegum gjaldmiðli sambandsins skyldi vera einfalt og táknrænt fyrir Evrópu og enn fremur vera eins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Leiðtogarnir ákváðu að nefna gjaldmiðilinn "euro“ og skiptist hver einstök eining hans í hundrað hluta sem var gefið heitið "cent“. 3.7.2012 06:00
Samningur getur bjargað lífum Kristján Sturluson skrifar Það er sorgleg staðreynd að víða um heim er aðgengi að vopnum og skotfærum þannig að nánast hver sem er getur komist yfir vopn. Þetta hefur og mun að óbreyttu leiða til fleiri stríðsátaka með tilheyrandi mannréttindabrotum, drápum og þjáningum fyrir almenna borgara sem eru þeir sem oftast verða fyrir barðinu á stríðsátökum. 3.7.2012 06:00
"Takk“ Erla Hlynsdóttir skrifar Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli. 3.7.2012 08:15
Eru verðtryggð húsnæðislán ólögleg? Guðmundur Franklín Jónsson skrifar Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007, var innleidd í íslenskan rétt MiFID-tilskipun Evrópusambandsins. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. MiFID-tilskipunin náði til allra ríkja á EES-svæðinu. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá var löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. 3.7.2012 06:00
Freistingum pólitíkusa fækkað Ólafur Þ. Stephensen skrifar Uppbyggingu þorskstofnsins á síðustu árum og sterka stöðu hans nú má ekki sízt þakka aflareglunni, sem fyrst var tekin upp árið 1995 og er í sinni síðustu útgáfu nokkurn veginn á þá leið að ekki skuli veiða meira en fimmtung af þorski eldri en fjögurra ára, að því gefnu að hrygningarstofninn haldist í 220.000 tonnum eða yfir. 3.7.2012 06:00
Ókláruð staka til forsetans Jón Sigurður Eyjólfssoon skrifar Það er engu líkara en vitund mín skipti um forrit þegar ég legg land undir fót. Það verður til dæmis á mér mikil umbreyting þegar ég kem heim til Íslands frá Spáni. Um leið og ég labba inn í Leifsstöð falla stökurnar af munni mér og það verður engu líkara en ég finni fyrir Agli Skallagrímssyni berjast um í brjósti mér. Ég einhendi mér svo í hundrað hluti sem ég klára svo aldrei. 2.7.2012 10:15
Ein heildarlög um dvalar- og atvinnuleyfi Ögmundur Jónasson skrifar Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. 2.7.2012 06:00
Ingólfstorg – Kvosin Páll Hjaltason skrifar Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. 2.7.2012 10:15
Skylmingamaðurinn Ólafur Stephensen skrifar Árangur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakjörinu er fyrst og fremst sigur hins pólitíska vígamanns. Hann hefur enn einu sinni snúið á andstæðinga sína. 2.7.2012 10:15
Fantasíur í kynlífi Sigga Dögg skrifar Grasið strýkst við sólbrúnt hörundið á stinnum kroppnum og þessi ókunnugi maður sem liggur við hlið þér horfir djúpt í augu þín er þú grípur um… 30.6.2012 13:00
Við borgum líka Ólafur Þ. Stephensen skrifar Sú mýta er vinsæl, ekki sízt í útlöndum, að íslenzkir skattgreiðendur hafi ekki þurft að punga neinu út til að halda bönkum á floti, eins og almenningur í ótal mörgum öðrum ríkjum þarf að gera. Þetta á víst að vera ein skýringin á nýja, íslenzka efnahagsundrinu. Ýmsir málsmetandi fulltrúar íslenzkrar stjórnmálastéttar hafa ýtt undir mýtuna, sem draga má saman í fleygum orðum: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. 30.6.2012 06:00
Mannlegir skildir í Eyjum Atli Fannar Bjarkason skrifar Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risavaxin systkini. 30.6.2012 06:00
Ármaður Íslands Þorsteinn Pálsson skrifar Pólitísk málefni hafa verið dregin inn í forsetakjör með óvenju afgerandi hætti að þessu sinni. Samt er ólíklegt að draga megi ákveðnar pólitískar ályktanir af úrslitunum. Að einhverju leyti eru kjósendur að senda skilaboð um hvers konar forsetaembætti þeir vilja hafa. En fyrst og fremst er þetta persónuleikakjör. 30.6.2012 06:00
Hvað segir fjöldi bólfélaga? Sigga Dögg skrifar Drusla er mér hugleikið orð. Á heimili mínu táknar það að vera sóðalegur til fara eða það sé skítugt inni hjá þér. Sem uppreisnargjarn og latur unglingur fékk ég oft að heyra ég væri drusla. Ég tók það ekkert sérstaklega inn á mig þar sem ég vissi upp á mig sökina. Ég nennti ekki að taka til og mér var alveg sama þó það væri gat á erminni á peysunni, hún var keypt á kílómarkaði í Spútnik og var í uppáhaldi. Ég var bara drusla og stolt af því. 29.6.2012 18:00
Hagstjórnarspaðarnir Magnús Halldórsson skrifar Hagspár gefa stundum góða vísbendingu um það sem koma skal í efnahagsmálum. En ekki alltaf. Lars Christiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank, kom hingað til lands í fyrra og birti spá fyrir þróun efnahagsmála. 29.6.2012 17:30
Umræðan um umræðuna Bergsteinn Sigurðsson skrifar Íslendingar eru ekki sammála um margt en ég hugsa að 99 prósent landsmanna séu sammála um það að íslensk umræðuhefð sé ömurleg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim pistlum, statusum og kommentum sem ég hef lesið um hvað umræðan sé vond; að við séum sífellt að karpa um aukaatriði, fara í boltann en ekki manninn, færa ekki rök fyrir máli okkar og svo er smiðshöggið rekið með tilvitnun í það sem Halldór Laxness sagði um kjarna málsins. Allt má þetta sjálfsagt til sanns vegar færa. Hins vegar er umhugsunarefni hvers vegna umræðuhefð sem svo mikil og víðtæk óánægja ríkir um er stunduð af jafn miklu kappi og raun ber vitni. 29.6.2012 06:00
Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi Kristín Ómarsdóttir skrifar Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. 29.6.2012 16:00
Ímynd Íslands, atvinnulífið og forsetinn Hjörtur Smárason skrifar Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum. 29.6.2012 14:00
Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Ólína Þorvarðardóttir skrifar Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. 29.6.2012 06:00
Jákvæð samræða eða dómharka og stimplun? Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. 29.6.2012 06:00
Til hamingju með sigurinn, Ástþór Pawel Bartoszek skrifar Þegar sitjandi forseti var fyrst kosinn í embætti hafði ég ekki kosningarétt og hafði raunar einungis haft íslenskan ríkisborgararétt í sex vikur. Í þeim kosningum buðu sig annars vegar fram fjórir frambjóðendur sem kepptust við að máta sig við hlutverk forseta sem "sameiningartákn þjóðarinnar“ og hins vegar einn sem hafði öllu róttækari hugmyndir um embættið. Sá ætlaði að berjast fyrir friði í heiminum og vísa umdeildum lögum hiklaust í þjóðaratkvæði. Hann hét Ástþór Magnússon og endaði með 2,7% atkvæða. 29.6.2012 10:00
Fatlað fólk geti kosið með reisn Steinunn Stefánsdóttir skrifar Rétturinn til að kjósa telst til grundvallarréttinda borgara í lýðræðisríki. Miklu skiptir því að staðið sé að kosningum þannig að hver einasti borgari með kosningarétt geti nýtt kosningarétt sinn með fullri reisn. 29.6.2012 06:00
Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa Vilhjálmur Pétursson skrifar Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. 28.6.2012 15:30
Stuðningsgrein: Afhverju að kjósa Andreu Ólafs sem Forseta Íslands? Hákon Einar Júlíusson skrifar Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við. 28.6.2012 19:00
Stuðningsgrein: Kjósandi góður Pétur Pétursson skrifar Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru. 28.6.2012 18:00
Manneskjan á bak við embættið Hrafnhildur Bjarnadóttir skrifar Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. 28.6.2012 17:30
Stuðningsgrein: Kjósum breytingar Marinó G. Njálsson skrifar Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. 28.6.2012 16:30
Ég samhryggist þér…á Facebook Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar Ég nota Facebook nær daglega og hef oft mjög gaman að. Þrælsniðugt tól þegar kemur að því að fylgjast með ástvinum erlendis, halda sambandi við vini sem ég umgengst ekki reglulega og svala ríkulegri forvitni minni þegar kemur að skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Ég tjái mig líka þarna inni og þegar ég er í stuði finnst mér á köflum ég svo 28.6.2012 16:22
Hver er réttur barna á Íslandi? François Scheefer skrifar 24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga. 28.6.2012 06:00
Það er kominn tími til að breyta Þóra Arnórsdóttir skrifar Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. 28.6.2012 06:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun