Rjómaís fyrir ríka fólkið Benjamín Plaggenborg skrifar 10. júlí 2012 15:13 Einn af undarlegri öngum velferðarkerfisins birtist í útvarpinu í dag. Þar talaði maður sem sagði að hvað sem allri fræðslu og forvörnum liði, þá þyrfti að setja leiðbeinandi skatta á sætindi. Þetta er gömul vísa sem er of oft kveðin. Fyrir henni eru yfirleitt færð tvenn rök. Þau fyrri eru að við þurfum þess lags neyslustjórnun, því sykri sé troðið í allan mat og prangað á okkur hillunum saman. Með hærri sköttum yrði hann óvinsælli og torseldari og tennur okkar, bumbur og hjörtu stæltari. Þetta hljómar eflaust fínt fyrir kerfismenn, þá sem líta á okkur sem tannhjól í samfélagi (sem framleiðir hagvöxt og stöðugleika), en þetta hljómar minna spennandi fyrir mig þegar ég vil fá mér ís á heitum sumardegi eins og þessum. Ég geri það óspart, þó ég sé ekki sérlega fjáður, og það er eitt af fáum tilfellum lífs míns sem afsannar að peningar geti ekki keypt hamingju. Ég er innan kjörþyngdar og brýst ekki í ísbúðir eða banka til að svala íslöngun minni, eins og aðrir fíklar eru stundum sakaðir um. Nú mætti segja að þetta sé nú ekkert stórmál - ég muni eftir sem áður geta keypt mér ís, bara ekki jafn oft. Með því viðhorfi er öll vitleysa ríkisins allt í lagi, svo lengi sem hún gerir okkur lífið ekki að einhverju leyti ómögulegt. Það þykir mér aum uppgjöf. En hvað með þá sem ekki ráða við sykurneyslu sína? Vissulega eru þeir til sem skerða heilsu sína með sykurneyslu, sumir vitandi og viljandi en aðrir með minni sjálfsstjórn. Þeir sem hvorki geta haldið sig frá nammirekkum né nammibúðum þurfa ekki sykurskatta, heldur forráðamenn. Þetta segi ég í fúlustu alvöru. Það er ekki sjálfgefið að allir geti farið af skynsemi með hnífa, peninga og mat. En að banna þessa hluti eða hefta aðgang allra að þeim er of grófgerð lausn.Vandamálið er og verður þeir fáu sem ekki hafa stjórn á sér, og þeim þarf að hjálpa á þeirra forsendum. Á meðan get ég fengið mér ís á kostakjörum, eins og yfirvegaðri skynsemisveru sæmir. Þetta færir okkur að næstu röksemdinni fyrir neyslustjórnun. Hún er að með því að skerða eigin heilbrigði séum við að hækka rekstrarkostnað heilbrigðiskerfisins, og þurfum því að borga meira til þess. Óskammfeilnin í þessu viðhorfi liggur ekki í augum uppi fyrr en maður áttar sig á að aldrei stóð annað til boða: við verðum að borga með heilbrigðiskerfinu, og við megum ekki verða því löstur. Með þessu er ljúflynt velferðarkerfið orðið að hörðum herra. Þetta er líkt og ég myndi lofa vini mínum að hjálpa honum við að þrífa bílinn hans eftir helgina, en svo banna honum að keyra á möl eða drekka kaffi í bílnum á grundvelli þess. Vandamálið er aftur að heildstæð (og heldur dónaleg) lausn er sett fram við vandamáli fárra. Að hækka iðgjöldin, sem skulu borga sjúkrakostnað okkar, er mál tryggingafyrirtækja. Þau geta boðið okkur að lifa hollar eða borga meira. En að ríkið potist í því með íhlutun í sumarsælunni kemur úr hörðustu átt. Ef þessi vanviska nær fram að ganga, sem hún hefur svo oft gert áður, gæti mér verið sú leið ein fær að laga minn eigin ís. Ég er ekki góður í því og hann verður sennilega vondur. Íslenskir ísframleiðendur, sem kunna að búa til góðan ís, missa viðskipti. Mér verður óglatt og þarf að fara á heilsugæsluna. Og yfir þessu vakir svo þessi kerfiskall eins og einhver and-Kassandra, með öll völd en enga forspárgetu, og horfir á tannhjól kerfisins hökta. Þessi neyslustjórnarnörd mega ekki fá áheyrn eða völd. Ég vil ekki hafa þau fjarstýrandi mér með excelskjölum og neysluhagfræði. Þau þurfa að koma út í sólskinið. Og fá sér ís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af undarlegri öngum velferðarkerfisins birtist í útvarpinu í dag. Þar talaði maður sem sagði að hvað sem allri fræðslu og forvörnum liði, þá þyrfti að setja leiðbeinandi skatta á sætindi. Þetta er gömul vísa sem er of oft kveðin. Fyrir henni eru yfirleitt færð tvenn rök. Þau fyrri eru að við þurfum þess lags neyslustjórnun, því sykri sé troðið í allan mat og prangað á okkur hillunum saman. Með hærri sköttum yrði hann óvinsælli og torseldari og tennur okkar, bumbur og hjörtu stæltari. Þetta hljómar eflaust fínt fyrir kerfismenn, þá sem líta á okkur sem tannhjól í samfélagi (sem framleiðir hagvöxt og stöðugleika), en þetta hljómar minna spennandi fyrir mig þegar ég vil fá mér ís á heitum sumardegi eins og þessum. Ég geri það óspart, þó ég sé ekki sérlega fjáður, og það er eitt af fáum tilfellum lífs míns sem afsannar að peningar geti ekki keypt hamingju. Ég er innan kjörþyngdar og brýst ekki í ísbúðir eða banka til að svala íslöngun minni, eins og aðrir fíklar eru stundum sakaðir um. Nú mætti segja að þetta sé nú ekkert stórmál - ég muni eftir sem áður geta keypt mér ís, bara ekki jafn oft. Með því viðhorfi er öll vitleysa ríkisins allt í lagi, svo lengi sem hún gerir okkur lífið ekki að einhverju leyti ómögulegt. Það þykir mér aum uppgjöf. En hvað með þá sem ekki ráða við sykurneyslu sína? Vissulega eru þeir til sem skerða heilsu sína með sykurneyslu, sumir vitandi og viljandi en aðrir með minni sjálfsstjórn. Þeir sem hvorki geta haldið sig frá nammirekkum né nammibúðum þurfa ekki sykurskatta, heldur forráðamenn. Þetta segi ég í fúlustu alvöru. Það er ekki sjálfgefið að allir geti farið af skynsemi með hnífa, peninga og mat. En að banna þessa hluti eða hefta aðgang allra að þeim er of grófgerð lausn.Vandamálið er og verður þeir fáu sem ekki hafa stjórn á sér, og þeim þarf að hjálpa á þeirra forsendum. Á meðan get ég fengið mér ís á kostakjörum, eins og yfirvegaðri skynsemisveru sæmir. Þetta færir okkur að næstu röksemdinni fyrir neyslustjórnun. Hún er að með því að skerða eigin heilbrigði séum við að hækka rekstrarkostnað heilbrigðiskerfisins, og þurfum því að borga meira til þess. Óskammfeilnin í þessu viðhorfi liggur ekki í augum uppi fyrr en maður áttar sig á að aldrei stóð annað til boða: við verðum að borga með heilbrigðiskerfinu, og við megum ekki verða því löstur. Með þessu er ljúflynt velferðarkerfið orðið að hörðum herra. Þetta er líkt og ég myndi lofa vini mínum að hjálpa honum við að þrífa bílinn hans eftir helgina, en svo banna honum að keyra á möl eða drekka kaffi í bílnum á grundvelli þess. Vandamálið er aftur að heildstæð (og heldur dónaleg) lausn er sett fram við vandamáli fárra. Að hækka iðgjöldin, sem skulu borga sjúkrakostnað okkar, er mál tryggingafyrirtækja. Þau geta boðið okkur að lifa hollar eða borga meira. En að ríkið potist í því með íhlutun í sumarsælunni kemur úr hörðustu átt. Ef þessi vanviska nær fram að ganga, sem hún hefur svo oft gert áður, gæti mér verið sú leið ein fær að laga minn eigin ís. Ég er ekki góður í því og hann verður sennilega vondur. Íslenskir ísframleiðendur, sem kunna að búa til góðan ís, missa viðskipti. Mér verður óglatt og þarf að fara á heilsugæsluna. Og yfir þessu vakir svo þessi kerfiskall eins og einhver and-Kassandra, með öll völd en enga forspárgetu, og horfir á tannhjól kerfisins hökta. Þessi neyslustjórnarnörd mega ekki fá áheyrn eða völd. Ég vil ekki hafa þau fjarstýrandi mér með excelskjölum og neysluhagfræði. Þau þurfa að koma út í sólskinið. Og fá sér ís.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar