Velferð hælisleitenda Anna Stefánsdóttir skrifar 5. júlí 2012 06:00 Í síðustu viku kom út skýrsla nefndar sem innanríkisráðherra skipaði sumarið 2011 um málefni útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins. Rauði krossinn fagnar almennt tillögum nefndarinnar varðandi flóttamenn og hælisleitendur og að verulegt tillit hafi verið tekið til þeirra ábendinga sem félagið kom á framfæri við nefndina og ráðuneytið. Rauði krossinn fagnar sérstaklega tillögu um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Því ítrekar félagið fyrri tilmæli sín að innanríkisráðuneytið skoði sérstaklega mál flóttamanna sem hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir notkun falsaðra skilríkja og síðan fengið alþjóðlega vernd hérlendis. Stjórnvöld þurfa að skoða hvað er hægt að gera fyrir flóttamenn í slíkri stöðu. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu sem í ofanálag stangast mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Rauði krossinn tekur undir tillögu nefndarinnar um sjálfstæða úrskurðarnefnd sem a.m.k. fjalli um kærur á neikvæðum ákvörðunum Útlendingastofnunar í hælismálum. Verði farin sú leið að hafa eina úrskurðarnefnd fyrir allar kærur á grundvelli útlendingalaga vill Rauði krossinn benda á að mikilvægt er að slíkt tefji ekki málsmeðferð kærumála sem varða hælisbeiðnir. Hælisleitendur eru enda mjög lítill hluti þeirra sem eiga til meðferðar umsóknir hjá stjórnvöldum hverju sinni. Rauði krossinn telur þá tillögu nefndarinnar að málsmeðferð hælisumsókna taki að jafnaði ekki lengri tíma en samtals sex mánuði afar mikilvæga. Stjórnvöld þurfa ekki að bíða eftir að frumvarp verði lagt fram á Alþingi heldur ættu að hefjast handa strax við að stytta málsmeðferðartímann og einfalda hælisferilinn eins og hægt er m.v. núgildandi lagaramma. Mikilvægt er að stjórnvöld setji sér markmið um hvenær afgreiðsla hælismála verði orðin innan þeirra marka sem nefndin leggur til. Tillögur nefndarinnar eru almennt til þess fallnar að styrkja mannréttindi, auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis. Það er einlæg von Rauða krossins að frumvarp til breytinga á lögum sem varðar útlendinga og byggir á tillögum nefndarinnar verði lagt fram á Alþingi síðar á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út skýrsla nefndar sem innanríkisráðherra skipaði sumarið 2011 um málefni útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins. Rauði krossinn fagnar almennt tillögum nefndarinnar varðandi flóttamenn og hælisleitendur og að verulegt tillit hafi verið tekið til þeirra ábendinga sem félagið kom á framfæri við nefndina og ráðuneytið. Rauði krossinn fagnar sérstaklega tillögu um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Því ítrekar félagið fyrri tilmæli sín að innanríkisráðuneytið skoði sérstaklega mál flóttamanna sem hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir notkun falsaðra skilríkja og síðan fengið alþjóðlega vernd hérlendis. Stjórnvöld þurfa að skoða hvað er hægt að gera fyrir flóttamenn í slíkri stöðu. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu sem í ofanálag stangast mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Rauði krossinn tekur undir tillögu nefndarinnar um sjálfstæða úrskurðarnefnd sem a.m.k. fjalli um kærur á neikvæðum ákvörðunum Útlendingastofnunar í hælismálum. Verði farin sú leið að hafa eina úrskurðarnefnd fyrir allar kærur á grundvelli útlendingalaga vill Rauði krossinn benda á að mikilvægt er að slíkt tefji ekki málsmeðferð kærumála sem varða hælisbeiðnir. Hælisleitendur eru enda mjög lítill hluti þeirra sem eiga til meðferðar umsóknir hjá stjórnvöldum hverju sinni. Rauði krossinn telur þá tillögu nefndarinnar að málsmeðferð hælisumsókna taki að jafnaði ekki lengri tíma en samtals sex mánuði afar mikilvæga. Stjórnvöld þurfa ekki að bíða eftir að frumvarp verði lagt fram á Alþingi heldur ættu að hefjast handa strax við að stytta málsmeðferðartímann og einfalda hælisferilinn eins og hægt er m.v. núgildandi lagaramma. Mikilvægt er að stjórnvöld setji sér markmið um hvenær afgreiðsla hælismála verði orðin innan þeirra marka sem nefndin leggur til. Tillögur nefndarinnar eru almennt til þess fallnar að styrkja mannréttindi, auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis. Það er einlæg von Rauða krossins að frumvarp til breytinga á lögum sem varðar útlendinga og byggir á tillögum nefndarinnar verði lagt fram á Alþingi síðar á þessu ári.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar