Velferð hælisleitenda Anna Stefánsdóttir skrifar 5. júlí 2012 06:00 Í síðustu viku kom út skýrsla nefndar sem innanríkisráðherra skipaði sumarið 2011 um málefni útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins. Rauði krossinn fagnar almennt tillögum nefndarinnar varðandi flóttamenn og hælisleitendur og að verulegt tillit hafi verið tekið til þeirra ábendinga sem félagið kom á framfæri við nefndina og ráðuneytið. Rauði krossinn fagnar sérstaklega tillögu um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Því ítrekar félagið fyrri tilmæli sín að innanríkisráðuneytið skoði sérstaklega mál flóttamanna sem hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir notkun falsaðra skilríkja og síðan fengið alþjóðlega vernd hérlendis. Stjórnvöld þurfa að skoða hvað er hægt að gera fyrir flóttamenn í slíkri stöðu. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu sem í ofanálag stangast mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Rauði krossinn tekur undir tillögu nefndarinnar um sjálfstæða úrskurðarnefnd sem a.m.k. fjalli um kærur á neikvæðum ákvörðunum Útlendingastofnunar í hælismálum. Verði farin sú leið að hafa eina úrskurðarnefnd fyrir allar kærur á grundvelli útlendingalaga vill Rauði krossinn benda á að mikilvægt er að slíkt tefji ekki málsmeðferð kærumála sem varða hælisbeiðnir. Hælisleitendur eru enda mjög lítill hluti þeirra sem eiga til meðferðar umsóknir hjá stjórnvöldum hverju sinni. Rauði krossinn telur þá tillögu nefndarinnar að málsmeðferð hælisumsókna taki að jafnaði ekki lengri tíma en samtals sex mánuði afar mikilvæga. Stjórnvöld þurfa ekki að bíða eftir að frumvarp verði lagt fram á Alþingi heldur ættu að hefjast handa strax við að stytta málsmeðferðartímann og einfalda hælisferilinn eins og hægt er m.v. núgildandi lagaramma. Mikilvægt er að stjórnvöld setji sér markmið um hvenær afgreiðsla hælismála verði orðin innan þeirra marka sem nefndin leggur til. Tillögur nefndarinnar eru almennt til þess fallnar að styrkja mannréttindi, auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis. Það er einlæg von Rauða krossins að frumvarp til breytinga á lögum sem varðar útlendinga og byggir á tillögum nefndarinnar verði lagt fram á Alþingi síðar á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út skýrsla nefndar sem innanríkisráðherra skipaði sumarið 2011 um málefni útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins. Rauði krossinn fagnar almennt tillögum nefndarinnar varðandi flóttamenn og hælisleitendur og að verulegt tillit hafi verið tekið til þeirra ábendinga sem félagið kom á framfæri við nefndina og ráðuneytið. Rauði krossinn fagnar sérstaklega tillögu um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. Því ítrekar félagið fyrri tilmæli sín að innanríkisráðuneytið skoði sérstaklega mál flóttamanna sem hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir notkun falsaðra skilríkja og síðan fengið alþjóðlega vernd hérlendis. Stjórnvöld þurfa að skoða hvað er hægt að gera fyrir flóttamenn í slíkri stöðu. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjársekt og dóm á bakinu sem í ofanálag stangast mögulega á við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Rauði krossinn tekur undir tillögu nefndarinnar um sjálfstæða úrskurðarnefnd sem a.m.k. fjalli um kærur á neikvæðum ákvörðunum Útlendingastofnunar í hælismálum. Verði farin sú leið að hafa eina úrskurðarnefnd fyrir allar kærur á grundvelli útlendingalaga vill Rauði krossinn benda á að mikilvægt er að slíkt tefji ekki málsmeðferð kærumála sem varða hælisbeiðnir. Hælisleitendur eru enda mjög lítill hluti þeirra sem eiga til meðferðar umsóknir hjá stjórnvöldum hverju sinni. Rauði krossinn telur þá tillögu nefndarinnar að málsmeðferð hælisumsókna taki að jafnaði ekki lengri tíma en samtals sex mánuði afar mikilvæga. Stjórnvöld þurfa ekki að bíða eftir að frumvarp verði lagt fram á Alþingi heldur ættu að hefjast handa strax við að stytta málsmeðferðartímann og einfalda hælisferilinn eins og hægt er m.v. núgildandi lagaramma. Mikilvægt er að stjórnvöld setji sér markmið um hvenær afgreiðsla hælismála verði orðin innan þeirra marka sem nefndin leggur til. Tillögur nefndarinnar eru almennt til þess fallnar að styrkja mannréttindi, auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis. Það er einlæg von Rauða krossins að frumvarp til breytinga á lögum sem varðar útlendinga og byggir á tillögum nefndarinnar verði lagt fram á Alþingi síðar á þessu ári.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar