Fleiri fréttir

RÚV lamað vegna fjölmiðlaframboðs

Ástþór Magnússon skrifar

Ritstjóri helsta umræðuþáttar ríkisfjölmiðlanna, Kastljós RÚV, hefur tjáð mér að hann og hans starfsfólk sé vanhæft til að fjalla um forsetakosningarnar, forsetaframbjóðendur, taka viðtöl við frambjóðendur og skipuleggja kosningaumfjöllun ríkisfjölmiðlanna.

"Ég er bara 5 ára…“

Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ,“ söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu.

Hinar snjóhengjurnar

Gauti Kristmannsson skrifar

Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum "hinna“ óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera.

Innlimun hvað?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti.“

Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar?

Guðl. Gauti Jónsson skrifar

Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012)

Samhengi skuldanna

Þórólfur Matthíasson skrifar

Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi:

Allt rangt hjá Þorsteini

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar.

Bætt aðgengi að starfsnámi

Björgvin G. Sigurðsson skrifar

Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu.

Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi.

Píka til sölu, kostar eina tölu

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir.

Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“.

Að elska kvalarann

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu.

Er vaxtahækkun svarið?

Ólafur Margeirsson skrifar

Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum.”

Eitrað fyrir þjóðum

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist.

Stuðningsgrein: Ég treysti Andreu

Gunnar Skúli Ármannsson skrifar

Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina.

Þingræðið og meint málþóf

Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar

Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða.

Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“

Gunnlaugur Sigurðsson skrifar

Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um "kynjuð ummæli“ sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti "skrautdúkku“. "Puntudúkka“ væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa "skrautdúkku“ í forsetastóli.

Bjartsýni

Björn B. Björnsson skrifar

Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum.

Verður fiskur veiddur áfram?

Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af.

Drusl!?

Svavar Hávarðsson skrifar

Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl.

Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessastaði

Róbert Ragnarsson skrifar

Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa.

Fyllt upp í tómarúm

Ólafur Stephensen skrifar

Þessa dagana sinnir um 170 manna sveit frá bandaríska flughernum loftrýmisgæzlu við Ísland. Flugsveitin fer í þrjú til fjögur æfingaútköll á viku, þar sem markmiðið er að orrustuflugvélar séu komnar í loftið á innan við fimmtán mínútum, eins og fram kom í samtali við yfirmann flugsveitarinnar í Fréttablaðinu í gær.

Um hagsmuni fárra og siðrof á vakt ráðherra

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Þegar stjórn Glitnis banka ákvað að greiða nýráðnum bankastjóra bankans 300 milljónir króna í undirskriftarbónus árið 2007 þá hefði sá gjörningur einn og sér átt að kalla fram reiði hjá almennum hluthöfum bankans. Þáverandi stjórn Glitnis banka mat það svo að það væru hagsmunir allra hluthafa að greiða einum manni slíka fjárhæð fyrir það eitt að hefja störf í bankanum, hinn 1. maí 2007.

Forseti og fullveldi

Ólafur Stephensen skrifar

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fimmta sinn til embættis forseta Íslands, vitnaði hann meðal annars til þess að átök væru um fullveldi Íslands og óvissa um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Þar vísaði hann augljóslega til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið.

Meiri peningar í morð

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð

Verndum þau

Halldór Elías Guðmundsson skrifar

Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik og frístundastarfi. En því miður ekki öll. KFUM og KFUK á Íslandi er meðvitað um mikilvægi þess að öll þau sem starfa með börnum og unglingum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð.

Fjölmiðlar eru afgangsstærð í kerfinu

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Hagsmunir dómstóla og fjölmiðla fara saman í þeim skilningi að það er mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um störf dómstóla sé vönduð þannig að traust almennings á dómstólum endurspegli þau vinnubrögð sem þar eru stunduð. Ef þau eru vönduð mun fjölmiðlaumfjöllun endurspegla það.

Komdu út að leika

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er "Gleði og samvera“.

Að draga börn fyrir dómstóla

Baldur Kristjánsson og Teitur Atlason skrifar

Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu nýverið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælisleitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum.

Bankablús

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni.

Orð forsetans um "skrautdúkku“

Rósa Guðrún Erlingsdóttir skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands.

Lög góða fólksins

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna.

Á Heimaey betur heima í ríkissjóði?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun.

Norðurlönd á norðurskautssvæðinu

Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu.

"Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“

Ólafur Baldursson og Kristján Erlendsson skrifar

Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu.

Þrír menn og króna

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar

Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari.

1000 andlit MS - að lesa bók með lopavettlinga á höndum

Berglind Guðmundsdóttir skrifar

Hefur þú lesandi góður reynt að lesa/fletta dagblaðinu eða bók með lopavettlinga á höndum? Hvernig gengur að fletta? Lopavettlingar hafa ekkert með sjón og lestur að gera, en það þarf að fletta misþykkum blaðsíðum. Þessi setning er sett fram til að lýsa því hvernig er að vera með dofnar hendur. Dofi er eitt af fjölmörgum einkennum MS-sjúkdómsins.

Fiskveiðistjórnunin. Allan sannleikann, takk!

Hörður Bergmann skrifar

Ógnandi mynd er nú þrengt inn í þjóðarsálina með auglýsingum og fyrirsögnum í fjölmiðlum um frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjald. Hamrað er á því að verið sé að gera árás á undirstöðuatvinnuveg og landsbyggðina; gera meirihluta útgerðarfyrirtækja gjaldþrota með hóflausum álögum og skattheimtu. Annað kemur í ljós ef að er gáð.

Friðun í herkví sveitarfélaga og bænda

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir í fréttaskýringu (Friðlýsing náttúrusvæða) Fréttablaðsins þann 29. desember sl. að náttúruverndaráætlun Alþingis sé nokkurs konar óskalisti þingsins um svæði sem það vill sjá friðlýst en séu strand, og ekki hafi tekist að hreyfa við. Oft er það vegna andstöðu viðkomandi sveitarfélags eða landeigenda. Sú staða geti komið upp að einn landeigandi af mörgum sé andsnúinn friðun og þá sé málið komið í hnút. Þannig hefur oft nauðsynleg verndun landsvæða, jafnvel á landi ríkisins, og hagsmunir heildarinnar orðið að víkja fyrir eiginhagsmunum búfjárbænda sem nýta landið án nokkurrar ábyrgðar.

Um vald forsetans

Finnur Torfi Stefánsson skrifar

Margt bendir til að vandi okkar Íslendinga um þessar mundir sé ekki síður menningarlegur en fjárhagslegur. Til þess benda m.a. umræður manna um völd forseta Íslands. Allt frá lýðveldisstofnun hafa forsetar hagað sér eins og þeir væru með öllu valdalausir, ef frá eru tekin áhrif þeirra við myndun ríkisstjórna. Nú á síðustu árum virðist forsetinn allt í einu kominn með vald til þess að neita að undirrita lagafrumvörp að vild sinni auk þess sem ýmsir virðast telja hann hafa enn víðtækari völd. Þetta hefur gerst án þess að stjórnarskrá sé breytt með löglegum hætti og án þess að dómstólar dæmi þar um. Lýðskrum og skapandi lagatúlkun er látið duga.

Gulrætur og villandi samanburður

Sandra Best skrifar

Fréttablaðið birti þann 8. maí sl. grein um framleiðslu ísraelska fyrirtækisins Protalix Biotherapeutics á lyfi úr erfðabreyttum plöntufrumum. Því miður veita staðhæfingar í greininni ranga mynd af framleiðsluaðferð Protalix og gefa til kynna að íslenska fyrirtækið Orf Líftækni framleiði erfðabreytt lyfjaprótein með sömu aðferðum og Protalix. Í greininni segir að Protalix sé "fyrst í heiminum til að koma á markað lyfi sem framleitt er í erfðabreyttum plöntum“ og í fyrirsögn segir að "lyfið er framleitt í gulrótum. Orf Líftækni beitir svipaðri tækni til framleiðslu á líftæknipróteinum í byggi.“ Hvorug þessara staðhæfinga er rétt.

Sjá næstu 50 greinar