Verður fiskur veiddur áfram? 30. maí 2012 11:00 Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett fram af þáverandi valdhöfum svo hámarka mætti nýtingu þessara gæða svo úr yrðu sem mest verðmæti. Núverandi valdhöfum hugnast hins vegar ekki sú aðferðarfræði og telja að slík gæði beri að skammta jafnt. Hvað rétt er í þeim efnum skal ég ekki segja, en í allri þessari umræðu virðast þau sjónarmið koma fram í umræðunni að sjómenn og þeir sem þjónusta sjávarútveginn telja gríðarlegt óvissuástand vera uppi um framtíð þeirra þar sem líklegt þykir að sumir atvinnurekendur sem fjárfest hafa í veiðiheimildum séu líklegir til að þola ekki fyrirhugaðar breytingar. Þessar raddir eiga allar það sameiginlegt að það eru vinnuveitendur þeirra sem munu bera skerðingarnar og ljóst er að framtíðaráform þeirra eru óljós. Eitt skulum við þó hafa á hreinu. Á Íslandsmiðum verða stundaðar fiskveiðar áfram um ókomna tíð. Ef við umgöngumst þessa sameiginlegu auðlind okkar af ábyrgð verða alltaf til störf fyrir sjómenn og þá sem hafa atvinnu af því að þjónusta sjávarútvegsfyrirtæki. Óvissan sem blasir við vinnuveitendunum er því í raun ekki þeirra sem starfa í þeirra þágu, heldur þeirra sem sitja í húsbóndastólnum. Sú skyldurækni sem margir sýna núverandi húsbændum er merki um að vissara sé að sýna þeim sem situr í stólnum tilhlýðilegan stuðning á meðan óvissan ríkir, því ef hann situr áfram er gott að hafa hann á sínu bandi. Þær áhyggjur sem margir stuðningsmenn virðast hafa í fjölmiðlum, sem hafa í raun engra raunverulegra hagsmuna að gæta, nema að tryggja starfsöryggi sitt ef húsbóndinn heldur velli eru til marks um óttastjórnun þeirra sem vissulega hafa tekið þátt í að hámarka gæðin og myndað verðmætin sem þeir sitja nú um og vilja njóta afraksturs erfiðisins. Hér nota menn rök Pascals um að vissara sé að hugnast æðri völdum ef þau eru raunverulega til. Höfum það hugfast að sama hver niðurstaðan verður um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar verður þá ættu þeir sem í raun hafa engra raunverulegra hagsmuna að gæta, ekki að þurfa búa við slíkan ótta. Umræðan sem virðist snúast um að atvinnuleysi blasi við sjómönnum og þeim sem þjónusta sjávarútveginn er að mínu mati úr lausu lofti gripin. Réttast væri að þeir sem eiga þennan slag, taki hann sjálfir og neyði ekki undirmenn sína á sitt band. Fiskurinn fer ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett fram af þáverandi valdhöfum svo hámarka mætti nýtingu þessara gæða svo úr yrðu sem mest verðmæti. Núverandi valdhöfum hugnast hins vegar ekki sú aðferðarfræði og telja að slík gæði beri að skammta jafnt. Hvað rétt er í þeim efnum skal ég ekki segja, en í allri þessari umræðu virðast þau sjónarmið koma fram í umræðunni að sjómenn og þeir sem þjónusta sjávarútveginn telja gríðarlegt óvissuástand vera uppi um framtíð þeirra þar sem líklegt þykir að sumir atvinnurekendur sem fjárfest hafa í veiðiheimildum séu líklegir til að þola ekki fyrirhugaðar breytingar. Þessar raddir eiga allar það sameiginlegt að það eru vinnuveitendur þeirra sem munu bera skerðingarnar og ljóst er að framtíðaráform þeirra eru óljós. Eitt skulum við þó hafa á hreinu. Á Íslandsmiðum verða stundaðar fiskveiðar áfram um ókomna tíð. Ef við umgöngumst þessa sameiginlegu auðlind okkar af ábyrgð verða alltaf til störf fyrir sjómenn og þá sem hafa atvinnu af því að þjónusta sjávarútvegsfyrirtæki. Óvissan sem blasir við vinnuveitendunum er því í raun ekki þeirra sem starfa í þeirra þágu, heldur þeirra sem sitja í húsbóndastólnum. Sú skyldurækni sem margir sýna núverandi húsbændum er merki um að vissara sé að sýna þeim sem situr í stólnum tilhlýðilegan stuðning á meðan óvissan ríkir, því ef hann situr áfram er gott að hafa hann á sínu bandi. Þær áhyggjur sem margir stuðningsmenn virðast hafa í fjölmiðlum, sem hafa í raun engra raunverulegra hagsmuna að gæta, nema að tryggja starfsöryggi sitt ef húsbóndinn heldur velli eru til marks um óttastjórnun þeirra sem vissulega hafa tekið þátt í að hámarka gæðin og myndað verðmætin sem þeir sitja nú um og vilja njóta afraksturs erfiðisins. Hér nota menn rök Pascals um að vissara sé að hugnast æðri völdum ef þau eru raunverulega til. Höfum það hugfast að sama hver niðurstaðan verður um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar verður þá ættu þeir sem í raun hafa engra raunverulegra hagsmuna að gæta, ekki að þurfa búa við slíkan ótta. Umræðan sem virðist snúast um að atvinnuleysi blasi við sjómönnum og þeim sem þjónusta sjávarútveginn er að mínu mati úr lausu lofti gripin. Réttast væri að þeir sem eiga þennan slag, taki hann sjálfir og neyði ekki undirmenn sína á sitt band. Fiskurinn fer ekki neitt.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar