Þingræðið og meint málþóf Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 30. maí 2012 11:00 Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða. Sjálft þingræðið er í hættu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Undir þetta tók formaður vinstri grænna um helgina og býsnaðist mjög mæðulega yfir því hversu ómöguleg núverandi stjórnarandstaða væri – hún væri meira að segja búin að breyta og eyðileggja gamla góða málþófið sem hann þekkti svo vel. Svo talaði hann um bústörf og grásleppuvertíðir og að engum heilvita manni dytti í hug að stinga af í miðri uppskeru eða sleppa því að vitja neta sinna. Umrætt ákvæði þingskapa sem ekki hefur verið notað í áratugi, er neyðarhemill. Honum var ekki beitt í umræðunni um aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki í umræðum um Kárahnjúkavirkjun, fjölmiðlalög, samræmdan gagnagrunn á heilbrigðissviði eða Icesave, svo nokkur dæmi í þingsögunni séu nefnd. En nú er sum sé tilefni til að dusta af því rykið því hin óbilgjarna stjórnarandstaða kann ekki með málfrelsið að fara. Það er rétt að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að klára mörg mál á þessu þingi. Og það er alveg rétt hjá Steingrími ráðherra að það ætti að vera komið að uppskerutíð – svona miðað við árstíma. En bóndasonur að norðan ætti jafnframt að vita að ef menn plægja ekki akurinn og sá ekki í tæka tíð verður engin uppskera. Ráðherra sjávarútvegsmála veit líka fullvel að það þýðir ekkert að vitja neta sem ekki hafa verið lögð. Og þannig er staðan í þinginu. Ríkisstjórnin kom seint fram með illa undirbúin mál sem mörg hver átti eftir að ná samkomulagi um milli stjórnarflokkanna og fylgihreyfinga hennar. Til viðbótar hefur hvert átakamálið af öðru verið sett í forgang – breytingar á stjórnarráðinu, stjórnarskránni, Vaðlaheiðargöng – og þannig tafið allan eðlilegan framgang annarra mála. Að ekki sé minnst á risavöxnu málin, sjávarútvegsfrumvörpin tvö og rammaáætlun, sem enn eru í vinnslu í nefndum Alþingis nú í upphafi þeirrar viku sem samkvæmt starfsáætlun á að vera lokavika þingsins. Það er því í senn kjánalegt og verulega umhugsunarvert að forystumenn vinstri grænna skuli láta sér detta það í hug að fara fram á að neyðarhemli þingskapanna verði beitt við núverandi aðstæður. Ekki síst þegar sagan og tölurnar eru skoðaðar. Steingrímur Joð sem kveinkar sér undan „nýrri gerð málþófs", þar sem athugasemdir hafa tekið við af löngum ræðum, á nefnilega öll met sem til eru í ræðumennsku á Alþingi, fyrir utan lengstu samfelldu ræðuna, en þar á metið félagi hans í ríkisstjórninni, Jóhanna Sigurðardóttir. Sú sem þetta ritar hefur ekki roð við stjórnarandstæðingnum Steingrími sem í 18 ára stjórnarandstöðutíð sinni hélt að meðaltali ræður í tæplega 30 klst. á hverju þingi og gerði að meðaltali athugasemdir í 5 klst. Toppnum náði hann 1992 þegar hann talaði í tæplega 50 klst. á einu og sama þinginu og gerði athugasemdir í rúmlega 5 klst. Til samanburðar hefur undirrituð haldið ræður á yfirstandandi þingi í rúmar 6 klst. og gert athugasemdir í rúmar 4 klst. Athugasemdir stjórnarandstæðingsins Steingríms hafa yfirleitt tekið lengri tíma en ræðuhöld undirritaðrar. Það setur að mér hroll við að upplifa það að stjórnvöldum skuli í alvörunni koma það til hugar að takmarka málfrelsi þingmanna til þess að leysa heimatilbúið vandamál ósamstæðrar ríkisstjórnar. Ég hélt satt að segja að það gerðist bara í öðrum löndum, löndum sem við höfum hingað til ekki viljað bera okkur saman við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða. Sjálft þingræðið er í hættu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Undir þetta tók formaður vinstri grænna um helgina og býsnaðist mjög mæðulega yfir því hversu ómöguleg núverandi stjórnarandstaða væri – hún væri meira að segja búin að breyta og eyðileggja gamla góða málþófið sem hann þekkti svo vel. Svo talaði hann um bústörf og grásleppuvertíðir og að engum heilvita manni dytti í hug að stinga af í miðri uppskeru eða sleppa því að vitja neta sinna. Umrætt ákvæði þingskapa sem ekki hefur verið notað í áratugi, er neyðarhemill. Honum var ekki beitt í umræðunni um aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki í umræðum um Kárahnjúkavirkjun, fjölmiðlalög, samræmdan gagnagrunn á heilbrigðissviði eða Icesave, svo nokkur dæmi í þingsögunni séu nefnd. En nú er sum sé tilefni til að dusta af því rykið því hin óbilgjarna stjórnarandstaða kann ekki með málfrelsið að fara. Það er rétt að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að klára mörg mál á þessu þingi. Og það er alveg rétt hjá Steingrími ráðherra að það ætti að vera komið að uppskerutíð – svona miðað við árstíma. En bóndasonur að norðan ætti jafnframt að vita að ef menn plægja ekki akurinn og sá ekki í tæka tíð verður engin uppskera. Ráðherra sjávarútvegsmála veit líka fullvel að það þýðir ekkert að vitja neta sem ekki hafa verið lögð. Og þannig er staðan í þinginu. Ríkisstjórnin kom seint fram með illa undirbúin mál sem mörg hver átti eftir að ná samkomulagi um milli stjórnarflokkanna og fylgihreyfinga hennar. Til viðbótar hefur hvert átakamálið af öðru verið sett í forgang – breytingar á stjórnarráðinu, stjórnarskránni, Vaðlaheiðargöng – og þannig tafið allan eðlilegan framgang annarra mála. Að ekki sé minnst á risavöxnu málin, sjávarútvegsfrumvörpin tvö og rammaáætlun, sem enn eru í vinnslu í nefndum Alþingis nú í upphafi þeirrar viku sem samkvæmt starfsáætlun á að vera lokavika þingsins. Það er því í senn kjánalegt og verulega umhugsunarvert að forystumenn vinstri grænna skuli láta sér detta það í hug að fara fram á að neyðarhemli þingskapanna verði beitt við núverandi aðstæður. Ekki síst þegar sagan og tölurnar eru skoðaðar. Steingrímur Joð sem kveinkar sér undan „nýrri gerð málþófs", þar sem athugasemdir hafa tekið við af löngum ræðum, á nefnilega öll met sem til eru í ræðumennsku á Alþingi, fyrir utan lengstu samfelldu ræðuna, en þar á metið félagi hans í ríkisstjórninni, Jóhanna Sigurðardóttir. Sú sem þetta ritar hefur ekki roð við stjórnarandstæðingnum Steingrími sem í 18 ára stjórnarandstöðutíð sinni hélt að meðaltali ræður í tæplega 30 klst. á hverju þingi og gerði að meðaltali athugasemdir í 5 klst. Toppnum náði hann 1992 þegar hann talaði í tæplega 50 klst. á einu og sama þinginu og gerði athugasemdir í rúmlega 5 klst. Til samanburðar hefur undirrituð haldið ræður á yfirstandandi þingi í rúmar 6 klst. og gert athugasemdir í rúmar 4 klst. Athugasemdir stjórnarandstæðingsins Steingríms hafa yfirleitt tekið lengri tíma en ræðuhöld undirritaðrar. Það setur að mér hroll við að upplifa það að stjórnvöldum skuli í alvörunni koma það til hugar að takmarka málfrelsi þingmanna til þess að leysa heimatilbúið vandamál ósamstæðrar ríkisstjórnar. Ég hélt satt að segja að það gerðist bara í öðrum löndum, löndum sem við höfum hingað til ekki viljað bera okkur saman við.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar