RÚV lamað vegna fjölmiðlaframboðs Ástþór Magnússon skrifar 31. maí 2012 13:18 Ritstjóri helsta umræðuþáttar ríkisfjölmiðlanna, Kastljós RÚV, hefur tjáð mér að hann og hans starfsfólk sé vanhæft til að fjalla um forsetakosningarnar, forsetaframbjóðendur, taka viðtöl við frambjóðendur og skipuleggja kosningaumfjöllun ríkisfjölmiðlanna. Ástæðuna segir ritstjórinn vera þá að aðstoðarritstjórinn sem sé mjög náinn samstarfsmaður og vinur allra sem þarna starfi sé nú í forsetaframboði og segir orðrétt: "þannig að við erum öll vanhæft til að fjalla um eitthvað". Þegar spurt er hvort RÚV geti þá ekki staðið þessum útsendingum með öðrum hætti er svarið: "Við erum vanhæf til að taka svona ákvarðanir, ég held þú hljótir nú alveg að sjá það" Óskað er álits Fjölmiðlanefndar á því hvort ofangreint samrýmist fjölmiðlalögum. Er hugsanlega gat í lögunum að mati nefndarinnar eða telur Fjölmiðlanefnd þessi staða fyllilega samrýmast lýðræðislegum grundvallarreglum. Álit nefndarinn gæti orðið leiðbeinandi fyrir framtíðina. Einnig er óskað álits Fjölmiðlanefndar á því hvort nefndin telji það samrýmast almennt séð eðlilegum siðferðisreglum fjölmiðlafólks, og opinberra starfsmanna ríkisfjölmiðla í eigu þjóðarinnar, að hoppa beint og fyrirvaralaust af skjánum í pólitískt framboð og valda þannig því upplausnarástandi sem raun ber vitni í miðri kosningabaráttu í stærstu fjölmiðlum landsins. Undirritaður spyr sig um heilindi slíks frambjóðanda sem talar um að setja sér siðareglur nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Er þetta vísir að siðareglum fyrir forseta Íslands í framtíðinni? Staðreyndin er sú að báðar fréttastofur RÚV eru lamaðar vegna forsetaframboðs sem tveir starfsmenn stofnunarinnar standa að. Frambjóðandinn og maki hennar voru daglegir gestir á heimilum landsmanna í boði RÚV í fleiri vikur eftir að þrír aðrir frambjóðendur voru búnir að lýsa yfir framboði. Áður hef ég vakið athygli á aðkomu stjórnarformanns RÚV að Facebook síðu til höfuðs frambjóðendum og talið eðlilegt í framhaldi af því að stjórnarformaðurinn víkji sæti. Í ljósi þess sem kemur fram í samtali mínu við einn aðal ritstjóra stofnunarinnar um vanhæfi starfsmanna hlýtur að koma til álita að fleiri starfsmenn og öll yfirstjórn stofnunarinnar víki sæti eða að forsetaframbjóðandi stofnunarinnar íhugi stöðu sína. Varla getur það talist boðlegt eða eðlilegar siðferðisreglur í lýðræðisríki að einn frambjóðandi til pólitísks embættis haldi ríkisfjölmiðlum þjóðar í slíkri gíslingu. Ég minni á 11. gr. fjölmiðlalaga um að "Erindum vegna ætlaðra brota á ákvæðum laga þessara skal beint til fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd tekur ákvörðun um það hvort erindi sem berst henni gefi nægar ástæður til meðferðar. Við afgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum er fjölmiðlanefnd heimilt að raða málum í forgangsröð. Þá er fjölmiðlanefnd heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði." Í svo alvarlegri stöðu sem upp er komin með þáttöku RÚV í forsetakosningum og vanhæfi starfsmanna helstu umræðuþátta miðilsins af þeim sökum er ótvírætt tilefni til að fjölmiðlanefnd sinni skyldum sínum og láti málið til sín taka. Ég ítreka enn og aftur beiðni mína til Fjölmiðlanefndar að fá upplýst í hvað fara þær 40 milljónir króna og aðrir fjármunir sem Fjölmiðlanefnd fær úthlutað frá skattgreiðendum. Hvernig eru þessir peningarnir notað? Hverjir, einstaklingar eða lögaðilar, eru að fá greidda peninga frá nefndinni og hverju skila þeir í staðin? Get ég fengið sendan lista með upphæðum og skýringum? Afrit af þessu erindi er sent Umboðsmanni Alþingis með beiðni um að þetta bréf verði viðbótargagn í rannsókn embættisins á Fjölmiðlanefnd. Virðingarfyllst, Ástþór Magnússon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ritstjóri helsta umræðuþáttar ríkisfjölmiðlanna, Kastljós RÚV, hefur tjáð mér að hann og hans starfsfólk sé vanhæft til að fjalla um forsetakosningarnar, forsetaframbjóðendur, taka viðtöl við frambjóðendur og skipuleggja kosningaumfjöllun ríkisfjölmiðlanna. Ástæðuna segir ritstjórinn vera þá að aðstoðarritstjórinn sem sé mjög náinn samstarfsmaður og vinur allra sem þarna starfi sé nú í forsetaframboði og segir orðrétt: "þannig að við erum öll vanhæft til að fjalla um eitthvað". Þegar spurt er hvort RÚV geti þá ekki staðið þessum útsendingum með öðrum hætti er svarið: "Við erum vanhæf til að taka svona ákvarðanir, ég held þú hljótir nú alveg að sjá það" Óskað er álits Fjölmiðlanefndar á því hvort ofangreint samrýmist fjölmiðlalögum. Er hugsanlega gat í lögunum að mati nefndarinnar eða telur Fjölmiðlanefnd þessi staða fyllilega samrýmast lýðræðislegum grundvallarreglum. Álit nefndarinn gæti orðið leiðbeinandi fyrir framtíðina. Einnig er óskað álits Fjölmiðlanefndar á því hvort nefndin telji það samrýmast almennt séð eðlilegum siðferðisreglum fjölmiðlafólks, og opinberra starfsmanna ríkisfjölmiðla í eigu þjóðarinnar, að hoppa beint og fyrirvaralaust af skjánum í pólitískt framboð og valda þannig því upplausnarástandi sem raun ber vitni í miðri kosningabaráttu í stærstu fjölmiðlum landsins. Undirritaður spyr sig um heilindi slíks frambjóðanda sem talar um að setja sér siðareglur nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Er þetta vísir að siðareglum fyrir forseta Íslands í framtíðinni? Staðreyndin er sú að báðar fréttastofur RÚV eru lamaðar vegna forsetaframboðs sem tveir starfsmenn stofnunarinnar standa að. Frambjóðandinn og maki hennar voru daglegir gestir á heimilum landsmanna í boði RÚV í fleiri vikur eftir að þrír aðrir frambjóðendur voru búnir að lýsa yfir framboði. Áður hef ég vakið athygli á aðkomu stjórnarformanns RÚV að Facebook síðu til höfuðs frambjóðendum og talið eðlilegt í framhaldi af því að stjórnarformaðurinn víkji sæti. Í ljósi þess sem kemur fram í samtali mínu við einn aðal ritstjóra stofnunarinnar um vanhæfi starfsmanna hlýtur að koma til álita að fleiri starfsmenn og öll yfirstjórn stofnunarinnar víki sæti eða að forsetaframbjóðandi stofnunarinnar íhugi stöðu sína. Varla getur það talist boðlegt eða eðlilegar siðferðisreglur í lýðræðisríki að einn frambjóðandi til pólitísks embættis haldi ríkisfjölmiðlum þjóðar í slíkri gíslingu. Ég minni á 11. gr. fjölmiðlalaga um að "Erindum vegna ætlaðra brota á ákvæðum laga þessara skal beint til fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd tekur ákvörðun um það hvort erindi sem berst henni gefi nægar ástæður til meðferðar. Við afgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum er fjölmiðlanefnd heimilt að raða málum í forgangsröð. Þá er fjölmiðlanefnd heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði." Í svo alvarlegri stöðu sem upp er komin með þáttöku RÚV í forsetakosningum og vanhæfi starfsmanna helstu umræðuþátta miðilsins af þeim sökum er ótvírætt tilefni til að fjölmiðlanefnd sinni skyldum sínum og láti málið til sín taka. Ég ítreka enn og aftur beiðni mína til Fjölmiðlanefndar að fá upplýst í hvað fara þær 40 milljónir króna og aðrir fjármunir sem Fjölmiðlanefnd fær úthlutað frá skattgreiðendum. Hvernig eru þessir peningarnir notað? Hverjir, einstaklingar eða lögaðilar, eru að fá greidda peninga frá nefndinni og hverju skila þeir í staðin? Get ég fengið sendan lista með upphæðum og skýringum? Afrit af þessu erindi er sent Umboðsmanni Alþingis með beiðni um að þetta bréf verði viðbótargagn í rannsókn embættisins á Fjölmiðlanefnd. Virðingarfyllst, Ástþór Magnússon
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar