Fleiri fréttir Eldvarpavirkjun vegvísirinn – ekkert lært af hruninu Ómar Ragnarsson skrifar Nýkomin út úr græðgisbólu og hruni, sem kostaði fjármuni, virðumst við nú stefna í afdrifaríkara siðferðishrun sem kosta mun einstæð og óafturkræf verðmæti, m. a. í hlaðvarpa höfuðborgarsvæðisins. 3.5.2012 06:00 Til hvers? Jón Ormur Halldórsson skrifar Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru einföld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna talsverðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Svíþjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valdalausra fyrirmanna. 3.5.2012 09:00 Sex prósent Magnús Orri Schram skrifar Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með hvernig umsvif og afkoma í sjávarútvegi hafa aukist á síðustu árum. Þar hefur farið saman hátt afurðaverð í erlendri mynt, lágt raungengi krónunnar og góðar gæftir. Mörg af stærstu fyrirtækjunum hafa notað undanfarin ár til þess að grynnka á skuldum í stað þess að fjárfesta. Það var eðlileg ráðstöfun þar sem skuldir hækkuðu mikið við hrunið. 3.5.2012 06:00 Ólíðandi öfugþróun "Okkur miðar ekki nægilega fram á við í að ná fram launajafnréttinu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir í frétt hér í blaðinu í dag. Forsætisráðherrann er þarna að bregðast við tíðindum um að launamunur kynja hafi aukist síðustu tvö ár en rúman áratug á undan hafði þróunin verið í þá átt að saman dró með kynjunum í launum. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðmálastofnunar um umfang kreppunnar og afkomu tekjuhópa. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherranum því aftur á bak er svo sannarlega ekki fram á við. 3.5.2012 06:00 Halldór 02.05.2012 2.5.2012 16:00 Höldum kökubasar! Svavar Hávarðsson skrifar Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. 2.5.2012 15:08 Maður gegn málefni Sigurður Líndal skrifar "Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrarmálið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekkert athugavert við þá mismunun sem bjó að baki fyrri dóminum 1998.“ 2.5.2012 08:00 Ávísun á góðar fréttir Kristján B. Jónasson skrifar Á undanförnum misserum hafa borist dapurlegar fréttir af lestrarkunnáttu íslenskra grunnskólabarna. Vitað er að eina ráðið til að efla lestrarfærni er að börnin lesi meira, en það hefur reynst snúið verk að hvetja þau til þess með samstilltu starfi. Fyrir nokkrum árum var unnin athyglisverð skýrsla um lestrarhvatningu fyrir íslensk börn. Skýrsluhöfundur, Guðlaug Richter, ræddi við fjölda fólks sem unnið hefur að þessum málum og komst að því að vart verður tölu komið á staðbundin átaksverkefni sem ætlað er að auka lestur grunnskólanemenda. Áhrifin geta að sönnu verið mikil á meðan átakinu stendur en vandinn er að engin heildstæð áætlun eða stefnumótun er til um hvernig eigi að halda starfinu við. Ræðararnir eru margir en áratökin ekki samstillt. 2.5.2012 08:00 Jöfnuður og jákvæðir hvatar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Athyglisverð úttekt Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands á áhrifum kreppunnar á afkomu einstakra tekjuhópa sýnir að stjórnvöld hafa náð því markmiði sínu að verja lífskjör þeirra tekjulægstu. Á árunum 2008 til 2010 rýrnaði kaupmáttur fjölskyldutekna Íslendinga að meðaltali um 20%. Þau tíu prósent þjóðarinnar sem hafa lægstar tekjur urðu hins vegar fyrir 9% kjaraskerðingu og hópar um miðbik tekjustigans um 14%. Tíundi hlutinn með hæstu tekjurnar hefur hins vegar orðið fyrir 38% kjararýrnun. 2.5.2012 08:00 Af hverju er löglegur drykkjualdur á Íslandi ekki 16 ára? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan "Fyrsta drykkjan 2010“ sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. 2.5.2012 11:00 Verkfræði – tækifæri til framtíðar Kristinn Andersen skrifar Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja. 2.5.2012 11:00 Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“ Hannes Bjarnason skrifar Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. 2.5.2012 08:00 Athugasemdir við skrif Sivjar um Landspítalann Guðjón Baldursson skrifar Siv Friðleifsdóttir alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 26. apríl sl. Nokkur atriði í greininni þarfnast skýringa og leiðréttinga við að mínu mati: 1. Þverpólitísk samstaða: Þingmaðurinn segir að um byggingu hins nýja spítala hafi "ríkt þverpólitísk samstaða". Það er ekki rétt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt svohljóðandi ályktun: "Landsfundur telur mikilvægt að bæta aðstöðu Landspítalans. Í ljósi efnahagsástandsins telur landsfundur þó fyrirliggjandi hugmyndir um nýbyggingu ótímabærar. Höfuðáherslu beri að leggja á grunnrekstur heilbrigðisstofnana um land allt". Samkvæmt skoðanakönnunum ber Sjálfstæðisflokkurinn nú höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka og komist hann til valda eftir næstu alþingiskosningar og áður en pólitísk ákvörðun verður tekin um framkvæmdina er líklegt að henni verði slegið á frest. 2.5.2012 08:00 Mannréttindi samkynhneigðra og utanríkisstefnan Össur Skarphéðinsson skrifar Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. 2.5.2012 08:00 Halldór 01.05.2012 1.5.2012 16:00 Grunnur réttindanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. 1.5.2012 11:00 Talið við okkur! Sindri Snær Einarsson skrifar Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíðina og það samfélag sem það býr í. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatöku og umræðu um mikilvæg málefni. Þátttaka ungs fólks í uppbyggingu lýðræðis er hornsteinn í starfi Landssambands æskulýðsfélaga. Því fagnar félagið ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gerð aðgerðaáætlunar í málefnum ungs fólks. Það er von félagsins að við gerð áætlunarinnar verði hlutur ungs fólks víðtækur, hlustað verði á sjónarmið þess og það haft með í ráðum við mótun stefnunnar. En hvers vegna? 1.5.2012 11:00 Ekki láta tabúin þvælast fyrir Ólafur Stephensen skrifar Bandaríski varnar- og öryggismálasérfræðingurinn Robert C. Nurick sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ráðleggja íslenzkum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherzlu á samstarf á norðurslóðum. Það rökstyður Nurick með því að mikilvægi norðurslóða fari vaxandi á næstu árum og að vegna staðsetningar sinnar verði Ísland í lykilstöðu í þeirri þróun. Héðan sé auðvelt að fylgjast með skipaumferð á stóru hafsvæði. 1.5.2012 10:29 113 Kjaravælubíllinn Fjóla Þorvaldsdóttir og Haraldur F. Gíslason skrifar Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. 1.5.2012 10:00 Búktal fyrir þjóðarhag Jónas Bjarnason skrifar Fiskveiðar eru okkur Íslendingum hjartans mál og hafa verið frá ómunatíð. Og síðustu áratugina erum við langt í frá sammála um hvernig fiskveiðum skuli háttað. Kvótakerfið var lögleitt 1984 og takmarkaði það aðgengi að fiskiauðlindinni sem fram að því var óhindruð. Byggðist kerfið annars vegar á áformum um fiskvernd og hins vegar á tekjutilkalli þeirra útgerða sem voru fyrir. Litlar deilur hafa verið um fyrrnefnda atriðið en því mun meiri um hið síðara. 1.5.2012 06:00 Aukinn jöfnuður og bætt kjör Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Einhver mesti og besti ávöxtur verkalýðsbaráttunnar frá upphafi er almannatryggingarkerfi fyrir þjóðina alla og velferðarstjórn-mál. Í þessu tvennu birtist vel hugmyndin um jöfnuð; jöfn tækifæri til menntunar og þroska óháð samfélagsstöðu, kyni eða tekjum. 1.5.2012 06:00 1. maí 2012 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Á undanförnum árum virðist hróður hins alþjóðlega baráttudags verkalýðsins 1. maí því miður hafa minnkað á Íslandi. Samt sem áður hafa mörg stéttarfélög þurft að grípa til mjög harðrar baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á þessum tíma, bæði á almennum markaði og ekki síður stórar stéttir opinberra starfsmanna eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar. En í umróti síðustu þriggja ára hefur þessi mikilvægi dagur aftur orðið Íslendingum þörf áminning um að allir eigi skilið mannsæmandi kjör fyrir vinnu sína. 1.5.2012 06:00 Leiðin til nýja Íslands Róbert Marshall skrifar Þó að allar hagtölur bendi til þess að Íslendingum hafi tekist að snúa vörn í sókn er ekki þar með sagt að kreppunni sé lokið. Hún er enda að mjög litlum hluta efnahagslegs eðlis. Hér ríkir hugmyndafræðileg og pólitísk kreppa. Sumir myndu segja tilvistarkreppa. Djúpstæð átök eru um framhaldið. Í grófum dráttum snúast þau um það hvort við viljum "koma öllu í gang aftur“ eða byrja upp á nýtt; endurskilgreina samfélagið, markmið þess og grunngildi. 1.5.2012 06:00 Velferð og vald Helga Birna Gunnarsdóttir skrifar Ég hygg að margir séu mér sammála um að hugtakið vald, eða valdboð, veki frekar með okkur óhug en öryggi. Að í hugum fólks tengist hugtakið oft þvingun til athafna eða skoðana sem ganga þvert á afstöðu þess, vali á lífsmáta og rýrnun frelsis og sjálfsákvörðunarréttar. 1.5.2012 06:00 Íslenskar og norskar auðlindir hafsins: Olían og fiskurinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Í allri umræðu um mikilvæg málefni samfélagsins er æskilegt að grundvallarhugtök séu réttilega skilgreind. Þannig er ljóst að það er í senn íslenskt og alþjóðlegt viðmið að villt og vörslulaus dýr, m.a. fiskurinn í sjónum, eru óeignarhæf á meðan þau eru óveidd, sbr. t.d. rit Churchills og Owens frá árinu 2010, The EC Common Fisheries Policy, bls. 77–78. Á hinn bóginn er hægt að skapa eignarheimildir yfir réttinum til að nýta hin villtu dýr. 1.5.2012 06:00 Skipulagsdagar leikskóla - sjónarmið leikskólakennara Haraldur F. Gíslason skrifar Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það e 1.5.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Eldvarpavirkjun vegvísirinn – ekkert lært af hruninu Ómar Ragnarsson skrifar Nýkomin út úr græðgisbólu og hruni, sem kostaði fjármuni, virðumst við nú stefna í afdrifaríkara siðferðishrun sem kosta mun einstæð og óafturkræf verðmæti, m. a. í hlaðvarpa höfuðborgarsvæðisins. 3.5.2012 06:00
Til hvers? Jón Ormur Halldórsson skrifar Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru einföld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna talsverðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Svíþjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valdalausra fyrirmanna. 3.5.2012 09:00
Sex prósent Magnús Orri Schram skrifar Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með hvernig umsvif og afkoma í sjávarútvegi hafa aukist á síðustu árum. Þar hefur farið saman hátt afurðaverð í erlendri mynt, lágt raungengi krónunnar og góðar gæftir. Mörg af stærstu fyrirtækjunum hafa notað undanfarin ár til þess að grynnka á skuldum í stað þess að fjárfesta. Það var eðlileg ráðstöfun þar sem skuldir hækkuðu mikið við hrunið. 3.5.2012 06:00
Ólíðandi öfugþróun "Okkur miðar ekki nægilega fram á við í að ná fram launajafnréttinu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir í frétt hér í blaðinu í dag. Forsætisráðherrann er þarna að bregðast við tíðindum um að launamunur kynja hafi aukist síðustu tvö ár en rúman áratug á undan hafði þróunin verið í þá átt að saman dró með kynjunum í launum. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðmálastofnunar um umfang kreppunnar og afkomu tekjuhópa. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherranum því aftur á bak er svo sannarlega ekki fram á við. 3.5.2012 06:00
Höldum kökubasar! Svavar Hávarðsson skrifar Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. 2.5.2012 15:08
Maður gegn málefni Sigurður Líndal skrifar "Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrarmálið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekkert athugavert við þá mismunun sem bjó að baki fyrri dóminum 1998.“ 2.5.2012 08:00
Ávísun á góðar fréttir Kristján B. Jónasson skrifar Á undanförnum misserum hafa borist dapurlegar fréttir af lestrarkunnáttu íslenskra grunnskólabarna. Vitað er að eina ráðið til að efla lestrarfærni er að börnin lesi meira, en það hefur reynst snúið verk að hvetja þau til þess með samstilltu starfi. Fyrir nokkrum árum var unnin athyglisverð skýrsla um lestrarhvatningu fyrir íslensk börn. Skýrsluhöfundur, Guðlaug Richter, ræddi við fjölda fólks sem unnið hefur að þessum málum og komst að því að vart verður tölu komið á staðbundin átaksverkefni sem ætlað er að auka lestur grunnskólanemenda. Áhrifin geta að sönnu verið mikil á meðan átakinu stendur en vandinn er að engin heildstæð áætlun eða stefnumótun er til um hvernig eigi að halda starfinu við. Ræðararnir eru margir en áratökin ekki samstillt. 2.5.2012 08:00
Jöfnuður og jákvæðir hvatar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Athyglisverð úttekt Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands á áhrifum kreppunnar á afkomu einstakra tekjuhópa sýnir að stjórnvöld hafa náð því markmiði sínu að verja lífskjör þeirra tekjulægstu. Á árunum 2008 til 2010 rýrnaði kaupmáttur fjölskyldutekna Íslendinga að meðaltali um 20%. Þau tíu prósent þjóðarinnar sem hafa lægstar tekjur urðu hins vegar fyrir 9% kjaraskerðingu og hópar um miðbik tekjustigans um 14%. Tíundi hlutinn með hæstu tekjurnar hefur hins vegar orðið fyrir 38% kjararýrnun. 2.5.2012 08:00
Af hverju er löglegur drykkjualdur á Íslandi ekki 16 ára? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan "Fyrsta drykkjan 2010“ sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. 2.5.2012 11:00
Verkfræði – tækifæri til framtíðar Kristinn Andersen skrifar Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja. 2.5.2012 11:00
Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“ Hannes Bjarnason skrifar Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. 2.5.2012 08:00
Athugasemdir við skrif Sivjar um Landspítalann Guðjón Baldursson skrifar Siv Friðleifsdóttir alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 26. apríl sl. Nokkur atriði í greininni þarfnast skýringa og leiðréttinga við að mínu mati: 1. Þverpólitísk samstaða: Þingmaðurinn segir að um byggingu hins nýja spítala hafi "ríkt þverpólitísk samstaða". Það er ekki rétt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt svohljóðandi ályktun: "Landsfundur telur mikilvægt að bæta aðstöðu Landspítalans. Í ljósi efnahagsástandsins telur landsfundur þó fyrirliggjandi hugmyndir um nýbyggingu ótímabærar. Höfuðáherslu beri að leggja á grunnrekstur heilbrigðisstofnana um land allt". Samkvæmt skoðanakönnunum ber Sjálfstæðisflokkurinn nú höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka og komist hann til valda eftir næstu alþingiskosningar og áður en pólitísk ákvörðun verður tekin um framkvæmdina er líklegt að henni verði slegið á frest. 2.5.2012 08:00
Mannréttindi samkynhneigðra og utanríkisstefnan Össur Skarphéðinsson skrifar Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. 2.5.2012 08:00
Grunnur réttindanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. 1.5.2012 11:00
Talið við okkur! Sindri Snær Einarsson skrifar Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíðina og það samfélag sem það býr í. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatöku og umræðu um mikilvæg málefni. Þátttaka ungs fólks í uppbyggingu lýðræðis er hornsteinn í starfi Landssambands æskulýðsfélaga. Því fagnar félagið ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gerð aðgerðaáætlunar í málefnum ungs fólks. Það er von félagsins að við gerð áætlunarinnar verði hlutur ungs fólks víðtækur, hlustað verði á sjónarmið þess og það haft með í ráðum við mótun stefnunnar. En hvers vegna? 1.5.2012 11:00
Ekki láta tabúin þvælast fyrir Ólafur Stephensen skrifar Bandaríski varnar- og öryggismálasérfræðingurinn Robert C. Nurick sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ráðleggja íslenzkum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherzlu á samstarf á norðurslóðum. Það rökstyður Nurick með því að mikilvægi norðurslóða fari vaxandi á næstu árum og að vegna staðsetningar sinnar verði Ísland í lykilstöðu í þeirri þróun. Héðan sé auðvelt að fylgjast með skipaumferð á stóru hafsvæði. 1.5.2012 10:29
113 Kjaravælubíllinn Fjóla Þorvaldsdóttir og Haraldur F. Gíslason skrifar Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. 1.5.2012 10:00
Búktal fyrir þjóðarhag Jónas Bjarnason skrifar Fiskveiðar eru okkur Íslendingum hjartans mál og hafa verið frá ómunatíð. Og síðustu áratugina erum við langt í frá sammála um hvernig fiskveiðum skuli háttað. Kvótakerfið var lögleitt 1984 og takmarkaði það aðgengi að fiskiauðlindinni sem fram að því var óhindruð. Byggðist kerfið annars vegar á áformum um fiskvernd og hins vegar á tekjutilkalli þeirra útgerða sem voru fyrir. Litlar deilur hafa verið um fyrrnefnda atriðið en því mun meiri um hið síðara. 1.5.2012 06:00
Aukinn jöfnuður og bætt kjör Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Einhver mesti og besti ávöxtur verkalýðsbaráttunnar frá upphafi er almannatryggingarkerfi fyrir þjóðina alla og velferðarstjórn-mál. Í þessu tvennu birtist vel hugmyndin um jöfnuð; jöfn tækifæri til menntunar og þroska óháð samfélagsstöðu, kyni eða tekjum. 1.5.2012 06:00
1. maí 2012 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Á undanförnum árum virðist hróður hins alþjóðlega baráttudags verkalýðsins 1. maí því miður hafa minnkað á Íslandi. Samt sem áður hafa mörg stéttarfélög þurft að grípa til mjög harðrar baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á þessum tíma, bæði á almennum markaði og ekki síður stórar stéttir opinberra starfsmanna eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar. En í umróti síðustu þriggja ára hefur þessi mikilvægi dagur aftur orðið Íslendingum þörf áminning um að allir eigi skilið mannsæmandi kjör fyrir vinnu sína. 1.5.2012 06:00
Leiðin til nýja Íslands Róbert Marshall skrifar Þó að allar hagtölur bendi til þess að Íslendingum hafi tekist að snúa vörn í sókn er ekki þar með sagt að kreppunni sé lokið. Hún er enda að mjög litlum hluta efnahagslegs eðlis. Hér ríkir hugmyndafræðileg og pólitísk kreppa. Sumir myndu segja tilvistarkreppa. Djúpstæð átök eru um framhaldið. Í grófum dráttum snúast þau um það hvort við viljum "koma öllu í gang aftur“ eða byrja upp á nýtt; endurskilgreina samfélagið, markmið þess og grunngildi. 1.5.2012 06:00
Velferð og vald Helga Birna Gunnarsdóttir skrifar Ég hygg að margir séu mér sammála um að hugtakið vald, eða valdboð, veki frekar með okkur óhug en öryggi. Að í hugum fólks tengist hugtakið oft þvingun til athafna eða skoðana sem ganga þvert á afstöðu þess, vali á lífsmáta og rýrnun frelsis og sjálfsákvörðunarréttar. 1.5.2012 06:00
Íslenskar og norskar auðlindir hafsins: Olían og fiskurinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Í allri umræðu um mikilvæg málefni samfélagsins er æskilegt að grundvallarhugtök séu réttilega skilgreind. Þannig er ljóst að það er í senn íslenskt og alþjóðlegt viðmið að villt og vörslulaus dýr, m.a. fiskurinn í sjónum, eru óeignarhæf á meðan þau eru óveidd, sbr. t.d. rit Churchills og Owens frá árinu 2010, The EC Common Fisheries Policy, bls. 77–78. Á hinn bóginn er hægt að skapa eignarheimildir yfir réttinum til að nýta hin villtu dýr. 1.5.2012 06:00
Skipulagsdagar leikskóla - sjónarmið leikskólakennara Haraldur F. Gíslason skrifar Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það e 1.5.2012 06:00
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun