Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar 3. maí 2025 18:00 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira. Í nýlegri grein á Vísi (2. maí) skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að Ísland hafi „ekki efni á því að fara norsku leiðina“ í sjávarútvegi. Þar vísar hún til norskra vinnsluhátta þar sem verðmætasköpun færist úr landi, störf tapist og fiskur er unninn erlendis. En þegar kemur að fiskeldi, þá vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einmitt að Ísland feti norsku leiðina– og helst mildari útgáfu af henni. Í umsögn SFS um frumvarp til laga um fiskeldi frá maí 2024 kemur fram að íslenskt gjaldakerfi fyrir fiskeldi sé „sýnilega meira íþyngjandi […] en í Noregi.“ Þau leggja áherslu á að Ísland megi ekki ganga lengra en Noregur í sköttum og reglum. Jafnframt segja þau: „Viðmiðun við norska skattlagningu er grundvöllur matsins.“ SFS vill nota “norsku” leiðina þegar hún hentar málstaðnum en annars á að forðast hana þegar hún hentar ekki. Fiskurinn unninn heima – nema þegar það er lax Í greininni leggur Heiðrún Lind sérstaka áherslu á að íslenskur fiskur sé unninn heima – og varar við því að verðmætasköpun færist úr landi. Þetta sé stærsta efnahagslega hættan við „norsku leiðina“. En á heimasíðu SFS kemur annað fram þegar kemur að fiskeldi. Þar segir: „Áframvinnsla er ekki háð landfræðilegum takmörkunum, sérstaklega ef fiskurinn er frystur. Verðmæti aukast jafnan við áframvinnslu.“ (Skýrsla BCG á vegum SFS) Með öðrum orðum: þau segja okkur að það sé þjóðhagslegt tap ef þorskur er unninn erlendis – en þegar kemur að eldislaxi, þá er engin áhersla á innlenda vinnslu. Þvert á móti. Þá má flytja verðmætin út, ef það þjónar rekstrarlegu hagræði. Tvískinnungur í stað stefnu SFS er ekki að verja grundvallarstefnu um sjálfbærni, efnahagslegt réttlæti eða innlenda verðmætasköpun. Þau verja aðeins eigin hagsmuni, í hverju máli fyrir sig. Í sjávarútvegi eru skattar vandamál – en í fiskeldi er léttleiki regluverks forgangsmál. Sama fyrirmynd, tvö viðhorf. Það er ekki stefnufesta. Það er tvískinnungur. Þessi mótsögn er ekki bara fræðileg. Þegar áframvinnsla á eldislaxi fer fram erlendis, tapar Ísland ekki aðeins skatttekjum – heldur einnig tækifærum til atvinnusköpunar í byggðum sem þegar búa við þrönga kosti. Á sama tíma sitja íslensk samfélög uppi með mengaða firði og ónýtt lífríki. SFS krefst þess að gróðinn megi fara út – en vill að áhættan sitji eftir heima. SFS talar um að verja störf og verðmætasköpun, en í raun berjast samtökin fyrir mengandi laxeldi í opnum sjókvíum – að norskri fyrirmynd – þar sem verðmætin mega fara úr landi, svo lengi sem arðurinn skili sér til fyrirtækjanna. Þetta kallast á góðri íslensku: Tvískinnungur og yfirvarp. Það er ekkert þjóðhagslegt vit í því að fórna íslenskum fjörðum fyrir úrelt, erlend laxeldismódel sem jafnvel Norðmenn sjálfir eru að endurskoða. Ef við höfum ekki efni á norsku leiðinni – þá eigum við alls ekki að leyfa opið sjokviaeldi í íslenskum fjörðum. Og við eigum að hætta að hlusta á bullið frá þeim sem þéna mest á því að blekkja. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Noregur Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira. Í nýlegri grein á Vísi (2. maí) skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að Ísland hafi „ekki efni á því að fara norsku leiðina“ í sjávarútvegi. Þar vísar hún til norskra vinnsluhátta þar sem verðmætasköpun færist úr landi, störf tapist og fiskur er unninn erlendis. En þegar kemur að fiskeldi, þá vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einmitt að Ísland feti norsku leiðina– og helst mildari útgáfu af henni. Í umsögn SFS um frumvarp til laga um fiskeldi frá maí 2024 kemur fram að íslenskt gjaldakerfi fyrir fiskeldi sé „sýnilega meira íþyngjandi […] en í Noregi.“ Þau leggja áherslu á að Ísland megi ekki ganga lengra en Noregur í sköttum og reglum. Jafnframt segja þau: „Viðmiðun við norska skattlagningu er grundvöllur matsins.“ SFS vill nota “norsku” leiðina þegar hún hentar málstaðnum en annars á að forðast hana þegar hún hentar ekki. Fiskurinn unninn heima – nema þegar það er lax Í greininni leggur Heiðrún Lind sérstaka áherslu á að íslenskur fiskur sé unninn heima – og varar við því að verðmætasköpun færist úr landi. Þetta sé stærsta efnahagslega hættan við „norsku leiðina“. En á heimasíðu SFS kemur annað fram þegar kemur að fiskeldi. Þar segir: „Áframvinnsla er ekki háð landfræðilegum takmörkunum, sérstaklega ef fiskurinn er frystur. Verðmæti aukast jafnan við áframvinnslu.“ (Skýrsla BCG á vegum SFS) Með öðrum orðum: þau segja okkur að það sé þjóðhagslegt tap ef þorskur er unninn erlendis – en þegar kemur að eldislaxi, þá er engin áhersla á innlenda vinnslu. Þvert á móti. Þá má flytja verðmætin út, ef það þjónar rekstrarlegu hagræði. Tvískinnungur í stað stefnu SFS er ekki að verja grundvallarstefnu um sjálfbærni, efnahagslegt réttlæti eða innlenda verðmætasköpun. Þau verja aðeins eigin hagsmuni, í hverju máli fyrir sig. Í sjávarútvegi eru skattar vandamál – en í fiskeldi er léttleiki regluverks forgangsmál. Sama fyrirmynd, tvö viðhorf. Það er ekki stefnufesta. Það er tvískinnungur. Þessi mótsögn er ekki bara fræðileg. Þegar áframvinnsla á eldislaxi fer fram erlendis, tapar Ísland ekki aðeins skatttekjum – heldur einnig tækifærum til atvinnusköpunar í byggðum sem þegar búa við þrönga kosti. Á sama tíma sitja íslensk samfélög uppi með mengaða firði og ónýtt lífríki. SFS krefst þess að gróðinn megi fara út – en vill að áhættan sitji eftir heima. SFS talar um að verja störf og verðmætasköpun, en í raun berjast samtökin fyrir mengandi laxeldi í opnum sjókvíum – að norskri fyrirmynd – þar sem verðmætin mega fara úr landi, svo lengi sem arðurinn skili sér til fyrirtækjanna. Þetta kallast á góðri íslensku: Tvískinnungur og yfirvarp. Það er ekkert þjóðhagslegt vit í því að fórna íslenskum fjörðum fyrir úrelt, erlend laxeldismódel sem jafnvel Norðmenn sjálfir eru að endurskoða. Ef við höfum ekki efni á norsku leiðinni – þá eigum við alls ekki að leyfa opið sjokviaeldi í íslenskum fjörðum. Og við eigum að hætta að hlusta á bullið frá þeim sem þéna mest á því að blekkja. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun