Til hvers? Jón Ormur Halldórsson skrifar 3. maí 2012 09:00 Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru einföld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna talsverðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Svíþjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valdalausra fyrirmanna. MarkmiðSagt hefur verið um fyrirtæki að þau séu í alvarlegum vanda ef stjórnendurnir geta ekki útskýrt öll helstu markmið þeirra í stuttri lyftuferð. Svipað mætti sjálfsagt segja um stjórnmálaflokka þótt þeir sýni stundum undraverða hæfileika til að lifa af eigið tilgangsleysi. Og stjórnskipun. Allir vitaÞað tekur fólk ekki nema fáeinar sekúndur að útskýra tilgang konungdæma, hvort sem menn eru hlynntir eða andvígir slíkum fyrirbærum. Konungbornir þjóðhöfðingjar eru lifandi sameiningartákn landa. Umræður um hæfileika þeirra koma málinu ekki við því frami þeirra réðst af því einu að þeir fæddust. Slík tákn geta jafnvel verið útlendingar. Drottning Englands ríkir sem sameiningartákn í Ástralíu, Kanada og einum fimmtán öðrum sjálfstæðum ríkjum. Sum hefur hún lítið sem ekkert heimsótt á löngum valdaferli en þetta virkar samt fyrir viðkomandi þjóðir. Ástralíumenn felldu fyrir fáum árum tillögu um stofnun lýðveldis. Ástæðan var ekki eingöngu hollusta við táknmyndina heldur deilur um hvers konar forseti ætti að koma í staðinn. Líka einfaltForsetar eru ekki sams konar sameiningartákn þegar þeir eru valdamestu menn hvers ríkis og kosnir í harðvítugum kosningaslag. En þeir eru hins vegar tákn og fulltrúar ríkja sinna út á við. Þetta er vegna þess að þeir eru teknir alvarlega af umheiminum vegna valda sinna heima fyrir. Hlutverk forseta flestra ríkja Vesturheims, Afríku og einstaka ríkja annars staðar er tvíþætt. Að marka stjórnarstefnu hvers ríkis og taka fulla ábyrgð á henni. Og svo að vera alvöru fulltrúi ríkisins gagnvart valdamönnum annarra ríkja. Ábyrgð inn á við og alvara út á við eru aðalatriðin. Til hvers?Málið vandast hins vegar ef þjóðhöfðingi er bæði ábyrgðarlaus af stjórnarstefnu heima fyrir og valdalaus út á við. Eins og á Íslandi. Í þeim tilvikum er hlutverk þjóðhöfðingja dálítið óljóst. Fólk hefur óheppilega ólíkar hugmyndir um það og ekki annars von. Forsetar eru auðvitað ekki teknir mjög alvarlega af umheiminum ef þeir hafa engin völd. Ekki verða þeir heldur sjálfkrafa sameiningartákn eins og þeir sem fæðast til slíkra verka. Svíþjóð, þar sem kóngurinn er nánast án hlutverks, og Sviss, sem hefur ekki þjóðhöfðingja, dafna flestum ríkjum betur. Fallnir forsetarAfsagnir tveggja forseta á tveimur árum hafa knúið Þjóðverja til að ræða um tilgang embættisins. Sá fyrri flutti ræðu sem túlka mátti sem aðra sýn á utanríkismál en stjórnin í Berlín hafði. Forsetinn, sem sagðist hafa verið misskilinn, sagði af sér. Sem í flestum evrópskum löndum hljómar ekkert einkennilega. Sá seinni var sakaður um að hafa þegið greiða eins og far og uppihald af auðmönnum. Þetta var þó áður en hann varð forseti, ekki á meðan hann sat í embætti. Tilraunir hans til spuna og fjölmiðlaleiks í kringum málið þóttu venjulegir pólitískir klækir en ekki sæmandi forseta og því sagði hann af sér. Sem flestum þótti sjálfsagt í því landi. Eftir þessar ófarir náðist góð samstaða á milli flokka og hjá þjóðinni um að kjósa mann þekktan af heiðarleika, siðferðisstyrk og algeru kunnáttuleysi í spuna. TáknmyndirSá maður, Gauck, er ekki sameiningartákn á sama hátt og þeir einir geta verið sem fæðast til slíkra starfa. Hann er predikari að upplagi og menntun og ómyrkur í máli. Hann er hins vegar táknmynd gilda sem margir telja eiga sérstakt erindi við okkar tíma. Ekki ósvipaðar hugmyndir komu fram í Ástralíu þegar kosið var um framtíð konungdæmisins í þar í landi. Lýðveldissinnar vildu þá margir beint kjör forseta. Það gæfi þjóðinni tækifæri til að velja lifandi tákn þeirra gilda sem ættu helst að einkenna landið. Menn sögðu að jafnrétti, snobbleysi og sanngirni væru þjóðargildi Ástralíu og forseti ætti að vera lifandi dæmi um þetta. Írar völdu líka nýlega forseta sem á nútímaíslensku gæti kallast ýktur Íri. Hann hefði kannski ekki náð kjöri annars staðar en hentar frændum okkar vel. ÖryggiVíða um heim hafa komið fram hugmyndir um forseta sem öryggisventil gegn ofríki valdamanna. Eða gegn bruðli þeirra og spillingu eins og í Singapúr þar sem forsetinn gætir varasjóða landsins og getur hafnað embættisveitingum ráðamanna en kemur annars lítið að pólitík. Öryggisventlar geta hins vegar breyst í tímasprengjur ef forsetar eru ekki lausir við eigin metnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun
Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru einföld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna talsverðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Svíþjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valdalausra fyrirmanna. MarkmiðSagt hefur verið um fyrirtæki að þau séu í alvarlegum vanda ef stjórnendurnir geta ekki útskýrt öll helstu markmið þeirra í stuttri lyftuferð. Svipað mætti sjálfsagt segja um stjórnmálaflokka þótt þeir sýni stundum undraverða hæfileika til að lifa af eigið tilgangsleysi. Og stjórnskipun. Allir vitaÞað tekur fólk ekki nema fáeinar sekúndur að útskýra tilgang konungdæma, hvort sem menn eru hlynntir eða andvígir slíkum fyrirbærum. Konungbornir þjóðhöfðingjar eru lifandi sameiningartákn landa. Umræður um hæfileika þeirra koma málinu ekki við því frami þeirra réðst af því einu að þeir fæddust. Slík tákn geta jafnvel verið útlendingar. Drottning Englands ríkir sem sameiningartákn í Ástralíu, Kanada og einum fimmtán öðrum sjálfstæðum ríkjum. Sum hefur hún lítið sem ekkert heimsótt á löngum valdaferli en þetta virkar samt fyrir viðkomandi þjóðir. Ástralíumenn felldu fyrir fáum árum tillögu um stofnun lýðveldis. Ástæðan var ekki eingöngu hollusta við táknmyndina heldur deilur um hvers konar forseti ætti að koma í staðinn. Líka einfaltForsetar eru ekki sams konar sameiningartákn þegar þeir eru valdamestu menn hvers ríkis og kosnir í harðvítugum kosningaslag. En þeir eru hins vegar tákn og fulltrúar ríkja sinna út á við. Þetta er vegna þess að þeir eru teknir alvarlega af umheiminum vegna valda sinna heima fyrir. Hlutverk forseta flestra ríkja Vesturheims, Afríku og einstaka ríkja annars staðar er tvíþætt. Að marka stjórnarstefnu hvers ríkis og taka fulla ábyrgð á henni. Og svo að vera alvöru fulltrúi ríkisins gagnvart valdamönnum annarra ríkja. Ábyrgð inn á við og alvara út á við eru aðalatriðin. Til hvers?Málið vandast hins vegar ef þjóðhöfðingi er bæði ábyrgðarlaus af stjórnarstefnu heima fyrir og valdalaus út á við. Eins og á Íslandi. Í þeim tilvikum er hlutverk þjóðhöfðingja dálítið óljóst. Fólk hefur óheppilega ólíkar hugmyndir um það og ekki annars von. Forsetar eru auðvitað ekki teknir mjög alvarlega af umheiminum ef þeir hafa engin völd. Ekki verða þeir heldur sjálfkrafa sameiningartákn eins og þeir sem fæðast til slíkra verka. Svíþjóð, þar sem kóngurinn er nánast án hlutverks, og Sviss, sem hefur ekki þjóðhöfðingja, dafna flestum ríkjum betur. Fallnir forsetarAfsagnir tveggja forseta á tveimur árum hafa knúið Þjóðverja til að ræða um tilgang embættisins. Sá fyrri flutti ræðu sem túlka mátti sem aðra sýn á utanríkismál en stjórnin í Berlín hafði. Forsetinn, sem sagðist hafa verið misskilinn, sagði af sér. Sem í flestum evrópskum löndum hljómar ekkert einkennilega. Sá seinni var sakaður um að hafa þegið greiða eins og far og uppihald af auðmönnum. Þetta var þó áður en hann varð forseti, ekki á meðan hann sat í embætti. Tilraunir hans til spuna og fjölmiðlaleiks í kringum málið þóttu venjulegir pólitískir klækir en ekki sæmandi forseta og því sagði hann af sér. Sem flestum þótti sjálfsagt í því landi. Eftir þessar ófarir náðist góð samstaða á milli flokka og hjá þjóðinni um að kjósa mann þekktan af heiðarleika, siðferðisstyrk og algeru kunnáttuleysi í spuna. TáknmyndirSá maður, Gauck, er ekki sameiningartákn á sama hátt og þeir einir geta verið sem fæðast til slíkra starfa. Hann er predikari að upplagi og menntun og ómyrkur í máli. Hann er hins vegar táknmynd gilda sem margir telja eiga sérstakt erindi við okkar tíma. Ekki ósvipaðar hugmyndir komu fram í Ástralíu þegar kosið var um framtíð konungdæmisins í þar í landi. Lýðveldissinnar vildu þá margir beint kjör forseta. Það gæfi þjóðinni tækifæri til að velja lifandi tákn þeirra gilda sem ættu helst að einkenna landið. Menn sögðu að jafnrétti, snobbleysi og sanngirni væru þjóðargildi Ástralíu og forseti ætti að vera lifandi dæmi um þetta. Írar völdu líka nýlega forseta sem á nútímaíslensku gæti kallast ýktur Íri. Hann hefði kannski ekki náð kjöri annars staðar en hentar frændum okkar vel. ÖryggiVíða um heim hafa komið fram hugmyndir um forseta sem öryggisventil gegn ofríki valdamanna. Eða gegn bruðli þeirra og spillingu eins og í Singapúr þar sem forsetinn gætir varasjóða landsins og getur hafnað embættisveitingum ráðamanna en kemur annars lítið að pólitík. Öryggisventlar geta hins vegar breyst í tímasprengjur ef forsetar eru ekki lausir við eigin metnað.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun